Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1996, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1996, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1996 23 Messur Árbæjarkirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Altarisganga. Kl. 20.30 Kvöldstund í kirkjunni með Taizé tónlist og söng á vegum Æskulýðsfélagsins og Kvenfélags Arbæjarsafnaðar. Veitinga- sala til styrktar líknarsjóði kirkjunnar. Prestarnir. Áskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kirkjubíllinn ekur. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigur- björnsson. Bessastaðakirkja: Guðsþjónusta kl. 14.00 með þátttöku skáta. Héraðsprestur messar. Sr. Bragi Friðriksson. Breiðholtskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Samkoma ungs fólks með hlutverk kl. 20. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Foreldrar hvattir til þátttöku með börn- unum. Guðsþjónusta kl. 14. Pálmi Matth- íasson. Digraneskirkja: Messa kl. 11. Altaris- ganga. Sunnudagaskóli kl. 11. Gunnar Sigurjónsson. Dómkirkjan: Messa kl. 11. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Barnastarf í safn- aðarheimilinu kl. 11 og í Vesturbæjar- skóla kl. 13. Messa kl. ,14.00. Altaris- ganga. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Kór Menntaskólans í Reykjavík syngur. Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 14.00. Baldur Gautur Baldursson guð- fræðinemi prédikar. Einar Sigurbjörnsson prófessor þjónar fyrir altari. Einsöngur Sigurður Steingrímsson. Félag fyrrver- andi sóknarpresta. Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Altarisganga. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Barnaguðsþjónusta á sama tíma í umsjón Ragnars Schram. Fríkirkjan í Reykjavík: Laugardag: flautuskólinn kl. 11. Sunnud.: guðsþjón- usta kl. 14.00. Sr. Lárus Halldórsson. Þriðjud.: kátir krakkar, barnastarf fyrir 8-12 ára í Safnaðarheimilinu. Cecil Har- aldsson. Gaulverjabæjarkirkja: Messa kl. 14.00. Grafarvogskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Umsjón hafa Hjörtur og Rúna. Barnaguðsþjónusta í Rimaskóla kl. 12.30. Guðsþjónusta kl. 14. Sigurður Skagfjörð syngur einsöng. Guðsþjónusta í Hjúkrunarheimilinu Eir kl. 15.45. Grensáskirkja: Barnasamkoma kl. 11. Messa kl. 14. Prestur sr. Halldór S. Grön- dal. Kammerkór ungs fólks í Grensáskirkju syngur. Stjórnandi Margrét Pálmadóttir. Hafnarfjarðarkirkja: Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón sr. Þórhildur Ólafs. Munið skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Sér- staklega tileinkuð 5 ára börnum sem er boðið í kirkju ásamt fjölskyldum sínum. Hallgrímskirkja: Fræðsluerindi kl. 10: Skírnin, trúin, náðin. Dr. Einar Sigur- björnsson. Barnasamkoma og messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Háteigskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Sr. Sigurjón Árni Eyj- ólfsson héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Hjallakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Aðal- safnaðarfundur Hjallasóknar verður hald- inn í safnaðarsal að lokinni guðsþjónustu kl. 12. Sóknarfólk hvatt til þátttöku. Barnaguðsþjónusta kl. 13 í umsjá sr. Bryndísar Möllu og Dóru Guðrúnar. Krist- ján Einar Þorvarðarson. Holtsprestakall í Önundarfirði: Barna- guðsþjónusta í Flateyrarkirkju kl. 11.15. Almenn guðsþjónusta í Holtskirkju kl. 14.00. Séra Gunnar Björnsson. Keflavíkurkirkja: Sunnudagaskóli kl. 11. árd. Munið skólabílinn. TJemendur út Tónlistarskóla Keflavíkur koma í heim- sókn í tilefni af opnum degi tónlistarskól- anna. Guðsþjónusta kl. 14. Skúli Svav- arsson kristniboði prédikar. Prestur Sig- fús Baldvin Ingvason. Kálfatjarnarsókn: Kirkjuskóli í Stóru- Vogaskóla laugardaginn 18. febrúar kl. 11.00 í umsjá sr. Bjarna, Sesselju og Franks. Sr. Bragi Friðriksson. Kópavogskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson hér- aðsprestur. Barnastarf í safnaðarheimil- jnu Borgum á sama tíma. Ægir Fr. Sigur- geirsson. