Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1995, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1995, Blaðsíða 3
J3"V LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995 fréttir 35 Innfæddir reyna að selja bastkörfur, hatta og boli og það er lítið mál að prútta. Bahamaeyjar: Reyna að trekkja að ferðamenn - íslendingar því kærkomnir gestir „Þjóðverjar, Bretar, Kanada- og Bandaríkjamenn hafa verið fjöl- mennustu ferðamenn okkar á und- anfomum árum. Við höfum þó heldur átt í vök að veijast þar sem þessir hópar sækja nú frekar til mið-Banda- ríkjanna á kúrekaslóðir, það gera bíó- myndirnar,“ sagði Jan Pittard, mark- aðsstjóri Marriot hótelsins á Bahama- eyjum, í samtali við DV. Hann bætti því jafnframt við að innfæddir fógn- uðu mjög komu íslendinga þvi um leið væri nýr markaður að opnast. „Við höfum ekki séð mikið af Norð- ur-Evrópumönnum hér en Japönum er alltaf að fjölga,“ sagði Jan. Nú stefnir í að allt að tvö þúsund íslendingar heimsæki Bahamaeyjar fyrir jólin. Fyrsti hópurinn, tæplega fimm hundruð manns, héldu utan 12. október sl. með Boeing 747 breiðþotu Atlanta flugfélagsins. íslendingarnir dvöldu flestallir á Marriott hótelinu sem hefur 867 herbergi og er sam- byggt stærsta spilavítinu í öllu Karíbahafinu. Ekki ferða- mannatími Á Bahamaeyjum er ferðamanna- tímabil frá desember og fram í apríl. í september og október er rigninga- tímabO og þá er ekki mikið um ferða- menn á þessum slóðum utan þeirra sem koma með skemmtiferðaskipum og dvelja daglangt. Þó er nokkuð vin- sælt að Kanadamenn komi í helgar- ferðir enda munu þær bjóðast á góðu verði á þessum árstíma. Það eru 700 eyjar sem tilheyra Ba- hama. íslendingamir bjuggu á eyju sem nefnist New Providence en þar er höfuðborgin Nassau. íbúar á öllum eyjunum eru um 260 þúsund og um helmingur býr á New Providence. Bahama er stutt frá Kúbu en þó koma flóttamenn ekki þaðan. Hins vegar hafa eyjurnar tekið við all- mörgum flóttamönnum frá Haiti. Flórída er aðeins í um 97 km fjarlægð frá Bahama og þangað sækja inn- fæddir í verslunarleiðangra. Einnig hafa þeir verið upp á Miamibúa komna varðandi alvarleg slysatilfelli þar sem sjúkrahús eru ekki nægilega fullkomin á eyjunum. Engir fell ibyljit Það er mjög sjaldgæft að fellibyljir komi yfir eyjarnar og í nýlegum fréttum leggja eyjabúar mikið upp úr því til að laða að ferðamenn. Þeir hafa reyndar fengið heimsfrægar stjömur eins og Barry White og Julio Iglesias í hð með sér til að kynna eyjarnar. Ákveðið hefur verið að leggja 14 milljónir dala í að markaðs- setja Bahamaeyjar á næstunni. Fyrir ferðamenn er ýmislegt að gera á Bahama. Sóhn er heit og sömuleiðis sjórinn sem auk þess er tandurhreinn. Þeir sem ekki nenna að liggja við ströndina geta farið á sæþotu, í golf, fiskveiðar eða köfun. Nú er tœkifœri á EINSTAKRI... ...FÓTBOLTAFERÐ TIL NEWCASTLE Sérstök ferð á leik NEWCASTLE UNITED og BLACKBURN ROVERS 6.-9. nóv. Verðið er kr. 25.500 á mann ítveggja manna herbergi. INNIFALIÐ ER: Flug, glsling, morg- unverðut, lerð III og frá flugvelli, miðl á lelkinn, kvöldverður á griskum veltinga- stað, skoðunar- letð á leikvang guðanna St. James Park, ísl. lararstjóm og flug- vallaskaltar. TAKMARKAÐUR SÆTAFJÖIDI. BÆJARHRAUNI 10, SÍMI 565 2266 Þessi ungi drengur fékk að fara með foreldrum sinum til Bahama og naut sín í heitum sjónum. Mest er lagt upp úr fiskveiöunum enda er rík áhersla lögð á sjávarrétti á matseðlum veitingahúsa. Fiskmet- ið er nýtt og ferskt og þvi vel hægt að mæla með því. Rúmlega 80% íbúanna eru svart fólk. Aðahifibrauð þessa fólks eru ferða- menn og þeir leggja mikla áherslu á að þeir selji guh, ilmvötn og áfengi á tollfrjálsu verði. Áfengi og ilmvötn er aðeins ódýrara en í fríhöfninni í