Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1995, Blaðsíða 4
24 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 ►v T Ó N L I S I A R \ I ÖJlÖjJ JJ Ymsir - Þrek og tár ickit Gömlu lögin lifna við á ný I leikriti Ólafs Hauks Símonarsonar, Þrek og tár, sem sýnt er um þess- ar mundir í Þjóðleikhúsinu, leikur tónlist stórt hlutverk; svo mikið að ráðist hefur verið í að gefa hana út á geislaplötu. Leikritið gerist snemma á sjöunda áratugnum og tónlistin er þar af leiðandi frá sama tímabili. Þetta eru margfrægir slagarar og dægurlög mestanpart, bæði erlend og innlend og má nefna lög eins og Fjóra káta þresti, Þrek og tár, Rökkurró og Draumalandið sem dæmi um þau lög sem hér er boðið upp á. ’ Ekki er að neinu leyti hróflað við útsetningum laganna heldur er lagt upp úr því að þau hljómi sem líkast upprunalegu útgáfunni. Tekst það bærilega vel og þar á Tamlasveitin, eða hljómsveit Áka Hansen eins og hún heitir i leikritinu, hvað stærstan þátt en hún fer hreint á kostum í þessum lögum. Flytjendur laganna eru fjölmargir og það veröur að segjast eins og er að það er makalaust hvað mikið af hæfdeikaríku og frambærilegu söng- fólki leynist í Þjóðleikhúsinu. Hitann og þungann af söngnum bera þau Egill Ólafsson og Edda Heiðrún Backman og þarf ekki að fjölyrða um frábæra frammistöðu þeirra. Aðrir sem koma við sögu og standa sig ekki síður eru Elva Ósk Ólafsdóttir, Vigdís Gunnarsdóttir, Stefán Jóns- son, Hilmir Snær Guðnason, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Jóhann Sig- urðarson, Sveinn Þ. Geirsson og Örn Ámason sem loksins fær að syngja alvöru hetjutenór á plötu og gerir það með glans í laginu hans Sigfúsar Einarssonar um Draumalandið. Tónlistin í Þreki og tárum er gott dæmi um sérlega vel heppnaða end- urgerð á gömlum þekktum dægurlögum. Sigurður Þór Salvarsson Ýmsir - Jólagestir Björgvins: irkk Dægurlög með jólaívafi Jólagestir 3 er í beinu framhaldi af tveimur plötum sem Björgvin Halldórs- son gerði með aðstoð einvalaliðs söngv- ara og hljóðfæraleikara, Jólagestir og All- ir fá þá eitthvað fallegt, en sú seinni kom út 1989. Björgvin fylgir þeirri stefnu sem hann strax tók á fyrstu plöt- unni að vera ekki með hin hefðbundnu jólalög heldur leitar hann í smiðju erlendra tónskálda, einkanlega frá Ítalíu og hefur fengið textahöfundinn góðkunna, Jónas Friðrik, til að semja íslenska texta sem tengjast jólun- um. Textar hans ásamt einum eftir Friðrik Erlingsson eru haganlega ortir. Sem fyrr bregst Björgvin ekki í því að hafa uppi á áheyrilegum dægurlögum og er Jólagestir þægileg hlustun og auðvelt að láta sér líða vel yfir plötunni en eiginleg jólalög eru ekki til staðar. Björgvin hefur fengið til liðs við sig fjóra söngvara, ber þar fyrst að telja dóttur hans, Svölu Björgvinsdóttur, sem söng með fóður sínum á Allir fá þá eitthvað fallegt, þá ung að árum. Hún hefur þroskast síðan og stendur nú á eigin fótum sem söngkona og fer ágætlega með fyrsta lag plötunnar, Þú og ég og jól, þó enn vanti nokkra fyllingu í rödd henn- ar til geta tekist á við klassískan dægurlagasöng. Helgi Bjömsson kem- ur á óvart í laginu Ef ég nenni og fer sérlega skemmtilega með lagið og er í raun „ólíkur“ sjálfum sér. Sigríður Beinteinsdóttir og Berglind Björk eru báðar sjóaðar í flutningi dægurlaga en hafa þó gert betur og Björg- vin sjálfur bregst ekki frekar en fyrri daginn i flutningi á tilflnninga- þrungnum lögun. Kannski er helsti kostur Jólagesta 3, sem á em gull- falleg lög, einnig helsti galli hennar, uppruninn leynir sér ekki og verð- ur platan því nokkuð einhæf þegar á heildina er litið en þrátt fyrir það er hún alltaf áheyrileg. Hilmar Karlsson Rúdolf - Jólasöngvar: irkk Vandaður flutningur Þór Heiðar Ásgeirsson, Sesselja Krist- jánsdóttir, Sigrún Þorgeirsdóttir og Skarp- héðin Þór Hjartarson eru fjórir söngvara sem skipa kvartettinn