Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1995, Page 2
16
FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995
IDie Hard with a Vengeance
Bruce Willis, Samuel L. Jackson og Jeremy
Irons
Óþekktur hermdarverkamaður, sem kallar sig
Simon, hringir í lögregluna og segist ábyrgur
fyrir öflugri sprengju sem sprakk fyrr um dag-
inn á fjölfarinni verslunargötu í New York.
Hann segist enn fremur hafa hugsað sér að
gera meiri óskunda í borginni nema hann fái
John McClane afhendan. þar með hefst
martröðin fyrir lögreglu borgarinnar og þó sér-
staklega Jogn McClane sem ekki er upp á sitt
besta í byrjun myndarinnar.
2Judge Dredd
Sylvester Stallone, Diane Lane, Armand
Assante og Rob Schneider.
Við erum stödd i Mega City árið 2039. Hér eru
engir lögfræðingar og engir réttarsalir. Hér
gefst heldur ekki neinn kostur á að áfrýja því
hér er fólk sem sér um þetta allt í réttri röð:
ákæruna, sönnunina, dóminn og refsinguna.
Og ef dómurinn er dauðarefsing sér sami aðil-
inn líka um að koma mönnum yfír um. Dredd
er frægasti dómarinn í borginni og sá sem allir
óttast. En hætta steðjar að honum þegar óvin-
um hans tekst að koma morðsök yfir á hann
sjálfan. Skyndilega þarf hann að hafa sig allan
við að bjarga eigin skinni.
n t i U |1
■\ >r v ■
JUOGE OREOi
Taacoumí incitasismiKs
nm
4
BR ök up^
m Ri i
3Brúðkaup Muriel
Toni Colette og Rachel Griffiths
Muriel er frekar óframfærin og ólöguleg
stúlka sem býr í áströlskum smábæ og á sér
þann háleita draum að einhver karlmaður
vilji einhvern tíma fá hana sem eiginkonu.
Muriel gerir lítið annað en að dreyma
dagdrauma og hlusta á Abba. Þegar „vinkon-
ur“ hennar tilkynna henni kvöld eitt að nær-
vera hennar sé óæskileg hrynur veröld Muri-
el. Hún fær „lánað“ blað úr tékkhefti föður
síns og skellir sér til pálmavaxinnar Kyrra-
hafseyju. Þar skemmtir hún sér með hinni
lífsglöðu Rhondu og svo fer að hún flyst með
henni til Sydney. Þar hefst nýr kafli í lífi
hennar.
4Tommy Boy
Chris Farley, David Spade, Brian Dennehy,
Rob Lowe og Bo Derek
Það er ekki hægt að segja að Tommy stígi í vitið.
Eftir sex ára nám hefur honum loksins tekist að
ljúka einu prófi og það er notað til að losa skólann
við hann. Tommy flnnst hann hafa himin höndum
tekið þegar hann fær þægOegt starf í varahluta-
verksmiðju fóður síns. Og ekki mihnkar gleðin
þegar faðir hans giftist sannkallaðri draumadís og
hann fær í leiðinni stjúpbróður. En mikill vandi
steðjar að, fjölskyldufyrirtækið er á niðurleið og
Tommy verður að fara í söluferð með helsta að-
stoðarmanni fóður síns. En kunnátta þeirra í sölu-
mennsku er engin og væri reyndar efni í heila
bók um það hvemig ekki á að selja.
5Legends of the Fall
Anthbny Hopkins, Brad Pitt, Aidan Quinn
og Julia Ormond
Þegar dregur að lokum 19. aldar hefur Willi-
am Ludlow ofursti fengið sig fullsaddan af
herþjónustu og stefnu ríkisstjórnarinnar í
málefnum indíána. Hann reisir sér búgarð í
Montana við rætur Klettafjallanna og þar elur
hann upp syni sína þrjá, fjarri erjum og átök-
um. Alfred er elstur, hlédrægur og skylduræk-
inn, miðbróðirinn Tristan er aftur á móti villt-
ur og hömlulaus, sannur stríðsmaður. Þegar
yngsti bróðirinn kemur heim með hina fallegu
Susannah vakna með hinum bræðrunum
ástríður og afbrýðisemi.
Myndbandalisti vikunnar
19. des. til 25. des. '95
SÆTIj r j FYRRI VIKA ■ VIKUR ÍA LISTA j TITILL j fj“ 1 IfF '- i5a8aalWi|l^ HWjll ÚTGEF. j teg.
