Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1996, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1996, Page 5
Skrán ingareyðublað ímstundir og útivist MIÐVIKUDAGUR 7. AGÚST 1996 MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996 tómstundir og útiujót Sjálf- boðaliða vantar Sjálíboðaliða vantar m.a. til að hjálpa til við afhendingu gagna, við verðlaunaafhend- ingu og á drykkjarstöðvar á keppnisdag. Þeir sem hafa áhuga á að hjálpa til eru beðn- ir að hafa samband við skrif- stofu Reykjavíkurmaraþons en þess má geta að sjálfboðaliðar fá frítt í pastaveislu Barilla og frían bol. Styrktar- aðilar Fjöldi fyrirtækja er í sam- starfi við og styrkir Reykjavík- ur maraþonið og eru þau þessi: DV, FRÍ, Reykjavíkurborg, Flugleiðir, Vífilfell, Brimborg, SS, Vörumiðstöðin, Ferðaskrif- stofa íslands, Mizuno, Vátrygg- ingafélagið Skandia, 66° N, RÚV, Pizza 67, Máttur, Plastos, Harpa, Miðlun, Heimilistæki, Merking, Visa, Félag íslenskra hjúkrunatfræðinga, Félag fóta- aðgerðafræðinga, Heilsuefling, Manneldisráð og Félag ís- lenskra sjúkraþjálfara. Margir aldurs- flokkar Keppt verður í eftirtöldum aldursflokkum í Reykjavíkur- | maraþoninu: 18-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára og 60 ára og eldri. Þessi skipting á við um | karlmenn í maraþoni. Hjá kvenfólkinu er enginn flokkur | 60 ára og eldri, aðeins 50 ára og eldri. t hálfmaraþoninu eru | flokkar fyrir kvenfólk þeir I sömu og fyrir karla og breytist I aðeins fyrsti flokkurinn í 16-39 I ára þar sem yngstu keppendur j í þeim flokki eru 16 ára. í 10 km hlaupi er sama aldursskipt- ing en þar bætist við flokkur Í 15-17 ára og yngri en 14 ára. Engin aldursskipting er í skemmtiskokkinu. 1 1 Kynningar og þjónusta í Ráð- húsinu U; Um leið og afhending gagna fer fram, laugardaginn 17. ágúst í Ráðhúsi Reykjavíkur, verða nokkrir aðilar með kynningu og bjóða upp á þjón- •j ustu sína. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Heilsu- efling verða með blóöþrýstings- og kólesterólmælingar, Mann- eldisráð íjallar um heilbrigðan lífsstíl, Félag fótaaðgerðafræð- | inga kynnir hlifðarmeðferð og umönnun fótanna og Félag ís- lenskra sjúkraþjálfara sýnir hvemig best er aö teygja á lík- amanum og verður með fyrir- byggjandi leiðbeiningar um íþróttaáverka. IIIHI'»»I l«l" .arinttiinii|||miii Hlaupaleiðir í Reykjavíkur maraþoni Eins og fyrri ár verður lagt upp í Reykjavíkur maraþonið frá íslands- bankahúsinu við Lækjargötu. Hægt er að velja um fjórar vegalengdir eins og áður, og eins og sjá má á kortunum hér á síðunni eru þær hinar sömu og í fyrra. Drykkjar- stöðvar em einnig merktar inn á kortin. Maraþonleiðin hefur nánast ver- ið sú sama frá upphafi, það er m.a. hlaupið með fram allri strandlengj- unni frá Seltjarnarnesi að Skeiðar- vogi. Þess má geta að frá klukkan 11-16 verður Sæbrautin lokuð og ökumenn eru beðnir um að taka til- lit til hlaupara á ferð sinni um þær götur sem ekki verða lokaðar. Reykjavíkur- Taka þátt í Reykjavíkur maraþoninu í sjöunda sinn Nafn (name) KYN (sex M/F) KENNITALA (date of birth) HEIMILI . Ég skrái mig til þátttöku í: Maraþonhlaupi L L L L Hálfmaraþonhlaupi 10 km hlaupi Skemmtiskokki, 3 km Fjölskylduafsláttur, 12 ára og yngri, 400 kr. Sveitakeppni Nafn sveitar:____________ PÓSTNÚMER Kr. 1.500 1.300 1.100/700 900/700 (3 í sveit) Ríflð af / Kllppið ÞJOÐERNI Ég undirritaöur/undirrituð leysi hér meö framkvæmdaraöila Reykjavíkur maraþons undan allri ábyrgð á tjóni, meiðslum eöa veikindum sem ég gæti orðið fyrir í viðkomandi hlaupi. Ég staöfesti einnig aö ég er bæði andlega og líkamlega fær um aö Ijúka viðkomandi vegalengd. v Dagsetning (Date) Undirskrift (Signature) Miiroþoii og háNmarilMHi Götur sem hlaupið er eftir í maraþoni og hálfmaraþoni