Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1996, Blaðsíða 6
22
FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996
ngar
Sýningar
Gallerí Art-Hún
Stangarhyl 7, Rvík
Til sýnis verk eftir Erlu B. Axelsdóttur,
Helgu Ármannsdóttur, Sigrúnar Gunnars-
dóttur og Margrétar Salome. Galleríiö er
opið alla virka daga kl. 12-18.
Gallerí Birgir Andrésson
Vesturgötu 20
Gunnar M. Andrésson sýnir ný verk, nokk-
urs konar lýriska hljóöskúlptúra, þar sem
unnið er með upprunatengsl og vitnað er í
þjóðleg minni. Galleríið er opiö kl. 14-18 á
fimmtudögum en aðra daga eftir sam-
komulagi.
Café Sólon íslandus
Laugardaginn 20. janúar nk. kl. 16.00 opn-
ar Birgir Andrésson myndlistarmaður sýn-
ingu með nokkrum þeirra verka er hann
sýndi nú í sumar á Tvíæringnum í Feneyj-
um.
Gallerí Greip
Hverfisgötu 82 (Vitastígsmegin).
Samsýning 20 myndlistarmanna, hönn-
uða, arkitekta og Ijósmyndara. Sýningin
.ber yfirskriftina GREIPAR SÓPA og eiga
verkin á sýningunni það sameiginlegt að
vera unnin úr hlutum eða hugmyndum
(fundnum og „stolnum") sem hafa nú þeg-
ar gegnt hlutverki sínu en öðlast hér nýjan
tilgang.
Sýningin stendur til 28. janúar og er opin
alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18.
Félag eldri borgara
Listakona á tíræðisaldri. Sýning á verkum
Maríu M. Ásmundsdóttur myndlistarkonu
frá Krossum í Staðarsveit. Sýningin verður
í húsakynnum Félags eldri borgara í
Reykjavik og nágrenni að Hverfisgötu 105,
4. hæð.
Gallerí Fold
Laugavegi 118d
Sýning á akrylverkum Ólafs Más Guð-
mundssonar í Gallerí Fold við Rauðarár-
stíg. Sýninguna nefnir Ólafur Már HVÖRF.
í kynningarhorni gallerísins sýnir Sigrún
Eldjárn grafikmyndir. Sýningin stendur til
28. janúar. Gallerí Fold er opið daglega frá
kl. 10.00 til 18.00 nema sunnud. frá kl. 14
til 17.
Gallerí Geysir
Aðalstræti 2
Galleríið eropið alla virka daga kl. 9-23 og
um helgarkl. 12-18.
Gallerí Guðmundar
Ánanaustum 15.
Galleríið er opið virka daga kl. 10-18.
Gallerí List
Skipholtl 50b
Galleríið er opið alla daga kl. 11-18 nema
laugardaga kl. 11-14. Sýningar í gluggum
á hverju kvöldi.
Gallerí Ríkey
Hverfisgötu 59
Sýning á verkum Ríkeyjar. Opið kl. 13-18
virka daga en laugardaga og sunnudaga
kl. 13-16.
Gallerí Sævars
Sýning á verkum Guðrúnar Einarsdóttur.
Sýningin samanstendur af olíuverkum.
Verkin eru öll frá síðasta ári.
Slunkaríki
Fyrsta sýningin í Slunkaríki á þessu ári er
á verkum ettir Roman Signer sem er einn
af þekktari myndlistarmönnum Svisslend-
inga i dag. Verk Signers eru yfirleitt stuttir
„eventar" eða atburðir, þar sem ákveöin
breyting eða hreyfing á sér stað, og geta
þeir tekið allt frá sekúndubroti upp í mán-
uð. Sýningin hefst laugardaginn 20. janúar
kl. 16 og stendur til 11. febrúar. Slunkaríki
er opið frá fimmtudegi til sunnudags frá kl.
16-18.
Stöðlakot
Bókhlöðustíg 6
Opið frá kl. 14-18 daglega.
