Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1996, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1996, Síða 6
26 MÁNUDAGUR 1. JÚLÍ 1996 Iþróttir Kynbótahrossa- aðallinn mætir á Hellu Meirihluti hæst dæmdu kynbóta- hrossa á árinu 1996 kemur fram á fjóröungsmótinu á Hellu sem hefst næstkomandi miövikudag en lýkur á sunnudaginn. Flest hrossanna verða sýnd sem kynbótahross en nokkur keppa sem gæðingar. Tveir hæst dæmdu stóðhestamir í 6 vetra flokknum: Galsi frá Sauð- árkróki og Hlekkur frá Hofi, eiga ekki keppnisrétt en stóðhestar í níu næstu einkunnasætum eiga rétt á að mæta. Logi frá Skarði verður sennilega sýndur í kynbótasýningu en Óður frá Brún í gæðingakeppninni. í A-flokki gæðinga eru skráðir að minnsta kosti ellefu stóðhestar og munu flestir koma. Fróðlegt verður að sjá viðureign Kolfinns frá Kvíarhóli, sem keppir fyrir Ljúf, Seims frá Sveinatungu, sem keppir fýrir Geysi, Hjörvars frá Ketilsstöðum, sem keppir fyrir And- vara, og Óðs frá Brún sem keppir fyrir Fák. Fyrsta einkunnin í töflunum hér, sem sýna hæst dæmdu einstakling- ana í hverjum flokki til þessa á kyn- bótasýningum í sumar, er fyrir byggingu, sú næsta fyrir hæfileika og loks kemur aðaleinkunnin. Við- miðunareinkunn á fjórðungsmót er 8,05. Ekki verður hreyft við byggingar- einkunn hrossanna; slíkt er bannað samkvæmt nýju dómsreglunum. 6 vetra stóðhestar Galsi frá Sauðárkróki 7,87 9,01 8,44 Hlekkur frá Hofi 7,98 8,84 8,41 Logi frá Skarði 8,23 8,57 8,40 Óður frá Brún 7,78 8,90 8,34 Sjóli frá Þverá 8,13 8,52 8,32 Eydís frá Meöalfelli er hæst dæmda kynbótahrossiö á fjóröungsmótinu á Hellu. Knapi er Einar Ö. Magnússon DV-mynd E.J. 5 vetra stóðhestar Kormákur frá Flugumýri kemur ekki á fjórðungsmótiö en hestamir í fjórum næstu sætum eiga þátttöku- rétt og eftir þvi sem best er vitað koma þeir allir. Viðmiðunareinkunn á fjórðungs- mót er 7,95 Kormákur frá Flugumýri 8,19 8,30 8,24 Skinfaxi frá Þóreyjarnúpi 7,97 8,37 8,17 Valberg frá Amarstöðum 8,21 8,12 8,16 Ásaþór frá Feti 8,28 8,03 8,15 Frami frá Ragnheiðarstöðum 8,36 7,89 8,12 4 vetra stóðhestar Fengur frá íbishóli er skráður fyrir norðan og kemur ekki en ailir hinir fjórir eiga þátttökvu-étt. Viðmiðunareinkunn á fjórðungs- mót er 7,85 og eiga keppnisrétt ell- efu af þeim fjórtán stóðhestum sem hafa náð þeirri aðaleinkunn í sum- ar. Hamur frá Þóroddstöðum 8,26 8,21 8,23 Fengur frá íbishóli 7,95 8,03 7,99 RoðifráMúla 8,10 7,85 7,99 Eiður frá Oddhóli 8,18 7,76 7,97 Straumur frá Hóli 7,96 7,97 7,96 6 vetra hryssur Tíu hæst dæmdu hryssur lands- ins era skráðar í eigu hrossarækt- enda á Suðurlandi og eiga þátttöku- rétt á fjórungsmótinu. Vitað er að Lukka frá Víðidal, sem keppir fyrir Gust, og Kórína frá Margir hestamenn kannast viö Reyni Aöalsteinsson á Sigmundarstööum í Borgarfiröi. Nú hefur annar Reynir Aöalsteinsson vakið athygli í hestageiranum. Hann býr einnig á Vesturlandi og gerir út frá Akranesi. Reynir yngri er sonur Aöalsteins Aöalsteinssonar, sem var tamningamaöur hjá Reyni á Sigmundarstöðum er Reynir yngri fæddist og nefndi hann í höfuöið á þeim eldri. Hér sjást þeir saman á kynbótahrossasýningu í Borgarfirði. DV-mynd E.J. Tjamarlandi, sem keppir fyrir Geysi, munu keppa í gæðingakeppn- inni. Viðmiðvmareinkunn á fjórðungs- mót er 7,95 Eydís frá Meðalfelli 7,91 8,93 8,42 Randalín frá Torfastöðum 8,40 8,39 8,39 Lukka frá Víðidal 7,81 8,95 8,39 Kórína frá Tjarnarlandi 8,25 8,50 8,37 Fjöður frá Sperðli 7,87 8,75 8,31 5 vetra hryssur