Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1996, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1996, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996 21 DANSSTAÐIfí Áslákur Mosfellsbæ Lifandi tóniist föstudags- og laugar- dagskvöld. Café Amsterdam Lifandi tónlist föstudags- og laugar- dagskvöld. Café Royal Hafnarfirði Rúnar Þór og hljómsveit spila sína tónlist í bland við aðra föstudags- og laugardagskvöld. Café Ópera Berglind Björk ásam Tríói Pálma Sig- hvats föstudapkvöld. Bryndís Ás- mundsdóttir asamt Kjartani Valdi- mars og Þórði Högnasyni laugardags- kvöld. Duus-hús v/Fischersund, s. 551-4446 Opið kl. 18-1 v.d., 18-3 föstud. og laugard. Feiti dvergurinn Höfðabakka 1 Hljómsveitin Texas „two step" með eldhressa rokk- og kántrý tónlist föstudags- og laugardagskvöld. Fógetinn Lifandi tónlist föstudags- og laugar- dagskvöld. Gaukur á Stöng Hljómsveitin* Skítamórall leikur föstudags- og laugardagskvöld. Gullöldin Hverafold 1-5, s. 587-8111 Heiðar Jónsson, snyrtir, skemmtir gestum frá kl. 21 laugardagskvöld. Okeypis aðgangur. Hafnarkráin Lifandi tónlist á hverju kvöldi. Hótel ísland „Skagfirsk sveifla" með Hljómsveit Geirmyndar Valtýssonar föstudags- kvöld. Laugardag er lokað, í aðalsal vegna einkasamkvæmis. f Ásbyrgi (austursal) skemmtir Gabriel Garcia San Salvador, spánskur söngvari og hljómborðsleikari. Hótel Saga Mímisbar: Ragnar Bjarnason og Stefán Jökuls- son föstud. og laugardagskvöld. f|p|wðwr: Föstud. og laugd. hlaðborð í hád. og á kvöldin. Súlnasalur: Laugardagur: Einkasamkvæmi. Kaffi Reykjavík Hálft í hvoru föstudagskvöld. Hljóm- sveitin Sóldögg laugardagskvöld. Kringlukráin André Bachmann og Carl Möller föstudag og laugardag í Leikstofunni. Óskalög spiluð. LA-Café Laugavegi 45, s. 562-6120 (Jm helgina: Maturkl. 18-22.30 með léttri tónlist, síðan diskótek til kl. 3. Hátt aldurstakmark. Ingólfscafé Diskótek föstudags- og Iaugardags- kvöld. Jazzbarinn Lifandi tónlist föstudags- og laugar- dagskvöld. Leikhúskjállarinn Diskótek um helgina. Naustkjallarinn Lifandi tónlist um helgina. Óðal Hljómsveitin Ýktir leikur fyrir dansi föstudags- og laugardagskvöld. Eng- inn aðgangseyrir. Óperudraugurinn Hljómsveitin Extra frá Ólafsvík frá kl. 23.30-03.00. Skálafell Mosfellsbae Lifandi tónlist um helgina. Ölver Glæsibæ Karaoke um helgina. Opið alla virka daga frá kl. 11.30 til 1 og til 3 föstu- dag. Selið Hvammstanga Raggi, Kalli og Þórir spila laugardags- kvöld frá 23-03. Sveitasetrið Blönduósi Amerískt steikarkvöld laugardags- kvöld. Hljómsveit Ingu Eydal. Hljómsveitin Hálft í hvoru skemmtir föstudagskvöldið 19. janúar á Kaffi Reykjavík. Kaffi Reykjavík: Hálft í hvoru Sóldögg og Á Kafíl Reykjavík er að jafnaði lif- andi tónlist öll kvöld vikunnar og kennir þar margra grasa. Föstudags- kvöldið 19. janúar verður það hljóm- sveitin Hálft i hvoru sem sér um að spila fyrir gesti en laugardagskvöld- ið 20. janúar tekur hljómsveitin Sól- dögg að sér það hlutverk. Á sunnu- dagskvöldið verða það Grétar Örv- arsson og Sigríður Beinteinsdóttir sem sameina krafta sína í skemmtun fyrir gesti staðarins. Meðlimir hinnar nýstofnuðu hljómsveitar, Ýktir, frá vinstri Birgir Jóhann Birg- isson, Hafsteinn Hafsteinsson og Rúnar Þór Guðmundsson. Ýktir á Óðal Hljómsveitin Ýktir leikur fyrir