Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1996, Page 5
24
MÁNUDAGUR 25. MARS 1996
MÁNUDAGUR 25. MARS 1996
25
Iþróttir
Handbolti - 2. deild:
Fram vantar
eitt stig enn
Fram vantar nú aðeins eitt
stig til að tryggja sér sæti í 1.
deild karla í handknattleik að
ári eftir stórsigur á Breiðabliki,
16-30, í úrslitakeppni 2. deildar í
Smáranum á laugardaginn.
Jón Andri Finnsson skoraði 9
mörk fyrir Fram, Jón Þórir
Jónsson 7 og Oleg Titov 6. Hjá
Blikum var Örvar Amgrímsson
markahæstur með 5 mörk.
Óskar Elvar skoraði 17
mörk fyrir HK
Nær öruggt er að HK fylgi
Fram upp en liðið vann öruggan
sigur á ÍH í Hafnarflrði, 21-33.
Þar var staðan 7-13 í hálfleik.
Óskar Elvar Óskarsson, fyrirliði
HK, fór hamforum í leiknum og
skoraði 17 af mörkum Kópa-
vogsliðsins og Gunnleifur Gunn-
leifsson kom næstur með 5
mörk.
Staðan í úrslitakeppninni:
Fram 6 4 2 0 174-115 14
HK 6 5 0 1 178-126 12
Þór A. 7 2 2 3 156-172 7
Fylkir 6 2 2 2 145-138 6
Breiðablik 7 1 2 4 145-191 4
ÍH 6105 111-167 2
-GH/VS
Panasorac
Ferðatæki RXDS1S
Ferðatæki með
geislaspilara, 40W
magnara, kassettutæki,
og útvarpi.
JAPISS
BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI
M Körfubolti kvenna:
Oruggur sigur
Keflvíkinga
- unnu KR í fyrsta úrslitaleiknum, 70-58
DV, Suðurnesjum:
Keflavík vann öruggan sigur á
KR í fyrsta úrslitaleik liðanna um
Islandsmeistaratitil kvenna í
körfuknattleik sem fram fór í Kefla-
vík í gær, 70-58. Staðan í hálfleik
var 41-31, Keflavík í hag. Heima-
stúlkur fóru hamfórum í byrjun síð-
ari hálfleiks og um hann miðjan var
staðan orðin 61-35 og úrslitin ráðin.
„Við spiluðum mjög vel, góða
vöm og hittum vel. Þá náðum við að
stöðva þeirra bestu leikmenn. Við
gáfum aðeins eftir i síðari hálfleik
en þetta var aldrei spurning. Ég á
von á þeim sterkari í næsta leik,“
sagði Anna María Sveinsdóttir, fyr-
irliði Keflavíkur, við DV en hún átti
stórleik í gær.
„Við vorum ekki tilbúnar í byrj-
un og voram að komast í gang allan
leikinn. Þær slógu okkur út af lag-
inu með þriggja stiga körfum,“
sagði Helga Þorvaldsdóttir, fyrirliði
KR, við DV.
Keflavíkurstúlkurnar spiluðu
geysilega vel. Veronica Cook og
Anna María áttu frábæran leik og
þær Björg Hafsteinsdóttir, Erla Þor-
steinsdóttir og Erla Reynisdóttir
spiluðu allar vel. Hjá KR var Helga
Árnadóttir einna best en hún sýndi
góða baráttu eftir að hún fékk tæki-
færi í seinni hálfleik.
Stig Keflavíkur: Cook 31, Anna
María 25, Erla R. 8, Björg 3, Erla Þ.
3.
Stig KR: Rupe 15, Guðbjörg 9,
Helga Þ. 8, Kristín 8, Kolbrún 7,
María 6, Helga Á. 5.
-ÆMK
Undanúrslitin í handbolta kvenna:
Haukastúlkur
stefna í úrslit
- unnu Fram í Safamýrinni, 13-17
„Við gerðum það sem fyrir okkur
var lagt og uppskárum samkvæmt
því. Við lékum sterka vörn fyrstu 20
mínútumar og unnum á henni og
frábærri liðsheild. Við ætlum að
mæta ákveðnar til leiks gegn þeim í
Hafnarfirði og reynum að klára
dæmið þá,“ sagði Hulda Bjamadótt-
ir, leikmaður Hauka, eftir að Hafn-
arfjarðarliöið hafði unnið öruggan
sigur á Fram, 13-17, í fyrsta leik liö-
anna í úrslitakeppni íslandsmóts
kvenna í handbolta í Safamýri í
gær.
