Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1995, Blaðsíða 12
|{p^myndir
Bíóborgin - sími 5511384
Pocahontas ★★
Eftir mikla sigurgöngu Walts Disneys í gerð teiknimynda
brotlendir Pocahontas. Myndin er vel gerð og sum atriði
skemmtileg en sálina vantar. íslenska talsetningin er vel
unnin. -HK
Assassins ★
Sylvester Stallone er góði launmorðinginn, Banderas er
vondi launmorðinginn og Julianne Moore er góði þjófurinn í
kvikmynd Richards Donners sem kann ýmislegt fyrir sér í
gerð spennumynda en getur ekki bætt leiðinlega sögu. -HK
Bíóhöllin - sími 587 8900
;ig með ágætum sem ung og
okka'
Gullauga
James Bond er loksins mættur aftur til leiks í hraðri og
skemmtilegri mynd sem svíkur engan aðdáanda þessa
mesta njósnara og kvennagulls allra tíma. Pierce Brosnan
er góður og á eftir að verða betri. Einnig sýnd í Háskóla-
bíói. -GB
Hættulegir hugir ★★★
Michelle Pfeiffer stendur síl
áhugasöm kennslukona. Þokkaleg mynd um sigur hins já-
kvæða yfir hinu neikvæða, stundum þó of sykursæt. -GB
Showgirls ★
Konungar kynþokkamyndanna í Hollywood, Verhoeven og
Eszterhas, falla með glæsibrag á þessari innantómu og
leiðinlegu mynd um sýningar- og dansstúlkumar í Las Ve-
gas. -GB
Saga-bíó - sími 587 8900
Algjör jólasveinn ★★
Ósköp sæt og ljúf mynd um fráskilinn heimilisföður sem
lendir í því að taka að sér hlutverk jólasveinsins. Ungur
sonur hans er stórhrifinn en ekki hinir fullorðnu. -GB
Háskólabíó - sími 552 2140
Jade ★★
Sálfræðiþriller sem fer vel af stað en brotalamir koma í ljós
þegar líður á myndina. Joe Eszterhas er greinilega að
reyna að ná upp þeirri erótísku og grípandi stemningu sem
' Ir.......................
einkenndi Basic Instinct en mistekst.
-HK
Fyrir regniö ★★★★
Stríðið í fyrrum lýðveldum Júgóslavíu er baksvið þessarar
óvenju glæsilegu kvikmyndar frá Makedóníu um Íífshásk-
ann sem fylgir því að taka afstöðu í lífinu. -GB
Glórulaus ★★★
Einstaklega lífleg táningamynd um ríka krakka í Beverly
Hills. Sagan er ekki merkileg en fyndin tilsvör söguhetjunn-
ar Cher, sem er á skjön við allt, eru sérlega vel samin. -HK
Laugarásbíó - sími 553 2075
Agnes ★★★
Vel gerð og oft áhrifamikil harmsaga ungrar konu sem má
þola ýmislegt oíbeldi af hendi tveggja manna, uns hún
grípur til örþrifaráða og verður ástmanni sínum að bana.
Mikil dramatík en heldur er myndin samt lengi í gang og
er það skaði. -GB
Mortal Kombat ★★
Slagsmál og aftur slagsmál er það sem einkennir þessa
hröðu mynd, sem gerð er eftir vinsælum tölvuleik. Sviðs-
hönnun, búningar og áhættuatriði góð en þá er líka upp-
talið það sem vit er í. -HK
Feigðarboö ★★
Það er margt ágætlega gert í Feigðarboðum og á Peter Hall
stundum auðvelt með að ná upp á yfirborðið innri spennu
persónanna en handritið er brothætt og helstu persónur
ekki nógu áhugaverðar. -HK
Regnboginn - sími 551 9000
Borg týndu barnanna - ★★
Frumleg kvikmynd frá höfundum Delicatessen. Stórgóð
sviðsetning og skrýtnar persónur vilja oft gleypa söguna,
sem og það sem hún táknar svo úr verður kraðak, sem oft
er erfitt að átta sig á. -HK
Nine Months ★★★
Vel heppnuð gamanmynd um verðandi föður sem á erfitt
með að sætta sig við orðinn hlut. Verður stundum þreyt-
andi en nær sér á strik jafnóðum aftur. Lokaatriðið á fæð-
ingardeildinni er mjög fyndið. -HK
Beyond Rangoon ★★★
Oft á tíðum áhrifamikil ádeila á landsfeðuma í Burma en
nokkuð brokkgeng þar sem myndmálið er sterkara en hið
talaða mál. John Boorman hefur gert betri myndir en
einnig verri. -HK
Krakkar ★★★
Opinská, bersögul og krassandi mynd um unglinga í New
York á hraðri leió til andskotans vegna fíkniefnaneyslu og
almenns ólifnaðar. -GB
Aö yfirlögöu ráöi
Réttarhöld yfir morðingja beinast að hinu illræmda Alcatr-
az-fangelsi. Sönn saga sem fær góða meðhöndlun í áhrifa-
mikilli mynd. Kevin Bacon sýnir stórleik í hlutverki fang-
ans Henri Young. -HK
Braveheart ★★★
Mel Gibson hefur svo sannarlega gert stórmynd að öllu
umfangi með frásögn af skosku frelsishetjunni William
Wallace sem lifði eitthvað fram á 14. öldina en sverðaglam-
ur ber mannlega þáttinn ofurliði. -GB
Stjörnubíó - sími 551 6500
Indíáninn í skápnum ★★
Flatneskjuleg og óspennandi ævintýramynd um ungan
dreng og töfraskápinn hans. Hins vegar vantar allan töfra-
ljóma yfir frásögnina og myndin fellur kylliflöt. -GB
Desperado ★★★
Kraftmikil og stórskemmtileg mynd um nafnlausan far-
andsöngvara, með byssur í gítartöskunni, sem leitar
hefnda fyrir morðið á kærustunni. Banderas í banastuði.
