Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1996, Page 8
28
MÁNUDAGUR 1. JÚLÍ
Iþróttir
Þeir eru frægir fyrir sín skemmtiiegu „fögn“ og hér eru Eyjamenn að fagna markinu sem Leifur Geir skoraði en hann
liggur fyrir framan féiaga sína. Því miður fyrir strákana sigruðu Grindvíkingar, 3-2, í hörkuleik. DV-mynd EJ
Grindavík skellti
Eyjamönnum
- ÍBV komst í 0-2 en svo hrukku heimamenn í gang
Leikurinn var í 5. umferð en hon- með tveggja mínútna millibili í upp-
um var frestað vegna veðurs. Grind- hafl leiksins en góð barátta liðs-
víkingar halda áfram að koma á heildar Grindvíkinga náði að koma
óvart í deildinni og þessi stig voru liðinu inn í leikinn að nýju.
þeim kærkomin í baráttuna sem „Við eigum fyrstu 25 mínúturnar
fram undan er, en stemningslið og síðan hleypum við þeim inn í
Eyjamanna virðist slá út þegar tek- leikinn. Eftir að þeir jöfnuðu hefði
ur að líða á leikinn. sigurinn getað lent hvorum megin
Það er ekki hægt annað en að sem Var. Þetta V£ir ekki nógu gott
hrósa Grindvíkingum fyrir góða hjá okkur en það er húið að vera
frammistöðu og var allt annað að mikið að sem við verðum bara að
sjá til liðsins en þegar það tapaði vinna okkur út úr,“ sagði Atli Eð-
illa fyrir KR-ingum á dögunum. • valdsson, þjálfari Eyjamanna.
Eyjamenn náðu að skora tvö mörk -ÆMK
Óli Þór hættur
í Keflavík
Óli Þór Magnússon er hættur í
liði Keflavíkur og í samtali við
DV sagðist hann vera að hætta
af persónulegum ástæðum og að
hann væri óánægður með að
hafa ekki fengið nóg af tækifær-
um með liðinu.
Samkvæmt heimildum DV
hefur Óli ekki komið inn á nema
í tveimur leikjum sem varamað-
ur og hann var ekki i 16 manna
hópi Keflvikinga í síðasta leik
þeirra gegn Breiðabliki.
Töpuöu báðum
stórt
íslenska kvennalandsliöið í
knattspyrnu spilaði tvo leiki við
Þjóðverja um helgina og töpuðu
þær samanlagt 11-0.
Fyrri leikurinn var haldinn í
Mannheim en sá seinni í
Pforzheim.
Þýskaland-ísland.............&-0
Þýskaland-ísland.............3-0
Ari á Skagann?
Ari Gunnarsson, sem lék á síð-
asta vetri meö Borgnesingum í
úrvalsdeildinni í körfuknattleik,
hefur að undanfömu æft með
liði Skagamanna. Ari hefur ekki
skrifað undir félagaskipti en for-
ráðamenn ÍA eiga von á því að
Ari leiki með þeim á næstu leik-
tíð og leiki þá með fyrrum félaga
sínum, Alexander Ermonlinski,
sem skrifaði undir tveggja ára
samning við Skagamenn í síð-
ustu viku. Ermonlinski mun
þjálfa og leika á Skaganum.
Einnig er vonast til þess að Har-
aldur Leifsson komi aftur í slag-
inn og þá verður liö Skaga-
manna geysisterkt. Auk þess eru
Skagamenn að leita að útlend-
ingi fyrir liðið og verður það al-
hliða leikmaður og gæti alveg
eins farið svo að sá leikmaður
kæmi frá austantjaldslandi.
Dýfinganámskeið
Að frumkvæði nokkurra fram-
takssamra ungra Reykvíkinga
verður í sumar haldið námskeið
í dýfmgum í Sundhöll Reykja-
víkur. Dýflngar hafa verið virt
keppnisíþrótt erlendis um
áratugaskeið en eins og vitað er
hafa íslendingar fram til þessa
ekki haft möguleika á að læra og
æfa dýfingar hér heima.
Námskeiðin verða þrisvar í
viku, mánudaga, miðvikudaga
og fimmtudaga, klukkustund í
senn, frá kl 20 til 21.
Frekari upplýsingar um nám-
skeiðin fást í afgreiðslu Sund-
hallarinnar.
Framarar
komnir á
sigurbraut
0-1 Ágúst Ólafsson (6.)
0-2 Ágúst Ólafsson (50.)
Leikurinn var frekar dapur
allan tímann og fátt um fina
drætti á Húsavík þar sem heima-
menn töpuðu 0-2 fyrir Frömur-
um í tiðindalitlum leik.
