Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1996, Side 8
24
FÖSTUDAGBÉr 31. fíMí
ymi
Kjarvalsstaðir:
Náttúrusýn í
íslenskri
myndlist
Sýningin Náttúrusýn í íslenskri
myndlist verður opnuð á morgun,
laugardaginn 1. júní kl. 16 á Kjar-
valsstöðum
Alla þessa öld hafa íslenskir
myndlistarmenn unnið í nánu sam-
bandi við náttúruna en þó út frá
ólíkum forsendum. Þeir hafa ýmist
dregið upp raunsæja mynd af land-
inu, skapað út frá hughrifum nátt-
úrunnar, túlkað andblæ hennar,
líkt eftir aðferðum hennar eða
skráð virkni náttúrunnar á næsta
vísindalegan máta.
Á sýningunni verða dregnar fram
samræður íslenskra listamanna við
náttúruna og sýnd verk eftir Ás-
mund Sveinsson, Birgi Andrésson,
Eggert Pétursson, Finnu Birnu
Steinsson, Georg Guðna, Halldór
Ásgeirsson, Hrafnkel Sigurösson,
Hrein Friðfinnsson, Jóhann Eyfells,
Jóhannes Sveinsson Kjarval, Krist-
in E. Hrafnsson, Kristján Davíðs-
son, Kristján Steingrím Jónsson,
Nínu Tryggvadóttur, Ólaf Elíasson,
Pétur Eggertsson, Sigurð Guð-
mundsson, Svavar Guðnason og
Þórarin B. Þorláksson.
Á sýningunni er ætlunin að
stefna saman verkum eftir íslenska
listamenn sem hafa tekið höndum
saman við náttúruna, samsamast
henni eða notið hennar á einn eða
annan hátt.
Sýningarstjórar eru Gunnar B.
Kvaran og Kristín G. Guðnadóttir.
Sýningin verður í húsinu og
stendur frá 1. júní til 31. ágúst. Kjar-
valsstaðir eru opnir daglega frá kl.
10-18.
-SF
Minjasafnið
á Akureyri
Á morgun hefst sumaropnun
Minjasafnsins á Akureyri. Opið
verður alla daga frá kl. 11 til 17 fram
til 15. september. Ýmsir viðburðir
verða á vegum safnsins í sumar auk
sýninga.
í safninu eru varöveittir munir
og ljósmyndir sem tengjast lifnaðar-
háttum fyrri tíma á Akureyri og við
Eyjafjörð. Þær sýningar sem nú eru
í safninu eru Akureyri í Ijósmynd-
um, Sitt af hvoru tagi, Kirkjugripir
úr Eyjafirði, Prentverk á Akureyri
og Hér stóð bær. Einnig eru til sýn-
is textílar, útskurðargripir, þjóð-
búningar og kvenskart, borðbúnað-
ur og búsháhöld frá fyrri tímum.
Garðurinn við Minjasafnið er
fyrsta trjáræktarstöð landsins en
þar hófst ræktun árið 1899. Þar
stendur timburkirkja frá Svalbarði
við Eyjafjörð reist 1846. Kirkjan er
til sýnis þegar safnið er opið.
Frá æfingum á Galdra-Lofti.
DV-mynd GS
íslenska óperan:
Galdra-Loftur
Uppsetning íslensku óperunnar á
óperunni Galdra-Lofti er sennilega
einn af stærri viðburðum á dagskrá
Listahátíðar.
Fyrsta sýning er á morgun, 1.
júní, kl. 20. Einnig verða sýningar
4., 7„ 8., 11. og 14. júni á sama tíma.
Óperan Galdra-Loftur er byggð á
samnefndu leikverki eftir Jóhann
Sigurjónsson og einnig eru nokkur
ljóða hans ofin inn í óperuna.
Þetta er ástríðuþrungin saga um
þrá mannsins eftir hinu óþekkta og
hinu hættulega, saga af kukli við
óræð öfl og að lokum tortímingu
þess sem ekki nær að fóta sig á hin-
um hálu brautum mannshugans.
Hljómsveitarstjóri er Garðar Cort-
es og leikstjóri Halldór E. Laxness.
Galdra-Loftur er önnur ópera tón-
skáldsins, Jóns Ásgeirssonar, en sú
fyrsta, Þrymskviða, var flutt í Þjóð-
leikhúsinu árið 1974. -
Með hlutverk Lofts fer Þorgeir
Andrésson, Elín Ósk Óskarsdóttir
fer með hlutverk Steinunnar, Berg-
þór Pálsson með hlutverk Ólafs og
Þóra Einarsdóttir er Dísa.
Þá fer Loftur Erlingsson með
hlutverk andans og Bjarni Thor
Kristinsson gamla mannsins.
Ýmislegt í verki Jóhanns sem
tengist staðsetningu þess og tíma er
fellt burt en í staðinn er meginá-
herslan lögð á tilfinningaátök per-
sónanna.
Miðasala fer fram í íslensku ópe-
runni. Þar er opið frá kl. 15 til 19
alla daga nema mánudaga. -SF
Skógræktardagur
á Sólheimum
Árlegur skógræktardagur fer
fram á Sólheimum í Grímsnesi á
morgun, laugardag. íbúar og sum-
arbústaðaeigendur í Grímsnes-,
Laugardals-, Grafhings- og Bisk-
upstungnahreppi og allir aðrir
landsmenn eru boðnir velkomnir.