Rúdolf, sem syngur jólasöngva og er það nafn á plötu þeirra. Stendur Jólasöngvar sannarlega undir nafni sem jólaplatan í ár. Á plötunni eru tuttugu jólalög, langflest þeirra þekkt, mörg laganna þau sem skapa hina rétta jólastemningu og i flutningi Rúdolfs verða þau einkar áheyrileg. Flutningurinn kvartetsins er látlaus og greinilegt er að hann er vel samæfður, enda hefur Rúdolf undanfarin ár komið saman þegar fer að líða að jólum og flutt þessi lög. Fjórmenningamir notast ekki við hljóð- færi, raddimar fá að njóta sín og er stundum sungið á þær eins og hljóð- færi, lögin eru öfl frekar stutt í útsetningum þeirra og eru útsetningar, sem stundum þjóðlegar og stundum ryþmískar einkar látlausar og gerð- ar af skynsemi, þar sem hinn þrönga flutningsform sem þau hafa valið sér án hljóðfæra, gefur textunum meira gildi en í hinum hefðbundnu út- setningum. Styrkur kvartettsins liggur í samsöng þeirra sem er oft á tíðum fag- ur á að hlusta, hvort sem um er að ræða létt bandarísk jólalög á borð við Þorláksmessukvöld, Winter Wonderland'eða Let It Snow, íslenska húsganga eins og Hátíð fer að höndum ein og Hin fyrstu jöl, bamagæl- ur eins og Það á að gefa bömum brauð og Jólasveinar ganga um gólf eða sálma á borð við Blíða nótt (Heims um ból), Frá borg er nefnist Bet- lehem og Ó borgin helga Beflehem. Textar eru flestir þekktir, en þó hef- ur kvartettinn látið gerá nýja texta við eins og Rúdolf og er ekki að heyra annað en vel hafi tekist til. Þegar á heildina er litið er Jólasöngvar ákaflega þægileg og hugljúf plata, hátíðleg án þess þó að vera það um of, platan er samt ekki fyrir afla, hún reynir stundum á þolrifinn, en þeir sem hafa gaman af góðum söng verða ekki fyrir vonbrigðum. Hilmar Karlsson. Bestu lög Geirmundar „Mér fannst bara tími kominn til að taka bestu lögin mín saman og gefa þau út á einni og sömu plötunni. Helst vildi ég hafa þau tuttugu en einhverra hluta vegna var það ekki hægt svo að þau urðu átján á endanum, segir Geir- mundur Valtýsson um tilurð nýjustu plötunnar sinnar, Lífsdansins, sem nýkomin er út. Á henni er að flnna fjölmörg lög sem hafa yljað lands- mönnum um hjartaræturnar á undan- förnum árum og jafnvel áratugum. Eitt lag hefur reyndar ekki komið út áður. Það er Þegar sólin er sest, sigur- lagið í söngvakeppni Skagfirðinga fyrr á árinu. „Síðan hljóðrituðum við Bíddu við aftur,“ segir Geirmundur. „Þegar það var tekið upp í gamla daga söng ég all- ar raddir þrátt fyrir að kvenrödd eigi greinilega að syngja viðlagið. Við ákváðum því að bæta úr því og nú syngja Guðrún Gunnarsdóttir og BerglindBjörk Jónasdóttirþað. Nú, og síðan voru nokkur lög endurhljóð- blönduð og hreinsuð upp. Aðrar breyt- ingar voru ekki gerðar á lögunum. Eitt lag á mánuði Geirmundur segir að ekki sé að vænta plötu frá sér með nýju efni á næstunni. Jafnvel ekki fyrr en haus- tið 1997. „Ástæðan? Hún er einföld, mig vantar efni. Ég á ekkert til sem stend- ur,“ segir hann. „Reyndar lofaði ég sjálfum mér að semja eitt lag á mán- uði í vetur og við skulum sjá hvað set- ur. Við höfum reyndar velt næstu Geirmundur Valtýsson: Næstu plötu er ekki að vænta fyrr en að tveimur árum liðn- um. plötu aðeins fyrir okkur, ég og Magn- ús Kjartansson, hægri hönd min í hljómplötumálunum. Mig langar til að vanda mjög til verka en er mér jafn- framt meðvitaður um að ég má ekki breyta miklu frá gamla stílnum. Hins vegar er hægt að útsetja lögin mín með ýmsu móti og leyfa samt því sem hef- ur verið kallað skagfirska sveiflan að halda sér. Við höfum jafnvel rætt um að hljóðrita næstu plötu vestanhafs en hvort af því verður á eftir að koma í ljós. Nægur timi er til stefnu. Danshljómsveit Geirmundar hefur í nógu að snúast eins og venjulega. Hún spilar fimmtíu helgar á ári, tek- ur sér aðeins tveggja vikna frí eftir verslunarmannahelgi. Geirmundur segist vera búinn að bóka sig og sína