Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1995, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1995, Qupperneq 4
20 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 T Ó N L I S TA R iJlyHjjYU! Islandica - Römm er sú taug icirk Skrítin og skondin á köflum Ferðaþjónustan verður sífeOt mikilvægari atvinnugrein hér á landi með hverju árinu sem líður. Að fjölmörgu þarf að huga til að uppfylla þarflr hinna erlendu gesta sem sækja okkur heim. Margir vilja þeir til að mynda hafa með sér til baka sýnishom þjóðlegrar tóníistar sem minja- grip eða til að hljóðsetja myndbandsupptökumar sínar af spúandi hver- um, hvítfyssandi öldum, ólgandi vatnsfollum, uppblásnum melum og öðru sem fyrir myndavélaraugað ber. Æ fleiri íslenskir tónlistarmenn gera sér þessa þörf ljósa. Gísli Helgason, Herdís Hallvarðsdóttir, Ingi Gunnar Jóhannsson og Guðmundur Benediktsson hafa undanfarin átta ár flutt útlendirigum (og reyndar íslendingum líka) þjóðlög og alþýðulög með sínu lagi undir merki hljómsveitarinnar Islandicu, farið víða um lönd og spilað og sent frá sér tvær plötur. Sú fyrri var Rammíslensk og kom út fyrir fimm árum. Hin er Römm er sú taug. Hún kom út fyrr á þessu ári en hljótt hefur verið um útgáfuna þar til nú í haust. Á þessari nýju plötu er farið um víðan völl sem fyrr, tekið fyrir efni allt frá Agli Skallagrímssyni til Ágústs Atlasonar, fengist jafrit við forn þjóðlög og dægurtónlist frá ofanverðri tuttugustu öld og allt þar á milli. Það er bæði kostur og galli við plötuna hve vítt svið er tekið fyrir. Gísli Helgason hefur veg og vanda af útsetningum tónlistarinnar og tekst hon- um bærilega að ljá henni þann heildarhljóm sem nauðsynlegur er þeg- ar farið er yfir sviðið allt frá landnámsöld til vorra daga. Eitt og annað kemur undarlega fyrir eyru í upphafinu, svo sem suður-amerískur takt- ur undir Brennið þið vitar og Álfareiðin í vestrænni kántríútsetningu, svo að nokkuð sé nefrit. Og oftar en einu sinni og tvisvar spyr maður sig hvers vegna notað sé trommusett i nokkrum lögum en ekki notaður hefðbundinn ásláttur með hefðbundnum hristum, kubbum trommum og tambúrínum. En allt venst þetta um síðir og eftir situr áheyrileg plata, svolítið skrítin og skondin á köflum en samt gripur sem maður væri al- veg til í að mæla með við erlenda kunningja. Ásgeir Tómasson Randy Crawford — Naked and True irki< Sleppur fyrir horn Enn ein platan lítur nú dagsins ljós þar sem þekktur listamaður sa&ar saman misgömlum frægum lögum og gerir skil eftir eigin upp- skrift. Flestar þessara platna hafa verið afar klénn samsetningur og átt lítið erindi útfyrir nánustu fjölskyldu listamannsins eða listamannanna. Þessi plata Randy Crawford er ansi nærri því að lenda í þeim flokki en nokkrar vel heppn- aðar útsetningar, góður söngur og frábær hljóðfæraleikur bjargar henni fyrir horn. Lögin sem Crawford tekur fyrir eru úr ýmsum áttum og frá ýmsum tímum. Allt eru þetta soul og/eða fónklög eins og við var að bú- ast og meðal þeirra þekktustu má nefna Cajun Moon eftir J. J. Cale, Give Me the Night sem George Benson gerði frægt, Purple Rain eftir Prince, Joy Inside My Tears eftir Stevie Wonder og Holding Back the Years eft- ir Mick Hucknall úr Simply Red. Útsetningar eru í flestum tilvikum af- skaplega tilþrifalitlar og óspennandi og lögin lulla í gegn áreitislaust að mestu. í sumum tilfellum eins og í