Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1996, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1996, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1996 17 Skattar Eignir og skufdin Sérkafli fyrir skuldir „Það er mikilvægt að minna fólk á að færa vaxtagjöld og skuldir af vaxtablaðinu og yfir á framtalið sjálft. Núna er búið að skipta skulda- og eignaliðum á framtalinu þannig að skuldir eru einn kafli og eignir annar. Áður var enginn kafli 11 heldur var allt saman undir kafla tíu. Þetta er skýrara núna heldur en áður,“ segir Hrefna Einarsdóttir, deildarstjóri hjá ríkisskattstjóra. Nokkuð einfalt er að fylla út í eigna- og skuldahluta skattaskýrsl- unnar. Fasteignamat ríkisins sendir þeim sem eiga eignir tilkynningu um verðgildi þeirra samkvæmt fast- eignamati. Sé fasteign fokheld er hún færð inn á framtalið á því mati. Við það bætist byggingarkostnaður sem til hefur fallið síðan. Húsbygg- ingaskýrsla verður að fylgja með skattaskýrslunni vegna endurbóta eða nýbygginga. Fasteignir, sem ekki er búið að meta en voru keypt- ar árið 1995, eru færðar inn á skattaframtalið á kostnaðarverði. Innlendar innstæður Innlendar innstæður, verðbréf og skírteini, sem ekki tengjast atvinnu- rekstri, eru einnig talin fram á síðu fjögur. Ríkisvíxlar og ríkisbréf fær- ast til eignar á nafnverði að við- bættum áfollnum vöxtum og verð- bótum á höfuðstól. Húsbréf og hlut- deildarskírteini eru einnig talin fram á sama stað. Landsbréf: Margar gerðir fjárfestinga Hjá verðbréfafyrirtækjum er hægt að velja um margar ólíkar gerðir fjárfestinga. Landsbréf hf. bjóða upp á bæði skammtímafjár- festingar og langtímafjárfestingar. fslandsbréf eru einkum fyrir þá sem vilja ávaxta sparifé sitt í nokkurn tíma, eitt ár eða lengur. öndvegis- bréf eru ákjósanleg fyrir þá sem leggja áherslu á öryggi því þau byggjast einvörðungu á ríkistryggð- um eignum. Fjórðungsbréf eru svip- uð íslandsbréfum en eigendur Fjórðungsbréfa fá greidda vexti um- fram lánskjaravísitölu ársfjórðungs- lega. Launabréf byggja á ríkis- tryggðum verðbréfum, ríkisvíxlum, spariskírteinum og húsbréfum. Bankabréf Landsbankans eru verð- tryggð skuldabréf sem eru skemmst til tveggja ára og lengts til tíu ára. Spariskírteini eru verðtryggð skuldabréf ríkissjóðs sem gefin eru út til fimm til tíu ára. Langtímafjárfestingar eru hluta- bréf og skuldabréf með meðalbind- ingu í sex ár eða lengur. Verðbréf í þessum flokki geta sveiflast mikið í markaðsvirði á milli tímabila en gefa von um meiri arðsemi þegar til lengri tíma er litið. Landsbréf bjóða upp á nokkra möguleika til lang- tímafjárfestinga í sjóðum eins og Hlutabréfum, Sýslubréfum og Þing- bréfum. -em Hlunnindi: Fatnaður og fæði Hafi framteljandi notið fæðis- hlunninda ber honum að telja það fram. Fyrir fullt fæði fullorðinna skal færa 709 krónur á dag. Fyrir fullt fæði barns, sem er yngra en tólf ára, færast 569 krónur á dag og fyrir eina máltíð færast 284 krónur. Ef fæði hefur verið ódýrara er mis- munurinn færður sem tekjur í reit 35. Fatnaður, sem ekki er talinn ein- kennisfatnaður, er færður til tekna á kostnaðarverði. Nauðsynlegur hlífðarfatnaður, sem launþegi fær til afnota við störf sín i þágu vinnu- veitandans, er ekki færður til tekna. Einkennisfót eru færð til tekna á 15.018 krónur og einkennisfrakki á 11.013 krónur. Sama verð gildir fyr- ir kven- og karlmannafot. -em Eignir eins og hjólhýsi, tjaldvagn, bátur og fleira eru taldar fram á kostnaðarverði. Hestar og önnur húsdýr færast á skattmati sem birt er á bls. 31 í leiðbeiningunum. Hlutabréf færast á nafnverði ásamt úthlutuðum jöfnunarbréfum. Með arði skal teija skattskylda út- hlutun jöfnunarhlutabréfa á árinu 1995 en skattfrjáls úthlutun færist Hjá þeim sem eru með eigin at- vinnurekstur færast skuldir um- fram eignir samkvæmt efnahags- reikningi í reit 165. Aðrar skuldir og vaxtagjöld færast í 11.3. Verð- tryggðar skuldir og vaxtagjöld fær- ast með áfóllnum verðbótum i árs- lok. -em Eignir eins og hjólhýsi, tjaldvagn, bátur og fleira eru einnig taldar fram á kostnaðarverði. GREIÐSLUþJONUSTA SPARISJOÐANNA Ötyggi í fjármálum er mikilvægt til þess að fjölskyldan geti áhyggjulaus notið lífsins. Greiðsluþjónusta Sparisjóðanna léttir þér fjármálavafstrið, gluggabréf heyra sögunni til og þú hefur mun betra yfirlit yfir fjármálin. Þú getur valið milli þriggja leiða í Greiðsluþjónustu Sparisjóðanna: Greiðsludreifing Við gerum greiðsluáætlun fyrir árið og þú borgar jafnar mánaðarlegar greiðslur. [ Stakar greiðslur Sparisjóðurinn greiðir fasta reikninga, s.s. hitaveitu-, fjölmiðla- og rafmagnsreikninga. Greiðslujöfnun [ Komi til þess að greiðslur einstakra mánaða séu hærri en inneign þín lánar Sparisjóðurinn mismuninn. Greiðsluþjónusta Sparisjóðanna er þægileg og örugg leið til að ná jafnvægi í fjármálum þínum og heimilisins. SPARISJOÐURINN -fyrir þig og þína

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.