menn fram í september. Hljómsveitin hefur spilað heilmikið í höfuðborginni í haust. Eftir áramót er ætlunin sú að taka lífinu rólega, að sögn hljómsveit- arstjórans. Það þýðir að hljómsveitin ætlar halda sig að mestu við heima- slóðir, gróft til tekið Norðurlandskjör- dæmi vestra. í hljómsveitinni eru núna með Geirmundi þeir Eiríkur Hilmisson gítarleikari, Kristján Bald- vinsson trommari og Steinar Gunn- arsson sem spilar á bassa. -ÁT- Tvö aðallög og tólf auka Pétur Einarsson - P6: Næsta plata verður með öllum lögum fullunnum. DV-mynd Pétur Einarsson, forsprakki eins manns hljómsveitar- innar P6, fer ekki troðnar slóðir i tónlistarmálunum. Hann sendi fyrir nokkrum dögum frá sér plötuna Prologus. Á henni eru lögin Fly Without og The World Within eftir Pét- ur og til að hlustendur geti kynnst lagasmíðum hans nán- ar á ýmsum stigum lætur hann tólf aukalög fylgja með. Hann sér um allan hljóðfæraleik og söng sjálfur að því und- anskildu að þeir rétta honum hjálparhönd Bragi Haralds- son gítarleikari og Birgir Jóhann Birgisson á Hammond orgel. Þá syngur Magnús Orri Grímsson miflirödd í öðru aðallaginu. „Plötunni hefur verið dreift í allar hljómplötuverslanir og sáum við um það sjálfir, ég og útgefandinn. Síðan er ætl- unin að senda kynningareintök til erlendra útgáfa ásamt myndböndum og sérstakri kynningarmynd sem ég hef lát- ið útbúa, segir Pétur. „Fram til áramóta einbeiti ég mér hins vegar að jólavertíðinni og reyni að læra sem mest af því að kynnast henni í návígi. Það er nú þegar orðið heil- mikill skóli. Hann segir að næsta plata sem kemur út með P6 verði með öllum lögum fuflbúnum og vonast til að geta byrjað að taka upp fljótlega á næsta ári. Harrn á rúmlega eitt hund- rað lög tilbúin og i hverri viku bætast við eitt til þrjú. Pétur Einarsson notar leið til að kynna sig og tórilist sína sem lítt hefur verið beitt hér á landi en ryður sér mjög til rúms erlendis. Hann hefur útbúið heimasíðu á Intemetinu og er raunar að endurbæta hana eftir því sem tími gefst til. Þeir sem áhuga og aðstöðu hafa geta skoðað það sem P6 hefur fram að færa með því að slá inn http://www.vor- tex.is/P6. „Það er kominn gríðarlegur fjöldi tónlistarmanna og hljómsveita á Internetið og mér sýnist þeim fjölga um hund- rað til tvö hundruð á viku, segir Pétur. „Með svipuðu fram- haldi gæti ég trúað því að þar verði að fmna um það bil hundrað þúsund heimasíður sem tengjast tónlistinni með mynd- og hljóðkynningum auk hins hefðbundna texta. Þetta er án efa möguleiki til kynningar sem aflir þurfa að gefa gaum að á næstunni. -ÁT- Gleðifólkið-KK: ★★★ Með Gleðifólkinu geta aðdáendur KK tekið gleði sína á ný og hún set- ur KK aftur í fremstu röð þar sem hann á heima. -SÞS Þitt fyrsta bros - Gunnar Þórðarson: ★★★Á Á plötunni má heyra þversniðið af ferli Gunnars Þórðarsonar sem popptónlistarmanns, allt frá Fyrsta kossinum og Bláu augunum þínum með Hljómum til endurútgáfu Stjórn- arinnar og Jet Black Joe á gömlum Hljóma- og Trúbrotslögum. -ÁT Palli - Páll Óskar: ★★★ Þessi nýja plata Páls Óskars styrk- ir stöðu hans sem eins besta söngv- ara landsins og sýnir hve fjölhæfur hann er. Hljóðfæraleikur er eins og best verður á kosið. -SÞS Crouqie d'oú lá — Emiliana Torrini: ★★★Á Söngurinn er ótrúlega íjölbreytt- ur og hreint með ólíkindum hversu margvíslegum söngstílum Emiliana hefur yfir að ráða. -SÞS Út og suður - Bogomil Font: ★★★Á Það er ekki spuming að herra Font syngur betur á þessari plötu en nokkru sinni fyrr. Röddin er ekki eins daufleg og hlutlaus og áður var, breidd hennar og tónsvið meira. -ÁT Hittu mig — Vinir Dóra: ★★★ Hittu mig er um margt vel heppn- uð plata. Hljóðfæraleikur er með ágætum og Dóri er í hraðri framför sem gítarleikari. Blúsinn er vissu- lega enn til staðar en hefur verið poppaður talsvert upp. -ÁT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.