Tvær af þremur hæst dæmdu 5 vetra hryssum landsins, Þíða og Þröm, em frá Hólum í Hjaltadal og verða ekki sýndar á fjórðungsmót- inu á Hellu. Þrátt fyrir það er hóp- urinn föngulegur og eiga keppnis- rétt ellefu af fimmtán hryssum sem hafa náð 8,00 eða meira í aðalein- kunn á sumrinu. Viðmiðunareinkunn á fjórðungs- mót er 7,85 Þíða frá Hólum 8,31 8,25 8,28 Hera frá Herríðarhóli 8,20 8,16 8,18 Þröm frá Hólum 7,97 8,37 8,17 Þöll frá Vorsabæ 8,21 8,14 8,17 Elding frá Víðidal 7,89 8,39 8,14 4 vetra hryssur Einungis þrjár hryssúr hafa náð 8,00 eða meira í aðaleinkunn í 4 vetra flokknum í sumar og eiga all- ar þátttökurétt á fjórðungsmót. Viðmiöunareinkunn á fjórðungs- mót er 7,75. Vigdís frá Feti 8,11 8,03 8,07 Hrafntinna frá Sæfelli 8,16 7,94 8,05 Birta frá Hvolsvelli 7,97 8,10 8,03 E.J. Afkvæmahross: Laug’ arvatns- hross efst til heiðurs- verð- launa Þrjú hross verða sýnd til heið- ursverðlauna fýrir afkvæmi á fjórðungsmótinu á Hellu, einn stóðhestur og tvær hryssur. Tveir stóðhestar og sex hryss- ur verða sýnd til 1. verðlauna fyrir afkvæmi og einn stóðhest- ur til 2. verðlauna fyrir af- kvæmi. Staða hrossanna er ljós og er farið eftir kynbótaspá þeirra eft- ir dóma í vor. Afkvæmin verða ekki dæmd sérstaklega á Hellu til að bæta stööu foreldranna. Angi eini heiöursverö- launahesturinn Fjórir stóðhestar verða sýndir með afkvæmi á fjórðungsmótinu á Hellu. Angi frá Laugarvatni, undan Öngli frá Kirkjubæ og Sif frá Laugarvatni, í eigu Hrossarækt- arsambands Suðurlands, er sýndur til heiðursverðlauna. Angi er með 129 stig í kynbóta- spá fyrir 60 dæmd afkvæmi. Orri frá Þúfu, undan Otri frá Sauðárkróki og Dömu frá Þúfu, í eigu Indriða Ólafssonar, er með dúndrandi stöðu til 1. verðlauna og er með 139 stig í kynbótaspá fyrir 39 dæmd afkvæmi. Piltur frá Sperðli, undan Stíg frá Kjartansstöðum og Perlu frá Kaðalsstöðum, í eigu Pilts sf., er einnig sýndur til 1. verðlauna. Piltur er með 123 stig í kynbóta- spá fyrir 43 dæmd afkvæmi. Platon frá Sauðárkróki, undan Fáki frá Sauðárkróki og Freyju frá Ögmundarstöðum, í eigu Páls Skúlasonar, er sýndm- til 2. verð- launa fyrir afkvæmi. Hann er með 119 stig í kynbótaeinkunn fyrir dæmt 31 afkvæmi. Glíma ofar heiöursverð- iaunahryssum Glíma frá Laugarvatni, undan Dreyra frá Álfsnesi og Sjöfh frá Laugarvatni, í eigu Bjama Þor- kelssonar, stendur ofar þeim tveimur sem sýndar em til heið- ursverðlauna. Glíma er með 126 stig í kynbótaspá fyrir 6 dæmd afkvæmi. Brana frá Kirkjubæ, undan Glóblesa frá Hindisvík og Glennu frá Kirkjubæ, í eigu Kirkjubæjarbúsins, er með 124 stig í kynbótaspá fyrir 8 dæmd afkvæmi. Gola frá Brekkum, undan Hrafni frá Holtsmúla og Ör frá Hellulandi, í eigu Sigurbjöms Bárðarsonar og Fríðu H. Stein- arsdóttur, stendur efst hryssna með 1. verðlaun fyrir afkvæmi. Gola er með 119 stig í kynbót- aspá fyrir 4 dæmd afkvæmi. Perla frá Kjartansstöðum, undan Feng frá Sauðárkróki og Brúnku frá Teigi, í eigu Gúðrún- ar L. Ágústsdóttur, er í öðra sæti með 119 stig.í kynbótaspá fyrir 6 dæmd afkvæmi. Blíöa frá Gerö- um, undan Ófeigi frá Flugumýri og Gerplu frá Kópavogi, í eigu Magnúsar Einarssonar, er í þriðja sæti 1. verðlauna hryssna með 118 í kynbótaspá fyrir 5 dæmd afkvæmi. Dúna frá Stóra-Hofi er í 4. sæti með 118 stig fyrir 5 dæmd af- kvæmi, Gyðja frá Gerðum í 5. sæti með 117 stig fyrir dæmd 4 afkvæmi og í 6. sæti er Blíða frá Kálfholti með 116 stig fyrir 4 dæmd afkvæmi. E.J.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.