Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1995, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 21 DANSSTAÐIR Amma Lú Knickerbox-hátíö föstudagskvöld. Virtual Reality íboði Smirnoff á laug- ardagskvöld. Áslákur Mosfellsbae Lifandi tónlist föstudags- og laugar- dagskvöld. Blúsbarintt Hljómsveitin J.J. Soul Band leikur föstudags- og laugardagskvöld. Café Amsterdam Arnar og Pórir ieika föstudags- og laugardagskvöld. Danshúsið í Glxsibæ Á föstudags- og laugardagskvöld leik- ur hljómsveitin Norðan þrír + Ásdís. Duus-hús v/Fischersund, s. 14446 Opið kl. 18-1 v.d„ 18-3 föstud. og laugard. Feiti dvergurinn Höfðabakka 1' Lifandi tónlist föstudags- og laugar- dagskvöld. Fjörukráin Hafnarfirði Rúnar Þór leikur föstudags- og laug- ardagskvöld. Fógetinn Snæfríður og stubbarnir skemmtir föstudags- og laugardagskvöld. Garðakráin Garðabæ Hljómsveitin Klappað og klárt með Garðari Karlssyni og Önnu Vilhjálms föstudags- og laugardagskvöld. Gaukur á Stöng Hljómsveit leikur föstudags- og iaug- ardagskvöld. Gullöldin Grafarvogi Heiðar Jónsson snyrtir skemmtir gestum föstudagskvöld. Tarnús syng- ur og leikur gömlu góðu íslensku gullaldarlögin föstudags- og laugar- dagskvöld. Hafnarkráin Lifandi tónlist á hverju kvöldi. Hótelísland Skemmtun Ladda í Ásbyrgi föstu- dagskvöld og laugardagskvöld. Hijómsveitin Karma leikurfyrirdansi laugardagskvöld. Hótel Saga „Ríósaga" á laugardagskvöld. Dans- leikur á eftir með SagaKlass. Mímis- bar: Ragnar Bjarnason og Stefán Jök- ulsson sjá um fjörið á Mímisbar föstu- dags- og laugardagskvöld. LA-Café Laugavegi 45, s. 626120 Um helgina: Matur kl. 18-22.30 með léttri tónlist, síðan diskóték tii kl. 3. Hátt aldurstakmark. Inaólfscafé Disltótek föstudags- og laugardags- kvöld. Jazzbarinn Lifandi tónlist föstudags- og laugar- dagskvöld. Leikhúskjallarinn Diskótek um helgina. Næturgalinn Smiðjuvegi 14, Kópavogi Útlagarnir skemmta föstudags- og laugardagskvöld. Skálafell Mosfellsbæ Lifandi tónlist föstudags- og laugar- dagskvöld. Ölkjallarinn Trúbadúettinn Rúnar og Ingvar ieika föstudags- og laugardagskvöld. Ölver Glæsibæ Karaoke um helgina. Opið alla virka daga frá kl. 11.30 til 1 og til 3 föstudag. Staðurinn Keflavík Konukvöld með Rúnari Marvins föstu- dagskvöld. Hljómsveitin Grænir vinir leikur föstudags- og laugardagskvöld. Bubbi Mortens í Grindavík og Sandgerði Bubbi Morthens leikur á Hafurbimin- um, Grindavík, föstudagskvöld og á La Pasilla í Sandgerði laugardagskvöld. SSSól á Selfossi Hljómsveitin SSSól leikur í Inghóli á Selfossi föstudagskvöld. Draumalandið á Akranesi Gleðisveitin Draumalandið skemrnt- ir á veitingahúsinu Langasandi á Akranesi á laugardagskvöld. Sól Dögg í Eyjum Sól Dögg leikur á skemmtistaðnum Calypso í Vestmannaeyjum föstu- dags- og laugardagskvöld. Nutto og milljónamæringarnir á Siglufirði og Akureyri Nuno Miguel og Milljónamæringarnir Ieika á Siglufirði föstudagskvöld og í Sjallanum, Akureyri á iaugardagskvöld. Vinir vors og blóma á Akureyri Hljómsveitin Vinir vors ogblóma leik- ur í Sjallanum, Akureyri, föstudags- kvöld. Á laugardagskvöld leika þeir í félagsmiðstöðinni Dynheimum. Barna- bros í Perlunni Sunnudaginn 12. nóvember kemur út geislaplatan „Barna- bros 2 frá Ítalíu" og verða af því tilefni tónleikar í Perlunni sama dag klukkan 15:00. Þar koma fram söngvararnir Sara Dís Hjaltested, María Björk, Edda Heiðrún Backmann, Þorvaldur Davíð Kristjánsson (sem leikur Tomma í Kardemommubænum) og Þór Kársnes. „Flutt verða lög af plötunni, sem eru flest ítölsk, en Sara Dís tók þátt í alþjóðlegri söngvakeppni barna í Bologna á Ítalíu árið 1994. Lögin eru úr þeirri keppni en alla texta gerir Karl Ágúst Úlfsson," sagði Mar- ía Björk í samtali við DV. „Lög- in, sem sungin verða í Perlunni, eru úr tveimur síðustu keppnun- um á Ítalíu en öll sungin á ís- lensku," sagði María