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. Langholtskirkja, Kirkja Guðbrands bisk- ups: Messa kl. 11. Prestursr. Flóki Krist- insson. Almennur safnaðarsöngur. Sunnudagaskóli á sama tima. Laugarneskirkja: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14.00 í umsjá sr. Kjartans Arnar Sigurbjörnssonar. Fé- lagar úr Kór Laugarneskirkju syngja. Akst- ur til og frá kirkju. Ólafur Jóhannsson. Lágafellskirkja:Guðsþjónusta kl. 14.00. Sr. María Ágústsdóttir messar. Barnastarf í safnaðarheimilinu kl. 11.00. Jón Þor- steinsson. Neskirkja: Bamasamkoma kl. 11. Opið hús frá kl. 10. Munið kirkjubílinn. Sr. Frank M. Halldórsson. Guðsþjónusta kl. 11.00. (Ath. breyttan tíma.) Seljakirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Agúst Einarsson prédikar. Sóknarprestur. Seltjarnarneskirkja: Messa kl. 11. Kynn- ing á Gideonfélaginu. Gunnar Bjarnason, varaforseti Landssambands Gideonfé- laga, talar. Sr. Hildur Sigurðardóttir þjónar fyrir altari. Barnastarf á sama tíma. Stokkseyrarkirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Vídalínskirkja: Guðsþjónusta og sunnu- dagaskóli kl. 11.00. Héraðsprestur mess- ar. Hallfríður Ólafsdóttir leikur á flautu. Ingibjörg Hjartardóttir, höfundur verksins, ásamt leikurunum Margréti Vilhjálmsdóttur, Arna Pétri Guðjónssyni og Sóleyju Elíasdóttur. DV-mynd BG Höfundasmiðjan í Borgarleikhúsinu: Morð og matrígalar - eftir Ingibjörgu Hjartardóttur Þriðja sýning í Höfundasmiðju Leikfélags Reykjavíkur verður í Borgarleikhúsinu kl. 16 á morgun. Fluttur verður einþáttungurinn „Hvernig dó mamma þín?“ eftir Ingibjörgu Hjartardóttur. Leikendur eru þau Árni Pétur Guðjónsson, Margrét Vilhjálmsdótt- ir og Sóley Elíasdóttir. Söngurinn er fluttur af Tjarnarkvartettinum úr Svarfaðardal en hann skipa Hjör- leifur Hjartarson, Kristjana Arn- grímsdóttir, Kristján Eldjárn Hjart- arson og Rósa Kristín Baldursdótt- ur. Verkið segir frá atvinnurekanda sem auglýsir eftir starfskrafti. Það kemur til hans manneskja og hann ræðir við hana. Hörmungarnar sem hann gengur í gegnum í kjölfar ráðningarinnar stafa af því að hon- um er ekki ljóst eðli málsins, þ.e. hvað það er í hátterni þessa nýja starfskrafts sem ekki passar inn í myndina. Undir þessum harmleik hljóma matrígalasöngvar. Ingibjörg hefur skrifað leikrit bæði fyrir atvinnu- og áhugaleikhús og einnig nokkur útvarpsleikrit. Hún skrifaði mikið á árum áður fyr- ir leikfélagið Hugleik. Einnig hefur Ingibjörg samið handrit að fræðslu- myndum fyrir sjónvarp og íjölda pistla fyrir útvarp. Karlakór Reykjavíkur: Sönghátíð í Háskólabíói Sveinn Björnsson hefur haldiö hátt í fimmtíu einkasýningar. Myndin er úr myndasafni DV. Gallerí Regnbogans: Nýr frjóangi Sveins Sveinn Björnsson hefur opnað myndlistarsýningu í Galleríi Regn- bogans. Sveinn er fæddur að Skálum á Langanesi árið 1925. Hann lauk prófi frá Stýrimannaskóla íslands og síðar við Listaháskólann í Kaup- mannahöfn. Fyrsta einkasýning Sveins var haldin i Hafnarfirði 1952 og síðan hefur hann haldið hátt í fimmtíu einkasýningar hérlendis sem er- lendis, auk þess sem hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga. Verkin sem Sveinn sýnir nú í Galleríi Regnbogans vann hann í vinnustofu sinni í Krýsuvík á síð- astliðnu ári en eitt verkanna er frá þessu ári. Þau hafa ekki áður verið sýnd opinberlega en sjálfur telur Sveinn að í verkunum kristallist nýr frjóangi sem hann hafi hlúð að í listsköpun sinni á síðustu fjórum árum. í tilefni af 70 ára afmæli sínu heldur Karlakór Reykjavikur söng- hátíð í Háskólabíói á morgun kl. 16. Margir einsöngvarar og kórar munu heiðra Karlakór Reykjavíkur með söng sínum á hátíðinni. Einsöngvarar á tónleikunum eru Ásgeir Eiríksson, bassi (kórfélagi), Björk