-GB
Benjamín dúfa
Virkilega vel heppnuð kvikmynd. Gott handrit og sérlega
góður leikur hjá ungu leikurunum ásamt góðri vinnu
tæknimanna. Fer í hóp bestu íslenskra kvikmynda. Einnig
sýnd í Bíóhöllinni. -HK
Tár úr stelni ★★★★
Sérlega vönduð og vel heppnuð kvikmynd og ein allra
besta íslenska kvikmyndin. Mannlýsingar eru sterkar og
kvikmyndataka frábær. Mynd sem snertir mann og gefur
mikið frá sér. -HK
FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995
Michelle Pfeiffer í Dangerous Minds en hún er ein nokkurra leikkvenna sem þykja koma til
greina að verða tilnefndar til óskarsverðlaunanna.
Óskarsverðlaunin:
Sterkur hópur leik
kvenna sem berst
um tilnefningar
Tilnefningar til óskarsverðlauna verða
ekki birtar fyrr en 13. febrúar, en nú er þeg-
ar farið að spegúlera í tilnefningum og mikið
lagt í auglýsingar út á frammistöðu ein-
stakra leikara. Það er ljóst að baráttan mun
vera mjög hörð meðal leikkvenna í ár, öfugt
við í fyrra þegar það reyndist erfitt að finna
fimm leikkonur, sem voru þess virði að eiga
skilið hnossið. Þá var mest fjallað um það í
þeirri defid að Linda Fiorentino var ekki
gjaldgeng þar sem The Last Seduction hafði
fyrst verið sýnd í sjónvarpi en altalað var að
hún hafi verið sú eina sem skilið átti óskars-
verðlaunin. Þau hlutu aftur á móti Jessica
Lange fyrir leik sinn í Blue Sky, kvikmynd,
sem fór fram hjá flestum og fór beint á
myndbandamarkaðinn hér á landi. Það er
annað upp á teningnum i ár og eru afrekin
hjá kvenfólkinu mun meiri en hjá körlum
þetta árið og margar sem koma til greina.
Eins og fyrr segir er mikið skrafað um
hverjar þær fimm verða sem hljóta tilnefn-
ingu. Sú sem er heitust þessa dagana er
Emma Thompson fyrir leik sinn í Sense and
Sensibility en þær sem koma fast á hæla
hennar eru Meryl Streep (The Bridges of
Madison County), Nicole Kidman (To Die
For), Susan Sarandon (Dead Man Walking),
Sharon Stone (Casino), Kathy Bates (Dolores
Claiborne), Michelle Pfeiffer (Dangerous
Minds) og Elizabeth Shue (Leaving Las Veg-
as). Þeir sem best þekkja til segja að hver
einasta þessara hefði í fyrra getað hampað
óskarsverðlaununum en í ár megi þær
þakka fyrir tilnefningu.
Til þess er tekið að nánast aldrei í kvik-
myndasögunni hafa verið í boði jafn góð
hlutverk fyrir konur og á síöasta ári og
Kathy Bates, sem hér er í hlutverki sínu í
Dolores Claiborne, þykir líkleg til að fá ósk-
arstilnefningu fyrir leik sinn.
kvenleikstjórar hafa heldur aldrei verið eins
áberandi. Það er eins og Hollywood sé að
uppgötva að 50% af þeim sem fara í kvik-
myndahús séu konur.