Björk. Aðgangur að tónleikunum í Perlunni er ókeypis og allir frá pitsu og kók. Sniglabandið KFUM & the Andskodans leikur í félagsheimili Sniglanna á laugar- dagskvöldið. Sniglar á vetrar- sorgardansleik Sjallinn á Akureyri: Vinir vors og blóma Hljómsveitin Vinir vors og blóma leikur í Sjallanum á Akureyri fyrir gesti staðarins föstudaginn 10. nóv- ember. Meðal gesta eru D. J. Kiddi Big- foot, sem eflaust nær fram góðri stemningu, og einnig þrjár stúlkur frá Módelsamtökimum sem eru með eró- tíska undirfatasýningu. Laugardaginn 11. nóvember fer hljómsveit Vinanna og spilar í félags- miðstöðinni Dynheimum og þar verða að sjáifsögðu aðrar uppákomur. Hljómsveitin Vinir vors og blóma leikur í Sjallanum á Akureyri á föstudaginn. ' Vetur er genginn í garð og sorg rík- ir meðal meðlima Sniglanna því að eins og gefur að skilja er þessi árstimi versti og stærsti óvinur Snigla. Vegna þess munu Sniglar og þeirra helstu vinir mæta á vetrarsorgardansleik laugardaginn 11. nóvember í félags- heimili þeirra að Bíldshöfða 14. Þar leikur fyrir dansi Sniglahljóm- sveitin KFUM & the Andskodans. Húsið verður opnað klukkan 21 en hljómsveitin byrjar að spila um mið- nættið. Hljómsveitarmeðlimir eru Andri Hrannar, Amar Smokie, Bryn- dís Sunna, Katrín Hildur, Ofur Bald- ur, Óli Jó og Steini Tótu. Draumalandið á Langasandi Gleðisveitin Draumalandið frá Borgamesi skemmtir á veitingahúsinu Langasandi á Akranesi laugardagskvöld- ið 11. nóvember. í hljómsveitinni Draumalandinu em Ein- ar Þór Jóhannsson, söngur og gítar, Láms Már Hermanns- son, trommur og söngur, Ríkharður Mýrdal Harðarson, hljómborð og Sigurdór Guðmundsson sem spilar á bassa. Draumalandið spilar á Langasandi á Akranesi á laugardags- kvöldið. Hljómsveitin J.J. Soul Band spilar á Blusbamum um helgina. J.J. Soul Band á Blúsbarnum Hljómsveitin J.J. Soul Band leikur á Blúsbamum fostudags- kvöldið 10. nóvember og laugardagskvöldið 11. nóvember. Hljómsveitin mun flytja blúsbræðing með sínu lagi og stöku bossanovalag flækist stundum með. Hljómsveitina skipa breski söngvarinn J.J. Soul, gítarleikarinn Eðvarð Láms- son, bassaleikarinn Stefán Ingólfsson, á trommur leikur Steingrímur Óli Sigurðsson og á píanó Ingvi Þór Kormáks- son. Plötu- snúðar á Ömmu Lú Plötusnúðarnir D.J. Maggi Magg ogD.J. Nökkvi munu sjá um að halda uppi fjöri á Ömmu Lú föstudagskvöldið 10. nóvember. Húsið verður opnað klukkan 23 og þetta kvöld verður sérstök hátíð, kennd við Knickerbox, alþjóða verslunarkeðjuna. Dansarar og módel undir stjórn Önnu Mariu stíga upp á svið og sýna fót frá versluninni og gestum verður boöið upp á að taka þátt í sýndar- veruleika (Virtual Reality). Út- varpsstöðin FM957 tekur í þessu tilefni í gagnið digital útsetning- ar stúdíó og verður útvarpað beint frá Ömmu Lú í því tilefni. Á laugardagskvöldið 11. nóv- ember sér plötusnúðurinn Kiddi Bigfoot um að snúa skífunum á Ömmunni og gestir geta brugðið sér í sýndarveruleikann. Sól Dögg í Vest- manna- eyjum Á skemmtistaðnum Calypso í Vestmannaeyjum mun hljóm- sveitin Sól Dögg spila fyrir gesti fóstudagskvöldið 10. nóvember og laugardagskvöldið 11. nóvember. Hljómsveitin Sól Dögg leggur áherslu á hressa og dans væna tón- list, gömlu góðu diskólögin og aðra hressa tónlist. Hljómsveitar- meðlimir eru Bergsveinn Arelíus- son söngur, Ásgeir Ásgeirson gít- ar, Eiður Alfreðsson bassi, Bald- vin A.B.Alen trommur og Stefán Henrýsson sem spilar á hljóm- borð. Bubbi á Suður- nesjum Bubbi Morthens verður á Suð- urnesjum um helgina. Á föstu- dagskvöldið 10. nóvember spilar hann fyrir gesti á Hafurbirninum í Grindavík en laugardagskvöldið 11. nóvember verður hann á La Parilla í Sandgerði. Bubbi mun þar taka gömul og ný lög í félagi við Þorleif Guðjónsson sem verð- ur honum til aðstoðar bæði kvöld- in.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.