Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1995, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995
21
DANSSTAÐIR
Áslákur
Mosfellsbæ
Lifandi tónlist föstudags- og laugar-
dagskvöld.
Blúsbarinn
Rúnar Júlíusson og Tryggvi Hiibner
skemmta föstudags- og laugardags-
kvöld.
Café Royale
Pálmi Gunnarsson og Magnús Eiríks-
son leika föstudagskvöld. Á laugar-
dagskvöld leika þeir Grétar Örvarsson
og Bjarni Arason.
Danshúsið í Glæsibæ
Á föstudags- og iaugardagskvöld leik-
ur hljómsveitin Norðan þrír + Ásdís.
Duus-hús
v/Fischersund, s. 14446
Opið kl. 18-1 v.d., 18-3 föstud. og
laugard.
Feiti dvergurinn
Höfðabakka 1
Lifandi tónlist föstudags- og laugar-
dagskvöld.
Garðdkráin
Garðabæ
Hljómsveitin Klappað og klárt með
Garðari Karlssyni og Önnu Vilhjálms
föstudags- og laugardagskvöld.
Gaukur á Stöng
Hljómsveitin Kol leikur föstudags- og
laugardagskvöld.
Glaumbar
Sælgætisgerðin leikur á sunnudags-
kvöld.
Gullöldin
Grafarvogi
Hljómsveitin „Sín" leikur föstudags-
og laugardagskvöld.
Hafnarkráin
Lifandi tónlist á hverju kvöldi.
Hótel ísland
Skemmtun Ladda í Ásbyrgi föstu-
dagskvöld. Magnús, Jóhann og Pétur
Hjaltested leika fyrir dansi að sýningu
lokinni. Á laugardagskvöld verður
stórsýning Björgvins Halldórssonar,
Pó líði ár og öld. Dansleikur með
hljómsveitinni Karma að sýningu
lokinni.
Hótel Saga
„Ríósaga" á laugardagskvöld. Dans-
leikur á eftir með SagaKlass. Mímis-
bar: Ragnar Bjamason og Stefán Jök-
ulsson sjá um fjörið á Mímisbar föstu-
dags- og laugardagskvöld.
LA-Café
Laugavegi 45, s. 626120
Um helgina: Maturki. 18-22.30 með
léttri tónlist, síðan diskótek til kl. 3.
Hátt aldurstakmark.
Leikhúskjallarinn
Dansleikur föstudags- og laugardags-
kvöld.
Næturgalinn
Smiðjuvegi 14, Kópavogi
Hljómsveitin Útlagar leikur föstu-
dags- og laugardagskvöld.
Skálafell
Mosfellsbæ
Lifandi tónlist föstudags- og laugar-
dagskvöld.
Ölkjallarinn
Arnar og Þórir leika um helgina.
Ölver
Glæsibæ
Karaoke um helgina. Opið alla virka
daga frá kl. 11.30 til 1 og til 3 föstu-
dag.
Staðurinn
Keflavík
Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar
leikur föstudagskvöld og Grænir fing-
ur á laugardagskvöld.
Vitinn
Sandgerði
E.T. bandið leikur föstudags- og laug-
ardagskvöld.
Sniglabandið á Akranesi
og Akureyri
Sniglabandið leikur á Langasandi,
Akranesi, föstudagskvöld og Sjallan-
um, Akureyri, á laugardagskvöld.
Nuno og milljónamær-
ingar á Akureyri
Nuno og milljónamæringar leika í
Sjallanum, Akureyri, föstudags-
kvöld.
Langbrók í Eyjum
Rokkhljómsveitin Langbrók leikur í
Eyjum um helgina.
Bubbi Morthens
á tónleikaferð
Bubbi Morthens leikur í Pórsveri,
Þórshöfn, föstudagskvöld, á Hótel
Húsavík laugardagskvöld og í Hrísey
á sunnudagskvöld.
Meðlimir endurhljóðblandaranna í Masters at Work eru Kenny Dope Gonzales og Little Louie Vega.
M.A.W. á
Tunglinu
„I tilefni af fimm ára afmæli út-
varpsþáttarins Party Zone höfnm við
fengið tvo af frægustu plötusnúðum
Bandaríkjanna, Masters at Work
(M.A.W.) hingað til lands í samstarfi
við skemmtistaðinn Tunglið. M.A.W.
eru þeir Kenny „Dope“ Gonzales og
Little Louie Vega en þeir eru, ásamt
David Morales, meðal eftirsóttustu
endurhljóðblandara heims. Búið er að
koma upp stærsta hljóðkerfi sem sett
hefur verið upp á skemmtistað á
Tunglinu af þessu tilefni, 20 þúsund
vött,“ sagði Helgi Már Bjamason, um-
sjónarmaður þáttarins Party Zone, í
samtali við DV.
