Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1995, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1995, Blaðsíða 1
30. OKTÓBER 1995 IÞROTTIR Getraunir: 11X-111-221-112X Lottó 5/38: 1 3 5 31 32(38) /f/f/fif/fiiíf/f/f/fffff/f/f/fff/ffl NM í karate: Halldór fékk brons Halldór Svavarsson krækti í bronsverðlaun í opnum flokki á Norðurlandamótinu i karate sem fram fór i Kaupmannahöfn um helgina. Halldór keppir að öllu jöftiu í léttasta flokknum og því er árangur hans glæsilegur. Þetta er ein besta frammistaða íslensks karatemanns á erlendri grundfrá upphafi. Haiidór byrjaði á því að leggja Norðmanninn Lars Forberg, 2-1, en í næstu viðureign tapaði hann fyrir Samitianen frá Finn- landi, 1-0, eftir mjög jafna og spennandi viðureign. Hafldór lagði í þriðju umferð Danann Jesper Grap. Að síðustu átti Halldór síðan að glíma við Sví- ann Riza Mohsin og var dæmdur sigur en Svíinn hafði meiðst í umferðinni á undan. íslendingar hafa aldrei áður unnið sigur í opnum flokki áður en allir sterk- ustu karatemenn Norðurlanda voru með á mótinu. Alls tíu keppendur voru í þessum flokki. Hjalti Ólafsson keppti einnig í opna flokknum en tapaði öllum sínum viðureignum. Knattspyrna: Sky bauð 250 milljónir Daiúel Ólaísson, DV, Akranesi: Nú standa yfir viðræður á mifli enska knattspyrnusam- bandsins annars vegar og for- ráðamanna úrvalsdeildarinnar og neðri deildar liða á Englandi hins vegar um sjónvarpsréttinn til næstu fimm ára. Knattspymu- sambandið hefur fengið tilboö frá Sky upp á 250 miUjónir punda tU næstu fimm ára í rétt- inn fyrir aUar deUdir en Sky hef- ur nú réttinn á leikjum í úrvals- defldinni. BBC og ITV, sem hafa réttinn á neðri defldunum, hafa hoðið 117 milljónir punda í rétt- inn á neðri deUdunum. Samkvæmt fréttum á ensku útvarpsstöðinni BBC 5 virðast forráðamenn neðri deUdanna vera hrifnari af tUboði BBC og ITV því þeir óttast af þeim 250 miUjónum punda sem Sky bjóði i pakkann fari 150 miUjónir punda tU liða í úrvalsdeUdinni. Liðun- um hefur verið gefinn 14 daga frestur tU að ákveða hvaða til- boði verður tekið. Hugmynd Sky er að sýna knattspyrnuleiki á hverjum ein- asta degi í beinni útsendingu. Þetta sýnir og sannar enn einu sinni hve mikla peninga lið geta fengið fyrir sjónvarpsrétt. Handknattleikur: Jafntefli niðurstaðan hjá Júlíusi og Kristjáni I Þýskalandi - sjá bls. 28 Tölur um aðsókn í 1. deild karla í knattspyrnu: Nokkur fækkun - flestir áhorfendur sáu leiki KR-inga og Skagamanna Aðsókn að leikjum I 1. deUd ís- landsmótsins í knattspyrnu á liðnu leiktímabUi dróst nokkuð saman ef mið er tekið af aösókn á sama móti í fyrra. AUs mættu 54.550 áhorfendur á leiki 1. deUdar sl. sumar á móti 56.837 í fyrra. Fækkunin nemur 2.287 áhorfendum. AUs mættu að meðaltali 606 áhorfendur á leiki 1. deUdar en þeir voru 632 að meðal- tali í fyrra. Hér fer á eftir listi yfir aðsókn í sumar hjá einstökum liðum (aUir leikir) en í sviga eru meðaltalstöl- ur: Akranes 18.932 (1.052) KR 16.928 (940) Fram 11.498 (639) ÍBV 9.821 (546) Valur 9.714 (540) Leiftur 9.270 (515) FH 9.126 (507) Grindavík 8.811 (490) Keflavík 7.841 (436) Breiðablik 7.159 (398) Flestir á leiki KR Ef teknir eru einstakir leikir sl. sumar þá mættu flestir áhorf- endur á leUc KR og Akraness á KR-veUi, aUs 2.070. Á leik ÍA og KR á Akranesi mættu 1.900 áhorfendur. 1.514 áhorfendur sáu leik KR og Fram og áhorfendur voru 1.467 á leik Fram og ÍA. KR- ingar áttu því aUtaf hlut að máli þegar flestir áhorfendur mættu á vöUinn. Fæstir áhorfendur lögðu leið sína á leik Breiðabliks og Kefla- víkur en þá voru áhorfendur að- eins 105. Þeir voru 150 á leik FH og Keflavíkur og 176 á leik Grindavíkur og Breiðabliks. Flestir áhorfendur voiru á 3. umferð íslandsmótsins, aUs 4.347. í 14. umferð voru þeir samtals 3.940 og 3.709 á leikjum 16. um- ferðar. Fæstir áhorfendur mættu á leiki 17. umferðar, samtals I. 972. Þeir voru 2.048 á leikjum 18. umferðar og 2.348 á -leikjum II. umferðar. Ef tölumar era skoðaðar hjá einstökum félögum vekur góð að- sókn áhorfenda á leiki Fram einna mesta athygli. Fram varð sem kunnugt er í 10. og neðsta sæti 1. deUdar en liðið er í 3. sæti yfir flesta áhorfendur á leiktíma- bilinu, næst á eftir Akranesi og KR. Newcastle missti stig í London - gegn Tottenham Newcastle tókst ekki að halda fjögurra stiga forskoti sínu í ensku úrvalsdeUdinni í knatt- spymu í gær er liðið gerði jafn- tefli, 1-1, gegn Tottenham. Leikið var á heimaveUi Tottenham. Chris Armstrong náði forystu fyrir Tottenham á 21. mínútu leiksins en franski landsliösmað- urinn David Ginola jafnaði met- in fyrir Newcastle á 47. mínútu. Þetta var fyrsta jafntefli Newcastle á tímabUinu og í fyrsta skipti í níu leikjum sem markahróknum Les Ferdinand tekst ekki að skora. Staða efstu liðanna er þá þannig að Newcastle hefur nú aðeins tveggja stiga forskot á Manchester United sem er í öðru sæti. Sjá nánar á bls. 22

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.