Kefla- vík. Hins vegar er áfengi á börum, bjór og skrautlegir líkjörar eins og Pina Colada og Bahama Mama á 4,50-5 dah. Matur á veitingahúsum er frekar dýr fannst íslendingunum í ferðinni en menn geta borðað hamborgara eða annað skyndifæði fyrir htinn pening kjósi þeir svo. í miðbæ Nassau hafa sölumenn komið sér vel fyrir með alls kyns Bahama-boli á allan aldur, basthatta og körfur. Þá voru blökkukonurnar iðnar við að setja perlufléttur í ís- lenskar konur og karla. Langt frá raunvirði í þvi veðri sem hér hefur ríkt að undanfórnu er ekkert skrítið að ís- lendingar sæki í heita sól, strönd og sjó og það fyrir hlægilega lítinn pen- ing. Að sögn Arngríms Jóhannsson- ar hjá Atlanta er raunvirði þessarar ferðar um 120 þúsund krónur en hún er seld á tæpar fjörutíu þúsund. Sólin Bahama er þó mun sterkari en Evrópusól og ættu væntanlegir far- þegar að hafa meðferðis nægilega mikið af sterkum sólarvörnum, ann- ars er hætt við að illa fari. Bahama er vissulega sólarströnd þar sem hægt er að slappa af og njóta lífsins lystisemda. Næturklúbbareru nokkrir þar sem dansað er fram til morguns en tónlist heimamanna er mjög fjörug og skemmtileg. Spilavítið heillar óneitanlega en það getur ver- ið jafngaman að fylgjast með lífinu þar eins og að leggja undir. í spilavít- inu mátti sjá margan furðufuglinn dæla smámynt úr peningakössum en síðan komst maður að því að þetta voru leynistarfsmenn sem ætlað er að trekkja gesti í kassana. Reyklaustflug Það er tæpra átta tíma flug til Ba- hamaeyja og íslensk lög heimila ekki reykingar í flugvélum þannig að margir farþeganna sem reykja, höfðu plástrað sig í bak og fyrir til að þola ferðina. Það vakti athygli að eftir þetta langt flug, jafnt á útleið sem heimleið, sást ekki vín á nokkr- um manni. Sannarlega af sem áður var. Bahamaeyjar eru nýr valkostur fyrir íslendinga í ferðahugleiðingum. Það er ekkert hægt að versla á Ba- hamaeyjum eins og menn gera í Du- blin eða Glasgow en staðurinn er kjörinn til afslöppunar og hvíldar. Menn koma heim glaðir og vel hvíld- ir - og beint í vetrarkuldann. Elín Albertsdóttir Tregar samgöngur Borist hafa fregnir af því að ferðalög innan Indónesíu séu erf- iðleikum bundin. Ferðamenn hafi oft verið strandaglópar í allt að tvo daga í bið eftir flugi milli áfangastaða. Indónesía er geysi- lega víðlent ríki og mestu fjar- lægðir milli staða innanlands eru á við flugleiðina milli London og Kairó. Vatnaveröid Universal Universal kvikmyndafyr- irtækið opnaði í síðustu viku í Hollywood skemmtigarð- inn Water- World. Skemmtitækin í þeim garði draga dám af kvik- myndinni Vatnaveröld sem er dýrasta kvikmynd sögunnar. Að- standendur skemmtigarðsins lofa því að tækin í þessum garði taki fram tækjum í öllum öðrum vatnaskemmtigörðum. Vetraráætlun Flugleiða Vetraráætlun Flugleiða tekur gildi á morgun. í vetur verður daglegt flug til London og tíðni flugs til Baltimore verður aukin úr 4 í 5 sinnum á viku. Flug til Kanaríeyja verður vikulega frá 20. desember í vetur en áður var aðeins flogið í samræmi við bók- anir. Röskun vegna veðurs Veðurraskaði innanlands- flugi Flugleiða meira í sumar en mörg und- anfarin ár. Alls þurfti að fella niður 182 ferðir sem er 12% af heildaráætlun. í fyrra féllu niður 75 ferðir sem er 4% af áætlun. Flug til Vest- mannaeyja raskaðist meira en menn rekur minni til að áður hafi gerst. Töflur á bann- lista Melatonin-töflur, hormónarnir sem notaðir hafa verið til að koma í veg fyrir ,jet lag“ (flug- þreytú vegna truflunar á dægur- sveiflu líkamans) hafa verið bannaðar í Bretlandi. Þarlend heilbrigðisyfirvöld vilja hafa vað- ið fyrir neðan sig vegna orðróms um hugsanleg skaðleg áhrif hormónsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.