Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1996, Qupperneq 1
Mitt í flugeldasýningum áramót-
anna birta forsvársmenn íslenskra
getrauna upplýsingar um hópleiki
ársins fyrir tippara og sá listi líkist
flugeldasýningu.
Hópleikir af ýmsum toga verða
allt árið ef fyrsta vikan er undan-
skilin.
Gamanið hefst strax í þessari
viku með þriggja vikna hópleik -
Spretti, en slíkir hópleikir verða
fjórum sinnum á árinu, fyrir og
milli fjögurra stærri hópleikja.
Hópleikjum
fjölgar
Hópleikjaform ársins 1996 verður
svipað og síðastliðins árs en þó
verða smávægilegar breytingar. Að-
alhópleikirnir verða fjórir. Sá
fyrsti, vetrarleikurinn, hefst í 5.
Þriöjudagur 9. jan. - Handbolti bl. 17.30
KRÓATÍA - EGYPTALAND
Handbolti bl. 19.00
ÞÝSKALAND RÚSSIAND
Miövibudagur 10. jan. - Handbolti bl. 17.30
- SVÍÞJÓÐ - SVISS
Handbolti bl. 19.00
ÞÝSKAIAND - EGYPTALAND
bl. 19.45
ARSENAL - NEWCASTLE
bl. 20.40
KA-VALUR
Fimnitudagur i 1. jan. - Handbolti bl. 17.3o
SVIÞIÓÐ - FRAKKLAND
bl. 19.00
KRÓATÍA - ÞÝSKALAND
Laugardagur 13. jan. - Handbolti bl. 15.00
UNDANÚRSLIT
Bjarni Fel í beinni útscndingu bl. 15.00
TOTTENHAM - MAN. CITÝ
Handbolti bl. 17.00
UMEA-KA
Sunnudagur 14. jan. - Handbolti bl. 15.00
ÚRSLITALEIKUR
bl. 16.00
COVENTRY - NEWCASTLE
bl. 17.45
NÍGERÍA -ZAIRE
bl 19 30
LAZIO - TORINO
bl. 21.00
FÍLABEINSSTRÖNDIN - GANA
Mánudagur 15. jan. KL. 19.30
EGYPTALAND _ ANGÓLA
bl. 19.30
SIERRA LEONE - BURKINA FASO
Guðni Bergsson og félagar hans f Bolton eiga langan vetur fyrir höndum í úrvalsdeildinni. DV-mynd Brynjar Gauti
leikviku, sá næsti, vorleikurinn,
hefst í 18. leikviku, sá þriðji, haust-
leikurinn, í 31. leikviku og sá síð-
asti, áramótahópleikurinn, hefst í
44. leikviku. Hver hópleikur stend-
ur yfir í tíu vikur og gildir skor átta
bestu viknanna.
Deildaskipting
breytist
Sem fyrr verður keppt í þremur
deildum en raðafjöldi deildanna
breytist. Hámark í 1. deild verður
1.653 raðir, hámark-í 2. deild 676
raðir og hámark í 3. deild 162 raðir.
„Við höfum grannskoðað hve
margar raðir hóparnir tippa á og
finnst þessi deildaskipting nálægt
meðaltali," segir Viktor Ólason,
markaðsstjóri íslenskra getrauna.
„Þessi skipting er réttlátari og
miðast við getraunakerfi setn eru á
seðlinum," segir hann ennfremur.
Verðlaun verða ferðagjafabréf frá
Samvinnuferðum/Landsýn. í 1.
deild gefur 1. sæti 90.000 krónur, 2.
sæti 75.000 krónur og 3. sæti 60.000
krónur.
í 2. deild gefur 1. sæti 75.000 krón-
ur, 2. sætið 60.000 krónur og 3. sæti
45.000 krónur.
í 3. deild gefur 1. sætið 60.000
krónur, 2. sætið 45.000 krónur og 3.
sæti 30.000 krónur.
Spretthópleikirnir verða fjórum
sinnum á árinu og standa yfir í
þrjár vikur hver. Ef hópar eru jafh-
ir verður keppt í bráðabana uns sig-
urvegari stendur uppi. Einungis
verða veitt verðlaun fyrir 1. sæti í
hverri deild. Sigur í 1. deild gefur
90.000 krónur, sigur í 2. deiid 60.000
krónur og sigur í 3. deild 30.000
krónur.
Sumarbónus
í vikum 18 til 40 verða dregnir út
30.000 króna ferðavinningar til sjö
hópa sem hafa tippað á lágmark 24
raðir á þessu tímabili.
í vikum 5 til 10 verður dreginn út
einn ferðavinningur á viku í beinni
útsendingu á RÚV, úr seldum röð-
um ög fær eigandi raðarinnar ferða-
vinning að upphæð 30.000 krónur.
Hið sama verður gert frá viku 44 til
viku 1. á árinu 1997.
Þolinmóðir fengu
ferðavinning
Dregnir voru út fimm ferðavinn-
ingar til þeirra hópa sem hafa verið
með allar vikumar frá 6. leikviku
ársins og hafa tippað á að minnsta
kosti 48 raðir á viku. Eitt hundrað
og einn hópur uppfyllti þessi skil-
yrði og fengu eftirtaldir hópar ferða-
vinning:
108 GBS, 112 Lengjubani, 203
Taktur, 230 Klúður og 270 Stefán.
Þá var dreginn út aukaferðavinn-
ingur í síðustu viku og fékk þann
vinning hópurinn Lóran í Vest-
mannaeyjum.
Sem fyrr er hægt að fá hópnúmer
hjá sínu íþróttafélagi eða hjá ís-
lenskum getraunum hafi hópar ekki
núme'r fyrir.
Söluaukning
hjá getraunum
14,68% söluaukning var hjá ís-
lenskum getraunum á árinu 1995.
Lengjan kom mjög vel út og hefur
reynst fyrirtækinu gullnáma.
Forráðamenn Norsk Tipping eru
einnig himinlifandi, því árið 1995
voru slegin met í sölu á seðlum í
Noregi í getraunum, Lottó og Vík-
ingalottó.
Tekjur Norsk Tipping voru á síð-
asta ári um 60 milljarðar íslenskra
króna.
Lottó var vinsælast og var salan
27,75 milljarðar króna. Víkingalott-
óraðir voru seldar fyrir 19,53 millj-
arða króna, en sala á getraunaröð-
um fór undir 10 milljarða króna og
hefur hallað undan fæti á þeim víg-
stöðvunum.
Mið. 10/1 kl. 20.40 RÚV
KA - Valur (Handbolti)
Lau. 13/1 kl. 15.00 RÚV
Tottenham - Manch. City
Lau. 13/1 kl. 17.00 RÚV
UMFA - KA (Handbolti)
Sun. 14/1 kl. 13.30 Stöð2
Inter - Roma?
Sun. 14/1 kl. 16.00 Stöð 3
Coventry - Newcastle
Sun. 14/1 kl. 16.00 SkySport
Coventry - Newcastle
Sun. 14/1 kl. 19.30 Sýn
Lazio - Torino
Þú pantar eina pizzu með
minnst 2 úleggstegundum og
færð 1 Margaritu pizzu með.
Að sjálfsögðu getur þú keypt uppáhalds áleggin þin á Margarituna.
Sendum einnig heim Ijúffenga
pastaréttí affan sólarhringinn.
GILDIR í HEIMKEYRSLU "FÁÐANA HEIM" ALLAN SÓLARHRINGINN
r