Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1996, Blaðsíða 8
28
MÁNUDAGUR 25. MARS 1996
íþróttir
NBA-úrslit
Aðfaranótt laugardags:
Boston-Denver............99-98
Fox 24 -
Washington-Orlando . . . 108-111
- Shaq 49, Hardaway 30.
Charlotte-Atlanta.......92-117
Johnson 20 - Smith 27.
Toronto-San Antonio . . . 108-120
Stoudamire 23 - Robinson 24, Elliott 24.
Detroit-New Jersey .....111-96
Hffl 26, Mffls 19.
Indiana-Vancouver ......111-94
Mffler 23, Smith 17 -
Milwaukee-Miami .......106-122
Baker 23 - Wffliams 23, Gatling 23.
Dallas-Minnesota........84-110
- Rider 21, Gugliotta 26.
Utah-Cleveland ..........88-75
Malone 27 - Brandon 23.
LA Clippers-Philadelphia . 107-93
Wfflimas 24, Rogers 22 - Maxwell 27.
Sacramento-Portland......80-78
Ritchmond 19, Grant 18.
Aðfaranótt sunnudags
Atlanta-Detroit ........92-84
Smith 27, Long 17, Augmon 15 -
Houston 38.
Houston-Minnesota .... 103-108
Olajuwon 46 - Rider 19, Webb 17,
Mitchell 16, Gugliotta 15.
Golden State-Phoenix .... 98-89
Sprewell 27, Marshail 21, Smith 14 -
Barkley 25, Johnson 14.
Seattle-Philadelphia....129-89
Kemp 20, Hawkins 19 - Weatherspoon
17, Maxwell 16.
Ceballos á sjóskíðum
Los Angeles Lakers hefur sett
Cedric Ceballos í keppnisbann
fyrir að stinga af. Frést hefur af
honum á sjóskíðum á vatni í
Arizona!
NBA-deildin í körfuknattleik:
Shaq átti s
kallaðan stó
- skoraði 49 stig og tók 17 fráköst
Shaquille O’Neal átti stórleik með
Orlando í fyrrinótt þegar liðið lagði
Washington í framlengdum leik.
Shaq skoraði 49 stig og tók 17 frá-
köst og þetta er mesta stigaskor
Shaq á þessari leiktíð. Penny
Hardaway lék einnig mjög vel, skor-
aði 30 stig þar af 5 á síðustu tveim-
ur mínútunum i framlengingunni.
„Báðar mínar stórstjömur léku
stórkostlega og ég er mjög stoltur af
liðinu að vinna þennan leik. Við
vissum að lið Washington spilar
mjög vel á heimavelli og því var ég
ánægður að sleppa héðan með sigur
í farteskinu," sagði Brian Hill, þjáif-
ari Orlando.
Walt Williams skoraði 6 þriggja
stiga körfur úr sex tilraunum þegar
Miami lagði Milwaukee og var þetta
þriðji sigur liðsins i röð.
Greg Minor tryggði Boston sigur
á Denver þegar hann skoraði sigur-
körfuna á lokasökúndunni. Rétt
áður hafði 3ja stiga karfa frá Reggie
Willams komið Denver yfir.
SA Spurs vann sinn 12. sigur í
röð þegar liðið vann sigur á Tor-
onto.
Detroit er á miklu skriði og hðið
vann 6. sigur sinn í síðustu 8 leikjum.
Dcillas tapaði hins vegar 9. leik
sínum í röð þegar liðið tapaði stórt
fyrir Minnesota.
Hakeem skoraði 46 en samt
fékk Houston skell
Hakeem Olajuwon lék á ný með
meisturum Houston í fyrrinótt eftir
að hafa misst af síðustu leikjum
liðsins vegna meiðsla. Hakeem fór á
kostum, skoraði 46 stig, tók 19 frá-
köst og átti 8 stcðsendingar en samt
tapaði Houston á heimavelli fyrir
Minnesota, 103-108.
„Ég er ekki búinn að ná mér alveg
en ég verð að sætta mig við sársauk-
ann. Ég gat allavega stokkið núna og
það eru framfarir," sagði Hakeem
sem er meiddur í báðum hnjám.
„Við spiluðum frábæra vöm gegn
3ja stiga skyttunum þeirra og þá
þurftum við bara að passa að
Hakeem næði ekki 50 stigum,“ sagði
Flip Saunders, þjáifari Minnesota.
Steve Smith var áfram í miklum
ham með Atlanta. Hann skoraði 27
stig gegn Detroit og hefur gert 80
stig i þremur leikjum.