Frikirkjuvegur, Skothúsvegur, Suðurgata, Lynghagi, Ægisíöa, Nesvegur, Suðurströnd, Lindarbraut, Norðurströnd, Eiðisgrandi, Ánanaust, Mýrargata, Geirsgata, Kalkofnsvegur, Sæbraut, Skeiðarvogur, Langholtsvegur, Laugarásvegur, Sundlaugavegur, Borgartún, Snorrabraut, Sæbraut, Kalkofnsvegur, Lækjargata. Þær kalla hópinn sinn „Kjarna- konur“ og það er engum blöðum um þaö að fletta að þær bera nafn með rentu. Þetta er níu manna hópur kvenna frá Akureyri sem hefur tekið þátt í Reykjavíkur- maraþoninu sl. sex ár og að sjálf- sögðu láta þær sig ekki vanta í ár. „Við mætum auðvitað galvask- ar í ár því þetta er orðinn árviss atburður og ferð sem við njótum út í ystu æsar. Við komum yfir- leitt til Reykjavíkur á föstudegi fyrir hlaup og notum helgina til aö fara á sýningar, í leikhús og gera hvað eina sem okkur dettur í hug. Ferðin nær svo hámarki með hlaupinu en við förum 10 km,“ segir Hjördís . . . ein kjarna- kvennanna. „Við erum saman í leikfimi á veturna og hlaupum reglulega saman yfir sumartímann. Það hentar mér mjög vel aö vera í svona hópi því það er mjög drif- andi og maður svíkst síður um en ef maður er einn á báti. Við tök- um þátt í Akúreyrarhlaupinu og þessum hlaupum sem eru yfir sumarið og svo er Reykjavíkur- maraþonið hápunkturinn. Þaö eru fleiri hlaupahópar hér á Ak- ureyri og þeim er alltaf aö fjölga. Þegar við byrjuðum var ekki al- gengt að við mættum fólki á hlaupum og gjarnan var horft á okkur undrunaraugum og margir eflaust spáð í hvað þessar kellur væru að gera en í dag er þetta allt öðruvísi og breytingin að sjálf- sögðu til góðs,“ sagði Hjördís . . . ein af Kjarnakonum en þær eru líklega búnar að fara á síðustu æfingu fyrir Reykjavíkurhlaupið. Þá hlaupa þær fram í Hrafnagil og fara í sund þar. Á leiðinni heim láta þær eftir sér stóran ís í verðlaunaskyni og eftir það eru þær tilbúnar í slaginn. -gdt Gagnlegar upplýsingar fyrir þátttakendur í hlaupinu Fyrir hlaupið: Klæðið ykkur með tilliti til veðurs. Skokkið létt um og gerið teygjuæfing- ar til að hita ykkur upp. Búningsaðstaða er opin fyrir þá sem þess æskja í Miðbæjarskólanum frá því kl. 9.30. Athugið að þar er ekki baðaðstaða. Rásnúmer fyrir hlaupara í mara- þoni eru frá 1 upp í 199 (græn), fyrir hálfmaraþon frá 200 upp í 699 (rauð), fyrir 10 km frá 700 upp í 2.199 (blá) og fyrir skemmtiskokkið frá 2.200 (hvít) og upp úr. í bílageymslu Ráðhússins verða plastpokar, merktir Reykjavíkur maraþoni og Plastos, sem hægt er að nota undir föt sem þið viljið geyma meöan á hlaupinu stendur. Hlaupið: Fylgiö öllum leiöbeiningum braut- arvarða og lögreglu. Blá strik á götu vísa leið á gatnamótum. Hlaupiö á götunni sjálfri. Notfærið ykkur drykkjarstöðvarnar (merktar með D á korti), það getur hjálpað mikið á seinni hluta hlaups- ins. Á öllum drykkjarstöövum er boð- ið upp á vatn og íþróttadrykk og er vatnið alltaf á borðinu sem nær er þegar komið er að stöðinni. Ef heitt er í veðri er nauðsynlegt fyrir 10 km, hálfmaraþon og maraþon hlaup-ara að drekka nógan vökva. Hlaupið á þeim hraða sem þið ráðið við og forðist að fara of geyst af stað. Sjúkragæsla verður á hverri drykkjarstöð og lögregla og Hjálpar- sveit skáta verða á hlaupaleiðinni og við markið. Ef hlauparar þurfa á að- hlynningu að halda, hafið þá samband við þessa aðila. Látið heilsugæsluliðið líta á öll meiðsl þegar komið er í mark. Athugið! Festið rásnúmerin að framan og nælið ekki í afrifið. Þaö er mikilvægt að hita líkamann upp áöur en hlaupiö er af staö. Mælt er meö léttri upphitun og einnig er fólk varað viö því aö fara of geyst af staö. Götur sem hlaupið er eftir í skemmtlskokki Fríkirkjuvegur, Sóleyjargata, Hringbraut, Laufásvegur, Þingholtsstræti',;Bankastræti, Lækjargata. 10 uíjlí hlaup Götur sem hlaupið er eftir í 10 km Frikirkjuvegur, Skothúsvegur, Suðurgata, Lynghagi, Ægisíða, Nesvegur, Suðurstönd, Lindarbraut, Norðurstönd, Eiösgrandi, Ánanaust, Mýrargata, Tryggvagata, Pósthússtræti, Hafnarstræti, Lækjargata.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.