Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1996, Blaðsíða 7
2» jum helgina VEITINGASTAÐIR 3 A. Hansen Vesturgötu 4, Hf„ s!mi 565 1693. | Opiö 11.30-22.30 alla daga. S Á næstu grösum Laugavegi 20, sími 552 | 8410. Opiö 11.30-14 og 18-22 v.d., 18-22 sd. ? og lokaö Id. Argentlna Barónsstlg 11 a, slmi 551 9555. Opiö j 18-23.30 v.d., 18-3 um helgar. Asla Laugavegl 10, slmi 562 6210. Opiö 11.30- 22.30 v.d., 12-22.30 sd., 11.30-23.30 Id. 3; og Id. 33 Askur Suöurlandsbraut 4, sfmi 553 8550. Opið 11- 22 sd.-fid., 11-23.30, fd. og Id. ‘j Áslákur Ási, Mosfellsbæ. Opiö fi. og su. 18-01 * og fö. og lau. 18-03. Atlas Bankastræti, simi 551 9900. Opið 18-23.30 sd.-fi. og 18-23.30 fd.Jd. 3 Austur India Fjelagiö Hverfisgötu 56, sími 552 1630. Opiö alla daga frá kl. 18. ;3 Banthal Laugavegur 130, símí 552 2444. Opið 18-22 md. til fi. og 18-23 fd. til sd. ; Blál barinn Klapparstíg 38, sími 561 3131. '3 Opiö vd. 11.30 til 1.00 og um helgar til 3.00. Café Ópera Lækjargötu 2, sími 552 9499/562 « 4045. Opið 18-1 fd. og ld„ 11.30-1 vd. Café Kim Rauöarárstíg 37, slmi 562 6259. Opið 8-23.30. Carpe Diem Rauöarárstíg 18, slmi 562 3350. Opiö 11-23 alla daga. Grand hótel Siglúni 38, sími 568 9000. Opið 12- 15 og 18-23. Gullnl haninn Laugav. 178, s. 588 9967. Opið 11.30- 14.30 og 18-22 v.d„ 18-23 fd. og Id. Hard Rock Café Kringlunni, sfmi 568 9888. j Opiö 11.45-23.30 md.-!d„ 12-23.30 sd. Horniö Hafnarstræti 15, slmi 551 3340. Opið 11- 23.30 alla daga. Hótel Borg Pósthússtræti 11, slmi 551 1440, Opið 8-23.30 alla daga. Hótel Holt Bergstaöaslræti 37, slmi 552 5700. s Opiö 12-14.30 og 19-22.30 v.d„ 12-14.30 og | 18-22 Id.ogld. Hótel Island v/Ármúla, slmi 568 7111. Opið j 20-3 fd„ 19-3 Id. Hótel Loftlelöir Reykjavíkurflugvelli, slmi 552 2322. Opiö I Lóninu 0-18,1 Blómasal 18.30-22. Hótel Óölnsvé v/Óðinstorg, sími 552 5224. Opiö 12-15 og 18-23 v.d., 12-15 og 18-23.30 J fd. og Id. Hótel Saga Grilliö, sími 552 5033, Súlnasalur, sími 552 0221. Skrúöur, sími 552 9900. Grillið j opið 19-22.30 alla daga, Súlnasalur 19-3 ld„ / Skrúöur 12-14 og 18-22 alla daga. Humarhúslö Amtmannsstíg 1, slmi 561 3303. í Opiö 10-23.30 v.d„ 10-1 Id. og sd. ítalfa Laugavegi 11, sími 552 4630. Opið ;; 11.30-23.30 alladaga. Jónatan Livlngston Mávur Tryggvagötu 4-6, slmi 551 5520. Opiö 17.30-23 v.d„ 17.30- 23.30 fd. og Id. Kaffl Austurstræti 6, sími 552 2615. Opið I 11.30-01 ad,-fi. og 12-03 fd.-ld. Kafti Árbær Hraunbæ 102, slmi 567 4333. ? Opiö 11-23.30 v.d. og 11-01 fd. og Id. Keisarinn Laugavegi 116, sími 551 0312. Opið 12- 01 sd.-fi.og 12-03 fd.-ld. Kfnahofiö Nýbýlavegi 20, sími 554 5022. Opið 17-21.45 v.d„ 17-22.45 fd„ Id. og sd. 5 Kina-húsiö Lækjargötu 8, slmi 551 1014. Opiö 11.30- 14 og 17.30-22 v.d„ 17.30-23 fd„ 15-23 ;* ld„ 17-22 sd. Kínamúrinn Laugavegi 126, slmi 562 2258. fd„ :: ld„ sd. 11-23. má.-fi. 11-22.00. Kofi Tómasar frænda Laugavegi 2, slmi 551 j 1855. Opiö 10-01 sd.-fi. og 11-03 fd. og Id. Kringlukráin Kringlunni 4, slmi 568 0878, Opið | 12-1 v.d„ 12-3 fd.ogld. Lauga-ás Laugarásvegi 1, slmi 553 1620. Opið : 11—22 og 11—21 um helgar. Las Candilejas Laugavegi 73, slmi 562 2631. Opiö 11—24 alla daga. Leikhúskjallarinn slmi 551 9636. Opíð öll fd. og Idkv. Lækjarbrekka Bankastræti 2, slmi 551 4430. 1 Opiö md.-miövd. 11.00-23.30, fi.