Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1996, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 1. MARS 1996
21
DANSSTAÐIR
Áslákur
Mosfellsbæ
Einar Jónsson leikur föstud,- og
laugardagskvöld.
Borgarkjallarinn
(áður Amma Lú)
25 ára aldurstakmark og snyrtilegur
klæðnaður. Föstudagskvöldið 1.
mars. Hljómsveitin Hunang leikur
fyrir dansi.
Café Amsterdam
Föstudagskvöld Snæfríður og Stubb-
arnir, írsk og íslensk tónlist. Laugar-
dagskvöld leika Paparnir.
Café Oscar
í Miðbæ, Hafnarfirði
Lifandi tónlist föstudags- og laugar-
dagskvöld.
Danshúsið
Glæsibæ
Gömlu og nýju dansarnir með
Hljómsveit Hjördísar Geirs föstu-
dagskvöld. Stórdansleikur með Lúdó
og Stefáni laugardagskvöld.
Duus-hús
v/Fischersund, s. 551-4446
Opið kl. 18-1 v.d., 18-3 föstud. og
laugard.
Feiti dveraurinn
FöstudagskvöTdið 1. mars leikur
hljómsveitin Seinna. Laugard. 2.
mars ieikur hljómsveitin Texas Two
Step kántrítónlist og hressa rokktón-
list.
Fógetinn
Lifa'ndi tónlist föstudags- og laugar-
dagskvöld.
Gaukur og Stöng
Hljómsveitin Sixties leikur á föstu-
dagskvöldið.
Garðakráin
Garðabæ
Hljómsveitin Klappað og klárt leikur
fyrir dansi föstudags- og laugardags-
kvöld. Hljómsveitin Sleipa Anna Vil-
hjálms, Garðar Karlsson og Geir
Smart. Leikin verða lög meðal ann-
ars eftir Frank Sinatra og Connie
Francis o.fl. Óskalög verða leikin.
Gullöldin Café-bar
Hverafold 1-5
Mánud.-fimmtud. kl. 18.00-23.30,
föstud. kl. 18.00-2.00, laugard. kl.
16.00-2.00, sunnud. 16.00-23.30.
Heiðar Jónsson snyrtir skemmtir
gestum laugardagskvöldið 2. mars
frá kl. 21.00.
Gjáin
Selfossi
Hljómsveitin Kirsuber leikur föstud.
I. mars. Hljómsveitin lofar dúndr-
andi stemningu bæði kvöldin.
H.B. bar
Vestmannaeyjum
Föstudagskvöld 1-3. Hljómsveitin
Skítamórall leikur.
Höfðinn
Vestmannaeyjum
Laugardagskvöld 2-3. Hljómsveitin
Skítamórall leikur.
Hafnarkráin
Lifandi tónlist á hverju kvöldi.
Hitt húsið
Föstudaginn 1. mars spilar K.K.
ásamt Ellen Kristjánsdóttur á síðdeg-
istónleikum. Tónleikarnir hefjast kl.
17.00 og eins og vanalega er heitt á
könnunni. Aðgangur ókeypis.
Hótel ísland
Föstudagur 1. mars, lokað vegna
einkasamkvæmis í Aðalsal. Laugar-
dagskvöld: „Bítlakvöld" Rásar 2,
Skífunnar og Hótei fslands.
Bítlastemning í hámarki. Húsið opn-
að kl. 22. Laugardagskvöld: „Bítlaár—
in 1960-1970 - Áratugur æskunn-
ar". í Ásbyrgi skemmtir Spánverjinn
Gabriel Garcia San Salvador.
Sunnud. 3. mars, „Hár og fegurð".
Árleg stóglæsileg hársýning frá kl.
II. 00 til 01.00. .
Hótel Saga
Skemmtidagskrá með Borgardætr-
um og að lokum dansleikur með
hljómsveitinni Saga Klass. Mímisbar.
Ragnar Bjarnasson og Stefán Jökuls-
son sjá um fjörið föstudags- og laug-
ardagskvöld.
Inghólí
Seffossi
Hljómsveitin Sizties leikur laugar-
dagskvöld.
Kaffi Reykjavík
Föstud. og láugard. Danssveitin KOS
og Eva Ásrún. Sunnudagskvöld. „So
What", dægurlög og jass. Mánudag-
ur 4. mars. Blues Express.
LA-Café
Laugavégi 45, s. 562-6120
Um helgina: Matur kl. 18-22.30 með
léttri tónlist, síðan diskótek til kl. 3.
Hátt aldurstakmark.
Ingólfscafé
Diskótek föstudags- og laugardags-
kvöid.
Jazzbarinn
Lifandi tónlist föstudags- og laugar-
dagskvöld.
Leikhúskjallarinn
Diskótek um helgina.
Naustkjallarinn
Lifandi tónlist um helgina.
Stjórnin
á Akur-
eyri
Hljómsveitin Stjórnin verður á diskóballi á
veitingahúsinu 1929 á Akureyri á laugardags-
kvöldið. Sama kvöld mun gítarleikarinn Frið-
rik Karlsson kveðja hljómsveitina þar sem
hann er á förum til London á vit ævintýra og
annarra verkefna.