því stórgóða Simply Red lagi Hold- ing Back the Years er um hrein skemmdarverk að ræða og minnir einna helst á það þegar Herb Albert misþyrmdi Garðveislu Mezzofortemanna hér um árið. Sigurður Þór Salvarsson Blome - The Third Twin . . . the third twin irkrk Kröftugur frumburður Platan The Third Twin kemur rækilega á óvart. Kvartettinn Blome kemur hér fram á sjónarsviðið beinustu leið úr æflngakjallar- anum að eigin sögn og hefur í farteskinu heil- steypta og áheyrilega plötu. Ekkert gleðihopp og hí eins og svo mikið er gefið út af. Miklu frekar dapurlega og á stundum dálítið þunglyndislega tónlist en vandaða og úthugsaða sem maður þarf að hafa fyrir að hlusta á. Blome piltar eru undir áhrifum héðan og þaðan. Á einum stað eða tveimur bregður fyrir gamalkunnum minnum frá Lennon heitnum. Pink Floyd kemur oftar en einu sinni upp í hugann og einhverra hluta vegna læðist að manni sá grunur stöku sinnum að fjórmenningarnir eða að minnsta kosti ívar Páll, laga- og textahöfundur hljómsveitarinnar, hafi gefið sér tíma til að hlýða á Ian McCulloch og/eða hljómsveitina Echo and the Bunnymen sem var sjaldan mjög upprífandi í tónsmíðum sín- um. Þessi orð skal þó ekki taka þannig að Blome stundi eintóma eftir- hermulist. Þvert á móti vinnur hún þannig úr áhrifum sem hún hefur orðið fyrir að gaman er á að hlýða. Lögin á plötunni eru misauðgrípan- leg. Hið fyrsta, Oh by Jingo, er með því léttasta á plötunni. Ovemice og Stars eru einnig rokklög sem ættu að ganga tiltölulega fljótt í undirvit- und hlustandans. Symbolic er sér á parti. Þar er strengjasveitin Hux í aðalhlutverki og Fríða María Harðardóttir syngur lagið ágætlega. Önn- ur lög eru vissulega þess virði að á þau sé minnst en hér skal staðar numið með þeim orðum að Blome er hikstalaust ein eftirtektarverðasta nýja hljómsveitin hér á landi þetta árið. Ásgeir Tómasson Móteitrið við tískunni. Hljómsvertin XIII. Leikbrúður í höndum tónlistarinnar - önnur plata hljómsveitarinnar 13 komin á markað Föstudaginn 13. október siðastlið- inn kom út önnur plata hljómsveitar- innar 13. Á plötunni eru 13 lög og ber hún nafnið Serpentyne. Að sögn Halls Ingólfssonar, lagasmiðs, útsetjara, og söngvara (auk þess sém hann tromm- aði allt inn á nýju plötuna sjálfur), ligg- ur mikil vinna að baki texta- og laga- gerð á Serpentyne, auk þess sem út- setningar eru nýstárlegar. „Platan er mun aðgengilegri en Salt sem kom út í fyrra,“ segir-Hallur. Tekið fálega á báða bóga í viðtali sem blaðamaður DV átti við 13 á síðasta ári kom fram að þeir væru sín eigin uppáhaldshljómsveit og væru ekki bundnir utanaðkomandi ástúö og hlýju þegar kemur að útgáfu laga. Við þetta var staðið þegar litið er á þær fálegu viðtökur sem Salt fékk á landsvísu. „Við erum ekki að eltast við markaðinn," segir Jón Ingi Þor- valdsson bassaleikari. „Lykillinn er að vera samkvæmur sjálfum sér og elt- ast ekki við tískustrauma. Að okkar mati erum við að semja það sem vant- ar,“ bætir Hallur við. En þrátt fyrir þessar yfirlýsingar og dræmar viðtökur landans hefur Salt fengið góðar viðtökur á erlendri grund. Hljómsveitinni hefur verið lýst sem heiðinni nýbylgjuhljómsveit og viðloðandi spurning í blaðaviðtölum erlendis er: „Af hverju er 13 öðruvísi en allt annað?