Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1996, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1996 23 Skattar Kaup og sala eigna: Söluhagnaður og sölutap Þeir sem hafa keypt eða selt eign- ir á árinu verða að fylla út eyðu- blaðið Kaup og sala eigna. Seljandi verður að sýna útreikning sölu- hagnaðar eða sölutaps. Hann verður einnig að gera grein fyrir skatta- legri meðferð söluhagnaðar eða taps. Hann getur borið fram ósk um frestun skattlagningar eða dreifingu söluhagnaðar. Ef seljandi fær hluta söluverðs greitt í skuldabréfum til að minnsta kosti þriggja ára er leyfilegt að dreifa jafnstórum hluta af söluhagn- aði eftir afborgunartíma skuldabréf- anna á framtöl næstu gjaldára þó að hámarki í sjö ár. Söluhagnaðurinn er þá framreiknaður samkvæmt verðbreytingarstuðli frá söluári til þess árs þegar hann er tekjufærður hverju sinni. Skattskyldur söluhagnaður Söluhagnaður eigna er yfirleitt skattskyldur án tillits til þess hversu lengi seljandi hefur átt eign- ina. Hagnaður af sölu íbúðarhús- næðis er mismunur á söluverði og stofnverði. Frá söluverði má draga sölukostnaðinn og stofnverð er framreiknað með verðbreytingar- stuðli. Þrennt getur haft áhrif til lækkunar stofnverðs; áður fenginn söluhagnaður, innlausn af húsnæð- issparnaðarreikningi og skattfrjáls eigin vinna. Hagnaður af sölu íbúðarhúsnæðis er skattfrjáls hafi eigandi átt eign- ina í fimm ár eða lengur. Ef seljandi hefur átt íbúðina skemur en í fimm ár er söluhagnaður skattskyldur. Þó er hægt að komast hjá skattlagn- ingu með því að láta söluhagnaðinn ganga til lækkunar á stofnverði á nýju íbúðarhúsnæði. Til þess þarf að kaupa eða hefja byggingu í sið- asta lagi á öðru ári eftir sölu. Sé verð nýja húsnæðisins lægra en söluhagnaðurinn færist mismunur- inn til tekna á kaupári nýrrar eign- ar. Lausafá og hlutabráf Nokkrar undantekningar eru þó á skattskyldu söluhagnaðar. Hagnaður af sölu lausafjár, sem ekki er notað í at- vinnurekstri, er skattfrjáls hafi éigandi ekki aflað eignanna til þess að selja þær með hagnaði. Hagnaður af sölu hlutabréfa getur verið -skattfrjáls að ákveðnu marki. Fé- lagið sem hlutabréfin voru keypt í verð- ur að vera staðfest hjá ríkisskattstjóra, hlutabréfin verða að vera keypt árið 1990 eða síðar og hafa verið í eigu selj- anda í fjögur ár. -em Verktakagreiðslur: Skýr munur á launum og rekstrartekjum Ekki er alltaf jafn einfalt að gera skattaskýrluna fyrir alla. Algengt er orðið í þjóðfélaginu að fólk sé ekki fastráðið á vinnustöðum heldur séu svokallaðir verktakar eða rekstrar- aðilar. Þá þarf fólk sjálft að sjá úm að borga skatta sína. DV hafði sam- band við endurskoðandann Ólaf Nilsson hjá endurskoðendaskrifstof- unni KPMG til þess að spyrja hvað verktakar þyrftu að hafa í huga við útfyllingu framtalsins. „Verktakar þurfa að gera rekstr- arreikning því þeir eru rekstrarað- ilar. Greinarmunur er gerður á launum og atvinnurekstrartekjum. Launamenn teija fram sín laun og fá ekki frádrátt á móti nema lífeyris- sjóðsgjöldin sem eru komin aftur. Verktakarnir eru rekstraraðilar og sá rekstrarkostnaður sem sannan- lega gengur til öflunar tekna þeirra ætti að vera frádráttarbær til skatts,“ segir Ólafur. Að sögn Ólafs er talsverður mun- ur á skattframtölum almennra launamanna annars vegar og rekstraraðila hins vegar. Rekstrar- aðilar verða að gera sér grein fyrir að þeir þurfa að hafa gögn um það sem á skýrsluna fer, bæði tekjur og gjöld. Endurskoðendaskrifstofan KPMG hefur aðstoðað bæði einstak- linga og fyrirtæki við gerð framtals- ins og að sögn Ólafs vefjast vaxta- gjöldin oftast mest fyrir fólki. körfuna. Þannig getur þú betur varið eignir þínar gegn verðbólgu, vaxtabreytingum og gengis- fellingum. Skynsamleg eignadreifmg veitir sparifé þínu traustari vernd og eykur ávöxtunarvon. Landsbréf hf. bjóða mikið úrval fjárfestingakosta og við veitum þér ráðgjöf og aðstoð við að finna þá eignasamsetningu sem hentar þér best. Dœmi um trausta eignadreifingu sem veitir góða vernd og ávöxtunarvon: 1/3 Spariskírteini - traust kjölfesta sparnaðar til 5 ára, verðtryggð 1/3 Ondvegisbréf- 7,7% raunávöxtun á ári síðastliðin 5 ár, alltaf innleysanleg 1/3 Myntbréf- góð vörn gegn gengisfellingum, alltaf innleysanleg 100% ríkistryggt 100% eignaskattsfrjálst Þú getur innleyst oggert tilboð i ný spariskirteini hjá okkur Leitaðu til ráðgjafa Landsbréfa og umboðsmanna í öllum útibúum Landsbanka Islands ogfáðu upplýsingar um hvemig eignadreifing getur aukið vemd og ávöxtun fjárfestinga þinna. V fl 4;atta#v^ , LANDSBRÉF HF. SUÐURLANDSBRAUT 2 4, 1 1 8 REYKJAVÍK, S 1 M 1 5 8 8 9 2 0 0 1 -em

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.