Golden State vann mikilvægan
sigur á Phoenix en liðið berst
harðri baráttu við Sacramento og
Denver um að komast í úrslita-
keppnina. -GH/VS
Shaquille O’Neal var í ógurlegum ham þegar Orlando vann Washington í
miklum baráttuleik um helgina. Hér skorar Shaq í leik gegn LA Lakers á
dögunum. Símamynd Reuter
Kwan heimsmeistari
Hin kínverskættaða bandaríska stúlka,
Michelie Kwan, sem er aðeins 15 ára
gömul, varð heimsmeistari kvenna í list-
hlaupi á skautum í fyrrinótt. Hún vann Lu
Chen frá Kína í miklu einvígi á heims-
meistaramótinu í Edmonton í Kanada en
þær fengu hæstu einkunn, 6,0, hvað eftir
annaö. Irina Slutskaja frá Rússlandi varð
þriðja en hin margreynda Surya Bonaly
frá Frakklandi varð að sætta sig við
fimmta sætið.
-VS
Afríkubúar bestir
Afríkubúar höfðu mikla yflrburði á úr-
slitamóti heimsmeistarakeppninnar í víða-
vangshlaupi sem fram fór í Stellenbosch í
Suður-Afríku á laugardaginn. Gete Wami
frá Eþíópíu sigraði i kvennaflokki og
afrískar stúlkur urðu í fimm efstu sætun-
um. Paul Tergat frá Kenía sigraði í karla-
flokki og þar voru afrískir hlauparar í tíu
fyrstu sætunum. Tergat varði titil sinn frá
því í fyrra en Wami náði titlinum af vin-
konu sinni, Derartu Tulu, sem varð í
fjórða sæti. -VS
Óvænt á Flórída
Óvænt úrslit hafa sett svip sin á Lipton-
meistaramótið í tennis sem nú stendur yfir
í Key Biscayne á Flórída. Thomas Muster
frá Austurríki, efsti maður á heimslistan-
um, tapaði fyrir Nicolas Pereira, óþekkt-
um Venesúelabúa, í 2. umferð og Arantxa
Sanchez Vicario, sem er þriðja á heims-
lista fyrir kvenna, féll úr keppni fyrir Kar-
inu Habsudovu frá Slóvakíu. Andre Agassi
var rétt farinn sömu leið en hann slapp
naumlega í gegnum leik gegn Bemd Kar-
bacher frá Þýskalandi. -VS
Svíinn sigraði
Magnus Gustafsson frá Svíþjóð vann
nokkuð óvæntan sigur á Evegni Kafelni-
kov frá Rússlandi í úrslitaleik á opna Pét-
ursborgarmótinu sem lauk í Rússlandi í
gær. Leikurinn endaði 6-2 og 7-6 og Kafel-
nikov, sem er sá 7. besti í heimi í dag mið-
að við styrkleikalista, virtist fara á taugum
frammi fyrir háværum stuðningsmönnum
sínum. Gustafsson er aðeins í 70. sæti á
heimslistanum en hann var frá keppni í
heilt ár vegna meiðsla og hrapaði þá alla
leið niður í 611. sætið. -VS
ítafía
Sampdoria-Atalanta ...........2-3
1-0 Balleri (43.), 2-0 Chiesa (45.), 2-1 Vieri
(52.), 2-2 Morfeo (55.), 2-3 Fortunato (83.)
Torino-Cagliari...............1-1
0-1 Oliveira (11.), 1-1 Rizzitelli (19.)
Udinese-Inter Milano .........1-2
0-1 Fontolan (23.), 0-2 Carlos (64.), 1-2
Bierhoff (80.)
Fiorentina-Juventus...........0-1
0-1 sjálfsmark (28.)
Cremonese-Lazio...............2-1
0-1 Negro (46.), 1-1 Tentoni (53.), 2-1
Tentoni (83.)
Vicenza-Napoli ...............3-0
1-0 Di Carlo (12.), 2-0 Murgita (21.),
3-0 Ambrosetti (35.)
Bari-Padova ..................2-1
1-0 Ripa (31.), 2-0 Protti (38.)
AC Milan-Parma................3-0
1-0 Baggio (42.), 2-0 Donadoni (47.),
3-0 Savicevic (71.)
Roma-Piacenza.................2-1
1- 0 Delvecchio (19.), 2-0 Cappioli (25.),
2- 1 Cappellini (51.)
