Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1996, Page 2
22
MÁNUDAGUR 1. JÚLÍ
íþróttir_________________________________________________________________________________________ðv
Hart var barist í leik Keflavíkur og Maribor Branik. Þrátt fyrir nokkur góð marktækifæri var ekkert mark skoraö í
leiknum og leikmenn fóru ilia meö nokkur góö tækifæri. DV-mynd EJ
Inter Toto-keppnin í knattspyrnu:
Keflvíkingar
komu á óvart
- og náðu markalausu jafhtefli gegn Maribor
Óvænt úrslit
í 3. deildinni
Víöir-Grótta ..........3-1
Guðmundur Einarsson, Sigmar
Scheving og Þörvaldur Logason skor-
uöu fyrir heimamenn en Páll Líndal
svaraði fyrir Gróttu.
Ægir-Reynir S. 2-1
Halldór Páil Kjartansson og Haraldur
Jóhannsson skoruðu fyrir Ægi og
tryggðu þar meö dýrmæt stig en
Trausti Ómarsson skoraði fyrir
Reyni.
Þróttur N.-Dalvik 5-2
Jón Ingi Ingimarsson skoraði eitt en
Óli Stefán Flóventsson og Marteinn
Hilmarsson skiptu meö sér hinum
fjórum fyrir Þróttara en Grétar Stein-
dórsson og Jón örvar Eiríksson'skor-
uðu fyrir Dalvíkinga.
HK-Selfoss 4-3
Stefán Guðmundsson, ívar Jónsson,
Ólafur Már Sævarsson og Tryggvi
Valsson tryggðu Kópavogsbúum sig-
ur í bráðfjörugum leik.
Höttur-Fjölnir 3-3
Sigurður Magnússon, Albert Jensson
og Sigurður Valur Árnason skoruðu
fyrir Hött en Þórður Jónsson skoraöi
tvö fyrir Fjölni og Ólafur Sigurðsson
eitt.
Staða n
Víðir 6 4 0 2 17-11 12
Reynir S. 6 3 2 1 19-9 11
Dalvík 6 3 2 1 18-n H
Þróttur N. 6 3 12 15-12 10
HK 6 3 0 3 11-14 9
Ægir 6 2 13 10-8 7
Fjölnir 6213 13-16 7
Selfoss 6212 12-16 7
Grótta 6 12 3 12-14 6
Höttur 6 12 3 11-21 5
Úrslit í 4. deild
Smástund-Bruni ............10-2
ÍH-Afturelding..............3-4
Ármann-TBR..................2-2
Skautafélag R.-Haukar ......0-7
Kormákur-SM.................1-5
Tindastóll-Magni ...........1-1
KS-Neisti H.................6-0
KSÁÁ-GG.....................1-0
Njarðvík-Framherjar.........3-1
Léttir-HB ..................3-0
Geislinn-Emir í............10-3
Höröur-Reynir Hn...............
Huginn-KVA..................0-3
Sindri-Einherji.............5-2
Volkers bjargað
úr banninu
Ástralski sundþjálfarinn Scott
Volkers mun mæta á ólympíu-
leikana en lengi vel leit út fyrir
að hann yrði í banni vegna dóms
sem hann hlaut fyrir að gefa
heimsmeistaranum Samönthu
Riley ólögleg lyf.
Volkers fékk á sínum tíma
eins árs hann en um helgina
mildaði dómstóll í Sviss dóminn
niður í 5 mánuði og þvi verður
Volkers mættur til Atlanta en
hann losnaði úr banninu í gær.
-SK
Emil til Fenerbache
Búlgarski landsliösmaöurinn
Emil Kostadinov hefur skrifað
undir eins árs samning við tyrk-
nesku meistarana Fenerbache.
Hann var seldur frá Porto en
var I láni hjá Bayem Múnchen.
