Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1996, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 1. JÚLÍ1996 27 dv____________________________________________________________________________________________íþróttir Evrópubikarkeppnin í frjálsum íþróttum kvenna: Árangur Guðrúnar stendur upp úr -tvö íslandsmet féllu í boöhlaupum “Það er engin spurning að þetta er sterkasta mót sem islenskt landslið hefur tekið þátt í og stelpurnar eru að skila sínu besta eða nálægt sínu besta. Það má þvi segja að ég hafi ekki orð- ið fyrir vonbrigðum með neitt og stelpurnar stóðu sig allar frábærlega vel,” sagði Kristján Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í frjálsum íþróttum að loknu Evrópubikarkeppn- inni í Bergen á laugardag. “Það sem stendur upp úr frá þessu móti er náttúrlega árangur Guðrúnar Arnardóttur og ís- landsmetin tvö þar sem við erum að stinga þjóð- ir eins og Norðmenn og Dani af,” sagði Kristján. Litlir möguleikar á að halda sér uppi Það var ljóst frá upphafi að möguleikar ís- lenska liðsins á því að halda sér í 1. deild Evrópu- bikarsins voru ekki miklir. Á mótinu voru mjög sterkar þjóðir, m.a. Rúmenar og Svisslendingar. AUir þeir einstaklingar sem urðu í fyrstu tveim- ur sætum á mótinu eru á leið til Atlanta til að taka þátt í ólympíuleikunum og nokkrir þeirra koma örugglega til með að stíga þar á verðlauna- pall. T.d. má nefna að rúmanska stúlkan Felisia Tilea kastaði spjótinu 69,26 metra, sem er besti árangur í heiminum í dag . Árangur Guðrúnar Arnardóttur í 100 og 400 metra grindahlaupi var glæsilegur. Hún náði mjög góðum tímum í báðum hlaupunum og sér- staklega vekur árangur hennar í 400 metrunum athygli þar var hún að reyna nýja tækni sem felst í því að taka færri skref en áður á milli grinda og þrátt fyrir að hafa hrasað tvívegis um grindurn- ar þá náði hún ööru sætinu næst á eftir Ionela Tirlea frá Rúmeníu sem hljóp í úrslitum síðasta heimsmeistaramóts. Spretthlaupssveitin stóð sig jafnframt frábær- lega. Tvö íslandsmet féllu, hún hljóp 4x100 á 46,43 sem er bæting um rúm 7 sekúndubrot og 4x400 m bættu þær um tæpar tvær sekúndur, hlupu þá á 3.38,96 mínútum. Til stóð að Martha Ernstdóttir hlypi 5000 og 3000 m en er ljóst varð að hún náði ekki lágmark- inu í 5000 m hlaupinu, sem er 16 mínútur sléttar, þá var ákveðið að hún freistaði þess að ná því á Bislett-leikunum sem fara fram í Ósló á föstudag. Martha hljóp vegalengdina á 16.00,76 og á því möguleika á að ná lágmarkinu í Ósló. En nneðsta sætið í keppninni og fall í 2. deild er hlutskipti íslenska liðsins auk þess sem Danir falla. Rúmenar urðu sigurvegarar mótsins og flytjast í úrvalsdeild Evrópubikarsins. Stelpurnar stóðu sig með sóma “Mér fannst stelpurnar standa sig með sóma og þetta er allt annað að keppa í 1. deild heldur en 2. deild. Við erum að glíma við allt aðrar tölur heldur en við erum vanar en þetta var mikilvæg reynsla. Það var ánægjulegt að fá met í boðhlaup- unum og Martha var skuggalega nálægt að ná Olympíulágmarkinu.,” sagði Þórdís Gísladóttir, fyrirliði íslenska liðsins. -ih íslenska kvennaliðið slappar af að aflokinni keppni í Bergen um helgina. Á