Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1996, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 1. MARS 1996
23
Messur
Árbæjarkirkja: Barnaguðsþjónusta kl.
11. Æskulýðsguðsþjónusta kl. 14 í umsjá
félaga í æskulýðsfélagi kirkjunnar. Sr. Þór
Hauksson þjónar fyrir altari.
Áskirkja: Guðsþjónusta á æskulýðsdag-
inn kl. 11.00. Félagar úr æskulýðsfélag-
inu Ásmegin aðstoða. Hans Hafsteinsson
guðfræðinemi prédikar. Léttur hádegis-
verður í safnaðarheimilinu eftir messu.
Breiðholtskirkja: Barnaguðsþjónusta kl.
11. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14. Barna-
kórinn syngur. Kaffisala kirkjukórsins eftir
guðsþjónustuna. Samkoma ungs fólks
með hlutverk kl. 20.00 Gísli Jónasson.
Bústaðakirkja: Barnaguðsþjónusta kl.
11. Foreldrar hvattir til þátttöku með börn-
unum. Æskulýðs- og fjölskylduguðsþjón-
usta kl. 14.00. Pálmi Matthíasson.
Digraneskirkja: Messa kl. 11.00. Altaris-
ganga. Sunnudagaskóli kl. 11.00. Léttur
hádegisverður eftir messu. Gunnar Sigur-
jónsson.
Dómkirkjan: Æskulýðsmessa kl. 11.00.
Prestur sr. María Ágústsd. Gradualekór-
inn syngur. Messa kl. 14. Ftæðumaður frú
Salóme Þorkelsd., fyrrum forseti Alþingis.
Eyrarbakkakirkja: Messa kl. 14.00.
Fella- og Hólakirkja: Æskulýðsguðs-
þjónusta kl. 11.00. Börn og unglingarsjá
um ritningarlestur, pédikun og bæn.
Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson.
Veitingar eftir guðsþjónustuna. Prestarnir.
Fríkirkjan í Reykjavik: Laugardagur:
Flautuskólinn kl. 11. Sunnudagur: Guðs-
þjónusta. í tilefni 90 ára afmælis kvenfé-
lags safnaðarins mun fyrrum formaður,
Auður Guðjónsd., prédika og félagskonur
annast ritningarlestur. Þriðjudagur: Kátir
krakkar kl. 16.00, starf fyrir börn 8-12
ára. Cecil Haraldsson.
Garðakirkja: Guðsþjónusta kl. 14.00.
Kór Fjölbrautaskólans í Garðabæ syngur.
Brynjúlfur Jónatansson flytur ræðu. Hér-
aðsprestur þjónar fyrir altari.
Grafarvogskirkja: Barnaguðsþjónusta
kl. 11. Umsjón hafa Hjörtur og Rúna.
Barnaguðsþjónusta í Rimaskóla kl. 12.30
f umsjón Jóhanns og Ólafs. Æskulýðs-
guðsþjónusta kl. 14. Félagar úr æsku-
lýðsfélagi kirkjunnar aðstoða við guðs-
þjónustuna. Prestarnir.
Grensáskirkja: Fjölskyldumessa kl.
11.00. Barnakór Grensáskirkju syngur.
Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Æskulýðs-
messa kl. 14.00.
Hallgrímskirkja: Fræðsluerindi kl. 10.
Bænin - samfylgd Guðs og manns. Dr.
Sigurbjörn Einarsson biskup. Æskulýðs-
dagurinn. Bamasamkoma og messa kl.
11.00. Sr. Karl Sigurbjörnsson.
Hjallakirkja: Æskulýðsþjónusta kl. 11.00.
Unglingar úr Æskulýðsstarfinu og ferm-
ingarbörn taka virkan þátt í guðsþjónust-
unni. Barnaguðsþjónusta kl. 13. Bryndís
Malla Elídóttir.
Háteigskirkja: Barnaguðsþjónusta kl.
11. Æskulýðsmessa kl. 14.00. Unglingar
koma fram í tónlist og ræðu. Sr. Helga
Soffía Konráðsdóttir.
