Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1995, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1995, Side 5
FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 21 DANSSTAÐIR Áslákur Mosfellsbæ Lifandi tónlist föstudags- og laugar- dagskvöld. Blúsbarinn Lifandi tónlist föstudags- og laugar- dagskvöld. Café Amsterdam Arnar og Þórir leika föstudags- og laugardagskvöld. Café Royale 2 ára afmæli um helgina. Hljómsveit- in Fánar leikur föstudags- og laugar- dagskvöld og bætist Björgvin Hall- dórsson í hópinn á laugardagskvöld. Danshúsið t Glæsibx Á föstudags- ogfaugardagskvöld leik- ur hljómsveitin Norðan þrír + Ásdís. Duus-hús v/Fischersund, s. 14446 Opið kl. 18-1 v.d., 18-3 föstud. og laugard. Feiti dvergurinn Höfðabakka 1 Lifandi tónlist föstudags- og laugar- dagskvöld. Garðakráin Garðabæ Hljómsveitin Klappað og klárt með Garðari Karlssyni og Önnu Vilhjálms föstudags- og laugardagskvöld. Gaukur á Stöng Útgáfuhátíð Skífunnar á föstudags- kvöld. Glaumbar Sælj>ætisgerðin leikur á sunnudags- Guliöldin Grafarvogi Lifandi tónlist um helgina. Hafnarkráin Lifandi tónlist á hverju kvöldi. Hótri ísland Skemmtun Ladda í Ásbyrgi föstu- dagskvöld og laugardagskvöld. Magnús, Jóhann og Petur Hjaltested leika á dansleik. Eyfirðingakvöld í að- alsal föstudagskvöld. Á laugardagskvöld verður stórsýning Björgvins Halldórssonar, Þó líði ár og öld. Dansleikur með hljómsveitinni Karma að sýningu lokinni. Hótel Saga „Ríósaga" á laugardagskvöid. Dans- leikur á eftir með Saga Klass. Mímis- bar: Ragnar Bjarnason og Stefán Jök- ulsson sjá um fjörið á Mímisbar föstu- dags- og laugardagskvöld. LA-Café Laugavegi 45, s. 626120 Um helgina: Matur kl. 18-22.30 með léttri tónlist, síðan diskótek til kl. 3. Hátt aldurstakmark. Inaótfscafé Diskóték föstudags- og laugardags- kvöld. Jazzbarinn „Jamsession" með Sigurði Flosasyni. Kvartett Leifs Thomsens leikur laug- ardags- og sunnudagskvöld. Kaffi Reykjavtk Hljómsveitin Hunang leikur föstu- dags- og laugardagskvöld. Sigga Bein- teins og Grétar leika sunnudagskvöld. Leikhúskjallarinn Hljómsveitin Stjórnin leikur föstu- dagskvöld. Diskótek laugardags- kvöld. Næturgalinn Smiðjuvegi 14, Kópavogi Hljómsveitin Tónskrattar leikur föstudags- og laugardagskvöld. Rósenberg Jet Black Joe leikur föstudagskvöld og Kirsuber á laugardagskvöld. Skálafell Mosfeflsbæ Lifandi tónlist föstudags- og laugar- dagskvöld. Ölkjallarinn Lifandi tónlist um helgina. Ölver Gfæsibæ Karaoke um helgina. Opið alla virka daga frá kl. 11.30 til 1 og til 3 föstu- dag. Staðurinn Keffavík Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur föstudagskvöld og Grænir fing- ur á laugardagskvöld. Viiinn Sandgerði E.T. bandið leikur föstudags- og laug- ardagskvöld. Nuno og milljónatnæringar á Selfossi Nuno og milljónamæringar leika í Gjánni, Selfossi, laugardagskvöld. Bylting á Dalvík og Sauðárkróki Bylting spilar í Sæluhúsinu á Dalvík föstudagskvöld og á Hótel Mælifelli, Sauðárkróki, laugardagskvöld. 1929 Akureyri Kynning á nokkrum helstu rokksveitum írlands á föstudagskvöld í tilefni írskra daga á Akureyri. Anti- sportistakvöld á laugardagskvöld. Bubbi á Akranesi Bubbi Morthens kemur fram á Langasandi annað kvöld og ætlar að skemmta þar Akumesingum og öðr- um sem viija á hann hlýða. í kvöld var ráðgert að Bubbi spilaði á Sauðár- króki en af því getur ekki orðið að þessu sinni. Kappinn verður hins vegar á út- gáfuhátíð Skífunnar á Gauki á Stöng í kvöld og þar verða vitaskuld fjöl- margir aðrir listamenn. Boðsmiðar gilda á Gauknum fram eftir kvöldi en um miðnættið verður „almenningi“ hleypt inn. Sól Dögg og Kirsuber Á Gauknum kemur það í hlut hljómsveitarinnar Sólar Döggvar að halda uppi stemningunni í kvöld og langt fram á nótt en ef blaðamanni skjátlast ekki hefur sveitin sú áður komið þar við sögu. Á sama stað ráða ríkjum á morgun þeir DJ Nökkvi og Kúló Grande en á sunnudaginn ætlar hljómsveitin Kirsuber að troða upp á Gauknum. Peter Pitofsky verdur á ferd og flugi um ísland um helgina. Tunglið: Breskir plötusnúðar Hljómalind og plötubúðin Fat Cat í London eru að hefja samstarf á víðum grundvelli og um helgina verður hér einn af eigendum búðar