“ Salt hefur verið mark- aðssett í Hollandi, Belgíu og Luxem- borg. Hallur segir erlendar viðtökur óneitanlega hvetjandi en hvaða vonir bindur hljómsveitin við erlendan markað? „Þetta verður náttúrulega engin Madonnu filingur, enda erum við ekki á sama sviði. Sem stendur höldum við dagvinnunni. Vonin er hins vegar að geta lifað af þessu i fram- tíöinni," segir Hallur. Eins og sjá má eru frægðardraum- arnir ekki stórir enda segir hljóm- sveitin: „Við erum leikbrúður í hönd- um tónlistarinnar. Tónlistin á okkur, við erum andvaka yfir henni og hún er ekki til þess að koma okkur sem persónum á framfæri. Ekki afsökun fyrir fylliríi í byrjun var 13 einherjasveit Halls Ingólfssonar. Fjölgun átti sér stað eft- ir upptökur á fyrstu plötunni úr ein- um i 3 og enn meiri fjölgun hefur átt sér stað í þetta skiptið, nú eru hljóm- sveitarmeðlimir fiórir. Auk Halls eru það Jón Ingi Þorvaldsson bassaleik- ari, Birgir Jónsson trommuleikari (sem breytir töluvert um stíl eftir að hafa spilað sem Galíleó í Sonum Raspútíns) og Gísli Már Sigurjónsson gítarleikari. Er stefnan að verða 13 í sveitinni? „Ætli hún stækki nokkuð úr þessu," segir Hallur. „Því minna sem bandið er því meiri er einingin. Hljómsveitin er ekki afsökun fyrir fylliríi. Við æfum mikið og þá ekki endilega til þess að læra okkar kafla heldur til þess að ná fram einhverjum hughrifúm í stað þess að spila nótur tilfinningalaust. Það er nefnilega mik- ill munur á tónlist og nótum." Ekki á silkipúða vinsældalistanna Eins og áður segir kom Serpentyne út síðastliðinn fóstudag. „Það sem ein- kenndi upptökuferilinn var mikU já- kvæðni af allra hálfu, enda var sett það skUyrði að menn gerðu þetta jafnt. af áhuga og fyrir peningana," útskýr- ir upptökustjórinn HaUur. Að hans sögn er farin ný leið í útsetningum á þessari plötu. Endurtekningar eru látnar sigla sinn sjó og þeirra í stað koma sífelldar breytingar, stigvax- andi frá byrjun tU enda. „Við álítum okkur listamenn, enda erum við uppfullir af tjáningu og meiningum aUs konar. Okkur finnst nýja platari eiga mikið erindi á mark- aðinn sem móteitur við tískunni en við stöndum hvorki né föUum með við- tökunum." segir HaUur. „Við gefum okkur aUa í plöturnar enda hefur gíf- urleg tömleikatilfinning gripið um sig eftir upptökurnar en þá er bara um að gera að snúa sér að einhverju nýju,“ segir hljómsveitin sem hættir ef hún staðnar. GBG Red Hot Chili Peppers — One Hot Minute: ★★★ Dave Navarro gítarleikari er f öfl- ugu formi og aðrir liösmenn sveitar- innar standa sig ágætlega. Rick Rubin pródúsent heldur vel utan um pakkann og skapar þokkalega heUd utan um fiölbreytta plötu. -ÁT Selena — Dreaming of You: ★★★ Platan Dreaming of You er nokk- urs konar sýnikennsla í því hvemig efnileg söngkona er byggð upp þannig að tónlist hennar nái til sem flestra. - -ÁT Appollo 13 — úrkvikmynd: ★★★ Þama gefur að heyra úrvals tón- list með blönduðum hópi og má þar nefria Santana, Trini Lopez, Three Dog Night og Chuck Berry. -ÁT Ýmsir — French Kiss: kkk Það eru sannarlega eðaltónar á plötunni sem era fluttir af hinum ýmsu listamönnum, frönskum og amerískum, gömlum og ungum. -HK Tryggvi Húbner — Betri ferð: kkk Tryggvi hefur lengi verið í fremstu röð Sslenskra gítarleikara og er fengur að geislaplötu sem þessari. -YÞK Morten Harket —WildSeed: kkk Fyllsta ástæða er til þess að óska . Harket til hamingju með þessa plötu, þeir eru ekki margir sem hefia sóló- ferilinn með þessum hætti. -SÞS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.