Innri-Njarðvíkurkirkja: Sunnudagaskóli
sunnudaginn 3. mars kl. 13.00.
Keflavíkurkirkja: Æskulýðsdagurinn:
Sunnudagaskóli kl. 11.00. Poppmessa kl.
14.00. Iris Kristjánsdóttir guðfræðinemi
pédikar. Prestur Sigfús Baldvin Ingvason.
Kópavogskirkja: Æskulýðs- og fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 11.00. Börn úr
barna- og æskulýðsstarfi taka þátt í guðs-
þjónustunni. Dóra Guðrún Guðmunds-
dóttir guðfræðinemi prédikar. Ægir Fr.
Sigurgeirsson.
Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Karl
Sigurbjörnsson.
Langholtskirkja, Kirkja Guðbrands bisk-
ups: Messa kl. 11. Prestur sr. Flóki Krist-
insson. Almennur safnaðarsöngur.
Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjá
Báru Friðriksdóttur og Sóleyjar Stefáns-
dóttur. Kaffisopi eftir messu.
Laugarneskirkja: Guðþjónusta kl. 11
með þátttöku unglinga. Barnastarf á
sama tíma. Félagar úr kór Laugarnes-
kirkju syngja. Ólafur Jóhannsson.
Neskirkja: Barnasamkoma kl. 11. Opið
hús frá kl. 10. Munið kirkjubilinn. Sr.
Frank M. Halldórsson. Guðsþjónusta kl.
14. Sr. Halldór Reynisson.
Seljakirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Guðsþjónusta kl. 14. Unglingar úr æsku-
lýðsstarfinu flytja bænir. Sr. Agúst Einars-
son prédikar. Kökubasar Kvenfélags Sel-
jakirkju eftir guðsþjónustuna. Guðsþjón-
usta í Seljahlíð laugard. kl. 11.00. Sr.
Ágúst Einarsson prédikar. Sóknarprestur.
Seltjarnarneskirkja: Æskulýðs- og fjöl-
skylduguðþjónusta kl. 11.00. Börn og
unglingar sjá um messuna. Prestur sr.
Hildur Sigurðardóttir.
Stokkseyrarkirkja: Barnaguðsþjónusta
kl. 11.00.
Vídalínskirkja: Barna- og fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 11.00. Skólakór
Garðabæjar (yngri deild) syngur. Stúlkur
úr KFUK- starfinu syngja, lesa bænir og
sjá um helgileik. Héraðsprestur þjónar
fyrir altari.
Poppmessa kl. 20.30. Hljómsveitin Pré-
látar. Sóknarprestur Vestmannaeyinga
prédikar. Héraðsprestur þjónar fyrir altari.
Ytri-Njarðvíkurkirkja: Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 14.00. Æskulýðsdagur þjóð-
kirkjunnar. Sunnudagaskóli kl. 12. Baldur
Rafn Sigurðsson.
Magnús Scheving og Anna Sigurðardóttir fögnuðu sigri á íslandsmótinu í þolfimi á síðasta ári.
DV-mynd JAK
Laugardalshöll á sunnudag:
íslandsmótið í þolfimi
íslandsmótið í þolfimi verður
haldið í Laugardalshöll á sunnudag-
inn. Unglingameistaramótið hefst
kl. 15.30 en keppt verður í flokki ein-
staklinga, tvenndarkeppni og í þrí-
menningi. Um kvöldið, kl. 20, taka
hinir eldri við og reyna með sér í
þolfiminni en þess má geta aö fjöldi
nýrra keppenda mætir til leiks í
karlaflokki.
Á sunnudagskvöldið verður jafn-
framt boðið upp á fjölda skemmtiat-
Dekurdagar á
Akureyri
Dekurdagar er yfirskrift dagskrár
sem verður á Akureyri 1.-10. mars
en með þeim er verið að hrinda af
stað skíðatímabili norðanmanna.