Framarar voru mun sterkari
allan tímann og réðu þeir gangi
leiksins og er víst að þeir eru
ákveðnir í að spila í 1. deildinni
á næsta ári enda hafa þeir verið
að vinna hvern leikinn af öðrum
en því miður fyrir baráttuglatt
liö Völsungs var þetta þriðji tap-
leikur þess.
Það bar helst til tíöinda í
leiknum að slakur dómari veif-
aði spjöldum í tíma og ótíma,
þar af einu rauðu á Hallgrím
Guðmundsson hjá Völsungi, en
ljóst er að Húsvíkingar verða að
taka sig á því fram undan erfitt
sumar í sterkri 2. deild.
Maður leiksins: Ágúst Ólafs-
son, Fram.
„Þessi úrslit sýna hvað býr í
strákunum en sumir þeirra hafa
litla sem enga reynslu að spila í
fyrstu deildinni. Við vorum ekki
vaknaðir í byrjun leiks og þeir
fengu tvö mörk í forskot. Þetta var
frábært hjá strákunum sem unnu
fyllilega fyrir öllum stigunum og
börðust fyrir þessum sigri,“ sagði
Guðmundur Torfason, þjálfari
Grindvikinga, eftir sigur á Eyja-
mönnum, 3-2, i mjög fjörugum leik í
gærdag og voru mörkin afar glæsi-
leg eftir skemmtilega undirbúning.
Góður sigur
og „skallarnir"
enn á toppnum
O-l Bjöm Axelsson (70.).
Lið Skallagríms heldur áfram
að koma á óvart í 2. deildinni í
knattspymu.
í gær fengu FH-ingar lið
Skallagríms i heimsókn og fóru
gestimir með sigur af hólmi og
skoruðu eina mark leiksins. Það
var Bjöm Axelsson sem skoraði
mark Skallagríms og tryggði lið-
inu stigin þijú.
Sigur Skallagríms var tiltölu-
lega sanngjarn og allir leikmenn
liðsins börðust sem einn maður
og uppskám eftir því. Varnar-
leikur liðsins var stérkur og
skyndisóknir liðsins mjög hættu-
legar.
FH-ingar vom mjög daufir í
þessum leik og lítil barátta í lið-
inu. FH var meira með knöttinn
en liðið náði ekki að skapa sér
hættuleg marktækifþæri. Útlitið
er ekki gott hjá FH og leikur liðs-
ins þarf að lagast mikið ef topp-
baráttan á að koma í hlut liðsins
í sumar.
Maður leiksins: Garðar
Newman, Skallagrími.
-SK/-GH
Sex mörk á
Valbjarnarvelli
í hörkuleik
1-0 Heiðar Sigurjónsson
1- 1 Þorvaldur Makan
2- 1 Zoran Micovich
2- 2 Bjami Jónsson
3- 2 Zoran Micovich
3-3 Þorvaldur Makan
Það var mikiii baráttuleikur á
Valbjamarvelli í gær þar sem
Þróttur, Reykjavík, og KA mætt-
urst og endaði leikurinn 3-3.
Sex mörk litu dagsins ljós og
var þetta prýðisgóður leikur hjá
báðum liðum í blíðunni i gær.
Leikurinn einkenndist af mikilli
baráttu beggja liða enda mikið í
húfi hjá þessum tveimur félög-
um.
Þróttarar hafa verið að spila
vel undanfarið og hafa þeir verið
að skora mikið af mörkum en
þeir unnu Völsimga 4-1 núna
síðast og hafa því skorað hvorki
meira né minna en sjö mörk í
tveimur leikjum.
Það er ljóst að fram undan er
griðarleg barátta í annarri deild
og verður gaman að fylgjast með
henni það sem eför lifir sumars.
Maður leiksins: Þorvaldur
Makan Sigbjömsson, KA.
Hálfur sigur
hjá Modahl
Breska hlaupakonan á enn i
málaferlum við breska frjálsí-
þróttasambandið og sér ekki fyr-
ir endann á þeim.
Modahl var á sínum tíma
dæmd í fjögurra ára keppnis-
bann vegna lyfjanotkunar en
hefur alla tíð barist fyrir sak-
leysi sínu ásamt manni sínum.
Fyrir ekki alls löngu komu
upp efasemdir um ágæti lyfja-
prófsins á sínum tíma og í kjöl-
farið var keppnisbanninu aflétt.
Modahl ber mönnum innan
breska sambandsins ekki vel
söguna og þar er sprottið upp
mikið hatur og stór orð hafa
fallið. Hún tryggði sér á dögim-
um réttinn til aö keppa fyrir
Englands hönd í 800 metra
hlaupi kvenna í Atlanta.