myndinni eru Dóra Gunnarsdóttir fararstjóri, Sigríður Guðjónsdóttir, Birna Björnsdóttir, Þórdís Gísladóttir, fyrirliði íslenska liðsins, og Helga Halldórsdóttir. - DV mynd/ih Arangur íslenska liðsins: Vigdís Guðjónsdóttir kastaði 46,52 metra í spjótkasti og varð í 8. sæti. Felisia Til- ea frá Rúmeníu kastaði 69.26 metra sem er besti árangur i heiminum í dag. Hanna Lind Ólafsdóttir kastaði kringlu 41,68 metra og varð í 7. sæti. Nicoleta Grasu (Rúmeníu) kastaði 64,64. Sigríður Guðjónsdóttir varð áttunda i þrístökki, stökk 12,44 metra. Rodica Mateescu (Rúmeníu) sigraði en hún stökk 14,34 metra. Guðún Arnardóttir varö önnur i 400 metra grindahlaupi á 55,79 sek. Ionela Tirlea sigraði á 55,61. Geirlaug Geirlaugsdóttir hljóp 100 metra á 12,14 sek. og varð í 6. sæti. Sigúrvegari varð Sanna Heemesniemi (Finnlandi) á 11,75. Bima Bjömsdóttir fór 800 metra á 2.19,10 og varð áttunda. Malin Ewerlöf frá Svi- þjóð sigraði á 2.01,75. Helga Halldórsdóttir hljóp 400 metra á 55,56 sek. og varð sjötta. Corrine Sima- sotchi frá Sviss vann á 53,20 sek. Martha Emstdóttir varð sjöttaa i 5000 metra hlaupi á tímanum 16.00,76 en Stela Oltenau, Rúmeníu, sigraði á 15.31,53 mín- útum. íslenska boðhlaupssveitin setti íslands- met i 4x100 metra hlaupi á timanum 45,71 sek. en finnska sveitin sigraði á 44,43 sek- úndum. Guðrún Arnardóttir varð þriðja í 100 metra grindarhlaupi á 13,22 sek. Lena Reimann frá Noregi sigraði á 13 sekúnd- um sléttum. Sunna Gestsdóttir hljóp 200 metra á 24,44 og varð sjötta. Sanna He4mesniemi, Finnlandi, hljóp á 23,47 sekúndum. Boðhlaupssveitin setti annað íslandsmet í 4x400 metmm fór á tímanum 3.38„96 og varð i 7. sæti en svissneska sveitin hljóp á 3..34,23. Fríða Rún Þórðardóttir hljóp 1500 metra á 4.33„77 og varö áttunda. Ewerlöf frá Svíþjóð sigraði á 4.07,28 mínútum. Fríða hljóp einnig í 3000 metrunum og varð áttunda á 10.10,46 en Annemari Sandell, Finnlandi, fór á 8.48,36. Sigríður Guðjónsdóttir stökk 5,68 metra í langstökki og varð áttunda en Renata Nielsen, Danmörku, stökk 6,69 metra. Þórdís Gísladóttir varð sjöunda í há- stökki, fór yfir 1,83 metra en Siegelinda Cadusch, Sviss, stökk 1,89 metra. Guðbjörg Viðarsdóttir kastaði kúlu 11,76 metra og varö áttunda en Zabaawska frá Póllandi kastaði kúlunni 17,49 metra. Lokastaðan: Rúmenía 101 stig, Sviss 92 stig, Pólland 89 stig, Finnland 88 stig, Svíþjóð 77 stig, Noregur 69 stig, Danmöörk 56 stig og Is- land 40 stig. NBA-fréttir: 18ára ogval- dir í NBA Kobe Bryant og Jermaine O’Neal eru ekki nema 18 ára gamlir og þeir eru á leiðinni inn í NBA, Bryant var númer 13, val- inn af Charlotte Hornets, og O’Neal fer til Portlands og var númer 17 í röðinni. Bryant spilaði fjögur ár með Lower Merion High School í Pennsylvaniu. „Mér finnst það mjög mikilvægt fyrir hvern og einn að velja það sem er best fyr- ir þá og í þessu máli studdi fjöl- skyldan mig 110%,“ sagði þessi öflugi leikmaður sem skoraði að meðaltali 30,8 stig, átti 6,5 stoðsendingar, 4,0 stolna bolta og 3,8 varin skot í hverjum leik. Hann skoraði 2883 stig á þessum fjórum árum og er það betri ár- angur en hjá Wilt Chamberlain. O’Neal spilaði með Eau Claire High