-sd. 11.00-0.30. IMadonna Rauöarárstig 27-29, sími 562 1988. Opið 11.30-23.30 alla daga. Marhaba Rauöarárstíg 37, sími 562 6766. Opið alla daga nema md. 11.30-14.30 og 17.30-23.30. Naustið Vesturgötu 6-8, sími 551 7759. Opið 12-14 og 18-01 v.d„ 12-14 og 18-03 fd. og Id. Nikkabar Hraunbergi, slmi 557 2100. Opið 17- 24.00 sd.-fi. 12-02 fd. og Id. Ópera Lækjargötu 2, slmi 552 9499. Opið 18-23.30 v.d„ 18-24.30 fd. og Id. Pasta Basta Klapparstlg 38, slmi 561 3131. Opiö v.d. frá 11.30 til 1.00 og um helgar til 3.00. Perlan Öskjuhllð, slmi 562 0200. Opiö 18-23.30 v.d., 18-24.30 fd. og Id. Potturinn og pannan Brautarholti 22, simi 551 1690. Opið alla daga 11.30-22. Samurai Ingólfsstræti 1a, slmi 551 7776. Opið v.d. 18-22, fd„ ld„ 18-23. Seliö Laugavegi 72, slmi 551 1499. Opiö 11-23 alla daga Siam Skóiavðröustíg 22, slmi 552 8208. Opið 18-22 v.d„ 18-22.30 fd. og Id. Lokaö á md. Slngapore Reykjavlkurvegi 68, slml 555 4999. Opiö 18-22 þd.-fi. 18-23 fd.-sd. Sjanghæ Laugavegi 28, slmi 551 6513. Opið 11.30-23.30 v.d„ 12-22.30 sd. Sjö rósir Sigtúni 38, slmi 588 3550. Opið 7-23.30 alla daga. Skólabrú Skólabrú 1, sími 562 4455. Opið frá kl. 18.00 alla daga. Opiö I hádeginu. Steikhús Haröar Laugavegi 34, sími 551 3088. Opið 11.30-21 v.d. og sd„ 11.30-23.30 fd. og j ld- Svartakaffi Laugavegi 54, slmi 551 2999. Opið v.d. 10-24, fd„ ld„ 10-01, sd„ 14-24. Thailand matstofa Laugavegi 11, slmi 551 8111 og 551 7627. Opið 18-22 alla daga. Tllveran Linnetsstíg 1, slmi 565 5250. Opið 11—23 alla daga. Veitlngahúslö Esja Suöurlandsbraut 2, sfmi 568 9509. Opið 11-22 alla daga. Verdl Suðurlandsbraut 14, slmi 581 1844. Opið | md.-fd„ 11.30-22 og fd.-sd.11.30-23. | Viö Tjörnina Templarasundi 3, simi 551 8666. , Opið 12-14 og 18-22.30 md.-fd„ 18-23 Id.-sd. ! Vlöeyjarstota Viðey, sími 568 1045 og 562 1 1934. Opið fi.-sd. Kaffistofa opin 14-17. I Veitingasalur opinn 18-23.30. Vitabar Bergþórugötu 21, slmi 551 7200. Opið i 15-23.30 v.d„ 12-02 annars. Prlr Frakkar hjá Úlfari Baldursgötu 14, sími ; 552 3939. Opið 11-14.30 og 18-23.30 Id. og FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1996 I JJV FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1996 Pessi er víst alveg rosalega skondinn. Fyndnasti maður Bretlands - í Loftkastalanum Æskuár Eddie Izzards fóru í að reyna að fá að leika í skólaleikritum en ná aldrei neinum árangri í þeim tilraunum. Hann gafst þó aldrei upp og til að hefha sin á kennaranum, sem lét hann alltaf spila á klarinett í staðinn fyrir að leika Rómeó, ákvað hann að verða frægur og kaus fyndni sem viðfangsefni. Eftir margra ára seiglu, dugnað og ákveðni er hann nú orðinn einn sá fyndnasti í Bretlandi og í Sunday Express kom meira að segja fram að hann væri fyndnasti maður Bret- lands. Eddie hefur ferðast mikið og sagt brandara úti um allt Bretland og þótt víðar væri leitað. Þá hefur honum tekist að fá að leika í leikrit- um, sjónvarpsþáttum og kvikmynd- um. Nú er Eddie á ferðalagi um heim- inn og ísland er inni í dagskránni hjá honum. Eddie verður í Loftkastalanum í kvöld kl. 23.30 og hefur hugsað sér að skemmta íslendingum ærlega. Auk Reykjavikur heimsækir hann í þessari ferð sinni New York, París, Köln, Amsterdam, Stokkhólm og Kaupmannahöfn. Það er því ekki fráleit hugmynd að bregða sér af bæ í kvöld og leyfa Eddie Izzard að kitla hláturtaugam- ar. -ilk Hinar kýrnar í Kaffileikhúsinu: Skemmtileg della - segir Árni Pátur Guðjónsson leikari „Þetta er della. Kallað farsi í leik- húsunum og er rosalega létt og skemmtilegt," segir Ámi Pétur Guð- jónsson leikari um nýtt leikrit sem verið er að sýna í KafFileikhúsinu í Hlaðvarpanum um þessar mundir. Hinar kýrnar nefnist leikritið og auk Áma Péturs leika í því þær Edda Am- ljótsdóttir og Sóley Eliasdóttir. Leikritið fjallar um bóndason einn sem auglýsir eftir ráðskonu þegar móðir hans deyr skyndilega. Ráðskon- an mætir einn góðan veðurdag og allt lítur út fyrir að vera í stakasta lagi. Þá fara að gerast óvæntir atburðir og hjólin fara að snúast allverulega. Brjálaðar aðstæður „I rauninni er þetta gam- anleikrit með greindar- legu ívafi. Ekki af því að persónurn ar séu skrípa- legar held- ur af því að aðstæðurnar era svo brjál- aðar,“ segir Árni Pétur. Leikritið er um klukkustundarlangt en það er einkennandi fyrir Kaffileik- húsið að vera með stutt og létt verk sem fólk getur horft á um leið og það gæðir sér á veitingum. „Það er rosalega gaman að leika 1 KafRIeikhúsinu af því að þar em leik- arar og áhorfendur í eins konar sam- vinnuverkefni. Ef áhorfendumir byrja að hlæja þá espast leikaramir allir upp og verða fyr- ir vikið ennþá skemmti- legri á að horfa. Áhorf- endumir spila þannig á mig og ég spila á þá. Þetta er eins og góð hljóm- sveitaræfing hjá öllum,“ segir leikar- inn. Upphafloga sýnt í Höf- undaleiksmiðjunni Höfundur leikritsins er Ingibjörg Hjartardóttir en það var upphaflega sýnt í Höfundaleiksmiðju Leikfélags Reykjavíkur. Þar em ýmis verk sýnd einu sinni og sjá höfundar þá hvernig leikritið kemur út. „Leikhússtjóri Kaffileikhússins sá leikritið í Höfundaleiksmiðjunni og hreifst af því. Þess vegna erum við nú niðurkomin í Kaffileikhúsinu. Svo höfum við fengið æðislega færan leik- stjóra, Þórhall Guðmundsson, og þetta lofar góðu.“ Ámi Pétur segir að leikritið muni verða sýnt fram eftir vetri en hann er einnig að æfa sig fyrir annað leikrit sem sýnt verður í Borgarleikhúsinu. Það er leikritið Largo Desolato sem forseti Tékka, Havel, samdi en Brynja Benediktsdóttir setur það upp. „Ég hef nóg að gera og mér líkar það vel. Fólk var yfir sig hrifið af Hin- um kúnum um síðustu helgi þegar við frumsýndum það og ég mæli eindreg- ið með þessu,“ segir Árni Pétur. í kvöld klukkan 21.00 verður sýning á Hinum kúnum og á sama tíma á morgun. Húsið verður opnað kl. 19.00 og boðið verður upp á veitingar. Það er því tilvalið að fara út að borða og horfa á gott leikrit um helgina, allt á sama staðnum. ilk Brynhildur árið 1975, þá tvítug aö aldri, og á ööru ári viö Myndlista- og hand- íöaskóla islands. Gerðuberg: Sjónþing Skúlptúristinn og glerlistakonan Brynhildur Þorgeirsdóttir ætlar að ræða um myndlist sína og silja fyr- ir svörum á sunnudaginn. Það ætlar hún að gera í Gerðubergi en menn- ingarmiðstöðin sú hefur verið með slík sjónþing í gegnum tíðina. Sjónþingi Brynhildar verður fylgt eftir með tveimur sýningum. Önnur verður í Gerðubergi og þar má sjá sýnishom af ýmsu sem hún hefur gert. Eftir pallborðsumræðurnar verður svo opnuð sýning á nýjum verkum eftir hana á Sjónarhóli, Hverfisgötu 12, sem hlotið hefur nafnið Portrett. Á sjónþinginu gefst öllum kostur á að kynnast konunni á bak við verkin, viðhorfum hennar, þeim sem hafa mótað hana og lífshlaupi hennar. Auður Ólafsdóttir listfræð- ingur og Svava