Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1995, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1995, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 25 k y i k n/i y rij a öí^jj jj y jj j Regnboginn - Borg týndu barnanna: 'jrff Furðufólk í furðuveröld Þeir félagar Marc Caro og Jean Pierre Jeunet unnu í tíu ár við gerð tónlist- armyndbanda, stuttmynda og auglýsinga áður en þeir sendu frá sér hina frumlegu og skemmtilegu Delicatessen, sem fjallaði um húsráðanda sem gerði kótelettur úr mannslíkömum og fékk leigjendum sínum kjötið til áts. Það var stórgóður, svartur húmor í Delicatessen sem gerði hana einkar spennandi, auk þess sem sérstök kvikmyndataka, sem að visu orkaði tví- mælis stundum, var afar eftirminnileg. Bakgrunnur þeirra félaga kom berlega í ljós í Delicatessen. í nýjustu kvik- mynd þeirra félaga, Borg týndu bamanna (La Cite des Enfants Perdus), sem er jafnvel enn frumlegri en Delicatessen, er bakgrunnur þeirra úr heimi tónlistar og auglýsinga enn greinilegri. Styrkleiki myndarinnar felst í óvanalegri umgjörð í kringum frumlega sögu. Það sem bregst er að ná út úr sögunni jafnvægi á milli texta og umgjarðar, en flókin sviðsetningin í raun heimtar aó sterk saga sé sögð. Ekki þar fyrir að sagan um litlu stúlkuna og risann úr sirkusnum, sem em í leit að barni sem er í haldi á stáleyju á hafi úti, er frumleg. Sérstaklega það sem snýr að eyjarskeggjum með Krank í broddi fylkingar, en hann eldist of fljótt og trúir því að það sé vegna þess að hann dreymir ekki. En í öllum frumlegheitum má segja að þeir félagar Caro og Jeunet fari fram úr sjálfum sér og það líður of langur tími þar til hægt er að ná sambandi við persónurnar, sem eru vægast sagt afar skrautlegar, og fyrir hvað þær standa. Það sannast með Borg týndu bamanna að það er ekki nóg að vera með frumlega sögu, stórgóða sviðsetningu, einstaka kvikmyndatöku, búninga gérða af Jean-Paul Gaultier og leikara, sem ná góðum tökum á skrýtnum persónum, það verður að vera góð stfgandi í sögunni og þótt sagan sé að sönnu táknræn þá kemst boðskapurinn aldrei almennilega til skila vegna h'innar mikilfenglegu umgjarðar. Handritshöfundar og leikstjórar Caro og Jeunet. Kvikmyndun: Darius Khondji. Tónlist: Angelo Bandalamenti. Aðalleikarar: Ron Perlman, Daniel Emilfork, Judlth Vlttet, Domlnlque Pinon og Jean-Claude Dreyfus. -Hllmar Karlsson Sam-bíóin: - Pocahontas: ★★ Töfrana vantar Eftir samfellda sigurgöngu Walt Disney fyrirtækisins í gerð teiknimynda í nokkur ár sem hófst með The Little Mermaid, hélt áfram með Beauty and the Beast og Aladdin og náði hámarki með The Lion King er vonandi um smávægilega brotlendingu að ræða þar sem Pocahontas er. í Pocahontas vantar þá töfra sem einkenndu fyrmefndar kvikmyndir. Hvers vegna vantar töfrana? Það er kannski ekki svo einfalt að svara því. Þetta eru sömu mennimir sem vinna sömu hlutina og Pocahontas er að mörgu leyti uppbyggð og unnin á sama máta og fyrri myndir en sálina vant- ar og eins og oft vill verða þegar eitt er ekki alveg eins og það á að vera þá vill annað bregðast og á þetta kannski sérstaklega við um tónlistina sem í þetta sinn kemst aldrei upp yfir meðalmennskuna. Pocahontas er, þrátt fyrir að margt sé líkt, ólík fyrri myndum. Nú eru í fyrsta skipti teknar fyrir persónur sem vom til í raunveruleikanum. Pocahontas erþjóðsagnapersóna, indíáni sem lifði síðar á stuttri ævi meðal hvíta manna. I myndinni er fjallað um kynni hennar af ævintýramanninum John Smith, hvemig þau urðu ástfangin og á hvem hátt hún bjargaði lífi hans. Víst er að mjög frjálslega er farið með staðreyndir en það skiptir kannski minnstu máli. Persónumar höfða bara ekki nógu sterkt til ímynd- unaraflsins. Það eru mörg skemmtileg atriði í myndinni en þegar á heildina er litið er Pocahontas frekar langdregin. Þaó sem vekur einnig athygli og hægt er að setja spurningarmerki við er að dýrin í myndinni tala ekki mannamál en