School í S-Karólínu, varði 5.2 stig, skoraði 22,4 stig og átti 12.2 fráköst að meöaltalj í leik. Chicago Bulls völdu Knight NBA-meistararnir í Chicago Bulls völdu Connecticut miöherj- ann, Travis Knight, en hann var sá 29. í röðinni. Hann skoraði að meðaltali 11,7 stig, átti 5,3 fráköst og 2,3 varin skot í leik. Það gæti farið svo að Knight yrði þriðji mið- herjinn í staðinn fyrir James Ed- wards eða þá að hann yrði send- ur til útlanda til að öðlast reynslu. Robinson spilar ekki Framherji Milwaukee Bucks, Glenn Robinson, spilar ekki með Dream Team III á ólympíuleik- unum í Atlanta sökum meiösla. Sá sem kemur inn fyrir Robin- son verður valinn í vikunni og er líklegast að það verði Shawn Kemp sem leikur með Seattle. Liðið lítur þá svona út: miðherj- arnir Shaquille O’Neal, Hakeem Olajuwon og David Robinson, framherjamir Karl Malone, Scottie Pippen, Grant Hill og síð- an varamaður Robinsons, bak- verðirnir Penny Hardaway, Reggie Miller og John Stockton en þjálfari landsliðsins er Lenny Wiikens, þjálfari Atlanta, sigur- sælasti þjálfari NBA frá upphafi. Nýliðavalið í NBA1996 1. Philadelphia - Allen Iverson, bak- vörður frá Georgetown. 2. Toronto - Marcus Gamby, miöherji frá Massachusetts. 3. Vancouver - Shareef Abdur-Ra- hhn, framherji frá Kaliforníu. 4. Milwaukee - Stephon Marbury, bakvörður frá Georgia Tech (skiptu á valrétti við Minnesota). 5. Minnesota - Ray Allen, bakvörður frá Connecticut (Minnesota fær einnig fyrsta valrétt Milwaukee næst). 6. Boston - Antoine Walker, fram- herji frá Kentucky (skiptu viö Dallas). 7. LA Clippers - Lorenzen Wright, miöherji/framherji frá Memphis. 8. New Jersey - Kerry Kittíes, bak- vörður frá Villanova. 9. Dallas - Samaki Walker, framherji frá Louisville. 10. Indiana - Erick Dampier, miðherji frá Mississippi (skiptu við Denver). 11. Golden State - Todd Fuller mið- herji/framherji frá North Carolina. 12. Cleveland - Vitaly Potapenko, miðheiji frá Wright State (skiptu við Washington). 13. Charlotte - Kobe Bryant, bakvörð- ur frá Lower Merion HS. 14. Sacramento - Predrag Stojakovic, framherji frá PAOK, Grikklandi. 15. Phoenix - Steve Nash, bakvörður frá Santa Clara. -JGG Barkley og Olajuwon saman í Houston? - Perry með Barkley til Houston og Phoenix fær Robert Horry og Sam Casell Stjörnuleikmaður Phoen- ix Suns, Sir Charles Barkley, gæti verið á leið- inni til Hakeem Olajuwon og félaga í Houston Rockets. Samkvæmt The New York Daily News hafa fé- lögin tvö náð samningum um að Barkley og Elliot Perry fari til Houston í staðinn fyrir Robert Horry og Sam Cassell. Houston er ekki eina lið- ið sem vill fá Barkley því Dallas bauð víst Jim Jackson og fyrsta valrétt í nýliðavalinu fyrir hann og New York Knicks og Indi- ana hafa líka boðið í kapp- ann. Þessi 33 ára gamla stjarna hefur spilað 12 tímabil í NBA og síðustu Qögur með Phoenix en fyrstu átta tímabilin lék hann með Philadelphiu. Barkley var síður en svo ánægður með sína menn eftir síðasta tímabil og vill hann ólmur komast i lið sem á meiri möguleika á að verða meistari en Barkley hefur aldrei náð því tak- marki. -JGG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.