Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1996, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1996, Qupperneq 6
22 :<2f FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1996 ingar Sýningar Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavfkurflugvelli Félag íslenskra myndlistarmanna, FÍM, hefur sett upp myndir eftir Kristján Davíðsson listmál- ara i Flugstððinni, Sýningin mun standa í tvo mánuði. Gallerí Art-Hún Stangarhyl 7, Rvík Til sýnis verk eftir Eriu B. Axelsdóttur, Helgu Ár- mannsdóttur, Signinu Gunnarsdóttur og Mar- gréti Salome. Galleríið er opið alla virka daga kl. 12-18. Gallerí Birgir Andrésson Vesturgötu 20 Gunnar M. Andrésson sýnir ný verk, nokkurs konar lýriska hljóðskúlptúra, þar sem unnið er með upprunatengsl og vitnað er í þjóðleg minni. Galleríið er opið kl. 14-18 á fimmtudög- um en aðra daga eftir samkomulagi. Gallerí Greip Laugardaginn 1. júní kl. 15 opnar FORM ÍS- LAND sýningu tengda Listahátíð í Reykjavík á snðgum í Gellerí Greip. Sýningunni lýkur sunnudaginn 23. júní 1996 og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18. Gallerí Hornið Hafnarstræti 15 Snorri Freyr Hilmarsson sýnir drðg að umhverf- islistaverki fyrir Listahátíð í Reykjavík 1996. Sýningin ber yfirskriftina ,Þar sem er reykur þar er eldur undir”. Sýningin stendur til miðviku- dagsins 5. júní og verður opin alla daga kl. 11 til 23.30, milli kl. 14 og 18 er opinn sérinngang- ur i galleriið en á öðrum tímum er farið í gegn- um veitingahúsið. Gallerí Hnoss - handverkshús, Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3b Galleríið verður fyrst um sinn opið virka daga frá kl. 13-18 og laugardaga frá 10-14. Gallerí Geysir Aðalstræti 2 Galleríið er opið alla virka daga kl. 9-23 og um helgarkl. 12-18. Gallerí Guðmundar Ánanaustum 15. Galleríið er opið virka daga kl. 10-18. Gallerí List Skipholti 50b Galleríið er opið alla daga kl. 11-18 nema laug- ardaga kl. 11-14. Sýningar í gluggum á hverju kvöldi. Gallerí Listakot Laugavegi 70. (2. hæð). Sýning stendur yfir á verkum Sigurborgar Stef- ánsdóttur í nýjum sýningarsal. Sýningin eropin daglega frá kl. 10-6. nema sunnudaga frá kl. 2—6 og stendur til 16. júnf. Gallerí Ríkey Hverfisgötu 59 Sýning á verkum Ríkeyjar. Opið kl. 12-18 virka daga og aðra daga eftir samkomulagi í síma 552 3218 og 562 3218. Gallerí Slunkaríki Aðalstræti 22, ísafirði Opið frá fimmtud. til sunnud. frá kl. 16.00-18.00 Gallerí Sævars Karls Bankastræti 9 Laugardaginn 1. júní opnar Húbert Nói sýningu á nýjum olíumálverkum. Hótel Edda Flúðum, Hrunamannahreppl Alda Ármanna Sveinsdóttir sýnir málverk á Flúðum frá 25. maí-29. júní 1996. Kaffl Krús Selfossi Sóla opnar í júni Ijósmyndasýningu á Kaffi Krús. Sýningin er tileinkuð Áma Johnsen. Sýn- ingin stendur í mánuð. Kjarvalsstaðlr v/Miklatún Laugardaginn 1. júní kl. 16 verður opnuð sýn- ing sem ber yfirskriftina „Náttúrusýn i (slenskri myndlisf. Sýningin stendur frá 1. júní til 31. ágúst 1996. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega kl. 10.00-18.00. Listasafn Einars Jónssonar Safnið er opið alla daga nema mánud. kl. 13.30-16.00. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga. Listasafn íslands Fríkirkjuvegi 7 Opin frá 12.00-18.00 alla daga nema mánu- daga. Safn Ásgríms Jónssonar Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16.00. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn Yfirlitssýning á verkum Barbðru Árnason (1911) stendur yfir. Sýningin stendur til 9. júni. Norræna húsið Sunnudaginn 2. júni kl. 16.00 verður opnuð sýning á ollumálverkum eftir Kari Kvaran. Sýn- ingin verður opin daglega kl. 14-19 og henni lýkur 30. júní. Sunnudaginn 2. júní kl. 17.00 verður opnuð Sigurborg ásamt einu verkanna á sýningunni. Sigurborg sýnir í Gallerí Listakoti: Fuglar og fiskar Sigurborg Stefánsdóttir hefur opnað sýningu á verkum sínum í Gallerí Listakoti, nýjum sýningar- sal við Laugaveginn, og stendur hún til 16. júní. „Sýninguna kalla ég „Fugl og fiskur og hvorki fugl né fiskur“ vegna þess að ég er mikið með fugla og fiska í verkum mínum. Einnig koma myndir inn á milli sem eru alls ekki neitt, þ.e. óhlutbundnar, munstur og annað slíkt. Sigurborg er fædd 1959. Hún stundaði nám hjá H. Cr. Höier, list- málara í Kaupmannahöfn, og Skolen for Brugskunst (Danmarks design skole). Þaðan lauk hún prófi úr teikni- og grafíkdeild skólans 1987. Sigurborg hefur haldið sýningar á myndum sínum bæði í Danmörku og hér á landi. Meðal annars má nefna einkasýningar í Ásmundarsal 1989, hjá Sævari Karli 1992 og í Gall- erí 11 1994. Einnig hefur hún tekið þátt í nokkrum samsýningum. „Verkin á sýningunni eru í eðli- legu framhaldi af síðustu sýningu minni fyrir tveimur árum,“ segir Sigurborg. „Myndirnar á sýningunni eru unnar með svipaðri tækni. Þetta eru akrýlmyndir, pastel- og klippi- myndir. Einnig nota ég vax í nokkru mæli. Þrátt fyrir að ég noti þrenns konar tækni til að útfæra myndir minar held ég að minn persónulegi stíll skíni alltaf í gegn.“ Sigurborg hefur starfað sem kennari við Myndlista- og handíða- skóla íslands frá 1989. Sýningin er opin daglega frá kl. 10-18 nema sunnudaga frá 2-18. -SF Þessar kápur eru hluti af sýning- unni. Kirkjuhvoll, Akranesi: Selvi Stornæss sýnir prjónalist Á morgun, laugardaginn 1. júní kl. 14, verður opnuð sýning á prjón- uöum kápum eftir norska hönnuð- inn og textíllistakonuna Solvi Stornæss í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi. Solvi er fædd árið 1944 í Þránd- heimi. Hún hannar og prjónar aðal- lega kápur og jakka. Hver kápa er einstök og tekur um mánuð að skapa hverja flík. Mynstrið er ýmist þrykkt eða prjónað á flíkina. Hún sækir hugmyndir að mynstrum víða að og notar gömul þjóðleg mynstur en þó gætir áhrifa frá Jap- an og Spáni einnig. Hún hefur haldið nokkrar einka- sýningar í Noregi ásamt fjölda sam- sýninga, þ. á m. sýndi hún á sýn- ingu sem sett var upp í Lil- lehammer 1994 vegna ólympíuleik- anna. Síðast sýndi Solvi í Norræna hús- inu í Reykjavík 10.—26. maí sl. Listasetrið er opið alla daga frá 14-16.30 og stendur sýningin til 9. júní. -SF Einkasýning Guðrúnar Einarsdóttur Á morgun, laugardaginn 1. júní kl. 16, verður opnað nýtt gallerí á Laugavegi 20b (Klapparstígsmegin) með sýningu á verkum Guðrúnar Einarsdóttur. Guðrún hefur haldið einkasýning- ar og tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Ætlunin er að reka galleríið með sýningum á verkum viðurkenndra listamanna annars vegar og hins vegar með sýningum á verkum yngra listafólks sem er að hasla sér völl. Galleríið Laugavegur 20b er opið á virkum dögum frá kl. 12-18 og frá kl. 14-18 um helgar. Sýning Guðrúnar stendur til 15. júní nk. -SF Ráðhúskaffi: Steint gler Á morgun, laugardaginn 1. júní, verður opnuð sýning á verkum Ing- unnar Benediktsdóttur glerlista- manns kl. 11 f.h. í Ráðhúskaffi Ráð- húss Reykjavíkur. Sýnd verða verk úr steindu gleri sein unnin hafa verið undanfarið ár. Ingunn lagði stund á nám í glerl- ist í New York, en hefur starfað sl. 15 ár hér á landi. Hún hefur tekið þátt í samsýningum hérlendis og er- lendis, auk þess sem hún hefur haldið einkasýningar hér á landi og í Frakklandi. Verk hennar eru í eigu ýmissa opinberra aðila, auk þess