dansi á Óðali föstudagskvöldið 19. janúar og laugardagskvöldið 20. jan- úar. Hljómsveitin hefur starfað í 46 daga og sjást engin þreytumerki á henni þrátt fyrir það. Hana skipa þeir Hafsteinn Hafsteinsson, söng- ur, kassagítar og stuðegg, Rúnar Þór Guðmundsson, söngur og trommur, og Birgir Jóhann Birgisson sem spil- ar á píanó, rafgítar og bassa. Ein- kunnarorð hljómsveitarinnar eru, að eigin sögn, hógværð og yfirnátt- úrulegir hæfileikar til að koma fólki í stuð. Café Royal: Rúnar Þór og hljóm- sveit Rúnar Þór og hljómsveit, sem skemmt hafa úti á landsbyggðinni undanfarnar vikur, ætla nú að bregða út af vananum og spila á höf- uðborgarsvæðinu um þessa helgi. Þeir félagarnir spila á Café Royale i Hafnarfirði föstudagskvöldið 19. jan- úar og laugardagskvöldið 20. janú- ar. Þeir munu spila tónlist sína í bland við aðra og taka meðal annars við óskalögum gesta. Rúnar Þór hef- ur nóg að gera þessa dagana því hann er að undirbúa plötuútgáfu á komandi sumri. Rúnar Þór og hljómsveit spila á Café Royale um helgina. Selið, Hvammstanga: Raggi Kalli og Þórir Næsta laugardagskvöld, 20. janúar, verður lifandi tónlist í Selinu á Hvammstanga og verða það félagamir Raggi Kalli og Þór- ir sem sjá um að skemmta gest- um frá klukkan 23 til 03 eftir mið- nætii. Berglind og Bryndís á Óperu Það verður mikið um að vera á Café Óperu um helgina. Föstu- dagskvöldið 19. janúar verða það Berglind Björk ásamt tríói Pálma Sigurhjartar sem sjá um að skemmta gestum frá klukkan 23-03. Á laugardagskvöldið tek- ur söngkonan Bryndís Ásmunds- dóttir ásamt Kjartani Valdimars- syni og Þórði Högnasyni að skemmta gestum. Á Óperudraugnmn verður það hljómsveitin Extra frá Ólafsvík sem heldur uppi fjörinu laugar- dagskvöldið 20. janúar. Hótel ísland: Spánskur söngur og leikur Laugardagskvöldið 20. janúar verður lokað í aðalsal Hótel ís- lands vegna einkasamkvæmis en í Ásbyrgi (Austursal) kemur spánskur söngvari og hljóm- borðsleikari, Gabriel Garcia San Salvador, og skemmtir gestum með einstæðum tónlistarflutn- ingi. Á föstudagskvöldið verður það hins vegar hinn sívinsæli Geirmundur Valtýsson sem sér um skagfirsku sveifluna í aðal- salnum á Hótel íslandi. Húsið verður þá opnað klukkan 22. Raggi og Stef- án á Sögu Það verða hinir sívinsælu Ragnar Bjarnason og Stefán Jök- ulsson sem sjá um fjörið á Mímis- bar á Hótel Sögu bæði föstudags- oglaugardagskvöld, 19. og20. jan- úar. Súlnasalurinn verður hins vegar lokaður á laugardags- kvöldið vegna einkasamkvæmis. Pönktónleikar ÍMH Ef einhverjir skyldu halda að pönkið sé liðið undir lok þá vaða þeir hinir sömu í villu og svima. Föstudagskvöldið 19. janúar verða haldnir pönktónleikar í MH, nánar tiltekið í norðurkjall- ara hússins, og hefjast þeir klukkan 19.00. Á tónleikunum koma fram allar helstu neðan- jarðarhljómsveitir Islands: Sakt- móðigur, Forgarður helvítis, Ör- kuml, Maunir, Kuml, Fallega gulrótin, Kúkur og Hundraðkall- arnir. Gleöigjafinn á Kringlukránni Gleðigjafinn André Bachmann og Carl Möller ætla að sjá um að skemmta gestum í Leikstofunni á Kringlukránni föstudagskvöldið 19. janúar og laugardagskvöldið 20. jan- úar. André og Carl munu spila mörg af sínum eigin lögum, vinsæl dægur- lög og spila óskalög gesta á staðnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.