Staða efstu og neðstu liða:
AC Milan 26 16 8 2 44-17 56
Juventus 26 14 6 6 46-25 48
Fiorentina 26 13 8 5 41-24 47
Inter 26 12 8 6 34-19 44
Parma 26 11 10 5 35-25 43
Lazio 26 11 6 9 48-33 39
Roma 26 10 9 7 33-25 39
Atalanta 26 8 6 12 29-42 30
Piacenza 26 7 7 12 26-44 28
Torino 26 5 10 11 25-37 25
Cremonese 26 4 10 12 30-39 22
Bari 26 5 7 14 37-55 21
Padova 26 6 3 17 29-50 21
ítalska knattspyrnan:
Staða Milan er orðin
enn vænlegri en áður
- vann Parma á meðan Fiorentina tapaði fyrir Juventus
Meistaravonir AC Milan í ítölsku
1. deildinni í knattspymu jukust
enn í gær þegar liðið lagði Parma,
3-0, og á sama tíma varð Fiorentina
að láta í minni pokann fyrir meist-
umm Juventus.
Milan átti ekki i vandræðum meö
aö innbyrða þijú stig gegn Parma.
Roberto Baggio lét verja frá sér víta-
spymu í fyrri hálfleik en náði að
koma Milan-mönnum á bragðið þeg-
ar hann skoraði af stuttu færi eftir
frábæran undirbúning Savicevic.
Þeir Donadoni og Savicevic innsigl-
uðu siðan öraggan sigur AC Milan
sem ekki virtist sakna þeirra Geor-
ge Weah og Alessandro Costacurta
sem eru meiddir og leika ekki á með
1
Dejan Savicevic átti stórgóðan leik
með AC Milan í gær, skoraði eitt
mark og lagði annað upp.
liðinu á næstunni.
Sjálfsmark réð úrslitum í leik
Fiorentina og Juventus en Lorenzo
Amoraso varð fyrir því óláni að
skora í eigiö mark. Þar með tapaði
Fiorentina í fyrsta skipti í 15 heima-
leikjum í vetur. Juventus sýndi oft
skemmtilega takta og virðist vera
komið í sitt gamla form.
Atalanta vann frækinn útisigur á
Sampdoria eftir að hafa verið 2-0
undir í hálfleik.
Igor Protti, markahæsti leikmað-
ur 1. deildar, skoraði 18. mark sitt í
vetur þegar Bari vann Padova í
botnslagnum, 2-1.
-GH/VS
Johnson á
möguleika
Ný niðurröðun á frjálsíþrótta-
keppni ólympíuleikanna í Atl-
anta gerir hinum fótfráa Michael
Johnson kleift að reyna við ein-
stakt afrek. Hann ætlar sér að
reyna að verða fyrsti maðurinn
sem vinnur bæði 200 og 400
metra hlaup á ólympíuleikum en
samkvæmt fyrstu niðurröðun
hefði hann ekki átt möguleika á
því þar sem greinamar hefðu
skarast.
Riley sigraði
í Portúgal
Wayne Riley sigraði á opna
portúgalska mótinu í golfi sem
lauk í Lissabon í gær. Riley lék á
271 höggi en næstir komu Bret-
amir Mark Davis og Martin Gat-
es sem báðir léku á 273 höggum.
-VS
Bayern gegn Barcelona
Stórveldin Bayem Múnchen og Barcelona
mætast í undanúrslitum UEFA-bikarsins í
knattspymu en dregið var til þeirra á
fostudag. í hinum leiknum mætast Slavia Prag
og Bordeaux. í Evrópukeppni bikarhafa dróst
Deportivo Corana gegn Paris St. Germain og
Feyenoord leikur við Rapid Vín. Leikimir fara
fram 2.-4. og 16.-18. apríl. í Evrópukeppni
meistaraliöa leikur Ajax við Panathinaikos og
Juventus við Nantes. -VS
Papin til Manchester Utd?
Þýska sjónvarpstööin SAT 1 greindi frá því
um helgina að njósnarar frá Man. Utd. hefðu
að undanfomu fylgst með franska landsliðs-
manninum Jean-Pierre Papin sem leikur með
Bayem Múnchen.
„Ég er mjög spenntur fyrir því að spila með
United því þar fyrir er félagi minn, Eric Cant-
ona, og það væri mikill heiður að fá að spila
með einu besta liði á Englandi," sagði Papin í
viðtali við SAT 1. -GH
Benfica stöðvaði Porto
Porto tapaði sínum fyrsta deildarleik í
portúgölsku 1. deildinni í 17 mánuði þegar lið-
ið varö að láta í minni pokann fyrir hinu fom-
fræga félagi, Benfica. Porto, sem er úndir
stjórn Bobbys Robsons, hafði ekki tapað í síð-
ustu 53 leikjum sínum í deildinni eða síðan í
október 1994. Þrátt fyrir' ósigurinn á Porto
meistaratitilinn vísan því liðið er með 13 stiga
forskot á Benfica þegar sjö umferðum er ólok-
ið. -GH