Björnsdóttir skúlpt- úristi munu hafa hugsað sér að rekja úr Brynhildi garnirnar. Sjónþingið hefst kl. 14.00 en sýn- ingin á Sjónarhóli verður opnuð kl. 17.00. -ilk Grafík í Gallerí Horninu Var - ný þrykk af gömlum klisjum í Galleri Hominu er í gangi sýn- ing á verkum Grétu Mjallar Bjarna- dóttur. Sýningin hefur hlotið nafnið Var - ný þrykk af gömlum klisjum en það vísar til þess að verkin eru þrykk af gömlum legsteinum við Suðurgötuna. Tækni þessi er upp- runnin í Kína en þarlendir graf- íklistamenn taka þrykk af letur- steinum. Gréta Mjöll hefur haldið fjölda einka- og samsýninga, meðal annars í Kína, Danmörku og Sviþjóð. Yfir- standandi sýning Grétu mun halda áfram til 18. september og er opin frá 11.00 til 23.30 alla daga. -ilk: Aldrei of seint að byrja Hér er Bjarni á vinnustofunni sinni í Kópavogi. Biðstofan við hamarinn Gönguhópur félagsmiðstöðvar- innar Hólmasels heldur áfram göngu sinni í vetur eins og áður. Hist verður kl. 10.30 alla laugardags- morgna við félagsmiðstöðina og svo verður gengið í um það bil klukku- tíma undir stjórn Ragnhildar Skúla- dóttur íþróttakennara. Á morgun ætlar hópurinn að leggja upp í sína fyrstu ferð í vetur og allir eru vel- komnir með, byrjendur sem lengra komnir. Þátttakendur geta valið um mislangar leiðir og þannig stjórnað sínum eigin gönguhraða. Víst er að það er aldrei of seint að byrja. -ilk Bjami Sigurbjömsson myndlistar- maður ætlar að opna sýningu á verk- um sínum á morgun kl. 17.00. Sýning- in verður í sýningarsalnum Við ham- arinn en hann er að Strandgötu 50 í Hafnarfirði. Bjami kallar sýningu þessa Biðstofuna við hamarinn. Verk Bjarna eru unnin með bland- aðri tækni beggja vegna á álplötur og verður uppsetningu verka breytt ann- an hvem dag. Einnig em á sýning- unni verk unnin með lífrænum efn- um, það er efnum úr umhverfinu, mat- vælum og úrgangi. Bjami hefur numið málun í Kali- fomíu og við Myndlista- og handíða- skóla íslands en hann er einnig með sveinspróf í bifreiðasmíði. Hann hefur haldið þrjár einkasýningar hér á landi og erlendis og tekið þátt i fjölda sam- sýninga. Sýningin mun standa til 22. sept- ember og er opið um helgar frá kl. 13.00 til 18.00. Bjami tileinkar bróður sínum, Gunnlaugi, sýninguna en hann lést úr krabbameini 32 ára þann 9. júní 1996. -ilk Akureyri: Síðasta sýningarhelgi Knut Ecksten er þýskur myndlist- amiaður og hann hefur verið með sýningu í gangi hér á Fróni frá því seint í ágúst. Sýning sú er í Gallerí + við Brekkugötu 35 á Akureyri og lýkur henni um helgina. Knut Eckstein vinnur gjarnan með umhverfi sitt með innsetning- um og notar oft efni eins og pappa, plast, gler, myndbönd, hljóð og ljós. Verk hans eru afar spennandi í ein- faldleika sínu og fjalla líka um hluti og aðstæður sem fólk kannast auð- veldlega við. Gallerí + er hugsað fyrir starf- andi myndlistarmenn sem vilja not- færa sér óhefðbundið rými fyrir hugmyndir sínar. Listhúsið er frá kl. 14.00 til 18.00 um helgar. -ilk Hana nú í labbitúr Gönguklúbburinn Hana nú fer alltaf í gönguferðir á laugardögum. Nú um helgina verður engin breyt- ing þar á og á morgun kl. 10.00 verður lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8. Boðið verður upp á ný- lagað molakaffi og búist er við að labbitúrinn verði hinn hressileg- asti. -ilk Ju«n helgina *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.