Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1996, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996 DV 26 tiómstundir og útivist_____________ Reykjavíkur maraþonið verður þreytt þann 18. ágúst: Von á tveimur hlaupurum á heimsmælikvarða frá Kenía - segir Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri maraþonsins uy uiuuu Reykjavíkur maraþonið hefst kl. 11 sunnudaginn 18 ágúst. Ræst verður í tveimur hópum og er lagt af stað frá íslandsbanka- húsinu í Lækjargötu. Þeir sem keppa í maraþonhlaupi, háif- maraþoni og 10 km hlaupi verða ræstir kl. 11 en þeir sem taka þátt í skemmtiskokkinu, sem er þriggja km leið, verða ræstir kl. 11.03. Hringurinn, sem maraþon- hlauparamir hlaupa, er 21,098 kílómetrar. Þetta er sá hringur sem hálfmaraþonhlauparamir hlaupa en þeir sem fara heilt maraþon fara tvo hringi því maraþonvegalengdin er 42,195 kílómetrar. Þátttak- Tvöfalt Afhend- endur gjald eftir tryggðir 14. ágúst gagna Vátryggingafélagið Skandia tryggir þátttakendur gagnvart slys- um og gildir umslagið utan um keppnisgögnin sem skírteini. Forskráningu í 10 km, hálf- maraþon og maraþon lýkur 14. ágúst. Eftir þann tíma tvöfaldast skráningargjaldið nema í skemmtiskokkið sem verður óbreytt fram að hlaupi. Keppnisgögn (rásnúmer, leiðbein- ingar o.fl.) verða afhent i Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 17. ágúst milli kl. 11 og 17. „Ef veðrið leikur við okkur má búast við miklum fjölda í Reykja- víkur maraþonið í ár en það er ljóst að veðrið skiptir miklu máli hvaö þátttöku varðar,“ segir Ágúst Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri Reykjavikur maraþons- ins, sem þreytt verður þann 18. ágúst næstkomandi. „í fyrra tóku 3.200 manns þátt í hlaupinu en það var minni þátttaka en árin áður vegna veðurs. Það skiptir líka máli hvemig veðrið er vikuna fyrir hlaupið þvi það virðist draga úr fólki ef það er ekki eins og best verður á kosið. En vonandi verða veðurguðimir okkur hliðhollir í ár. í þetta sinn verður tekin upp sú ný- breytni að boðið verður upp á lif- andi tónlist í miðbænum og svo mega gestir og gangandi eiga von á þvi að einhvers staðar á leiðinni verði einnig spilað en við höfum fengið Hitt húsið til liðs við okkur sem sér um að gera þetta sem skemmtilegast og mest lifandi. Götuleikhúsið verður með uppá- komur fyrir krakkana og ætla liðs- menn þess einnig að hlaupa með þeim skemmtiskokkið," segir . Ágúst. Von á tveimur hlaupurum frá Kenía Erlendum þátttakendum hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár og er búist við 250-300 erlendum hlaupumm í ár. „Við eigum von á tveimur hlaup- umm frá Kenía sem em á heims- mælikvarða. Þetta em þeir Paul Yego, sem á tímann 61,09 í hálf- maraþoni, og Bitok, sem hefur hlaupið maraþonið á tímanum 2:11,13. Þeir hafa boöað þátttöku sína og vonandi láta þeir sjá sig. Frá Bretlandi kemur Hugh Jones, sem vann maraþonið í fyrra og setti reyndar brautarmet fyrir nokkmm árum, og svo verða okkar bestu - hlauparar auðvitað með. Má þar nefna Mörthu Emstdóttur, sem keppir í hálfu maraþoni, Sigmar Gunnarsson, Jóhann Inga Bergsson og Daníel Smára Guðmundsson," sagði Ágúst Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Reykjavíkur mara- þonsins. -gdt Ágúst þor- steinsson, framkvæmda- stjóri Reykja- víkur mara- þonsins Þátttöku- gjald Þátttökugjald er 1.500 kr. fyrir maraþonhlaupið, 1300 kr. fyrir hálfmaraþonið, 1100 kr. fyrir 10 km hlaup, 900 kr. fyrir skemmtiskokkið en 700 kr. fyrir börn yngri en 12 ára. Ef böm 12 ára og yngri skrá sig með foreldrum eða for- eldri er gjaldið 400 krónur. Fatlaðir fá einnig afslátt og er þeim bent á að hafa samband við íþróttasamband fatlaðra varðandi skráningu. Vegleg verðlaun Allir keppendur er ljúka hlaupinu fá verðlaunapening. Mörg vegleg verðlaun verða veitt í öllum flokkum, að skemmtiskokkinu undan- skildu. Sigurvegarar í mara- þoni og hálfmaraþoni fá utan- landsflugmiða frá Flugleiðum en einnig verða veitt peninga- verðlaun. Ef brautarmet verð- ur sett fær viökomandi pen- ingaverðlaun. Eins og undan- farin ár verða veitt verðlaun fyrir furðulegasta hlaupabún- inginn. Skráning á mörgum stöðum Skráning fer fram dagana 8.-16. ágúst í Reykjavík en henni lýkur 14. ágúst á lands- byggðinni. Skráning fer fram í íþróttabúðinni íþrótt í Reykjavík, Hinu húsinu í Reykjavík, Sportbúð Óskars í Keflavík, Akrasporti á Akra- nesi, Vesturferðum á ísafirði, Sportveri á Akureyri og Sportbæ á Selfossi. Einnig em gefnar upplýsingar á skrif- stofú Reykjavíkur maraþons. Þess ber að geta að skráning fer ekki fram í síma. Þriggja manna sveitakeppni í maraþoni, hálnnaraþoni og 10 km hlaupi er boðið upp á þriggja manna sveitakeppni. Vinnufélagar, félagasamtök og fjölskyldur geta tekið sig saman og myndað sveitir og geta karlar og konur myndað sveit saman. Fyrstu þremur sigursveitunum í hverri vega- lengd era veitt verðlaun. í hópi sveitanna í 10 km hlaupi verður dregið um tvenn auka- verðlaun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.