Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1995, Blaðsíða 2
30 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995 Það hljómar ótrúlega að önnur stærsta höfn Evrópu skuli vera tæpa 110 kílómetra inni í landi. Sú er þó reyndin meö höfn þýsku borgarinnar Hamborgar. Borgin er við árnar Sax- elfi og Alster, sem reyndar eru mjög stórar, svo að þessi miklu hafnarum- svif veröa möguleg. Þangað koma mörg af stærstu skipum heims með vörur til og frá meginlandi Evrópu. Höfnin í Hamborg í Þýskalandi er reyndar ein af þeim umsvifamestu í heiminum en síðustu áratugi hefur Rotterdamhöfn í Hollandi náð að skáka Hamborg að stærð og umfangi. Annað en menn halda í hugum margra er Hamborg ein- göngu hafnarborg sem þrífst á iðnaði og verslun og er þess vegna lítt spennandi ferðamönnum. Þeir sem gefa sér hins vegar tíma til að kynn- ast borginni komast að því að það mat er á algerum misskilningi byggt. Til að mynda vita fáir að um alla borgina eru skemmtileg síki og eru hennar eru taldir almennt vel efnað- ir og að sama skapi vel menntaðir. Tahð er að í Hamborg búi á fjórða þúsund milljónamæringar, í þýskum mörkum talið. Fyrir vikið er borgin í dýrari kantinum hvað verslun varðar en vöruval er mikið og vel hægt að gera þar góð kaup ef vel er leitað. Veitingastaðir eru einnig ótrúlega margir, nokkuð á fjórða þúsundið, og er það mikill fjöldi fyrir hina 1,7 milljón íbúa borgarinnar. Ekki ættu menn að vera í vandræðum með að finna góða veitingastaði, bæöi í mið- borginni, í úthverfum og utan borg- arinnar. Óhætt er að mæla með flest- um þeirra þar sem borgarbúar virö- ast gera miklar kröfur um mat. Af einstökum stöðum má nefna skútuna Rickmer-Rickmers við höfn- ina sem er mjög vandaður veitinga- staður. Upplagt er að sameina skoð- unarferð um hina gríðarstóru höfn Hamborgar óg heimsókn á Rickmer- Rickmers. í steikhúsinu Churrasco, sem eru reyndar tvö í Hamborg, fæst úrvals argentínskt nautakjöt á mjög góðu verði. Churrasco er veitinga- Þetta glæsilega seglskip er með þekktari veitingastöðum Hamborgar. Hamborg: Hið græna hjarta Þýskalands um 40 af hundraði borgarlandsins eru þakin gróðri Fáir vita að í Hamborg er fjöldi skemmtilegra sikja, fleiri en í Feneyjum og Amsterdam samanlagt. þau fleiri en í Feneyjum og Amsterd- am samanlagt. Hamborg nær yfir gífurlegt land- svæði, um 755 ferkílómetra lands. Það er nokkurn veginn helmingur- inn af flatarmáli stórborgarinnar New York en þar búa um 18 milljón manns. Skýringin felst meðal annars í því hve gróðursæl borgin er en 40% lands innan borgarmarkanna eru svokölluð græn svæöi, skógar eða graslendi. Einnig spilar þar inn í að borgaryfirvöld hafa alla tíð lagt áherslu á að byggja ekki mikið af háhýsum í Hamborg og það heyrir til undantekninga að sjá svokallaða skýjakljúfa í borginni. Nefnd eftir skóglendi íbúar Hamborgar eru hreyknir af því að geta rakið sögu borgarinnar 1100 ár aftur í tímann. Nafn borgar- innar er sennilega dregið af virki sem Karlamagnús lét reisa við árnar Sax- elfi og Alster til að verjast árásum slava. Virkið dró nafn sitt af skógin- um allt í kring og var kallað Hamma- burg (Hamme = skógur). Áriö 811 eftir Krist lét Karlamagnús reisa kirkju á staðnum og varð hún mið- stöð kristniboðsstarfs í norðurhluta Evrópu og inn í Skandinavíu. Á næstu öldum var Hamborg bit- bein stríðandi fylkinga og víkingar frá Skandinavíu réðu henni um tíma. Það var áriö 1188 sem saga borgar- innar sem verslunarhafnar hófst fyr- ir alvöru. Fljótlega kom í ljós hve sérlega vel hún var í sveit sett fyrir verslun í allar áttir, með frábæra siglingaaðstöðu. Á þrettándu öld fer að bera á verslunarveldi Hansakaup- manna (borgin gekk í Hansasam- bandið 1321) og barðist Hamborg harðri baráttu við borgina Lúbeck um verslunarvöld. Á fimmtándu öld varð Hamborg frjálst borgríki og varð geysiöflug þegar aldimar liðu. Segja má að hún hafl vaxið og dafnað nær óslitið fram til ársins 1842 en mikill bruni eyði- lagði þá meginhluta Hamborgar. Mikil uppbygging hófst í kjölfarið en aörar hörmungar dundu yfir borgarbúa í síðari heimsstyrjöldinni þegar hún varð fyrir miklum skakkafollum. Fáar borgir i Þýska- landi urðu fyrir meira sprengjuregni en Hamborg í heimsstyrjöldinni og stórir hlutar hennar voru lagðir í rúst eða um helmingur af húsakosti