Stjórnin sendi frá sér í síðustu viku lagið Ég
gef þér allt mitt líf eftir Jóhann G. Jóhannsson
og setti það í nýjan búning með aðstoð Mána
Svavarssonar. Stjórnin er einnig að undirbúa
útgáfu á fleiri nýjum lögum. Nýr gítarleikari
mun taka við stöðu Friðriks og verður það op-
inberað í næstu viku.
Friörik Karlsson yfir-
gefur Stjórnina en
leyndardómur hvílir
yfir því hver tekur við
af honum.
Kassagít-
ararokk
á Blús-
barnum
Kassagítararokkdúettinn The X-
Youth hélt uppi stemningu á Blús-
barnum á fimmtudagskvöld og á
Tveimur vinum á föstudags- og
sunnudagskvöld. Dúettinn leikur
rokktónlist úr öllum áttum. Sveinn
Kjartansson (Denni) leikur á gítar
og syngur bakrödd og Finnbogi M.
Ólafsson leikur á gítar og syngur.
Strákarnir eru nýbyrjaðir að spila
saman og hafa aðailega leikið á
Blúsbarnum.
Heiðar
Jónsson á
Gullöldinni
Heiðar Jónsson snyrtir skemmtir
gestum Gullaldarinnar á laugar-
dagskvöld frá kl. 21. Hann ræðir
meðal annars um samskipti kynj-
anna eins og honum einum er lagið.
Að skemmtun hans lokinni verða
leiknir gullaldartónar til kl. 2. Á
föstudag leikur hljómsveitin Einn
og yfirgefinn fyrir dansi.
Heiðar Jónsson.
Denni og Finni
Páll
Óskar
✓
í
Tungl-
inu
Popparinn vinsæli, Páll
Óskar Hjálmtýsson, hefur
lítið látið sjá sig í Reykja-
vík að skemmta undanfarn-
ar helgar. Hann hefur mest-
megnis látið landsbyggðina
njóta hæfileika sinna. Nú
ætlar hann að bæta úr því
og verður plötusnúður í
Tunglinu á laugardags-
kvöld. Hann ætlar ekki að
láta sér það nægja heldur
stökkva á svið þegar líður á
kvöldið. Gestur Páls Óskars
verður indverska prinsess-
an Leoncie.
Páll Óskar treður upp eins og honum einum
er lagið á laugardagskvöid í Tunglinu.
Hótel Saga:
Borgardætur
steppa
Á laugardagskvöld verður létt
stemning og mikið stuð í Súlna-
sal Hótel Sögu þegar hinar óvið-
jafnanlegu Borgardætur flytja
mörg vinsælustu laga sinna.
Þær frumsýndu við góðar undir-
tektir um síðustu helgi. Andrea
Gylfadóttir kom áhorfendum á
óvart með því að leika á fiðlu og
stelpurnar steppuðu af innlifun.
Með þeim koma fram Ragnar
Bjarnason og stórhljómsveit
undir stjórn Eyþórs Gunnars-
sonar. Ragnar Bjarnason og
Stefán Jökulsson sjá um fjörið á
Mímisbar.
Sixties
á Inghóli og
Gauknum
Sixties kemur fram í fyrsta
skipti eftir langt vetrarfrí nú
um helgina. Á fóstudagskvöldið
verða þeir félagar á Gauk á
Stöngh. Einnig verður haldið
mikið bítlaball á Inghóli á Sel-
fossi á laugardagskvöldið. Sama
kvöld verður snyrtivörukynn-
ing, tískuvörukynning og stúlk-
ur úr fegurðarsamkeppninni
Ungfrú Suðurland. Þess má geta
að félagar úr Sixties fara í hljóð-
ver í byrjun næstu viku tO þess
að hljóðrita nýja plötu sem kem-
ur út í sumar.
Sól Dögg
á Gjánni
Hljómsveitin Sól Dögg leikur
næstkomandi laugardagskvöld á
Gjánni á Selfossi. Hljómsveitin
sendi nýverið frá sér frumsamið
lag sem verið er að dreifa á út-
varpsstöðvar. Það heitir Loft en
hljómsveitin á töluvert af frum-
sömdu efni á lager. Gestir Gjár-
innar eiga von á að heyra frum-
flutning Lofts á Austurlandi.
Hátíð
á Óðali
MikO hátíð verður haldin á
skemmtistaðnum Óðali við
Austurvöll á fóstudag og laugar-
dag frá kl. 15-21. Þar verða fríar
veitingar í boði nokkurra inn-
flytjenda. Lifandi tónlist verður
síðan bæði kvöldin.
Hitt húsið:
KK og Ellen
á síðdegistón-
leikum
í kvöld leikur Kristján Krist-
jánsson, KK, ásamt systur sinni
EOen Kristjánsdóttur á síðdegis-
tónleikum í Hinu húsinu. Tón-
leikarnir hefjast kl. 17 og er að-
gangur ókeypis.
Lifandi tónlist
á Kaffi
Reykjavík
Á Kaffi Reykjavík er boðið
upp á lifandi tónlist aOa daga. Á
föstudags- og laugardagskvöld
leikur danssveitin KOS og Eva
Ásrún. á sunnudagskvöld leikur
síðan hljómsveitin So What
dægurlög og jass.
Hunang í
Borgar-
kjallaranum
Á föstudagskvöld leikur
hljómsveitin Hunang fyrir dansi
í Borgarkjallaranum, áður
Ömmu lú. Á laugardagskvöld
verður síðan einkasamkvæmi í
BorgarkjaUaranum.