Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1996, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1996, Síða 4
20 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1996 L I S IA R THE BUCKETHEADS rwl 17 , r b nj i ri INCtUDES THT BOMBI & COT MTSCLE TOGETHER PLUS £/CUlS!Vf. KtMIXl S AND íHRtfc 60NUS JftACKS Bucketheads - All in the Mind irkirk Frelsun Það er hreint ekkert skrýt- ið við vinsældir hljómsveitar- innar The Bucketheads á síð- asta ári. Lagið The Bomb (These sounds fall into my mind) vakti gleðileg geðhrif jafnt hjá útvarpshlustendum og gestum danshúsa um allan heim og sendi liðið í ánægju- legan trans dans. Kenny „Dope“ er maðurinn bak við The Bucketheads, maðurinn sem endur- tekur leikinn á áhrifaríkan hátt með því að gefa út breiðskífuna All In The Mind. Platan í heild sinni gefur frumsmíð The Bucketheads ekkert eftir. Á henni er að finna tólf lög sem valda sælu, gleði og fótafrelsun sem á engann sinn líka. Lagið „Got Myself Together" hefur nú þegar feng- ið góðar viðtökur útvarpshlustenda, smáskífukaupenda og annarra dansunnenda og má alveg búast við því að öll önnur lög plötunnar fái álíka viðtökur þegar fram í sækir. Satt skal segjast engu að síð- ur. Hér er ekki að finna viðteknar og venjulegar poppmelódíur, hljóð- færaleik eða söng á heimsmælikvarða. Sumir vilja jafnvel ekki við- urkenna taktinn sem tónlist (sem má til sanns vegar færa í öðrum tilvikum). Diskóskotinni „house“ tónlist að hætti Kenny „Dope“ má hins vegar líkja við eins konar „grúvfrelsun" sem hlustandinn und- irgengst. Það er ekki á hvers manns færi að búa til takt sem hefur slík áhrif á hlustandann. Nýsköpunin er til staðar í þessum bræðingi sem byggist þó fullmikið á endurtekningum. Þar fyrir utan er ein- ungis að finna flekklausa gleði á plötunni All in the Mind. Guðjón Bergmann Alanis Morrisette - Jagged Little Pill Ung reið kona Vart líður það ár núorðið að .ekki skjóti upp nýrri kven- kyns stórstjörnu á sviði rokktónlistar vestur í Banda- ríkjunum. Síðast var það Sheryl Crow og nú er það Al- anis Morrisette. Þessi rúmlega tvítuga stúlka frá Kanada hefur selt slík reiðarinnar býsn af plötu sinni Jagged Little Pill að annað eins hefur vart sést. Skýringin er hins vegar augljós þegar hlustað er á plötuna því hún fellur að ameríska markaðnum eins og flís við rass og höfðar greinilega til mjög breiðs hóps. Tónlistin er afsprengi hefð- bundins amerísks rokks en þó með eilítið hráum evrópskum keim, ekki síst í söng og túlkun, sem skapar plötunni um leið ákveðinn ferskleika og sérstöðu. Hér er á ferðinni ung reið stúlka sem af text- um að dæma hefur farið illa út úr samskiptum við hitt kynið og þessi biturð og beiskja kemur greinilega fram, bæði í textum og tónlist. Þar fyrir utan eru lögin flestöll í mjög háum gæðaflokki; einföld að allri uppbyggingu, melódísk og grípandi. Alanis Morrisette semur öll lögin sjálf ásamt Glen nokkrum Ballard en textarnir skrifast á hana eina. Að mínu mati eru textarnir drifkraftur plötunnar og spurning- in því sú hvort Alanis Morrisette lifir það af að láta sér renna reið- ina? Sigurður Þór Salvarsson Yoko Ono og IMA - Rising irk Yoko rýfur þögnina Það eru sennilega liðin um tíu ár siðan Yoko Ono sendi síðast frá sér plötu með nýju efni. Hún sagði í viðtali fyrir skemmstu að hún hefði verið hikandi að láta eitthvað frá sér fara en lét til leiðast fyrir suðið í Sean syni sínum og félögum hans í hljómsveitinni IMA. Stóru tíðindin við plötuna Rising eru hins vegar þau að Sean Ono Lennon er kominn í hljómsveit og hún hljómar bara ágætlega. Móð- ir hans er hins vegar á svipuðum nótum og hún hefur verið. Sumt sem hún lætur frá sér fara er alveg þokkalegt, svo sem lögin Warzo- ne og Whodunit, tvö fyrstu lög plötunnar. í öðrum lögum fremur gamla konan ýmiss konar gjörninga og lætur frá sér fara alls kyns hljóð misáheyrileg og þá reynir á hljómsveitina IMA að halda vísi- fingri hlustandans frá fjarstýringunni og hlaupa yfir viðkomandi lag. Margt sem Yoko Ono sendi frá sér á plötum í gamla daga og flokk- aðist til gjörninga frekar en hefðbundinnar tónlistar var einfaldlega hundleiðinlegt. í gjörningahamnum er hún á sömu nótum og fyrr og útkoman með svipuðum hætti. Ásgeir Tómasson Nýleg mynd af The Cardigans úr tímaritinu Q. Þar er farið fögrum orðum um hljómsveitina fyrir að fara ótroðnar