Margt verður í boði en nefna má að
í Hlíðarfjalli hafa verið útbúnar sér-
stakar brautir fyrir snjóbrettafólk
og efnt verður til móts fyrir þau,
sem og skíðagöngufólk, smáfólkið
fær leikjagarð, skautadiskó og
hokkíkeppni verður á skautasvell-
inu. Þá verða ferðir fyrir vélsleða-
menn og haldinn verður jeppadagur
fjölskyldunnar að ógleymdri sýn-
ingu á helstu fjallajeppum Eyja-
fjaröar.
Girnd og Glampar
Af listviðburðum er af nógu aö
taka. LA er með aukasýningu á
Sporvágninum Girnd, Freyvangs-
leikhúsið frumsýnir Sumar á Sýr-
landi og Saumastofan verður frum-
sýnd að Melum í Hörgárdal. Þá mun
leikhópur Verkmenntaskólans á
Akureyri ásamt hljómsveitinni
Glömpum syngja og leika einþát-
tungana Málum blandið og á vegum
kirkjuviku verður í Akureyrar-
kirkju einnig leikið leikritið Heim-
ur Guðríðar.
Miðnætursund
Þá hefjast á morgun tvær mynd-
listarsýningar í Listasafni Akureyr-
ar. í austur- og miðsal verður sýn-
ing á landslagsljósmyndum ljós-
myndarans og bókagerðarmannsins
Guðmundar P. Ólafssonar. Og í
vestursal verður hin umdeilda sýn-
ing á verkum rússnesku listamann-
anna Komar og Melamid. Sama dag
opnar Aðalsteinn Svanur myndlist-
arsýningu á Café Karólínu og Már
Magnússon heldur tónleika í Deigl-
unni.
í kvöld er svo boðið upp á mið-
nætursund í Sundlaug Akureyrar,
svo að fátt eitt sé nefnt.
riða. Unglingameistararnir sýna
sigurrútínu sína, keppendur í Feg-
urðarsamkeppni Reykjavíkur sýna
sportfatnað, danssnillingar sýna
spánska dansa og hópdans, íslands-
meistarar í frjálsum dönsum koma
fram, fimleikameistarar sýna fim-
leikaflipp, Norðurlanda- og íslands-
meistarar í japönskum bardagalist-
um berjast og aflmeistarar takast á.
Einn af hápunktum kvöldsins verð-
ur þó vafalaust þegar þrefaldur
Skrúfudagurinn verður haldinn
hátíðlegur í Vélskóla íslands á
morgun frá kl. 13-16.30.
Þá gefst áhugasömum kostur á aö
kynnast nokkrum þáttum skóla-
starfsins.
Nemendur verða við störf í verk-
legum deildum og veita upplýsingar
um kennslutækin og skýra gang
þeirra.
Á bókasafni Sjómannaskólans
verður sýning á bókum sem tengj-
ast störfum vélstjóra og björgunar-
Tónlistarmaðurinn KK verður
með síðdegistónleika í Hinu húsinu
í dag kl. 17. Tónleikamir eru í
tengslum við umferðaþemamánuð
Bifreiðatryggingafélaganna og Hins
hússins.
Veittar verða viðurkenningar fyr-
ir bestu tillögumar í samkeppni um
heimsmeistari kvenna 1995, Carmen
Valderas frá Spáni, sýnir sigur-
rútínu sína.
Carmen Valderas verður enn
fremur með tvo þolfimitíma í Laug-
ardalshöll sem hefjast á morgun kl.
13. Sá fyrri verður þolfimi-mix að
hennar hætti en í þeim seinni verð-
ur boðið upp á salsa-þolfimi að
hætti Suður- Ameríkubúa.
þyrla Varnarliðsins mun verða til
sýnis við skólann.
Sjóminjasafnið
Þá verður í Sjóminjasafni íslands
í Hafnarfirði kynning á Vélskóla ís-
lands næstu tvær helgar.
Til sýnis verða ýmsir smíðagripir
nemenda, kennslutæki og vélar,
auk myndbands um starfsemi skól-
ans sem sýnt verður á efstu hæð
safnsins.
