Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1996, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1996, Page 2
22 MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 1996 íþróttir Blak: Þróttur R. og HK eru á toppnum Stjarnan vann góðan sigur á HK, 3-2, í 1. deild karla i Garða- bæ á laugardaginn. Reykjavíkur- Þróttur heldur forystu sinni í deildinni eftir 3-1 sigur á ÍS. Staðan i 1. deild karla: Þróttur R. 16 14 2 45-25 45 Stjarnan 15 10 5 39-26 39 HK 15 9 6 33-25 33 ÍS 14 6 8 26-27 26 Þróttur N. 16 5 11 24-40 24 KA 12 1 11 10-34 10 HK tók á ný forystuna í 1. deild kvenna með því að sigra Víking, 3-2, í Digranesi. Staðan í 1. deild kvenna: HK 9 7 2 24-16 24 Þróttur N. 10 5 5 22-21 22 Víkingur 10 2 8 17-28 17 ÍS 7 4 3 16-14 16 -vs Handbolti: Yfirburðir hjá HK gegn Þórsurum á Akureyri HK vann yfirburðasigur á Þórsurum á Akureyri á föstu- dagskvöldið, 17-30, og styrkti með því stöðu sína á toppi 2. deildar. Óskar Elvar Óskarsson skoraði 7 mörk fyrir HK og Sig- urður Valur Sveinsson 5. BÍ vann Fjölni í Grafarvogi, 29-30, sama kvöld. Staðan í 2. deild: HK 13 12 0 í 426-256 24 Fram 12 11 0 1 353-241 22 Þór A. 13 9 0 4 325-310 18 ÍH 12 7 0 5 261-266 14 Fylkir 11 6 0 5 291-260 12 Bf 12 3 2 7 311-362 8 Breiðablik 11 3 1 7 270-285 7 Ármann 12 1 1 10 249-398 3 Fjölnir 12 0 0 12 250-358 0 Körfubolti: ísfirðingar möluðu Reyni fyrir vestan KFÍ vann stórsigur á Reyni frá Sandgerði, 91-60, í 1. deild karla á ísafirði í gær. Enn stærri sigur leit dagsins ljós í Hafnarfirði á föstudagskvöldið þegar Þór frá Þorlákshöfn vann þar ÍH, 67-120. Staðan í 1. deild: Snæfell 14 12 2 1350-1018 24 KFÍ 13 11 2 1136-975 22 ÍS 13 10 3. 976-919 20 Þór Þ. 13 7 6 1142-1059 14 Reynir S. 13 6 7 1056-1158 12 Leiknir R. 13 6 7 1023-1044 12 Selfoss 12 4 8 972-954 8 ÍH 13 3 10 1052-1229 6 Stjarnan 13 3 10 927-1089 6 Höttur 13 3 10 868-1047 6 Auðveldur KR- sigur á Skaga KR vann auðveldan sigur á ÍA, 38-67, í 1. deild kvenna í körfuknattleik á Akranesi á föstudagskvöldið. KR komst þar með í 2. sætið í deildinni en Breiðablik er með 22 stig, KR 20, Keflavík 20 og Grindavík 18 stig. Skíði: Daníel fékk brons í boðgöngunni Daníel Jakobsson vann til bronsverðlauna í boðgöngu á sænska meistaramótinu á laug- ardaginn. Daníel var i B-sveit Ásarna sem náði óvænt þriðja sæti, á eftir A-sveit sama félags og sveit Piteá. Guðríður með gegn Rússum Guðríður Guðjónsdóttir, handknattleikskonan snjalla úr Fram, hefur ákveðið að gefa kost á sér í islenska landsliðið sem leikur tvo erfiða leiki gegn Rússum í Evr- ópukeppni landsliða hér á landi um næstu helgi. Guðríð- ur var ekki í upprunalegum hópi Kristjáns Halldórsson- ar landsliðsþjálfara en eftir mikinn þrýsting ákvað Guð- ríður að gefa kost á sér í þessa leiki. „Þetta er auðvitað mjög ánægjulegt fyrir okkur enda býr Guðriður yfir mikilli reynslu og er frábær leikmað- ur. Hún ákvað gefa sig i þessa leiki þar sem við eigum í vandræðum með skyttuhlutverkin eftir að Auður Her- mannsdóttir meiddist," sagði Kristján landsliðsþjálfari við DV i gær. - GH Guðrtður Guðjónsdóttir kemur í landsliðið í stað Auðar Hermannsdóttur. Stórmótiö í sundi í Hafnarfirði: Systkinin best Systkinin Magnús og Eydís Konráðsbörn urðu stigahæst í karla- og kvennaflokki á stór- sundsmóti Búnaðarbankans og VISA sem fram fór í Sund- höll Hafnarfjarðar í gær. 350 keppendur tóku þátt í mótinu og var árangurinn ágætur. Tvö heimsmet féllu á mótinu en Bára B. Erlings- dóttir setti tvö heimsmet í flokki þroskaheftra í 100 metra og 200 metra flugsundi. Magnús og Eydís unnu bæði til þrennra gullverð- launa og virðast vera í mjög góðu formi um þessar mundir. Elín Sigurðardóttir úr SH stóð sig einnig mjög vel. Hún sigr- aði í þremur greinum og náði sínum besta árangri í 50 metra skriðsundi þegar hún hlaut tímann 27,95 sekúndur. -GH Jason fær ekki leyfi Jason Ólafsson, leik- maður með Brixen á Ítalíu, fær ekki leyfi frá félaginu til að leika með íslenska landslið- inu á Lottó-mótinu í Noregi, sem hefst á miðvikudaginn. Brixen á að leika mikilvægan leik í deifd- inni á sama tíma og fé- lagið tók ekki í mál að láta sinn besta leik- mann sleppa honum. Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari, sagði við DV í gærkvöldi að ekki væri búið að ákveða hver kæmi í hans stað. Sigurður Bjarnason er kominn í landsliðs- hópinn vegna meiðsla Gunnars Andréssonar. Áður hafði Jóhann G. Jóhannsson úr KA komið fyrir Valdimar Grímsson sem kemst ekki vegna vinnu. -GH Það sáust oft lagleg tilþrif á Norðurlandamótinu í taekwondo í Laugardalshöllinni á laugardaginn. DV-mynd Brynjar Gauti NM í taekwondo: ísland fékk sex verðlaun - tveir náðu silfri Sex íslendingar komust á verðlauna- pall á Norðurlandamótinu í sjálfsvarnar- íþróttinni taekwondo sem haldið var í Laugardalshöllinni á laugardaginn. Hlynur Örn Gissurarson náði í silfur í -76 kg flokki karla og Reynir Sveinsson í -70 kg flokki unglinga. Bronsverðlaun fengu Kjartan Dag- bjartsson og Magnús Örn Úlfarsson í +83 kg flokki karla, Ólafur B. Björnsson í -33 kg flokki karla og Erlingur Örn Jónsson í —70 kg flokki karla. Danir voru langsigursælastir á mótinu en verðlaunaskipting var sem hér segir: Gull Silfur Brons Danmörk 12 8 11 Sviþjóð 5 1 3 Noregur 2 5 4 Finnland 2 1 2 ísland 0 2 4 -VS Kristján með þrjú tilboð í Þýskalandi - Dormagen vill halda honum, tvö önnur hafa rætt við hann Kristján Arason þjálfari þýska úr- valsdeildarliðsins Dormagen er með þrjú þjálfaratilboð í Þýskalandi fyrir næsta keppnistímabil. Dormagen vill halda honum og hefur gert honum nýtt tilboð og tvö önnur lið hafa rætt við hann. „Það er úr vöndu að ráða. Ég hafði hugsað mér að að yfirgefa Dormagen en þeir hafa boðið mér nýjan samning sem ég er að skoða. Ég get á þessari stundu ekki greint frá hvaða félög hafa rætt við mig en það ætti að skýr- ast mjög fljótlega hvað ég geri,“ sagði Kristján við DV í gærkvöldi. Dormagen tapaði um helgina fyrir Magdeburg á útivelli, 17-22, og er í 13. sæti deildarinnar. Hálfgerð svaðilför „Þetta var hálfgerð svaðilsför. Ferð- in tók 12 klukkustundir en venjulega tekur hún ekki nema fjóra tíma. Það var mikil umferðarteppa á leiðinni og við lentum í 110 km bílaröð. Við kom- um alltof seint í leikinn og undirbún- ingur fyrir hann var því nánast eng- inn. Við erum ekki í bráðri fallhættu en markmiðið er að fikra sig ofar í töflunni. Deildin er jöfn og nokkrir sigrar í röð geta fleytt okkur í hóp efstu liða,“ sagði Kristján. -GH Chicago vann Phoenix í gærkvöld Chicago vann Portland, 93-82, í NBA-deildinni í körfuknattleik í gærkvöld en leiknum lauk rétt áður en blaðið fór í prentun. Michael Jordan skoraði 31 stig fyrir Chicago en Charles Barkley skoraði 20 stig fyrir Phoenix og tók 16 fráköst. Þetta var 38. sigur Chicago í 41 leik og liðið þarf aðeins að vinna einn leik enn til að jafna met LA Lakers sem er 39 sigrar í fyrstu 42 leikjunum. Það verður hins vegar erf- iður leikur því hann er gegn meisturum Houston á úti- velli. Önnur úrslit um helgina eru á bls. 28. Leikur Chicago og Phoenix er ekki inni í stöðunni sem þar er. -SV/VS KR-ingar ekki meö í deilda- bikarnum - fara út í maí KR-ingar ætla ekki að vera með í deildabikar- keppninni í knattspyrnu sem hefst í fyrsta sinn í vor. Áætlað er að keppnin hefjist um mánaðamótin mars-apríl og er stefnt að þátttöku 36 liða í keppn- inni. „Mér finnst einfaldlega of mikið fyrir strákana að taka þátt í þessu móti til viðbótar við Reykjavíkur- mótið. Ég tel það ekki gott að spila ört á gervigrasinu og því vil ég frekar stefna á að fara utan í maí og spila við góðar aðstæður, svona rétt fyrir íslands- mótið,“ sagði Lúkas Kost- ic, þjálfari KR, við DV í gær. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.