Jónsdóttir, sópran, Sieglinde Kahmann, sópran, Signý Sæmunds- dóttir, sópran, Sigrún Hjálmtýsdótt- ir, sópran, og Sigurður Björnsson, tenór. Auk Karlakórs Reykjavíkur og eldri félaga í kórnum koma fram Karlakórinn Fóstbræður, Kvenna- kór Reykjavíkur og Drengjakór Laugarneskirkju. Stjórnendur eru Friðrik S. Kristinsson, Páll P. Páls- Danska barna- og unglingamynd- in Ballerup Boulevard verður sýnd í Norræna húsinu á sunnudaginn kl. 14. Þetta er mynd sem fjallar um Pin- ky, sem er 14 ára, og vinkonur hennar, Janni og Evu, og hljóm- sveitina þeirra, Ballerup Boulevard. Pinky hefur lifað áhyggjulausu lífi son, Árni Harðarson og Margrét Pálmadóttir. Sem dæmi um efnisskrána má nefna að Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur Draumalandið eftir Sigfús Einarsson og fslandslag eftir Björg- vin Guðmundsson. Ásgeir Eiríksson syngur Nótt eftir Árna Thorsteins- son og Sieglinde Kahmann syngur „Wien, du Stadt meiner Tráume“ eftir Sieczynski. Karlakór Reykjavíkur og Fóst- bræður syngja saman Brennið þið vitar eftir Pál ísólfsson og Karlakór- inn og eldri félagar enda tónleikana með hressilegum karlakórslögum eins og Þér landnemar eftir Sigurð Þórðarson, stofnanda Karlakórs Reykjavíkur. og verið miðpunkturinn í hópnum, þar til foreldrar hennar lenda í fjár- hagslegum hremmingum. Allt í einu er hún út undan í vinahópnum og þá eru góð ráð dýr. Myndin, sem er með dönsku tali, er 80 mínútur að lengd. Aðgangur er ókeypis. Kvikmyndasýning fyrir börn og unglinga ými Iþróttir 1. deild karla í handknattleik Föstudagur: ÍBV-Haukar 20.00 Sunnudagur: KR-Afturelding 20.00 FH-Vík- ingur 20.00 KA-Selfoss 20.00 ÍR-Valur 20.00 Grótta-Stjarnan 20.00 1. deild kvenna: Laugardagur: Stjarnan-IBV 16.00 Víking- ur-Haukar 16.00 Fylkir-KR 16.00 Sunnudagur: FH-Fram 18.15 Körfuknattleikur: Ekkert er leikið í úrvalsdeild- inni um helgina en þess í stað verður stjörnuleikur í Smáran- um í Kópavogi og hefst hann klukkan 16.00. Bíósalur MÍR: Dersú Úsala Á sunnudaginn kl. 16 verður kvikmyndin Dersú Úsala sýnd í bíósalnum að Vatnsstíg 10. Mynd þessi er byggð á ritum V. Arsenjevs, sem kannaði m.a. frumskóga Austur-Síberíu. í einni af rannsóknarferðum sín- um á þessum slóðum kynntist Arsenjev Dersú Úsala sem frá er sagt í myndinni. Myndin var gerð á sjötta ára- tugnum í Sovétríkjunum, löngu áður en hinn frægi japanski leik- stjóri, Kúrosawa, vann þar að sinni víðfrægu mynd um Dersú Úsala. Það er mjög fróðlegt fyrir áhugamenn um kvikmyndir að bera þessar tvær myndir saman. Vísindahyggja og vísindatrú Fyrirlestraröðin um vísinda- hyggju og vísindatrú heldur áfram í sal 3 í Háskólabíó kl. 14 á morgun. Að þessu sinni flytur Einar H. Guðmundsson, dósent í stjarneðlisfræði, fyrirlestur sem ber yfirskriftina „Heimsmynd stjarnvísinda: Sannleikur eða skáldskápur?“. Skíðaganga FÍ Á sunnudagmn kl. 10.30 verð- ur Ferðafélag íslands með skíða- göngu kringum Skarðsmýrafjall. Ekið er að Kolviðarhóli og geng- ið þaðan. Á sunnudaginn verður einnig ferð að Gullfossi í klaka- böndum og þar verður litast um og einnig í Haukadal. Kl. 13 á sunnudaginn eru svo tvær ferðir: Gönguferð um Laka- hnúka og Eldborgir, sunnan Hveradala, og einnig skíðaganga um Lakastíg. Þrívíð verk í Nýlista- safninu Á sunnudaginn lýkur sýning- um Sigriðar Hrafnkelsdótur, Hlyns Helgasonar, Lothar Pöpp- erl og Gallerís Gúlp í Nýlista- safninu. Sigríður sýnir þrívíð verk i neðsta sal safnsins, unnin með blandaðri tækni. Hún lauk fram- haldsnámi í myndlist frá Lista- akademíunni í Dússeldorf árið 1992. Þetta er önnur einkasýning Sigríðar en hún hefur einnig tek- ið þátt í samsýningum erlendis. Hlynur sýnir rýmisverk í efri sölum safnsins og eitt verka ut- andyra en þetta er fimmta einka- sýning hans. Lothar Pöpperl, þýskur myndlistarmaður, sýnir málverk í forsal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.