áhrifaríka setningu tengda umferð-
armálum og ungur ökumaður fjallar
um hætturnar í umferðinni. Þá
verður rætt við sjúkraflutninga-
menn um störf þeirra og munu þeir
m.a. klippa bíl í sundur og sýna
hvemig fólki er bjargað úr bílflaki.
íþróttir
um helgina
Handbolti
Heil umferð fer fram í Nis-
sandeildinni í handknattleik á
sunnudagskvöld. KR leikur gegn
ÍBV í Laugardalshöll, FH á
heimaleik gegn Gróttu í Hafnar-
firði, KA mætir Víkingi á Akur-
eyri, Selfoss og Haukar eigast
við á Selfossi, ÍR leikur gegn
Stjörnunni i Seljaskóla og loks
leika Valur og Afturelding að
Hlíðarenda. Allir leikimir hefj-
ast klukkkan átta.
Körfubolti
Ekkert verður leikið í úrvals-
deildinni um helgina. Þrír leikir
fara fram í 1. deild kvenna á
fóstudagskvöld. Þá leika ÍA og
ÍR, KR og ÍS og Tindastóll og
Njarðvík. Allir leikirnir hefjast
klukkan átta. Fjórir leikir eru á
dagskrá í 1. deild karla. Höttur
og Reynir, Sandgerði, leika á Eg-
ilsstöðum á laugardag klukkan
tvö, og sama dag leika ÍS og KFÍ
í Fagaskóla klukkan hálffimm
og Selfoss og Snæfell mætast á
Selfossi klukkan fjögur. Á
sunnudag leika Leiknir, Reykja-
vík, og Þór, Þorlákshöfn, klukk-
an átta.
Fyrirlestraröð
Animu:
Brot úr frum-
speki mið-
taugakerfisins
Þorvaldur Sverrisson, M.A. í vís-
indaheimspeki, heldur fyrirlestur í
sal 2 í Háskólabíói kl. 14 á morgun.
Fyrirlesturinn, sem ber yfirskrift-
ina „Brot úr frumspeki miðtauga-
keifisins", er liður í fyrirlestraröð
sem Anima, félag sálfræðinema,
stendur fyrir um vísindahyggju og
vísindatrú.
í kynningu um fyrirlestur Þor-
valds Sverrissonar segir m.a. þetta:
„Vísindaleg sálfræði í nútímaskiln-
ingi varð til ekki löngu fyrir síðustu
aldamót. Frumherjar þessara vís-
inda höfðu allgóðar ástæður til að
ætla að ráðgátan um eðli hugsunar,
þekkingar og tilfinninga, um anda
og efni og um líf og dauða, væri
loksins innan seilingar raunvísind-
anna.“
Sunnudags-
tónleikar
í Óperunni
Páll Jóhannesson óperusöngvari,
sem er fastráðinn í Konunglegu Óp-
erunni í Stokkhólmi, og Ólafur
Vignir Albertsson píanóleikari
halda tónleika í Óperunni á sunnu-
daginn kl. 17. Á efnisskránni eru
m.a. verk eftir Pál Isólfsson, Karl O.
Runólfsson, F.P. Tosti, G. Caccini,
Franz LeHar og Verdi.
Tónlist í
grátónum
Einar Óli Einarsson heldur ljós-
myndasýningu í Ljósmyndamið-
stöðinni Myndás, Laugarásvegi 1,
2.-22.mars. Þar sýnir hann tónleika-
myndir frá síðustu fimm árum.
Myndimar eru af innlendum og er-
lendum tónlistarmönnum, þekktum
óg minna þekktum listamönnum.
Emar Óli stundaði nám í ljós-
myndun við Bournemouth and
Poole College of Art and Design og
útskrifaðist þaðan 1995.
Árlegur kynningar- og nemendamótsdagur Vélskólans er á morgun
Skrúfudagurinn:
Kynning á Vélskóla íslands
KK í Hinu húsinu