sem hún hefur unnið verk fyrir fjölmarga einstaklinga og fyrirtæki. Sýningin stendur til 30. júní. -SF Ingunn við eitt verka sinna. Sýningar sýning á gleriistaverisum eftir Piu Rakel Sverr- isdóttur i anddyri og kaffistofu Norræna húss- ins. Sýningin verður opin daglega kl. 9-19, nema á sunnudögum frá kl. 12-19. Henni lýk- ur 30. júní. Galleríið Laugavegi 20b Laugardagínn 1. júní kl. 16.00 verður opnað nýtt gallerí á Laugavegi 20b (Klapparstigsmeg- in) með sýningu á verkum Guðrúnar Einars- dóttur. Galleríið Laugavegur 20b er opið á virk- um dögum frá kl. 12.00-18.00 og frá kl. 14.00-18.00 um helgar. Sýning Guðrúnar stendurtil 15. júní nk. Listasetrið Kirkjuhvoli Akranesi Laugardaginn 1. júnf kl. 14.00 verður opnuð sýning á' prjónuðum kápum eftir norska hönn- uðinn og textíllistakonuna Sölvi Stornæss. Sýningunni lýkur 9. júní. Listasetrið er opið alla dagafrákl. 14.00-16.30. Listhúsið í Laugardal Engjateigi 17 Gallerí - Sjðfn Har. Þar stendur yfir myndlistar- sýning á verkum eftir Sjöfn Har. Sýningin ber yfirskriftina .íslensk náttúra, íslenskt landslag.” Opið virka daga kl. 13-18 og laugardaga kl. 11-16. Listasafn Akureyrar Laugardaginn 1. júní kl. 16 verður opnuð sam- sýning ungs myndlistarfólks undir yfirskriftinni Ást“. Listasafnið er opið alla daga vikunnar nema mánudaga frá kl. 14-18. Listhús Ófeigs Skólavörðustíg 5. Sýning á verkum Johns Rud. Opið alla daga á almennum verslunartíma, lokað á sunnudög- um. Ljósrnyndamiðstöðin Myndás Laugarásvegi 1 Nú stendur yfir Ijósmyndasýning Jóns Arnar Bergssonar, Úr ýmsum áttum. Sýningin er opin mánud,- föstud. kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-16. Sýningunni lýkur fðstudaginn 31. maí. Nesstofusafn Neströð, Seltjarnarnesi Safnið er opið á sunnudögum, þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum kl. 13-17. Nýlistasafnið Vatnsstíg 3b Laugardaginn 1. júni kl. 15.00 verður opnuð sýning FJÖRVIT. Sýningunni lýkur 16. júní. Safnið er opið daglega frá kl. 14.00-18.00 og er aðgangur ókeypis. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11 í Hafnarfirði Sérstök sýning í tilefní þess að 220 ár eru nú liðin frá því að póstþjónusta á íslandi var stofn- sett. Sýningin verður opin næstu vikur á opn- unartíma safnsins en það er opið á sunnudög- um og þriðjudðgum kl. 15 til 18. Sýningin verð- ur opin næstu vikur. Aðgangur er ókeypis. Ráðhús Reykjavíkur Laugardaginn 1. júní opnar sýning á steindu gleri eftir Ingunni Benediktsdóttur. Stöðlakot Benedikt Gunnarsson opnar sýningu laugar- daginn 1. júní kl. 15.00 á pastelmyndum. Þjóðminjasafnið Opið alla daga nema mánud. frá kl. 11-17. Gallerí Úmbra Turnhúsinu Torfunni Amtmannsstíg 1 Þar er sýning á verkum bandariska Ijósmynd- arans Lauren Piperno. Á sýningunni eru verk úr Ijósmyndaséríu hennar „The Cigarette Giris" sem hlotið hefur verðskuldaða athygli á sýning- um í Bandaríkjunum og þarsem hún hefur birst í bókum eða tímaritum. Sýningin stendur til 5. júni og er opin þriðjudaga til laugardaga kl. 13-18 og sunnudaga kl. 14-18. Veitingahúsið „Laugavegi 22“ Þar er nú málverkasýning Siggu Völu. Veitingastaðurinn Á næstu grösum Laugavegi 20b Nú stendur yfir myndlistarsýning, 11 málverk, eftir Kristberg Ó. Pétursson. Kristbergur stund- aði nám í MHÍ og f Hollandi. Hann hefur tekið þátt í samsýningum heima og ertendis og hald- ið nokkrar einkasýningar. Veitingahúsið Samuraj 'Sýning stendur yfir á verkum eftir Tryggva Gunnar Hansen á veitingahúsinu Samuraj. Sýningin verður opin á afgreiðslutíma veitinga- hússins eitthvað fram á vorið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.