Haukar standa vel að vigi eftir
þennan sigur á stórveldinu Fram en
Haukar hafa aldrei leikið til úrslita
í íslandsmótinu.
Haukamir voru miklu sterkari í
upphafi leiksins og léku þá mjög öfl-
uga vöm sem Framarar áttu í mikl-
um vandræðum með. Framarar
skomðu aðeins eitt mark fyrstu 19
mínútur leiksins og segir það sína
sögu. Haukar náðu að komast í 1-7
en Framstúlkur tóku þá aðeins við
sér og minnkuðu muninn í 5-8 og
þannig stóð í leikhléi. En Haukam-
ir hleyptu Frömurum ekki lengra
og tryggðu sér öruggan sigur.
Hulda og Judith Esztegal léku
best í jöfnu og góðu liði Hauka. Vig-
dís Sigurðardóttir stóð sig einnig
ágætlega í markinu. Hjá Fram vom
Hekla Daðadóttir og Kolbrún Jó-
hannsdóttir markvörður bestu
menn.
Mörk Fram: Hekla 5, Ama 4/3,
Kristín 1, Ósk 1, Berglind 1, Þórunn
1. Varin skot: Kolbrún 13, Hugrún 1.
Mörk Hauka: Judith 6/2, Hulda 4,
Auður 2, Heiðrún 2, Thelma 2,
Harpa 1. Varin skot: Vigdís 10.
-RR
9 0 4
5 0 0 0
Verð aðeins
39,90 mín.
Þú þarft aðeins eitt símtal í Iþróttasíma
j DV til að heyra nýjustu úrslitin í fótbolta,
j handbolta og körfubolta. þar er einnig
j að finna úrslit í NBA deildinni og í enska,
j ítalska og þýska boltanum.
9 0 4-5 0 0 0
Júlíus Gunnarsson úr Val reynir að komast fram hjá Alexei Trúfan, hinum öfluga varnarmanni Aftureldingar, f leiknum á laugardaginn. Á litlu myndinni fagna Sigfús
Sigurðsson Ifnumaður og Örvar Rúdolfsson varamarkvörður sigri Valsmanna sem mæta nú KA í úrslitaleikjum. DV-myndir Brynjar Gauti
íþróttir
Alfreð Gíslason þjálfari KA:
Meiri líkur á að
halda Duranona
- Afturelding og Paris SG sýna honum áhuga
■i
„Ég myndi segja að það væru
helmingslíkur á að við héldum
Duranona og ég er kannski bjart-
sýnni en áður,“ sagði Alfreð
Gislason, þjálfari KA-liðsins í
handknattleik, við DV í gær.
Félög á Spáni og í Frakklandi
hafa veriö með fyrirspurnir um
Duranona og samkvæmt heimild-
um DV er París SG eitt þeirra
liða sem vilja fá Kúbumanninn
snjalla.
Það eru ekki bara félög erlendis
sem vilja fá Duranona því sam-
kvæmt heimildum DV vill Aftur-
elding fá hann í sínar raðir og
heyrst hefur að „kjúklingabænd-
ur“ séu reiðubúnir til að leggja
fram talsvert fé í að fá hann.
„Ég hef heyrt eitthvað aðeins af
þessu en ég hef ekki trú á að ef
Duranona leikur á annað borð hér
á landi leiki hann ekki með neinu
öðru félagi en KA,” sagði Alfreð.
-GH
——
Patrekur Jóhannesson um einvígi KA og Vals:
Þetta verður hörð rimma
„Þetta var rosalega skemmtilegt í
fyrra. Þetta fór í fimm leiki og ég get
alveg ímyndað mér að það gerist aft-
ur,“ sagði Patrekur Jóhannesson,
leikmaður KA, þegar ljóst var að
það verða KA og Valur sem leika til
úrslita um íslandsmeistaratitilinn í
handknattleik annað árið í röð.
