Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1995, Blaðsíða 4
20 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995 3 Hléiist' T6NL ISIA fj i \ r j \ hí\ h j Kristín Eysteinsdóttir — Litlr ★★★ Hrá og hressileg Kristín hefur sagt í viðtölum að einn helsti tiigangurinn með útgáfu plötunnar Litir sé að skapa sér nafn. Það hefur henni tekist og það sem meira er: henni hefur tekist að auðga dægurtónlistarflóruna með ýmiss konar tilraunum sem ófáa langar kannski til að gera en þora ekki af ótta við markaðslögmálin. Á Litum kennir margra grasa. Þar eru hröð lög og róleg, ómþýð og óm- stríð í bland. Titiilagið hittir strax í mark. Sömuleiðis lagið Þrátt fyrir og hið fyrsta á plötunni, Draumur. Undir lokin dettur stemningin dálít- ið niður en lokalagið, My Intimate Dream, er prýðilegur endapunktur á þessari ágætlega heppnuðu frumraun Kristínar. Tónlistin á plötunni er vissulega hrá á köflum. Það er bara af hinu góða því að nóg kemur út af fullslípuðum og jafhvel ofslípuðum afurðum á landi hér. Eitt felli ég mig þó engan veginn við og það er ótrúlega vest- urheimskur framburður Kristínar á köflum. Söngkona, sem býður upp á íslenska texta og oft ljóðræna og einlæga í ofanálag, ætti að geta hald- ið sig við samræmdan framburð fornan! En að öðru leyti: fin frumraun, vonandi meira að ári. Ásgeir Tómasson Ymslr — Help: Breskir popparar í góöum málum Breskir popparar hafa gegnum tíð- ina verið ósínkir á starfskrafta sína og tónlist þegar bágstaddir eru ann- ars vegar. Auðvitað virkar hjálpin í báðar áttir, þeir bágstöddu fá peninga, mat og önnur hjálpargögn en popp- aramir fá vinsældir og virðingu út á örlætið og góðmennskuna. Nýjasta afurðin á þessu sviði er platan Help sem skverað var saman í hvelli nú á haustdögum til hjálpar bágstöddum börnum í Bosníu. Platan ber þess nokkur merki að hafa verið unnin í miklu flaustri, til dæmis gleymdist að láta þess getið á plötuumslaginu hverjir koma fram á plöt- unni og hvaða lög era flutt þar. Neyddust aðstandendur plötunnar að prenta sérstakar auglýsingar í blöðum með þessum upplýsingum svo ekki færi milli mála hver góðmennin væru. Og það er skemmst frá því að segja að hér er rjóminn af breska popp- landsliðinu saman kominn og það er ekkert slorlið. Þar skulu fyrst nefhd stórveldin tvö, Oasis og Blur, og kannski er það með tilliti til samkeppnn- innar þeirra á milli að lög þeirra eru höfð hvort á sínum enda plötunn- ar. Þá má geta Stone Roses, Boo Radleys, Suede, Portishead, Radiohead, Sinead O’Connor, Massive Attack og síðast en ekki síst skal nefndur Paul Weller sem kemur fram undir nafninu Paul Weller and Friends en einn af þessum vinum er enginn annar en nafni hans McCartney og flytja þeir gamla bítlalagið Come together. Að því lagi einu ér mikill fengur á þess- ari plötu en af mörgum öðrum líka. Skiljanlega verður plata sem þessi afskaplega sundurlaus enda flytj- endur hver úr sinni áttinni en fyrir utan framlag Pálanna Wellers og McCartneys skulu nefnd lög Radiohead, Portishead, Suede og Sinead O’Connor sem hápunktar. Öll eru þessi lög vel þess virði að fjárfest sé í plötunni en það skemm- ir ekki fyrir að menn geta í leiðinni glatt sjálfa sig með því að leggja góöu málefni lið. Sigurður Þór Salvarsson Red Hot Chili Peppers Blome — One Hot Minute: —The Third Twin: ★★★ ★★★ Dave Navarro gitarleikari er í Platan kemur rækilega á óvart. öflugu formi og aðrir liðsmenn Þetta er dapurleg og stundum þung- sveitarinnar standa sig ágætlega. lyndisleg tónlist sem er vönduð og Rick Rubin pródúsent heldur vel úthugsuð og maður þarf að hafa fyr- utan um pakkann og skapar þokka- ir því að hlusta á hana. lega heild utan um fjölbreytta plötu. -ÁT -ÁT Guy Barker Islandica — Into the blue: — Römm er sú taug: ★★★ ★★★ Platan kemur vel út í heild. Okk- Þetta er áheyrileg plata, svolítið ar maður, Siggi Flosason, stendur skrítin og skondin á köflum en er sig með mikilli prýði eins og vænta gripur sem maður væri alveg til í mátti. að mæla með við erlenda kunn- ingja. -ÁT -YÞK Appollo 13 — Úr kvikmynd: Morrissey — „Southpaw Grammar": ★★★ ★★★ Þama gefúr að heyra úrvals tón- list með blönduðum hópi og má þar Morrissey-töfrarnir koma í ljós nefna Santana, Trini Lopez, Three hver af öðrum og maður hrífst með Dog Night og Chuck Berry. af kraftinum og keyrslunni. -ÁT -SÞS 66 —í sveitinni Dúettinn 66 er ekki dúett lengur. Þriðji maðurinn er genginn til liðs við þá Birgi Haralds- son gítarleikara og söngvara og Karl Tómasson trommu- og slagverksleik- ara. Sá heitir Friðrik Halldórsson, er frá Sauðárkróki og spilar á bassa auk þess að grípa í harmoníkuogfleiri hljóðfæri ef sá gáll- inn er á honum. Þremenningarnir eruaðsendafrásér plötu í dag sem nefnist í sveitinni. „Nafnið, ja, við erum náttúrlega úr sveit, Mosfellssveit- inni, segir Karl, „nú, og svo kunn- um við fádæma vel við okkur á lands- byggðinni og spil- um þar til dæmis miklu meira en á höfuðborgarsvæð- inu. Við komum náttúrlega ' stöku snmum á mölina og spilum á Kaffi Reykjavík eða Gauknum en svo erum við famir aft- ur. 66 ætlar að fagna útkomu nýju plöt- unnar í heima- byggð, Mosfells- bænum, alla helg- ina ogspilaáSkála- felli. En hvar skyldi tríóinu vera best tekið? „Alls staðar," svarar Karl að bragði. „Við förum um allt land, í Sjall- ann, til Siglufjarð- ar, á Hótel Mælifell, til Vestmannaeyja — hvert sem er — og fáum alls staðar prýðis móttökur. í sveitinni er önnur platan sem 66 sendir frá sér. Sú fyrri kom út í fyrra og bar nafn hljómsveitarinnar. Af henni varð lagið Blúss einna vinsæl- ast. „Við erum með tvö eða þrjú lög í Blúss-andanum að þessu sinni, segir Karl. „Annars er platan talsvert blönd- uð. Hún er öðruvfsi en sú fyrri að þvi leyti að við notum meira rafmagns- hljóðfæri núna. Á hinni notuðumst við til dæmis eingöngu við kassagít- ara. Karl segir að á plötunni séu nokk- ur lög sem segja má að séu í Gildru- andanum. Fyrir þá sem ekki átta sig á því hvaða stíll það er er rétt að upp- lýsa að Karl og Birgir léku saman í hljómsveitinni Gildrunni allt frá ár- inu 1978 og hafa því spilað saman í heil sautján ár. Gildran tók sér frí fyrir Hljómsve'rtin 66 kann betur við sig á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. tveimur árum þegar bassaleikarinn gerðist lögregluvarðstjóri á Eskifirði og gítarleikarinn framkvæmdastjóri íþróttafélags í Vestmannaeyjum. Það frí stendur enn þá, að sögn Karls. „Gildran er alls ekki hætt,“ segir hann ákveðinn. „Fríið er reyndar orð- ið nokkuð lengra en við reiknuðum með í upphafi en við eigum örugglega eftir að koma saman aftur þótt síðar verði. Það er svo merkilegt, bætir hann við, „að þegar við erum að spila sem 66 erum við sífellt að hitta fólk sem biður okkur um gömlu Gildrulögin. Við vorum greinilega vinsælli en okk- ur grunaði sjálfa. En þótt Gildran sé ekki við lýði sem stendur er trommuleikarinn síður en svo óánægður með lífið. Hljómsveitin 66 hefur nóg að gera að hans sögn. „Við spiluðum um það bil hundrað sinnum á síðasta ári og erum þegar búnir að slá því við á þessu. Þetta er auðvitað mikið en launin við spila- mennskuna eru sífellt að lækka svo að maður verður að draga úr kostnaði eins og er og spila sem mest. Maður nær að eiga ff í í tvo daga og svo verð- ur maður að drífa sig af stað á ný. Það sem bjargar okkur er að við Biggi erum búnir að senda samtals frá okk- ur sjö plötur á ferlinum svo að við eig- um úr nógu af frumsömdu efni að moða. Maður entist sjálfsagt ekki svona lengi ef maður þyrfti sífellt að vera að spila slagara eftir aðra. Það passar líka að um það leyti sem nýjasta platan manns er að verða eins árs þá er'sú næsta að fæðast. Þannig endur- nýjast tónlistin hæfilega. Háspenna á dansgólfinu Lag Ununar og Páls Óskars Hjálmtýssonar, Ástin dugir, er loksins komið út á plötu, nánar tiltekið á dans- plötunni Háspennu sem fyrirtækið Rymur var að senda fr á sér fyrr í vik- unni. Á henni er blanda erlendra og innlendra danslaga. Af öðru innlendu má nefna annað lag með Unun og Páli Óskari. Það er diskóflugan Villi og Lúlla sem Þú og ég sendi frá sér seint á áttunda áratugnum. Og Páll Óskar á enn eitt lagið á Háspennu, nefnilega Er þetta ást?, sem var að finna á diskó- plötu hans sem kom út fyrir um það bil tveimUr árum. Hér er búið að hljóð- blanda lagið að nýju. Fleira innlent er á Háspennu. 2001 flytur gamla KC and The Sunshine Band-lagið Get down tonight. Dúett- inn Zebra á þar tvö lög, D J Channel er með eitt og loks er þar gamla lagið Kan- ínan sem kom út með Isafjarðarhljóm- sveitinni Ýr fyrir margt löngu og Sál- in hans Jóns míns var með á fyrstu plötunni sinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.