Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1996, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1996, Síða 2
22 MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1996 íþróttir I>V Aldrei i hættu - öruggur sigur hjá Rúnari og Jóni í GSM-rallinu sem lauk í gær Feðgamir Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson stóðu uppi sem sigurvegarar i 17 inu á íslandi, GSM-rallinu, sem lauk í gær eftir þriggja daga keppni. Þátttakendur voru 32 en nokkrir þeirra heltust úr lestinni. Eftir fyrsta dag og 7 sérleiðir voru feðgarnir með rúmlega þriggja mínútna forystu á Steingrím Inga- son og Jóhannes Jóhannesson. Þriðju voru Norð- mennirnir Nils Petter Gill og Einar Staff, 30 sekúndum á eftir. Guðbergur Guðbergsson, ís- landsmeistari í rallíkrossi, varð að hætta keppni á nýjum sérsmíðuðum Porche 911 strax á annarri sérleiö með brotinn öxul. Á laugardaginn vora eknar 9 sérleiðir. Steingrímur og Jóhannes duttu þá úr keppni með brotna spyrnu. Fyrri hluta dagsins juku feðgarnir við forskotið en fóru þá að heyra tor- kennileg hljóð úr gírkassanum og slökuðu að- eins á seinni hluta dagsins, enda nokkuð örugg- ir í fyrsta sæti með um 7 mínútna forskot á Gils og Staff. Á síðustu sérleið laugardagsins velti eina kvenáhöfnin í rallinu, þær Guðný Úlfarsdóttir og alþjóðarall- Þóra Hjartar Blöndal. Þær héldu þó áfram keppni en töpuðu um 20 mínútum á veltunni og urðu næstsíðastar af þeim sem luku keppni. Á laugardeginum var keppt í flokki sögufrægra bíla í fyrsta skipti á íslandi. í þessum flokki eru eingöngu bílar frá því fyrir 1970 og óku \þeir einungis nokkrar leiðir. ^ í gær tóku feðgamir hlutunum með ró og komu í mark sem öruggir sigurvegarar á samanlögðum tima 3:02:11 klst. Næstir komu Gill og Stalf á tímanum 3:05:47 og þriðju J urðu Sigurður Bragi Guðmundsson og Rögnvaldur Pálmason. Hjörtur P. Jónsson og ísak Guðjónsson urðu fyrstir í flokki N, hálfri annarri minútu á undan næstu keppendum, Þorsteini Sverris- syni og Ingvari Guðmundssyni. í jeppaflokki var sigur þeirra Geoífreys Tunnards og Douglas ■ Landy frá Bretlandi á Mitsubis- hi Pajero afgerandi en næstir komu þeir Ævar S. Hjartarson og Ari Arnórsson á Hummer á um 9 mínútum lakari tíma. -Ása Jóa Opna Reykjavíkurmótið: Urslit FH-Stjaman 21-27 Afturelding-ÍR 28-17 Fylkir-Selfoss 21-29 KA-KR 36-16 Haukar-ÍBV 25-26 Grótta-Hörður 41-16 Fram-Vikingur 28-16 Haukar-Grótta 35-29 Afturelding-KA 29-26 ÍBV-Grótta 29-26 FH-Breiöablik 30-18 Fram-Fylkir 33-23 Valur-Víkingur 25-17 Fram-Selfoss 27-27 Vikingur-Fylkir 24-20 Valur-Selfoss 27-25 ÍBV-Hörður 47-17 KA-ÍR 21-29 Hörður-Haukar 19-62 Stjarnan-HK 24-24 Ekki er ósennilegt að Haukar hafl sett fslandsmet í meistaraflokki karla með því að skora 62 mörk á 60 mínútum. 