Gallerí Sævars Karls
Bankastræti 9
„Straumar” sýning Þórs Elís Pálssonar
stendur yfir I gallerí Sævars Karls. Opið á
verslunartíma frá kl. 10-18 virka daga.
Hafnarborg
Hafnarborg sýnir verk Kaffes Fassetts en
hann er einn þekktasti textílhönnuður
heims um þessar mundir.
Kaffi Mílanó
Faxafeni 11
Hildur Waltersdóttir sýnir olíumálverk, unn-
in á striga og krossvið, og einnig nokkrar
kolateikningar. Sýningin stendur til 26. jan-
úar. Opið mánud. kl. 9-19. þriöjud., mið-
vikud. og fimmtud. kl. 9-23.30, föstud. kl.
9-1 og laugard. kl. 9-18.
Kjarvalsstaðir
v/Miklatún
4 sýningar opnar: í vestursal er yfirlitssýn-
ing á verkum ettir franska abstraktmálar-
Listasafn íslands:
Litróf íslenskrar
Risið að Hverfisgötu 105:
Safn ýmissa
listmuna
Sýningu á verkum Maríu M. Ás-
mundsdóttur, myndlistarkonu frá
Krossum í Staöarsveit, lýkur á
sunnudaginn. Sýningin er í húsa-
kynnum Félags eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni aö Hverfis-
götu 105, 4. hæð.
Listakonan María M. Ásmundsdóttir.
María, sem nú er á 97. aldursári,
hefur fengist viö margvíslega lista-
vinnu lengst af ævinnar. Hún hefur
málað myndir allt frá ungaaldri.
Eignaðist fljótt myndavél og notaöi
síðan myndirnar til aö mála eftir.
María sýndi verk sín fyrst í útst-
illingargluggum hjá Marteini Ein-
arssyni áriö 1930 og áriö 1990 í fé-
lags- og þjónustumiðstöðinni í Ból-
staðarhlíð en hefur nú safnað sam-
an stærra safni af ýmsum listmun-
um, sem einnig eru til sýnis.
Gallerí Sævars Karls:
Olíuverk
Guðrúnar
í Galleríi Sævars Kárls í Banka-
stræti 9 stendur nú yfir sýning á
verkum Guðrúnar Einarsdóttur.
Guðrún hefur tekið þátt í fjölda
samsýninga bæði hérlendis og er-
lendis og er þetta níunda einkasýn-
ing hennar. Verkin er öll frá síðast-
liðnu ári en sýningin samanstendur
af olíuverkum.
Ingólfur með
tvær sýningar
„Það getur aukið á skilning þess
hvað ég er að fara að sjá báðar sýn-
ingarnar en það er ekki nauðsyn-
legt. Það er hins vegar ekki verra,“
segir listamaðurinn Ingólfur Arn-
arsson sem um þessar mundir held-
ur sýningar á verkum sínum á
tveimur stöðum, aðra í Ingólfsstræti
8 en hina á Kjarvalsstöðum.
Ingólfur kom fram á sjónarsviðið
í lok 8. áratugarins. Hann vann
fyrst með hugmyndafræðileg verk
en tileinkaði sér síðan óhlutlægt
myndmál sem hann hefur þróað á
einkar persónulega hátt.
myndlistar
í Listasafni íslands stendur nú
yfir sýningin „Ný aðföng IH“ þar
sem sýnt er úrval listaverka sem
keypt hafa verið til safnsins á síð-
ustu tveimur árum. Þetta er þriðja
sýningin í röð sýninga þar sem ný
verk safnsins eru sýnd.
Eins og sjá má af nafnalistanum
hér á eftir spanna innkaup safnsins
1994-95 yfir nánast allt litróf ís-
lenskrar myndlistar og efniviðurinn
er álíka fjölbreyttur.
