Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1996, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1996, Qupperneq 6
26 MÁNUDAGUR 25. MARS 1996 íþróttir FH-KA (13-15) 28-29 2-0, 2-2, 6-4, 77, 8-11, 11-14, (13-15), 14-17, 18-20, 18-22, 21-22, 22-24, 25-24, 26-25, 27-27, 27-29, 28-29. Mörk FH: Hálfdán Þórðarson 5, Héðinn Gilsson 5, Sigurður Sveinsson 5/4, Siguijón Sigurðs- son 4, Hans Guðmundsson 3, Guð- jón Ámason 3, Gunnar Beinteins- son 2, Guðmundur Pedersen 1. Varin skot: Magnús Árnason 2, Jónas Stefánsson 7. Mörk KA: Julian Duranona 12/8, Björgvin Björgvinsson 6, Atli Þór Samúelsson 3, Patrekur Jóhannesson 2/1, Leó Öm Þor- leifsson 2, Alfreð Gíslason 2, Er- lingur Kristjánsson 1, Jóhann G. Jóhannsson 1. Varin skot: Guðmundur Arn- ar Jónson 4, Bjöm Bjömsson 8. Brottvísanir: FH 6 mínútur, KA 14 mínútur. Dómarar: Rögnvald Erlings- son og Stefán Arnaldsson, dæmdu í heild vel en voru kannski full- strangir í vítakastdómum og brottvísunum. Áhorfendur: Um 1500. Maður leiksins: Björgvin Björgvinsson, KA. Sportkorn Dtti við Isafjarðarflugið Undanfarnar vik- ur hefur körfu- boltahreyfingin staðið á öndinni og fylgst með gengi ísfirðinga í 1. deildinni. Ljóst og leynt hafa margir beöið og vonaö að þeim tækist ekki að vinna sig upp í úr- valsdeildina. Ástæðan er sú að oft eru erfiðleikar með flug til ísafjarðar á vetuma vegna þess að flugbrautin þar er ekki upplýst og hætt við að liðin þurfi að gista þar ef leikið er í miðri viku. Úr herbúðum KKÍ hefur heyrst að þátttaka ísfirðinga í úr- valsdeildinni leiði til þess að fækka verði leikjum þar verulega og spumingin er nú hvað gerist þegar sigur þeirra í 1. deildinni er orðinn að veruleika. Við viljum koma vestur Það voru þó ekki allir sem óskuðu vestanmönnum alls hins versta. Fyrir úrslitaleik- inn gegn Þór úr Þorlákshöfn á fimmtudaginn bámst ísfirðing- um baráttukveðj- ur frá Njarövíkingum sem hljóðuðu eitthvað á þessa leiö: „Við viljum koma vestur næsta vetur, nú er bolt- inn hjá ykkur." Annars em dálítil tengsl milli Njarðvíkur og ísafjarðar því „allsherjargoði" ísfirðinga f körftiboltanum er Njarðvíkingurinn Guðjón Þorsteinsson. Leyton Orient BÞaö kemur fyrir á bestu bæjum að þýðingar úr er- lendum blöðum og fréttaskeytum misfarast og stundum má hafa ansi gaman af. Góð dæmi er markheppni ensku knattspymumannanna Close Range og Replay og þá stóð Rookie Anthony Peeler sig einhvem tímann vel í NBA-deildinni. 1 einu dagblað- anna varð svipað óhapp á dögunum þegar sagt var að tveir enskir knatt- spymumenn hefðu fallið á lyfjaprófi, Roger Stanislaus og Leyton Orient. Umræddur Stanislaus féll vissulega á lyfjaprófi en hann spilaði með liði sem heitir Leyton Orient. Umsjón Vfðir Sigurösson KA menn héldu haus - komust í hann krappan gegn FH en tókst að tryggja sér sigur og leika til úrslita „Viö stefndum alltaf á það fyrir úrslitakeppnina að komast alla leið og ég er mjög ánægður með að hafa lagt FH, 2-0. Ég er ekki sammála þvi að við höfum verið í einhverri lægð