„Þetta eru sterk lið, með góða
heimavelli og ég á von á að þetta
verði hörð rimma. Þetta er toppur-
inn á tilverunni fyrir alla hand-
boltaunnendur að fá þessi lið í úr-
slit. Það er komin sérstök stemning
á milli þessara liða og hatrömm bar-
átta inn á leikvellinum. Ég auðvitað
stefni að því að kveðja KA með stæl.
Fjórir titlar á tveimur árum yrði
frábært ef það tekst að vinna Val.
Ég reikna með að þeir sem eru að
yflrgefa herbúðir Vals hugsi eins og
vilji kveðja sitt félag með einum
titli til viðbótar," sagði Patrekur.
Fyrsti úrslitaleikur KA og Vals
fer fram á Akureyri á fimmtudags-
kvöld. -GH
Tæpt hjá Stjörnunni
- vann nauman sigur á Eyjastúlkum, 22-21
„Þetta var mjög tæpt hjá okkur
en það var mikilvægt að sigra í lok-
in. Þær hafa verið okkur mjög erfið-
ar í gegnum tíðina og það var engin
undantekning á í þessum leik.
Leikurinn í Eyjum verður erfiður
en við erum nú í betri stöðu en
þær,“ sagði Guðný Gunnsteinsdótt-
ir, fyrirliði Stjömunnar, eftir að lið-
ið hafði sigrað ÍBV, 22-21, í fyrsta
leik liðanna í undaúrslitum íslands-
mótsins í Garðabæ á laugardag. Eft-
ir jafnan fyrri hálfleik náðu
Stjömustúlkur góðu forskoti í síðari
hálfleik sem virtist ætla að duga
þeim til gigurs. En baráttuglaðar
Eyjastúlkur börðust vel og náðu að
setja mikla spennu í leikinn undir
lokin. Þegar um hálf mínúta var
eftir gerðist mjög umdeilt atvik þeg-
ar Malin Lake sendi boltann í net
Stjömustúlkna en markið var dæmt
af vegna skrefa. Stjömustúlkur náðu
að halda fengnum hlut á lokasekúnd-
unum og fögnuðu naumum sigri.
„Þetta var tekið frá okkur í lokin
og það er hreint ótrúlegt þegar full-
komlega löglegt mark er tekið af
okkur. Malin fittaði sig í gegn og
skoraði en þær dæma á hana skref.
Þeir dæmdu leikin mjög vel í í rúm-
ar 59 mínútur en klikka svo svona
hraeðilega. Það er eins og við mætt-
um ekki vinna leikinn gegn þeim,“
sagði Sigbjörn Óskarsson, þjálfari
ÍBV, reiður eftir leikinn.
Guðný var best hjá Stjömunni
ásamt Fanneyju Rúnarsdóttir mark-
verði en Andrea Atladóttir var lang-
best í liði ÍBV.
Mörk Stjörnunnar: Guðný 9,
Ragnheiður 7/4, Nína 2, Herdís 2,
Sigrún 1 og Hmnd 1. Varin skot:
Fanney 18/2.
Mörk ÍBV: Andrea 8, Malin 4/2,
María 3, Ingibjörg 3, Helga 2 og El-
ísa 1. Varin skot: Þómnn 6, Laufey
3/1. -RR
Valur og KA leika aftur til úrslita um íslandsmeistaratitilinn:
Meistarabragur á Val
- Afturelding átti aldrei möguleika á Hlíðarenda og Valur vann öruggan sigur
Eftir að Valsmenn höfðu betur í leik
númer tvö í einvíginu við Aftureld-
ingu var ljóst að þeir voru búnir að yf-
irvinna skellinn óvænta á heimavelli í
fyrsta leiknum. Á laugardaginn gáfu
þeir Mosfellingum engin grið í odda-
leiknum á Hlíðarenda og unnu 27-21
eftir að hafa náð 7-1 forskoti og mest
níu marka mun í seirnli hálfleik.
Það verða því Valur og KA sem
mætast í úrslitaleikjunum um meist-
aratitilinn annað árið í röð, eins og
flestir höfðu spáð í byrjun.