Á sýningunni, sem stendur til 25.
febrúar, eru 44 verk eftir starfandi
listamenn: Önnu Líndal, Birgi Snæ-
björn Birgisson, Björgu Þorsteind-
óttur, Daða Guðbjömsson, Eggert
Pétursson, Einar Hákonarson, Eirík
Smith, Eyjólf Einarsson, Erlu Þórar-
insdóttur, Grétar Reynisson, Guð-
rúnu Þorkelsdóttur (Rúnu), Gunnar
Öm, Hafstein Austmann, Hallgrim
Helgason, Hallstein Sigurðsson, Hú-
bert Nóa, Ingu Þóreyju Jóhannsdótt-
ur, Jóhönnu Kristínu Yngvadóttur,
Kristin G. Harðarson, Kristin E.
Hrafnsson, Kristínu Gunnlaugsdótt-
ur, Kristínu Jónsdóttur frá Munk-
aþverá, Kristján Davíðsson, Leif
Breiðfjörð, Ólöfu Nordal, Ráðhildi
Ingadóttur, Rúrí, Sigurð Árna Sig-
urðsson, Sólveigu Aðalsteinsdóttur,
Svövu Björnsdóttur, Tuma Magnús-
son, Valgarð Gunnarsson og Þor-
vald Þorsteinsson.
Efniviðurinn á verkum þeim sem nú eru sýnd í Listasafni íslands er fjöl-
breyttur. DV-mynd GVA
Slunkaríki á ísafirði:
Notar bæði sprengiefni og vatnsorku
Fyrsta sýningin í Slunkaríki á þessu ári er á verkum Signer hefur sýnt víða og var verk eftir hann m.a. á
eftir Roman Signer, sem er einn af þekktari niyndlistar- Borealis-sýningunni í Listasafni íslands 1993.
mönnum Svisslendinga, og hefst hún á morg-
un og stendur til 11. febrúar.
Verk Signers eru yfirleitt stuttir „eventar“
eða atburðir þar sem ákveðin breyting eða
hreyfing á sér stað og geta þeir tekið allt frá
sekúndubroti upp i mánuð. Við þetta notar
hann ýmsar tegundir orku, svo sem sprengi-
efni, vatnsorku, þyngdarafl eða varmaorku.
Verkið er þá ýmist framkvæmt á sýningar-
staðnum eða sett fram sem ljósmyndaröð, vid-
eo, 8 mm kvikmynd eða innsetning, sem ber
þess merki að atburður hafi átt sér stað eða
muni eiga sér stað.
Signer gerir einnig stóra útiskúlptúra þar
sem stöðug hreyfing á sér stað. Dæmi um það
eru t.d. gosbrunnur, sem gerður er úr tveimur
súlum og vatnsbuna úr annarri yfir í hina, og
kajak sem ferðast fram og aftur með fram 100
metra hlaupabraut og fer vegalengdina á einu Við verkin notar Signer ýmsar tegundir orku, eins og t.d. sprengi
ári, dreginn af tölvustýrðum rafmótor. efni, en á myndinni er kassi listamannsins með slíku efni.
Sýningar
ann Olivler Debré. Komar og Melamid eru
rússneskir myndlistarmenn, sem störfuðu
um árabil að list sinni undir oki Sovétstjórn-
arinnar, þar sem þeir skipulögðu m.a. hina
þekktu jarðýtusyningu arið 1974. Ingólfur
Arnarsson kom fram á sjónarsviðið í lok 8.
áratugarins eftir að hafa verið við nám í
Hollandi. Sýningum Olivier Debré, Komars
og Melamid og Ingólfs Arnarssonar lýkur
18. febrúar, en Kjarvalssýningin stendur
fram á vor. Listasafn Reykjavíkur á Kjar-
valsstaða og safnverslun er opnar á sama
tíma.
Listasafn Einars Jónssonar
Njarðargötu.
Safnið er lokað í de§ember og janúar.
Höggmyndagarðurinn ér opinn alla daga.
Inngangur er frá Freyjugötu.
Listasafn íslands
Frikirkjuvegi 7
Opið alla daga nema mánudaga kl. 12-18.