innar, D J Dav- id Cawley, og með honum DJ James Dyer. Fat Cat er vinsælasta „und- erground" plötubúðin í London og þar versla allir plötusnúðar borgarinnar sínar plötur. DJ David Cawley spilar funk, trip hop chill blöndu en DJ James Dyer spilar acid house. Þeir verða í Tungl- inu annað kvöld og spila þar fyrir gesti. Peter Pitofsky skemmtir íslendingum Um helgina mun bandaríski gam- anleikarinn Peter Pitofsky kitla hlát- urtaugar Islendinga. Pitofsky er 37 ára gamall og hefur verið í fremstu röð „stand-up comedians" Bandaríkjanna um árabil, auk þess að leika í kvik- myndum. Þekktustu myndir hans eru eflaust Millon Dollar Mystery og Robin Hood: Men in Tights. Pitofsky hefur einnig leikið aðalhlutverk í sjónvarpsþáttum eins og Amazing Live Sea Monkey og The Vidiots. Gamanleikarinn er þekktur fyrir eftirhermur, frumlega brandara og látbragðsleik en hann nam og kom oft fram sem trúður hjá Ringling Brothers and Bamum & Bailey Circ- us. Þá hefur hann einnig komið fram í sjónvarpsþáttunum The Tonight Show og The Arsenio Hail Show. í kvöld kemur Pitofsky fram á veit- ingahúsinu Odd-Vitinn á Akureyri, í Stapanum í Njarðvík annað kvöld og loks í veitingahúsinu Óðal á sunnu- dagskvöldið. Með honum kemur fram Steinn Ármann. Bylting er að senda frá sér plötuna Ekta og strákamir spila væntanlega nokkur lög af henni um helgina. Bubbi Morthens Irtur væntanlega inn á Gauknum íkvöld en annað kvöld ætlar hanrí að bregða sér upp á Akranes og spila þar. Bylting á Dalvík og Sauðárkróki Hljómsveitin Bylting spilar í Sælu- húsinu á Dalvík í kvöld og á Hótel Mælifelli á Sauðárkróki annað kvöld. Sveitina skipa þeir Tómas Sævarsson, Valur Halldórsson, Bjami Valdimars- son, Þorvaldur Ej'fjörð og Frímann Rafnsson. Bylting hefur nú lokið upptökum á sinni fyrstu plötu. Verða sérstakir út- gáfutónleikar á Akureyri í lok næsta mánaðar og í Reykjavík í byrjun des- ember. Platan hefur hlotið nafnið Ekta og em tvö lög af henni farin að hljóma á útvarpsstöðvunum. Eyfirðingakvöld á Hótel íslandi Eyfirðingakvöld verður haldið í að- alsal Hótel íslands í kvöld. Meðal þeirra sem fram koma em Karlakór Akureyrar, Leikhúskvartettinn og norðlenskt djasstríó. Kynnir er Þrá- inn Karlsson leikari en það er hljóm- sveit Geirmundur Valtýssonar sem leikur undir á dansleiknum. Bjöggi og Laddi Sýning Ladda er í Ásbyrgi bæði föstudags- og laugardagskvöld en síð- amefnda kvöldið er stórsýning Björg- vins Halldórssonar í aðalsalnum. Á sunnudagskvöldiö er hins vegar boðið upp á gömlu og nýju dansana Geirmundur og félagar leika fyrir dansi á Hótel íslandi í kvöld. við undirleik hljómsveitar Hjördísar Geirs. Sigurður Flosason stendur fyrir „jamsession" á Jazzbarnum í kvöld. Sigurður Flosason á Jazzbarnum í kvöld ætlar Sigurður Flosason að standa fyrir „jamsession" á Jazzbamum og fá í heimsókn vini og kunningja. Það verður spilað af miklu lífi og sál og reikna má með einhverju óvæntu. Á laugardag og sunnudag ætl- ar svo færeyski gítarsnillingur- inn Leif Thomsen og kvartett hans að halda tónleika á sama stað. Nokkuð er síðan Thomsen sótti ísland heim en hann var hér á fyrstu jasshátíð RúReks og kom einnig talsvert við sögu í gítar- veislu Björns Thoroddsen á Tveimur vinum. Ragnar Bjarnason og Stefán Jök- ulsson verða á Mímisbar um helg- ’ ina. Raggi og Ríósaga Ragnar Bjarnason, sá gamal- kunni söngvari, ætlar að sjá um fjörið á Mímisbar á Hótel Sögu í kvöld og annað kvöld. Ragnar verður þó ekki einn á ferð því hon- um til halds ogtrausts verður Stef- án Jökulsson. í Súlnasalnum kveður hins veg- ar við eilítið annan tón á morgun því þar er boðið upp á skemmti- dagskrá með Ríó Tríó, Ríósaga, og síðan dansleik með hljómsveit- inni SagaKlass. Anti- sportista- kvöld á 1929 í kvöld kynnir skemmtistaður- inn 1929 á Akureyri nokkrar helstu rokksveitir írlands í tilefni írskra daga á Akureyri. Má þar nefna The Pogues, Boomtown Rats og U2. Á morgun verður svo sérstakt anti-sportistakvöld en þá eru all- ir boðnir velkomnir sem ekki nenna að rífa sig á fætur á ókristi- legum tíma til að æða í ræktina eða ástunda einhverja aðra álíka gáfulega iðju.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.