Valsmenn léku skínandi vel á laug-
ardaginn og sýndu einfaldlega þann
mun sem er á þessum tveimur liðum.
Þeir spiluöu geysilega sterka vörn
sem Afturelding fann nánast engar
glufur á lengi vel og lokuðu vel á línu-
menninn öfluga, Róbert Sighvatsson,
sem fékk sig lítið hreyft í leiknum.
Þegar svo sóknin gekk líka vel upp,
með Dag Sigurðsson óstöðvandi í fyrri
hálfleik og hvert hraðaupphlaupið á
fætur öðru dundi á Mosfellingum gat
þessi leikur ekki endað nema á einn
veg.
Nái Valsmenn að spila svona gegn
KA í úrslitaleikjunum skyldi enginn
veðja gegn því að þeir kræki í meist-
aratitilinn fjórða árið í röð. Jafnvel þó
það þýði að þeir verði að vinna leik í
suðupottinum á Akureyri. Þáttur
Dags hefur verið tíundaður, Ólafur
Stefánsson var fimasterkur, sem og
„bangsinn" á línunni, Sigfús Sigurðs-
son, sem er efni í frábæran leikmann.
Ekki síst þar sem í vörninni er hann
lykilmaður. Svo er það hin mikla
‘breidd sem Valsmenn státa af, þeir
notuðu 11 útispilara í leiknum og níu
þeirra skoruðu, og þeir hafa það fram-
yfir flestöll önnur lið að geta skipt
mikið inn á án þess að veikja liðið að
ráði. Slíkt getur gert útslagið þegar
mest á reynir.
Afturelding náði lengra en flestir
bjuggust við og það voru hálfgerðir
draumórar að sjá liðið fyrir sér í úr-
slitaleik. Samt gerðu leikmenn liðsins
heiðarlega tilraun og vora með undir-
tökin í einvíginu við meistarana þar
til 10 mínútur vom eftir af leik númer
tvö. Á laugardaginn skorti þá tiltrú á
sjálfa sig eftir erfiða byrjun og mikill
hluti skota þeirra komst ekki í gegn-
um sterka Valsvörnina eða fór fram
hjá markinu. Páll Þórólfsson var sá
eini sem fann virkilega leið í gegnum
múrinn og skoraði góð mörk með
óvæntum langskotum. Markvarsla
Sebastians Alexanderssonar á
lokamínútunum átti síðan mestan þátt
í að sigur Vals varð ekki stærri.
„Einn af okkar betri leikjum“
„Það engin launung að við emm
með sterkara lið en þaö mátti lítið út
af bregða, sérstaklega í leiknum upp
frá. Það mátti lítið út af bregða, við
komum mjög værukærir í fyrsta leik-
inn og vorum bara 1-0 undir. Þó við
værum að spila við lið sem var slak-
ara á pappírunum er mjög auðvelt að
vinna slíkt upp á heimavelli og þess
vegna vorum við í erfiðri stöðu. En
við náðum að klára það og í dag spil-
uðum við einn af okkar betri leikjum.
Við höfum verið að spila finan bolta í
þessum tveimur síðustu leikjum en ég
skal ekki segja hvort það merki að við
séum uppi á hárréttum tíma,“ sagði
Dagur Sigurðsson, fyrirliði Vals.
Um væntanlega úrslitaleiki við KA
sagði Dagur: „Þetta em leikirnir sem
allir vildu fá og það er hætt við því að
það verði mikill slagur og miklir
taugaleikir. Núna vinnast ekki allir
leikir á heimavelli, við þurfum að
vinna leik fyrir norðan og klára
heimaleikina. Titilinn ætlum við okk-
ur, það er engin spuming."