sem margir hafa verið að tala um. Við erum búnir að vinna deildar- meistaratitilinn, bikarmeistaratitil- inn og erum komnir í úrslit um sjálfan íslandsmeistaratitilinn en kröfumar eru kannski orðnar svo miklar til okkar að menn eru að tala um lægðir þegar gengur ekki allt upp,“ sagði Patrekur Jóhannes- son, leikmaður KA, við DV, eftir sigur á FH, 28-29, í Kaplakrika á fóstudagskvöldið. KA menn komust svo sannarlega í hann krappan. Þegar flestir héldu aö þeir væru að sigla fram úr FH- ingum í stöðunni, 18-22, náðu FH- ingar frábærum leikkafla og með mikilli seiglu tókst þeim að komast marki yfir þegar 5 mínútur voru eft- ir. En KA-menn héldu haus. Þeir héldu ró sinni og með yfirveguðum leik tókst þeim að innbyrða sigur en segja má að heppnin hafi verið kannski verið svolítið á þeirra bandi og þá ef til vill meistara- heppni. FH-ingar eiga hrós skilið fyrir síðari hálfleikinn þar sem þeir léku vel og börðust eins og ljón og voru ekki langt frá því að næla sér í oddaleikinn. Hálfdán Þórðarson, Siguijón Sigurðsson og Héðinn Gils- son léku best í liði FH en lykilmenn á borð við Gúðjön Ámason og Sig- urð Sveinsson náðu sér ekki á strik frekar en markverðimir. Þáttur Alfreðs vó þungt Björgvin Björgvinsson lék mjög vel með KA. Þar sem Patrekur og Duranona vom í strangri gæslu mestallan leikinn kom það oft í hlut Björgvins að taka af skarið. Dura- nona lék einnig vel og sýndi gífur- legt öryggi á vítalínunni. ÞátturAl- freðs Gíslasonar vó þungt í lokin en þessi gamli refur kom í sóknina þeg- ar norðanmenn vom undir og með leikreynslu sinni náði hann að skora eitt mark og fiska vítakast á örlagastundu. Heppnin ekki með okkur „Við lékum mjög góðan seinni hálfleik og vorum þá betri aðilinn en heppnin féll ekki okkar megin á lykilstundum. Alfreð kom inn á með mikilvægt innlegg og ég vil meina að hann hafi unnið leikinn fyrir sína menn. Við byrjuðum kannski heldur seint að berjast og hafa trú á því sem við voram að gera. Ég vil óska KA mönnum til hamingju og ég spái liðinu íslandsmeistaratitlin- um,“ sagði Guðmundur Karlsson, þjálfari FH, eftir leikinn. -GH Keflvíkingar fögnuöu að vonum innilega eftir sigurinn á Njarðvikingum á föstudagskvöldið. Körfuknattleikur: Er alveg í skýjunum - sagði Jón Kr. Gíslason þjálfari Keflvíkinga sem eru komnir í úrslit DV, Suðurnesjum: „Okkur langaði ekkert aftur inn í Njarðvík og það lét okkur spila svona vel. Um leið og við náðum aö byija að hitta á móti svæðisvöminni áttu þeir ekki möguleika í okkur en þeir gátu ekki stöðvað okkur maður á mann,“ sagði Falur Harðarson, leikmaður Keflvíkinga, sem átti frábæran leik þegar Keflvíkingar lögðu Njarðvíkinga, 99-74, í Kefla- vík á föstudagskvöld. Það verða því Keflavík og Grindavík sem leika til úrslita um íslandsmeist- aratitilinn og fer fyrsti leikurinn fram í Grindvík annað kvöld. Þaö vora fyrst og fremst tveir stórkostlegir kaflar hjá Keflvík- ingum sem veittu leikmönnum Njarðvíkur rothögg. Heimamenn byrjuðu með látum og komust í 10-0. Þessi