Masters at Work spila á Tunglinu
laugardagskvöldið 14. október en
munu einnig koma fram í þættinum
Party Zone. Gonzales og Vega eru
þekktir fyrir að endurhljóðblanda
verk margra frægra tónlistarmanna
eins og Jamiroquai, Donnu Summer,
Les Negretes Vertes, svo að einhverj-
ir séu nefndir. Músíkin sem þeir spila
fellur í flokk „house- og garage tónlist-
ar“.
Laddi á
Hótel ís-
landi
Föstudagskvöldið 13. október
verður hinn landsþekkti
skemmtikraftur, Laddi, með pró-
gramm í Ásbyrgi, austursal Hót-
el íslands. Að lokinni skemmtun
hans leika Magnús, Jóhann og
Pétur Hjaltested fyrir dansi. Laug-
ardaginn 14. október verður sýn-
ing Björgvins Haildórssonar, Þó
líði ár og öld, i aðalsal Hótel ís-
lands. Að lokinni skemmtun hans
tekur hljómsveitin Karma við og
leikur fyrir gesti staðarins.
Sín á
Gullöld-
inni
Hljómsveitin Sín mun leika á
nýja veitingastaðnum Gullöld-
inni f Grafarvoginum föstudags-
kvöldið 13. október og laugardags-
kvöldið 14. október. Hljómsveitin
mun nær eingöngu leika lög frá
gullaldarárunum og mun
skemmta frá klukkan 22 til 1 eft-
ir miðnætti.
Rúnni Júl
og Tryggvi
á Blús-
barnum
Rúnar Júlíusson og Tryggvi
H”bner munu skemmta á Blús-
barnum föstudagskvöldið 13.
október og laugardagskvöldið 14.
október. Þá Rúnar og Tryggva
ætti að vera óþarfí að kynna því
þeir hafa skejnmt landanum við
góðar undirtektir í áraraðir.
Sjallinn á Akureyri og ísafirði:
Nuno og
Millj ónamæringarnir
Föstudagskvöldið 13. október munu
Nuno og Milljónamærmgamir spila á
Sjaflanum á Akureyri og síðan bregða
þeir undir sig betri fætinum og
skemmta á Sjallanum á ísafirði
laugardagskvöldið 14. október.
Hljómsveitina skipa nú Nuno Miguel
Carrilah, söngur og slagverk, Ást-
valdur Traustason, píanó og slagverk,
Birgir Bragason, bassi, Steingrímur
Guðmundson, trommusett og
slagverk, og Joel Pálsson sem spilar á
saxófón og slagverk.
Hljómsveitarmeðlimir í Kol eru Sváfnir Sigurðarson, söngur og kassagrtar, Hlynur
Guðjónsson, rytmagrtar, Benedikt Sigurðsson grtar, Arnar Halldórsson, bassi, og
Ragnar Ragnarsson sem spilar á trommur.
Kol á Gauknum
Hljómsveitin Kol mun fylgja eftir
nýjum diski sínum, „Klæðskera keis-
arans“, með hljómleikum á skemmti-
staðnum Gauknum fóstudagskvöldið
13. október og laugardagskvöldið 14.
október. Kol mun flytja efni af diskn-
um og einnig annað efni sem hefur
ekki heyrst áður í bland við gömul og
góð lög eftir aðra höfúnda.
Hljómsveitarmeðlimir í Kol eru
Sváfnir Sigurðarson, söngur og
kassagítar, Hlynur Guðjónsson, ryt-
magítar, Benedikt Sigurðsson, gítar,
Arnar Halldórsson, bassi, og Ragnar
Ragnarsson sem spilar á trommur.
Nuno og Milljónamæringarnir skemmta á Sjallanum á Akureyri og ísafirði um
helgina. DV-mynd RaSi
Langbrók í Eyjum
Rokkhljómsveit-
in Langbrók stefnir
um helgina til Eyja
og spilar þar á
tveimur böllum um
helgina á skemmti-
staðnum Calypso.
Langbrókin hefur
ekki áður spilað í
Eyjum svo að nú er
tækifærið fyrir
eyjaskeggja að
berja þá félaga aug-
um.
Langbrók gaf
nýverið út lagið „I Ofur Baldur úr hljómsveitinni Langbrók.
Feel Fine í lundu“
sem er endurútsetning bítlalagsins „I
Feel Fine“ f nýjum og hressum bún-
ingi. Gætir þar íslenskra áhrifa og hef-
ur það lag notið töluverðra vinsælda
í útvarpinu. Hljómsveitina skipa Alli
Langbrók, söngur og gítar, Bragi J.
Norðdahl, gítar, Ofur Baldur, hljóm-
borð og rödd, Flosi Þorgeirsson goði,
sem spilar á bassa, og Silli Snere sem
spilar á trommur.