hennar. Ástæðan var sú að í Ham- borg var mikið af skipakosti nasista- stjórnarinnár framleitt. Af áðurtöldum sökum er borgin mjög nýtískuleg í uppbyggingu og ekki mikið af gömlum húsum. Upp- byggingin frá stríðslokum er gríðar- leg og þeir sem koma nú til borgar- innar sjá fá merki harmleiksins fyrir hálfri öld. Ríkirog vel menntaðir Hamborg'er á svæði í Þýskalandi sem þykir vel í sveit sett og íbúar húsakeðja með 62 veitingastaði í Þýskalandi. í miðbænum er annar mjög góður staður með ótrúlega skemmtilegri innréttingu sem heitir Schiffer- Börse. Þeir sem vilja borða flott geta brugðið sér í bæinn Blankenese í útjaðri Hamborgar og borðað á Ahrberg, lúxusveitingastað sem hef- ur á sér mjög heimilislegt yfirbragö. Mikið hreinsunarátak Flestir Þjóðverjar í Hamborg geta bjargað sér á ensku og hafa yfirleitt jákvæða framkomu við ferðamenn. Sú er allavega reynsla þess fjölda ferðamanna sem komið hafa til borg- arinnar á vegum Flugleiða en félagið heldur uppi reglubundnu áætlunar- flugi þangað. Flogið er tvisvar á dag alla daga vikunnar nema laugar- daga, en þá er flogið einu sinni. Hamborg er mjög hreinleg borg og tekur framfórum í þá átt með hverju árinu sem líður. Fyrir rúmum áratug voru árnar Saxelfur og Alster tölu- vert mengaðar en á síðustu árum hefur fjölmörgum verksmiðjum við árnar veriö lokað, sérstaklega eftir að Austur-Þýskaland sameinaðist vesturhlutanum. Stefnt er að því að inna fárra ára verði hægt að baða sig í ánum. Menningarlíf er á mjög háu plani og fáar stórborgir geta státað af þvi að hafa samtímis 6 af frægustu söng- leikjum heims í reglulegum sýning- um. Þar má telja sýningar eins og Cats og Phantom of the Opera. Allir þekkja nafnið Reeperbahn í St. Pauli hverfmu. Þeir sem halda að það sé subbulegt gleðikvenna- hverfi komast að því gagnstæða þeg- ar á staðinn er komið. í götunni er mikið af góðum veitingastööum, skemmtistöðum og klúbbum og gleðikonurnar eru undir ströngu eft- irliti; verða til dæmis að mæta í læknisskoðun á hálfs mánaðar fresti. Af framansögðu má ljóst vera að Hamborg getur talist með áhuga- verðari borgum Evrópu fyrir ferða- manninn. Það sannreyna þeir sem bregða sér í ferð þangað og gefa sér tíma til að kynnast töfrum hennar. -ÍS Borgi kostnað sjálfir Forráðamenn þjóðgarðanna í Kanada hafa sent út viðvaranir til ferðamanna. Ef leita þarf að ferðamönnum í kanadískum þjóðgöröum eða veita þeim lækn- ishjálp mega þeir eiga von á að þurfa að borga fyrir þá þjónustu. Því er eins gott fyrir ferðamenn að vera með góðar tryggingar til þess að geta verið borgunar- menn. Skrýtinn kokkteill Sunday Tim- es greindi frá því í síðustu viku að í Hanoi í Víetnam hefði verið opnaður vínveitinga- staður fyrir ferðamenn í Heritage-hóteli. Þar er hægt að fá kokkteil með fersku snákahjarta - sem slær enn þá. Blaðið veltir því fyrir sér hvað gerðist ef pantaður væri drykk- urinn „Bloody Mary“. Forn frægðarsetur Á morgun, sunnudaginn 29. október, fer Utivist þriöja áfanga ferðaraðarinnar Forn frægðar- setur. Að þessu sinni verður Borg á Mýrum fyrir valinu og séra Þorbjöm Hlynur Árnason mun stikla á stóru um sögu staðarins. Mæting í ferðina er fyrir kl. 12.30 við Akraborg í Reykjavíkurhöfn og áætlað er að koma til baka til Reykjavíkur kl. 18.00. Tilboð á flug- ferðum Breska flugfélagið er með hag- stæð flugtilboð frá London til Parísar og Brussel á tæpar 6.000 krónur. Tilboðið gildir til 8. nóv- ember. Fleiri til Færeyja Þrátt fyrir svartnætti í ýmsum grein- um atvinnulífs íFæreyjumsést ljóstíra inn á milli. Fjöldi ferðamanna til eyjanna hefur sjaldan verið meiri en á þessu ári. í könnun ferða- málaráðs Færeyja kemur í ljós aö þeir sem heimsækja eyjamar em yfirleitt vel stæðir, vel menntaöir og áhugasamir um náttúruskoðun. Samtengd innritunarkerfi Farþega-innritunarkerfi Flug- leiða, SAS og British Airways hafa- verið samtengd. Farþegar sem eiga bókað far með þéssum félögum í tengslum við milli- landaflug Flugleiða geta því framvegis innritað sig hjá báðum eöa öllum félögunum samtímis og fengið afhent brottfararspjald í upphafi ferðar alla leið á áfanga- stað. í stað þess að innrita sig í hvert einstakt flug þegar um tengiflug er að ræða geta þeir nú notað tímann á flugstöðvunum til annars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.