-HK
Meryl Streep hefur fengið fjölmargar tilnefn-
ingar til óskarsverðlauna og tvisvar hlotið
þau. Hún þykir sýna afburðaleik í The
Bridges of Madison County og er ein
nokkurra sem koma til greina að fá ósk-
arsverðlaun á næsta ári.
Sharon Stone hefur hingað til ekki verið hátt
skrifuð sem leikkona en hún þykir sýna
snjlldarleik í Casion. Á myndlnni er hún í
hlutverki sínu ásamt Joe Pesci.
m
í Bandaríkjunum
- dagana 22.-25. desembei. Innkoma í
milljónum dollara og heildarinnkoma.
Angela Basset og Loretta Levin
leika tvær af fjórum svörtum kon-
um sem eru aðalpersónurnar í
Waiting for the Exhale.
Óvænt í efsta sæti
Hin mannlega kvikmynd Waiting
for the Exhale var ótvíræður sigur-
vegari jólahelgina í Bandaríkjunum
og kom það öllum á óvart. Náði
myndin á einni helgi meira en hún
kostaði í framleiðslu. Waiting for
Exhale fjallar um fjórar vinkonur og
eru það Angela Bassett, Whitney
Houston, Lela Rochon og Loretta
Levin sem leika þær. Leikstjóri er
leikarinn kunni, Forest Whitaker, og
er þetta fyrsta kvikmyndin sem
hann leikstýrir en hann hefur áður
leikstýrt sjónvarpsmyndum með
góðum árangri.
Það var mikil ánægja í herbúðum
20th Century Fox yfir velgengni
Waiting for the Exhale en ekki var
ánægjan jafn mikil hjá MGM/UA
yfir gengi hinnar rándýru Cutthroad
Island, sem kolféll, eins getur Oliver
Stone varla verið ánægður með
gengi Nixons sem þrátt fyrir mikið
umtal náði aðeins tólfta sætinu. Nýj-
ar myndir eru nokkrar á listanum;
Grumpier Old Men er ffamhald vin-
sællar myndar með Jack Lemmon
og Walter Matthau í aöalhlutverk-
um, Sudden Death er nýjasta kvik-
mynd Jean-Claude Van Damme,
Tom og Huck er byggð á klassísku
ævintýri Mark Twain, með táningas-
tjömunni Jonathan Taylor Thomas í
aðalhlutverki og Dracula: Dead and
Loving IT er nýjasta kvikmynd Mel
Brooks. -HK
1 (-) Wailing for the Exhale 14,1 14,1
2 (2) Toy Story 12,1 115,7
3 (1) Jumanji 10,6 27,7
4 (-) Grumpier Old Men 7,8 7,8
5 (3) Heat 7,5 19,9
6 (4) Father of the Bride 7,0 31,8
7 (5) Sabrina 6,0 14,5
8 (-) Sudden Death 4,8 4,8
9 (-) Tom and Huck 3,2 3,2
10 (-) Dracula: Dead & Loving It 2,7 2,7
11 (-) Cutthroad Island 2,4 2,3
12(7) The American President 2,3 44,4
13 (-) Nixon 2,2 2,9
14(6) Goldeneye 2,0 86,9
15 (-) Balto 1,5 1,5
16 (14) Copycat 1,9 29,6
17 (8) Casino 1,0 35,0
18 (11) Sense and Sensibility 0,9 2,2
19 (9) Ace Ventura:
When Nature Calls 0,6 102,8
20 (10) Money Train 0,6 33,4
Vampírumynd
Tarantinos og
Rodriguez
Löngu áður en Quentin Tar-
antino skrifaði handritin að Reser-
voir Dogs og Pulp Fiction skrifaði
hann handrit að kvikmynd sem
hann kallaði From Dust till Dawn.
Nú líður brátt að frumsýningu
myndarinnar og er það vinur Tar-
antinos, Robert Rodriguez (E1 mari-
achi, Desperado), sem leikstýrir
myndinni sem fjallar um tvo bræð-
ur og leikur Tarantino annan bróð-
urinn en hinn bróðurinn leikur
nýjasta stjaman í Hollywood, Geor-
ge Clooney, en eftir frammistöðu
sína í hinni vinsælu sjónvarps-
þáttaröð ER eru honum allar dyr
opnar í höfuðborg skemmtanaiðn-
aðarins. Bræðumir eru glæpa-
menn á flótta. Þeir rekast á Fuller-
fjölskylduna og taka hana sem
gísla. Þeir hefðu samt betur haldið
ferðinni áfram því fjölskyldan er
ekki öll þar sem hún er séð þegar
dimma tekur. Harvey Keitel, Juli-
ette Lewis og Emest Liu leika Full-
er-fjölskylduna.