Dagskráin hefst kl. 13 með stað-
arskoðun. Vinnustofur og önnur
aöstaöa á Sólheimum verður
skoðuð undir leiðsögn. Klukkan
14 verður flutt erindi um lífræna
ræktun trjáplantna af Úlfari Ósk-
arssyni skógræktarfræðingi. Að
erindi loknu verður kafflsala.
Listhús Sólheima og verslunin
Vala eru opin milli kl. 13 og 18. í
Listhúsinu eru til sýnis og sölu
framleiðsluvörur vinnustaða Sól-
heima og listmunir handverks
fólks í hópi heimamanna.
Miðasala Listahátíðar
í Reykjavík 1996
Miðasala Listahátíðar er í Upp-
lýsingastöð ferðamála, Bankastræti
2,101 Reykjavik.
Miðasalan er opin virka daga frá
kl. 8.30 til 19, laugardaga og sunnu-
daga frá 10-19. Miðasala einstakra
atriða flyst á sýningarstað klukku-
tíma fyrir sýningu. Sími miðasölu
er 552 8588.
Miðar eru seldir á flest atriði í
miðasölunni en þó eru undantekn-
ingar á því. Miðar á Galdra-Loft eru
seldir í íslensku óperunni. Þar er
opið alla daga, frá kl. 15-19, nema
mánudaga.
Þá eru miðar á tónleika með Dav-
id Bowie seldir í hraðbönkum is-
landsbanka.
Lofið Guð í hans
helgidómi
Á sjómannadaginn verður guðs-
þjónusta í Hallgrímskirkju kl. 11.
Þar mun Mótettukórinn frum-
flytja nýtt verk eftir Hafliða Hall-
grímsson undir stjóm Harðar Ás-
kelssonar.
Innblástur í verkið er sóttur i tvö
vers eftir Hallgrím Péturssön og
gamalt ljóö eftir ókunnan höfund er
hefst á línunum: „Lofið Guð í hans
helgidóm hans kristnir menn á
jörð.“
Sjónvarpað verður frá athöfninni.
Myndlist frá Austur-
ríki
í vikunni var opnuð sýning í
Listasafni íslands með verkum eftir
tvo merkustu fulltrúa expressjón-
isma í Austurríki, þá Egon Schiele
og Arnulf Rainer.
Austurríkismenn sendu þessa
veglegu sýningu hingað og stendur
hún til 14. júlí.
Fjörvit
Sýning á verkum fjögurra er-
lendra myndlistamanna hefst í dag í
Nýlistasafninu. Þeir eru Dan Wol-
ger frá Svíþjóð, Carsten Höller frá
Þýskalandi, og systumar Irene og
Christine Hohenbuchler frá Austur-
ríki.
Hugmyndin að þessari sýningu er
komin frá Sigurði Guðmundssyni
myndlistarmanni og er hann jafn-
framt hugmyndasmiður sýningar-
skrár.
Sýningin stendur til 16. júní.
Benedikt Gunnarsson
Benedikt lauk námi frá Mynd-
lista- og handíðaskólanum árið 1954.
í dag hefst sýning á verkum hans í
Stöðlakoti og stendur hún til 17.
júní.
Hann hélt fyrstu einkasýningu
sina 1951 og sýndi þá nærri ein-
göngu óhlutbundin verk en færðist
svo hægt í átt til abstrakt ex-
pressjónisma.
í trúarlegum verkum hans má vel
sjá hin myndfræðilegu tengsl við
kjarna myndlistar hans.
Sýningin er opin frá kl. 14-18 alla
daga.
Hreinn Friðfinnsson.
Ljóðræn hugmynda-
list
Á morgim, sunnudag, hefst sýn-
ing á verkum Hreins Friðfmnsonar
í Gallerí Sólon íslandus.
Hreinn er einn af stofnendum
SÚM hópsins og hafa verk hans ver-
ið sýnd í helstu söfnum Evrópu.
Sýningunni lýkur 30. júní.
Norræna húsið
2. júní til 30. júní verður sýning á
verkum Karls Kvarans í Norræna
húsinu. Karl var einn af brautryðj-
endum strangflatarlistar á íslandi
og setti sterkan svip á íslenska
myndlist. Á sýningunni verða ein-
ungis myndir frá síðustu æviárum
Karls og hafa fæstar af þeim verið
sýndar áður.
Sýningin verður opin frá 14 til 19
daglega.
Gallerí Greip:
Snagar
Þessa dagana fer fram sýning í
Gallerí Greip á snögum í ýmsum
mismunandi útfærslum.
Form Island stendur fyrir sýning-
unni og er þetta samsýning 50 hönn-
uða og listamanna. Er henni ætlað
að sýna hversu mikil flölbreytni get-
ur búið í einfaldri og afmarkaðri
forsögn hönnunar.
Snagar eru afar notadrjúgir en
þeir geta einnig haft listrænt gildi.
Margir kjósa að líta á þá eingöngu
sem nytjahlut en þeir geta verið í
ýmsum útfærslum sem gefa þeim
sjálfstætt líf.
Þeir geta verið hreyfanlegir,
formfagrir, grófir eða jafnvel fyndn-
ir og allt þar á milli.
Þá eykur það mjög á fjölbreytni
sýningarinnar að sýnendurnir eru
frá ólíkum sviðum hönnunar, allt
frá arkitektum til grafískra hönn-
uða, ásamt nokkrum myndlistar-
mönnum.
Sýningin stendur til 16. júní og er
opið frá kl. 14 til 18 alla daga nema
mánudaga.
-SF
Snagi eftir Dag Hilmarsson.