„Brutu okkur á bak aftur í
byrjun“
„Við höfðum fulla trú að geta unnið
Val aftur hérna á Hlíðarenda en þeir
brutu okkur á bak aftur í byrjun og
nánast kláruðu leikinn þá. Þeir náðu
að halda sterkri 6/0 vöm án þess að
fara mikið út og fengu mikið af hraða-
upphlaupum. í þessu liggur munur-
inn. En miðað við þau meiðsli sem við
lentum í getum við ekki annað en ver-
ið ánægðir með okkar frammistöðu í
úrslitakeppninni. Við náðum að stríða
Valsmönnum aðeins, í undanúrslitun-
um í fyrra unnum við ekki leik en það
gerðum við núna. Við förum bara alla
leið í úrslitin á næsta ári,“ sagði
Bergsveinn Bergsveinsson, markvörð-
ur Aftureldingar. -VS
V alur-Afturelding (15-10) 27-21
0-1, 7-1, 8-6, 11-7, 11-9, 13-9, 13-10, (15-10),
15-11, 19-12, 23-14, 24-15, 24-18, 26-19, 27-21.
Mörk Vals: Dagur Sigurðsson 7, Ólafur
Stefánsson 6/1, Sigfús Sigurðsson 5, Valgarð
Thoroddsen 3, Skúli Gunnsteinsson 2, Jón
Kristjánsson 1, Sveinn Sigfmnsson 1, Ingi Rafn
Jónsson 1, Davið Ólafsson 1.
Varin skot: Guðmundur Hrafhkelsson 10.
Mörk Aftureldingar: Páll Þórólfsson 6,
Ingúmmdur Helgason 6/4, Jóhann Samúelsson
4, Bjarki Sigurðsson 3, Róbert Sighvatsson 1,
Þorkell Guðbrandsson 1.
Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 5,
Sebastian Alexandersson 6.
Brottvísanir: Valur 8 mín., Afturelding 4
mín.
Dómarar: Rögnvald Erlingsson og Stefan
Amaldsson, mjög öruggir á öllu sinu aö vanda
en þó var eins og samúðin væri ögn meö Aft-
ureldingu.
Ahorfendur: Um 500.
Maður leiksins: Dagur Sigurðsson, Val.
Sigurður
„stútaði“
marka-
töflunni
Það var erfitt að fylgjast með leiktímanum og stöðunni í leik
Stjömunnar og ÍBV í Garðabæ þar sem markataflan í íþróttahús-
inu var biluð og ekki nokkur leið að gera við hana. Áhorfendur og
blaðamenn uröu því að reyna aö taka tímann sjálfir og telja mörk-
in í leiðinni. Raunar hjálpaði kynnir leiksins nokkrum sinnum til
með því að lesa upp stöðuna og undir lokin var tilkynnt i tvígang
hversu mikill tími væri eftir af leiknum. Engu að síður var þetta
mjög óþægilegt fyrir alla aðila.
Markataflan mun hafa bilað eftir að Sigurður Bjarnason, leik-
maður Stjömunnar, sló fast í tímavarðarborðið, eftir leik sinna
manna gegn Aftureldingu á dögunum. Þá skomöu Mosfellingar
umdeilt mark þar sem leiktíminn var á mörkunum að vera úti.
Sigurður mótmælti eins og fleiri í leikslok og lamdi í borðið og við
það fór allt úr sambandi. Einn stuðningsmaður Stjömunnar sagði
á laugardag að stefnt væri að því að Sigurður kæmi eftir helgina
og lagaði töfluna sjálfur en hann væri eflaust að lesa sér til í raf-
magnsfræði á meöan. -RR
Þróttarliðin unnu í gær
Þróttur úr Reykjavík vann
Stjömuna, 3-1, í þriðja úrslita-
leik liðanna um íslandsmeistara-
titil karla í blaki í gær. Stjarnan
hafði sigrað, 3-2, á föstudags-
kvöldið og Þróttur er því kom-
inn með 2-1 forystu og getur
tryggt sér titilinn í næsta leik.
Hrinurnar í gær enduðu 10-15,
15-8,15-11 og 15-4.
HK og Þróttur N. eru jöfn, 1-1,
eftir tvo úrslitaleiki í kvenna-
flokki. HK vann í Digranesi á
fóstudagskvöldið, 3-2, eftir að
Þróttur var 9-13 yfir í odda-
hrinu. í Neskaupstað í gær unnu
Þróttarstúlkur hins vegar örugg-
an sigur, 3-0 (15-8, 16-14, 15-11).