-SK
DV, Suðurnesjum:
„Þetta var dúndurleikur og við
spiluðum virkilega vel. Það er langt
síðan ég hef séð svona skemmtileg-
an leik. Ég er svekktur yfir því að fá
ekki öll stigin en ég reiknaði reynd-
ar ekki með þeim möguleika fyrir
leikinn," sagði Kjartan Másson,
þjáifari Keflvíkinga, eftir jafntefli
Keflvíkinga og slóvenska liðsins
Maribor Branik í Toto-keppninni á
laugardagskvöld.
Keflvíkingar geta nagað sig í
handarbökin því þeir fengu gullin
tækifæri í leiknum til að tryggja sér
sigurinn. Þrátt fyrir það átti lið
Keflavíkur mjög góðan dag og leik-
menn liðsins komu til þessa leiks
með réttu hugarfari.
„Ég er ekki ánægður með suma af
mínum mönnum. Við getum spilað
mun betur en við gerðum að þessu
sinni,“ sagði Bojan Prasnikar, þjálf-
ari Maribor Branik, eftir leikinn
gegn Keflvíkingum.
„Keflvíkingar léku mjög sterkan
og aðgerðamikinn bolta. Þeir voru
harðir í öllum sínum tæklingum og
börðust af gríðarlegum krafti,
miklu meiri krafti en mínir menn.
Við komum ekki til íslands til að ná
jafntefli. Þvert á móti lögðum við
allt kapp á að fara héðan með öll
stigin en þvi miður tókst það ekki.
Úrslitiri voru sanngjöm og bæði lið
fengu nokkur góð marktækifæri
sem ekki tókst að nýta,“ sagði
Prasnikar. Að hans dómi voru
Kristinn Guðbrandsson og Ólafur
Gottskálksson bestir hjá Keflavík.
-SK/-ÆMK
Allar vildu
meyjarnar
eiga hann
Austuríski tennisleikarinn
Thomas Muster er óhemju vin-
sæfl í heimalandi sínu og ekki
síst á meðal kvenna.
Nýlega var gerð könnun á
meðal kvenfólks í Austurríki á
vegum tennistímarits og á meðal
spurninga var þessi: Með hverj-
um vilt þú helst eignast bam?
207 þúsund konur greiddu
Muster atkvæði sitt en kvenfólk
í Austurríki er um 3 milljónir.
Muster hafði mikla yfirburði í
könnuninni og kappar eins og
Amold Swarzenegger voru hon-
um langt að baki.
Muster er ekki á meðal kepp-
enda á Wimbledon-mótinu sem
nú stendur yfír. Ekki er annað
vitaö en hann ætli að halda
áfram í tennis. Það er hins vegar
ljóst að ef hann hefúr áhuga þá
getur hann haft nóg að gera í
heimalandi sínu.
-SK
„Verð drepinn
ef ég keppi
ekki á ÓL“
Annar þekktur tennisleikari
var í sviösljósinu um helgina,
Svisslendingurinn Marc Rosset.
Rosset varð ólympíumeistari í
Barcelona árið 1992. Hann telur
ekki annað koma til greina en að
mæta til Atlanta og verja titil-
inn:
„Ef ég myndi ekki mæta tO
Atlanta yrði ég drepinn af lönd-
um mínum. Ég er dauður maður
í Sviss ef ég fer ekki. Ég myndi
alls ekki eiga afturkvæmt tfl
Sviss og mér yrði ekki hleypt
inn í landið ef ég keppti ekki i
Atlanta," sagði Rosset.
-SK
Tanui missti
af Atlanta
Hinri heimsþekkti langhlaup-
ari, Moses Tanui frá Kenía, verð-
ur ekki á meðal keppenda í
10.000 metra hlaupinu.
Tanui hætti keppni í 10.000
metrunum á úrtökumóti
Keníubúa um helgina: „Ég gat
bara ekki haldið áfram vegna
meiðsla í fæti. í dag langar mig
ekki á ólympíuleikana. Ég verð
að ná mér af meiðslunum og
reikna ekki með að mæta aftur
tO leiks fyrr en á næsta ári,“
sagöi Tanui í gær.