slóð- ir í tónlist sinni. The Cardigans koma í heimsókn Sænska hljómsveitin The Cardig- ans, sem hefur setið í efsta sæti ís-. lenska listans undanfarnar vikur, er væntanleg í heimsókn hingað til lands. Ætlunin er, samkvæmt upp- lýsingum á heimasíðu hljómsveitar- innar, að halda tónleika bæði í Reykjavík og á Akureyri meðan á heimsókninni stendur. Þessi sænski kvintett hefur gert það gott víðar en í heimalandinu og á íslandi að undanfórnu. Hljóm- sveitin hefur til að mynda fengið hlýjar móttökur í Bretlandi og er ekki öllum gefið að ná þeim árangri. Þá er The Cardigans hátt skrifuð í Japan og hafa plötur hljómsveitar- innar selst í stórum upplögum þar i landi. Jafnframt á hljómsveitin tals- verðu fylgi að fagna á meginlandi Evrópu. Til að mynda hefur nokkuð verið fjallað um hana í Frakklandi að undanfórnu. Er frá Jönköping Hljómsveitin The Cardigans var stofnuð í Jönköping í Svíþjóð síðla árs 1992. Liðsfólkið er allt liðlega tvítugt að aldri: Bengt Lagerberg er trommu- og flautuleikari, Lasse Jo- hansson leikur á gítar og hljóm- borð, Magnus Sveningsson er bassa- leikari sveitarinnar, Nina Persson syngur og Peter Svensson spilar á gítar og semur öll lög hljómsveitar- innar. Hópurinn sér síðan í samein- ingu um textasmíðarnar. Eftir að tónlist hljómsveitarinnar fór að vekja athygli utan Svíþjóðar flutti hópurinn sig um set frá heimabænum í Mið-Svíþjóð til Mal- mö þaðan sem mun styttra er til umheimsins en frá Jönköping. Um heimabæinn segja þau annars í ný- legu viðtali við breska blaðið Melody Maker að þar sé lítið um að vera. Reyndar starfi þar 52 sértrúar- söfnuðir, allt frá grísk-katólskum rétttrúarsöfnuði til Votta Jehóva. Enda gangi bærinn undir uppnefn- inu Litla-Jerúsalem. Djass og popp The Cardigans sækir áhrif sín til sjöunda áratugarins rétt eins og Blur, Oasis og fjöldi annarra bre- skra hljómsveita sem hátt eru skrif- aðar um þessar mundir. Svíarnir eru hins vegar ekki undir áhrifum frá Kinks, Small Faces, Stones, Roy Wood og fleirum sem glöggt má greina í tónlist „Britpop" hljóm- sveitanna. The Cardigans blanda saman poppi og djassi og tekst með því móti að skapa tónlist sem fáir - ef nokkrir aðrir eru að fást við um þessar mundir. í fyrrnefndu viðtali í Melody Maker skýrir liðsfólk The Cardig- ans frá því hvernig það hefur orðið fyrir þessum áhrifum. Ástæðan er í stuttu máli sú að á sjöunda áratugn- um hættu margir sprenglærðir sænskir djassleikarar að spila djass og fóru í staðinn að semja og leika tónlist fyrir barnaþætti og kvik- myndir í sænsku sjónvarpi. Liðsfólk The Cardigans ólst upp við þessa sjónvarpsþætti og tónlistina í þeim og segist þar með hafa orðið fyrir varanlegum áhrifum. Afleiðingin er sú að breskir jafnaldrar fimmmenn- inganna í The Cardigans rokka af krafti í anda fyrirmynda sinna frá sjöunda áratugnum en hjá sænsku hljómsveitinni er sveiflan mest áberandi. Þá hefur hópurinn tekið ástfóstri við popptónlist sjöunda áratugarins og segist blanda þeim áhrifum saman við sænska barna- þáttadjassinn. Þau hafna hins vegar með öllu rokktónlist, segjast ekki vilja spila hana og raunar geti Nina Persson engan veginn sungið rokk. Til þess sé rödd hennar allt of mjúk og viðkvæm. Tvær plötur The Cardigans hefur sent frá sér tvær plötur í fullri lengd. Sú fyrri nefnist Emmerdale og kom út árið 1994. Þrjú lög af henni voru gefin út á smáskífum og vakti Rise And Shine einna mesta athygli. í fyrra kom platan Life út. Af henni er lagið Sick and Tired sem hefur verið í efsta sæti íslenska list- ans síðustu tvær vikur. Þar er einnig að finna lögin Carnival og Hey! Get out of My Way sem hafa vakið nokkra athygli. Jafnframt er þar að finna óvæntan ópus: Sabbath Bloddy Sabbath sem breska rokksveitin Black Sabbath sendi frá sér á áttunda áratugnum. The Car- digans segja í Melody Maker að þau séu ekki að gera grín að Sabbath og þeirri tegund tónlistar sem hún er þekktust fyrir heldur einungis að leyfa fólki að heyra að hægt er að nálgast laglínur með fleiri en einum hætti. - Já, og vinsældirnar í Japan: „Ég held að ástæðan fyrir því að við erum svona vinsæl í Japan sé ekki tónlistin okkar,“ segir Nina Persson. „Það er myndin af mér framan á Life. Japanskir krakkar vita hvað stíll er og þeir kunna að meta það sem sýnist vera ... full- komið!“ -ÁT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.