Listasafn Kópavogs,
Gerðarsafn
Sýningin UMHVERFIS JÖRÐINA Á ÁTTA-
TIU DÖGUM í Gerðarsafni. Þetta er
myndaröð sem Nína Gautadóttir hefur
unnið eftir hinni alþekktu skáldsögu
franska rithöfundarins Jules Veme.
Myndaröðin er á einum samfelldum
stranga sem er 80 metra langur og um 50
cm á breidd. Eins og komið hefur fram í
fréttum týndust málverk sem Nína ætlaði
að sýna í Gerðarsafni og átti að opna þá
sýningu síðastliðinn laugardag. Myndaröð
Umhverfis jörðina á 80 dögum kemur í
stað þeirrar sýningar en málverk Nínu sem
töpuðust eru enn ófundin.
Listasafn
Sigurjóns Ólafssonar
Laugarnestanga
Sýning á völdum andlitsmyndum eftir Sig-
urjón Ólafsson, „Þessir kollóttu steinar",
mun standa í allan vetur. Safnið er opið á
laugardögum og sunnudögum kl. 14-17.
Kaffistofa safnsins er opin á sama tfma.
Listhúsið í Laugardal
Engjateigi 17
Þar stendur yfir myndlistarsýning á verkum
eftir Sjöfn Har. Sýningin ber yfirskriftina „ís-
lensk náttúra, íslenskt landslag." Opið
virka daga kl. 13-18 og laugardaga kl.
11-16.
Listhús 39
Strandgötu, Hafnarfirði
Þar stendur yfir sýning Fríðu S. Kristins-
dóttur og er þetta fyrsta sýning hennar. Á
sýningunni eru myndverk og þrívíð verk,
ofin með tvöföldum vefnaði, úr hör, vír, tág-
um og myndvefnaður úr ull. Sýningin er
opin frá 6. til 22. janúar. Opið virka daga kl.
10-18, laugardaga kl. 12-18 og sunnu-
daga kl. 14—18.
Mokka kaffi
Skólavörðustíg
Komar og Melanid sýna í Mokka frá 8. jan-
úar til 11. febrúar. Sýning á eftirsóttasta
málverki bandarísku þjóðarinnar.
Myndás
Laugarásvegi 1
Sýning á 18 bestu myndum úr ísland-
skeppni Agfa og Myndáss. Sýningin er út
janúar og er opin virka daga kl. 10-18 og
laugardaga kl. 10-16.
Nesstofusafn
Neströð, Seltjarnarnesi
Safnið opið á sunnudögum, þriðjudögum,
fimmtudögum og laugardögum kl. 13-17.
Norræna húsið
Rebekka Rut sýnir 30 olíumálverk. Sýning-
in eropin daglega kl. 14-19.
Nýlistasafnið
Vatnsstíg 3b, 101 Reykjavík.
Ásta Ólafsdóttir, Guðmundur Thoroddsen
og Jón Sigurpálsson sýna í Nýlistasafninu.
Sýningamar eru. opnar daglega frá kl.
14-18 og þeim lýkur sunnud. 28. jan.
Þjóðminjasafnið
Opið sunnud, þriðjud. fimmtud. og laugard.
kl. 12-17.
Sýning í Ráðhúsi Reykjavíkur
Sýningin, sem nefnist „Orka + Steinn =
Mynd“, verður oþin kl. 8-19 virka daga og
kl. 12-18 um helgar.
Ingólfsstræti 8
Ingólfur Amarsson heldur sýningu í Ing-
ólfsstræti 8 til 4. febrúar. Opið frá 14-18,
alla daga nema mánudaga.
Sýning í Borgarnesi
í Safnhúsi Borgarfjarðar, Borgamesi,
stendur yfir sýning á 24 olíumyndum eftir
Einar Ingimundarson. Um er að ræða
myndir sem listamaðurinn hefur málað af
landslagi og byggingum vítt og breitt um
héraðið.