•ðK
Surin skaut
þeim bestu
skelk í bringu
Kanadamaðurinn Bruny Sur-
in náði góöum tíma og sigraði í
100 metra hlaupi á Grand Prix
móti í frjálsum íþróttum í París
um helgina.
Surin hljóp á 10,03 sekúndum
en heimsmeistarinn Donovan
Bailey, landi Surins, varð annar
á 10,04 sekúndum og Bretinn
Linford Christie þriðji á 10,05
sekúndum.
Heimsmethafmn, Bandai-íkja-
maðurinn Leroy Burrell, varð
aðeins sjötti í hlaupinu og var
lengi á leiðinni, kom í mark á
10,13 sekúndum. Heimsmet hans
er 9,85 sekúndur
„Ég er mjög ánægður með það
hve ég og Donovan erum í góðri
æfingu þegar skammt er til leik-
anna í Atlanta. Það lítur út fyrir
að við getum gert góða hluti þar
og að Kanada komi mikiö viö
sögu,“ sagði Surin. -SK
Vítaspyrnukeppnirnar á EM 1996:
Hreinsa þarf fótboltann
af þessum ófögnuði
Evrópukeppninni í knattspymu
er lokið. Einkum er það þrennt
sem situr eftir í huganum er litið
er yfir keppnina. I fyrsta lagi allar
vítaspyrnukeppnirnar, í öðru lagi
frábær frammistaða Tékklendinga
og að endingu gott gengi enska
landsliðsins.
Fyrst um vítaspymukeppni. Það
er með hreinum ólíkindum að
leikir á stórmóti, sem Evrópu-
keppnin óneitanlega er, skuli enda
með þessum ósköpum. Betra liðið
sigrar ekki heldur það sem hefur
heppnina með sér í það og það
skiptið. Knattspyrnumenn geta
verið snjallir og í fremstu röð en
ekki verið frambærilegar vita-
skyttur og öfugt.
Eilíf vítaspyrnukeppni vár mjög
dökkur blettur á þessari annars
skemmtilegu keppni. - Það getur
varla skaðað íþróttina að fáist
ekki úrslit eftir framlengingu leiki
viðkomandi lið að nýju. Það hljóta
allir að hagnast á því. Tökum sem
dæmi leik Englands og Þýskalands
í undanúrslitunum. Það hefði ekki
verið amalegt að fá annan leik á
milli þessara þjóða. Viðureign
þjóðanna vakti heimsathygli, var
án vafa langbesti leikur mótsins
og því hefði verið gott fyrir alla að
fá annan leik. í stað þess þurftu
skjálfandi hetjumar að bíða örlaga
sinna og komast að því hvort þær
ynnu í happadrættinu eða ekki.
Vítaspyrnukeppni hefur jú ekkert
með getu í knattspymu að gera.
Seigir Tékklendingar
Tékklendingar komu mjög á
óvart á mótinu, þrátt fyrir að
Tékkar hafi hér á árum áður verið
mikil íþróttaþjóð og átt marga af-
reksmenn á hinum ýmsu sviðum
íþróttanna.
Auðvitað voru Tékklendingar
heppnir að komast í úrslitaleikinn
eftir sigur í vítaspyrnukeppni
gegn hinu merka franska liði.
Hinu er þó ekki hægt að mótmæla
að Tékkar vom með eitt skemmti-
legasta lið keppninnar. Frakkar
töldu sig aftur á móti geta verið án
Cantona og Ginola en vitanlega
gekk það ekki upp.
Enn einn sigurinn
Ensk knattspyrna vann enn
einn sigurinn á mótinu. Þegar á
leið mótið sýndi enska liðið hvað í
þvi býr og sigurinn gegn Hollend-
ingum var sérlega glæsilegur.
Frammistaða Englands á mót-
inu var enn ein rósin í hnappagat
enskrar knattspymu. Og ljóst er
að skemmtilegasta og besta knatt-
spyrnan á næstu árum verður
leikin í Englandi. Þar eru að
safnast saman allir bestu
knattspyrnumenn heims. -SK