-1 ;:í. NÝ J 1 J Die Hard: With a Venegence Sam-myndbönd j Spenna
2 NÝ J 1 1 j i . . 11 j Judge Dredd i J ' J Myndforin |||||ÍS| j Spenna j
3 J ' j 1 j j 2 J J Brúðkaup Muriel Háskólabíó J Gaman 1 ^ ...... £
J 4 2 J j 2 SBHH &flflHHHHHHÉHIÉSflflfeH6Hfl8fl l ^ ' - -r J Tommy Boy : • ■' . J. ClC-myndir J Gaman J
5 I 3 i 6 Legend of the Fall j Skifan J j Drama
■J J 6 j ! 1 7 m j J 2 j afefciftttai JflnflHHHHHHflHflÉHHflHHHHHÉ Streetfighter j ifc \ Skífan i„J‘ j Spenna J
1 í 4 í t ! Once Were Warriors ! Skífan j Spenna
Outbreak
Warner-myndir J Spenna
9 <5 J J 5 j 4 j Don Juan Demarco Myndform j Gaman
10 j : . j j 11 j 9 ilWPR$Íilii®ÍSSífcí3:£ i Dumb and Dumber %\.-3 'íSPIfö? Myndform Éili J J Gaman
J j - j- IIIIP fl B lifi ■ ■“ 1 s j " 't J < , . *J J liswaa
11 ; Ní : i j Rob Roy Warner-myndir j Drama
12 J i J fi 1 j 8 J :.J . J 1 . 1 H NY 1 AIk£ ; i 6 j ! Low Down Dirty Shame J V _ 'i ' - j Sanwnyndbönd j mm j Gaman J 1
13 1 j Ed Wood J " ' •' ' ' ‘ " j Sam-myndbönd 1 J Drama j.
14 »♦ i 7 "'i J 1 j Bíódagar j j Sam-myndbönd ; j j Gaman í
15 j io ! i. ..... * 2 j Exit to Eden l JIIIMIÍIIL i J Sam-myndbönd 1 . . J Gaman
16 j j | Al ,j 13 Shawshank Redemption y^HBffiflnfl| j Skífan aiagBagggg j Drama
j i í Mt mam 313-; W$m j i Spenna
17 j 9 | 3 j Boiling Point J Bergvík
18 j 17 j 3 Miracle on 34th Street J i v 1 < I aj; wgfj J Sam-myndbönd -J • Gaman illl®|
19 1 u ; 4 Boys on the Side j Warner-myndir j j Drama
NV
Richie Rich
Warner-myndir 4 Gaman
|‘3Ri
Fr-'
m/
•3
1
Myndbandalistinn:
Harðir karlar
í stórræðum
Brúðkaup Muriel hélt ekki lengi
efsta sætinu en þessi skemmtilega
ástralska kvikmynd varð að gefa
eftir i baráttunni við töffarana
Bruce Willis og Sylvester Stallone
sem skeiðuðu létt í tvö efstu sætin
jneð myndir sínar Die Hard: With
a Vengeance og Judge Dredd. Þeir
eru báðir í hlutverkum sem hæflr
þeim best, harðskeyttir töffarar
sem ekkert bítur á.
Annars er nokkuð um nýjar
myndir á listanum enda var út-
gáfa á góðum myndum mikil rétt
fyrir jólin. Af nýju myndunum ber
helst að nefna íslensku kvikmynd-
ina Bíódagar eftir Friðrik Þór
Friðriksson sem höfðar til allrar
fjölskyldunnar. Það er ekki oft
sem íslenskar kvikmyndir sjást á
myndbandalistanum en Bíódagar
sóma sér vel á meðal margra úr-
valsmynda sem þar eru. Þrjár aðr-
ar nýjar myndir bera allar nafn
aðalpersóna myndanna, um er að
ræða Rob Roy um skosku þjóð-
sagnahetjuna, sem Liam Neeson
leikur, Ed Wood, sem fjallar um
þann leikstjóra í Hollywood, sem
hefur þann vafasama titU að vera
kallaður versti leikstjóri sem uppi
hefur verið. Johnny Depp leikur
kappann og fer á kostum og loks
er að nefna Richie Rich þar sem
MaCauley Culkin leikur ríkasta
strák i heimi.
Þrátt fyrir fáa virka daga milli
jóla og nýárs eru gefnar út nokkr-
ar ágætar myndir svo að engum
ætti að leiðast meðan allt er lokað
á nýársdag. Fyrst ber að telja
bresku úrvalsmyndina The Mad-
ness of King George þar sem Nigel
Hawthorne fer á kostum í hlut-
verki kóngs sem margir halda að
sé geggjaður. Það er Skífan sem
gefur út. Önnur úrvalsmynd er
Tom og Viv en þar segir frá
stormasömu hjónabandi skáldsins
T.S. Elliots og fyrstu eiginkonu
onia sem er gerð eftir frægri skáld-
sögu. Þá má að lokum geta þess að
Myndform er að setja á markaðinn
í dag þrjár kvikmyndir sem gerðar
eru af þeim þekkta spennumynda-
leikstjóra John Woo. -HK
Það er gaman hjá krökkunum í bíó í Bíódögum.
hans, Vivienne. Það er Háskólabíó
sem gefur hana út. Af öðrum
myndum má nefna True Crime,
sakamálmynd með nýjustu stjöm-
unni Alicia Silverstone í aðalhlut-
verki. Það eru Sam-myndbönd sem
gefa hana út, frá þeim kemur
einnig The Puppet Masters með
Donald Sutherland í aðalhlutverki
og ævintýramyndin Tank Girl.
ClC-myndbönd gefa út gaman-
myndina Major Payne og My Ant-