upphafskafli sló ís- landsmeistarana út af laginu sem náðu sér aldrei almennilega á strik þrátt fyrir hetjulega baráttu. Endanlega rothöggið kom í síðari hálfleik þegar Keflvíkingar, sem ekki höfðu skorað í tæpar 3 mín- útur, settu niður þrjár 3ja stiga körfúr, breyttu stöðuni úr 64-58 í 73-60 og þar með var sigurinn í höfii. Yfirburðir Keflvíkinga vora miklir eftir þennan leikkafla og þeir vora famir að fagna þegar 4 mínútur vora til leiksloka. Fór allt úrskeiðis „Það fór allt úrskeiðis sem gat farið í raun og vera. Fyrst og fremst fór byijunin fram hjá okk- ur einhverra hluta vegna og vor- um við einfaldlega ekki með og vorum kannski of spenntir. Við komumst inn í leikinn í síðari hálfleik en vorum mjög ólánsamir með nokkra dóma á mikilvægum augnablikum. Þeir vora betri en við í þessari seríu. Við voram með jafnbesta liðið í vetur fram að úrslitakeppninni en síðan áttu Keflvíkingar meira inni heldur en við og við verðum bara að sætta okkur við það,“ sagði Hrannar Hólm, þjálfari Njarðvíkinga, eftir leikinn. Undir 80 stigum í öllum leikjunum „Ég er alveg í skýjunum. Það sem ég er ánægðastur með í þess- um leikjum er að við náðum aö halda þeim undir 80 stigum og það er út af fyrir sig afrek á móti liði eins og Njarðvík. Ég held að við höfum náð að spila vamarleikinn hárrétt á móti þeim,“ sagði Jón Kr. Gíslason, þjálfari Keflvikinga, sem enn og aftur hefúr sannað hæfni sína sem þjálfari. Hrikalega sárt „Þetta er hrikalega sárt eftir svona gott tímabil að detta út. En við lærum af þessum og geram betur næst. Þeir voru einfaldlega betur en við. Þeir spiluðu góðan leik en við náðum ekki að hanga í þeim núna,“ sagði Teitur Örlygs- son, leikmaður Njarðvíkinga, eftir leikinn. Falur og Albert vora frábærir í leiknum, Guðjón skoraði mikil- væg stig og þeir Stewart, Sigurður og Davíð vora sterkir. Teitur var bestur í liöi Njarð- víkinga en greinilegt er að.meiðsl- in sem hann hlaut í öðrum leikn- um háðu honum. Þá áttu Kristinn og Páll ágæta spretti inn á milli. -ÆMK Keflavík-Nj ar ö vík (43-35) 99-74 10-0, 16-9, 21-13, 21-18, 32-22, 32-26 (43-35), 54-39, 55-48, 79-66,95-70,99-74. Stig Keflavíkur: Albert Óskarsson 27, Fal- ur Harðarson 26, Guöjón Skúlason 18, Sigurð- ur Ingimundarson 13, Dwight Stewart 11, Dav- íð Grissom 3, Jón Kr. Gíslason 1. Stig Njarðvflmr: Teitur örlygsson 23, Frið- rik Ragnarsson 11, Kristinn Einarsson 9, Rondey Robinson 9, Páll Kristinsson 6, Rúnar Ámason 6, Gunnar Örlygsson 4, Sverrir Þ. Sverrisson 2. Fráköst: Keflavík 42, Njarðvik 42. 3ja stiga körfúK Keflavík 9, Njarðvík 5. Vítanýting: Keflavík 33/26 (79%), Njarövík 15/9 (60%). Flestar stoðsendingar: Falur 5, Guðjón 4 - Rondey 5, Teitur 2.. Flest fráköst: Stewart 11, Albert 10 - Ron- dey 20 Gunnar 5., Varin skot: Stewart 4 - Njarðvík 0. Dómarar: Kristinn Albertsson og Leifúr S. Garöarsson, dæmdu lengst af mjög vel. Áhorfendun 1200. Menn leiksins: Albert Óskarsson og Fal- ur Harðarson, Keflavik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.