aðall Disneys í teiknimyndum hefur verið skemmtilegar út- færslur á talsmáta hinna ýmsu dýra. íslenska talsetningin er virkilega góð og raddir og söngur með besta móti og er greinilegt að þama stöndum við ekki stærri þjóðum að byki, nema síður sé. Lelkstjórar: Mike Gabriel og Eric Goldberg. Handrlt: Carl Blnder, Sussanna Grant og Philip Lazebnik. Tónlist og lög Alan Menken og Stephen Schwartz. íslenskar lelkraddir: Valgerður Guðnadóttir, Hilmir Snær Guðnason og fleiri. Leyfð öllum áhorfendum. -Hilmar Karlsson Oll spjóta standa á Ace Ventura (Jim Carrey) þegar hann heimsækir innfædda í Afríku, Ace Ventura: When the Nature Calls í Sam-bíóum: Ace Ventura snýr aftur Hlutverk dýraleynilöggunnar Ace Ventura varð til þess aö Jim Carrey skaust upp á stjörnuhiminninn en í Ace Ventura: Pet Detective sýndi hann fyrst í kvikmynd þá einstæöu hæfileika í gamanleik sem gert hafa hann að vinsælasta gamanleikara í heiminum um þessar mundir. Frá því hann lék Ace Ventura hefur hann leikiö í þremur kvikmyndum, The Mask, Dumb and Dumber og Batman Forever sem allar hafa sleg- ið í gegn. Jim Carrey klæðist nú aft- ur hlutverkinu sem gerði hann vin- sælan í Ace Ventura: When the Nat- ure Calls, sem Sam-bíóin taka til sýningar á nýársdag. Jim Carrey er einn þeirra gaman- leikara sem best er að gefa lausan tauminn og í þessari nýju kvik- mynd sinni sleppir hann svo sann- arlega fram af sér beislinu og fer eins og við má búast mikið fyrir honum. Það sem hefur gert Carrey jafnvinsælan og raun ber vitni er að það er sama hvað hann gerir, allt verður fyndið. Yfirleitt er ekki hleg- ið af fólki þegar það drekkur kaffi en þegar Jim Carrey gerir það þá er það fyndið. Sem fyrr ber Ace Ventura ekki virðingu fyrir nokkrum manni en samt sem áður er hann góðmennsk- an uppmáfuð. En hann fer bara sín- ar leiðir í hjáfpsemi sinni við annað fólk, leiðir sem ekki allir skilja. í When the Nature Calls gerir hann usla i Afríku eftir smástopp í Hi- malajafjöllum. Fyrir utan Jim Car- rey leika stór hlutverk í myndinni Ian McNeice, Simon Callow og Ma- ynard Eziashi. Leikstjóri er Steve Oedekerk sem einnig er handrits- höfundur. -HK Háskólabíó: Presturinn Linus Roache leikur unga prestinn sem á við mörg per- sónuleg vandamál að stríða. Háskólabíó mun taka til sýningar strax á nýju ári bresku kvikmyndina Presturinn (The Priest), sem fjallar um kaþólskan prest í Liverpool sem lendir í mikilli sál- arkreppu þegar ung stúlka skriftar fyrir honum og játar að faðir hennar misnoti hana kynferðislega. Hann er bundinn þagnareiði en málið er svo svakaíegt að hann á erfltt með að grípa ekki inn í það. Að auki bætist við að hann á í mikilli kreppu í einkalífinu, en hann er hommi. The Priest hefur fengið mjög góðar viðtökur hvar sem hún hefur verið sýnd, en hún hefur einnig valdið miklu umtali og hneykslun. Hún hefur á þessu ári og því sið- asta verið sýnd á kvikmyndahátíðum og unnið til verð- launa, meðal annars fékk hún verðlaun fólksins á Toronto kvikmyndhátíðinni og var valin besta breska kvikmyndin á Edinborgarhátíðinni. Aðalhlutverk myndarinnar og titilhlutverkið leikur Linus Roache, sem er einn af efnilegustu leikurum á Bretlandseyjum í dag. Hann hefur í nokkur ár starfað hjá The Royal Shakespeare Company og fékk sérlega mikið lof fyrir frammistöðu sína í Richard II. árið 1993. Aðrir leikarar eru Tom Wilkinson, Cathy Tyson, Robert Carlyle og Christine Tremarco. Leikstjóri myndarinnar er Antonia Bird, en nýverið var sýnd í Bíóhöllinni nýjasta kvikmynd hennar, Mad Love. Áður en hún leikstýrði The Priest gerði hún kvik- myndina Safe, sem vann til verðlauna á kvikmyndahá- tíðinni í Edinborg 1993, en sú mynd var fyrst sýnd í sjónvarpi og var hún valin besta sjónvarpsmyndin í Englandi 1993. Hún hóf feril sinn sem leikkona, en sneri við blaðinu fyrir nokkrum árum og hefur bæði leikstýrt í leikhús- um og sjónvarpi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.