Um helgina vann hún hálfan
sigur í baráttu sinni í skaða-
bótamáli við breska frjálsí-
þróttasambandið. Dómari vísaði
frávísunarkröfu sambandsins
frá og Modahl var ánægð með
niðurstöðuna:
„Núna get ég farið að einbeita
mér að íþróttunum aftur og
ólympíuleikunum í Atlanta,"
sagði Modahl." -SK
Gríndavík - ÍBV
(2-2) 3-2
0-1 Hlynur Stefánsson (6.) eftir send-
ingu frá Leifi Geir.
0-2 Leifiir Geir Hafsteinss. (8.) með
skalla eftir fýrirgjöf frá Tryggva.
1- 2 Grétar Einarsson (17.) af mark-
teig eftir sendingu frá Zoran sem
braust skemmtilega í gegn.
2- 2 Zoran Ljubicic (41.) með stór-
glæsilegt mark eftir sendingu frá
Grétari.
3- 2 Ólafur Ingólfsson (79.) eftir að
Gunnar Már skaut í stöng.
Lið Grindavfkur: Albert @- Gunnar
M., Guðmundur @, Guðjón ®, Guð-
laugur ®- Ólafur Ö„ Hjálmar, Kekic,
Zoran @- Grétar Ólafur.
Lið ÍBV: Friðrik - Magnús @, Her-
mann, Lúðvík, ívar @- Tryggvi
(Nökkvi 79.), Hlynur, Bjamólfur, Rút-
ur @- Leifur, Steingrímur @.
Markskot: Grindavík: 10. ÍBV 13.
Hom: Grindavík: 4. ÍBV: 7.
Gul spjöld: Grindavík: Kekic, Gunn-
ar, Zoran og Grétar. ÍBV: Rútur,
Bjamólfur og Hermann.
Rauð spjöld: Engin.
Skilyrði: Smánorðangola, ágætis
knattspymuveður og völlurinn góður.
Dómari: Pjetur Sigurðsson dæmdi
erfiðan leik vel.
Áhorfendur: Um 300.
Maður leiksins: Zoran Ljubicic,
Grindavík, átti sinn besta leik í sum-
ar. Var mjög hreyfanlegur og skoraði
glæsilegt mark og lagði upp annað á
skemmtilegan hátt. Vann mjög vel í
leiknum og var fremstur á meðal
nokkurra jafningja sins liðs.
Staðan -1. deild
ÍA 7 6 0 1 22-8 18
KR 6 5 1 0 18-5 16
ÍBV 7 4 0 3 14-12 12
Leiftur 7 3 2 2 15-14 11
Stjarnan 7 3 1 3 9-12 10
Grindavík 6 2 2 2 7-11 8
Valur 6 2 1 3 • 5-7 7
Fylkir 6 1 0 5 11-12 3
Keflavík 6 0 3 3 5-12 3
Breiðablik 6 0 2 4 6-19 2
Staðan - 2. deild
Skallagr. 6 4 2 0 14-3 14
Fram 6 3 3 0 18-7 12
Þór A. 5 3 1 1 7-6 10
Þróttur R. 6 2 3 1 16-12 9
FH 6 2 2 2 7-7 8
KA 6 2 2 2 13-12 8
Völsungur 5 2 0 3 6-7 6
Leiknir R. 5 1 2 2 6-9 5
Víkingur R. 5 1 1 3 7-8 4
ÍR 5 0 0 5 0-15 0
Frjálsar íþróttir:
Bubka bætti
ekki metið
Mjög góður árangur náðist á
Grand Prix móti í frjálsum
íþróttum í Paris um helgina.
Úkraínumaðurinn Sergei
Bubka reyndi tvívegis við nýtt
heimsmet í stangarstökki, 6,15
metra en mistókst. Bubka
sigraði þó stangarstökkinu og
stökk 6,00 metra.
Frankie Fredericks frá
Namibíu keppti i 200 metra
hlaupi og hljóp á 19,95
sekúndum. Fredericks, sem
hljóp 100 metrana á dögunum á
9,87 sekúndum, sagði eftir
hlaupið að svo gæti farið að
hann keppti einnig í 200
metrunum i Atlanta.
Enn er óvist hvort Bretinn
Linford Christie keppir í Atlanta
en von er á yfirlýsingu frá
honum í dag.
Franska stúlkan Marie-Jose
Perec náði frábærum tíma í 400
metra hlaupi kvenna. Hún hljóp
á 49,47 sekúndum sem er besti
tími ársins í greininni.
Þá náði rúmenska stúlkan
Gabriela Szabo besta tímanum: i
heiminum í ár i 1500 metrunum
er hún hljóp á 4:03,19 mínútum.
Tékkiendingurinn Jan
Zelezny sigraði í spjótkasti
karla, kastaöi 88,42 metra. Tom
Pukstys, USA, varð annar með
86,04 metra. -SK