8-liða úrslit: ÍBV-FH 18-16 Afturelding-Fram 19-21 Haukar-Stjarnan 15-20 Valur-KA 18-21 Leikur Aftureldingar og Fram var tvíframlengdur og einnig þurfti að framlengja leik KA og Vals. 4-liða úrslit: KA-Stjaman 16-18 Fram-ÍBV 16-17 Leikur um 3. sætið: Fram-KA 28-16 Úrslit: ÍBV-Stjaman 32-24 Ovæntur sigur Eyjamanna „Ég verð að segja að þetta voru óvænt úrslit enda reikn- uðu fáir með þessu. Þetta lofar góðu fyrir veturinn en strákarnir mega ekki ofmetnast. Strákamir fengu góða eldskírn í fyrra, nú eru þeir árinu eldri og þeir hafa æft vel í sumar. Eftir að hafa fylgst með mótinu sé ég lið eins og KA, Aftureldingu og Hauka mæta sterka til leiks og Stjarnan gæti gert góða hluti,” sagði Þorbergur Aðalsteins- son, þjálfari ÍBV, eftir sigur á opna Reykjavíkurmótinu í handknattleik sem lauk í Austurbergi í gærkvöldi. Eyjamenn léku til úrslita gegn Stjörnunni og unnu ör- uggan sigur, 32-24. Eyjamenn byrjuðu með látum, þeir komust í 7-0 og höfðu yfir í hálfleik, 17-9. Stjörnumenn náðu að minnka muninn niður í þrjú mörk í síðari hálf- leik en nær komust þeir ekki. Gunnar Berg Viktorsson var markahæstur Eyjamanna með 9 mörk, Arnar Pétursson 6, Ingólfur Jóhannesson 5, Zoltan Belánýi 4 og þeir Davíð Þór Hallgrímsson og Svav- ar Vignisson voru með þrjú mörk hver. Sigmar Þröstur Óskarsson varði mark ÍBV eins og berserkur. Hjá Stjöm- unni voru Konráð Olavsson og Hilmar Þórlindsson með 4 mörk hvor. í leiknum um þriðja sætið gersigraði Fram lið KA, 28-16, eftir að hafa leitt í hálfleik, 15-9. Rússinn Oleg Titov var markahæstur Framara með 10 mörk, Sigurður Guð- mundsson 6, Magnús Arngrímsson 4, Guðmundur Pálsson 3 og Njörður Steinarsson 2. Hjá KA var Jón Öm Þorleifs- son með 5 mörk, Sævar Adolfsson 4, Jóhann G. Jóhanns- son 3 en Róbert Duranona skoraði aðeins eitt mark. Fyrir sigurinn fengu Eyjamenn 150.000 krónur, Stjarnan 100.000 og Fram 50.000 fyrir þriðja sætið. -GH Haukarnir unnu Njarðvík Haukar lögðu Njarðvíkinga, 85-81, í Reykjanesmótinu í körfuknattleik í gær. Á opna Reykjavíkurmótinu voru þrír leikir, Valur-Breiðablik 68-64, KR-Leiknir 117-71, Leiknir-Breiðablik, 74-69. -GH Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson á fleygiferð í Öskjuhliðinni á föstudagskvðldið. DV-mynd BG Noregur: Ágúst með tvö mörk Ágúst Gylfason skoraði tvö mörk fyrir Brann í gær þegar liðið sigraði Ströms- godset, 6-2, í norsku úrvals- deildinni í knatt- spyrnu. Það voru tvö síðustu mörk leiksins, það fyrra með miklum þrumufleyg af 20 metra færi, korteri fyrir leikslok, og það síðara með síðustu spyrnu leiksins. Marko Tanasic, fyrrum leikmaður Keflvíkinga, skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Strömsgodset. Birkir missti sætiö í liöi Brann Birkir Kristinsson var ekki í marki Brann, hann sleppti síöasta leik vegna landsleiksins í Tékk- landi og það kostaði hann sætið í liðinu. Brann komst með sigrinum í annað sætið í deildinni, fjórtán stigum á eftir Rosenborg sem tryggði sér norska meistaratitilinn í gær meö 2-1 sigri á Start. Rosen- borg er með 50 stig en Brann og LU- leström 36, Tromsö 35 og Viking 34. Fjórum umferðum er ólokið. KVA meist- ari í 4. deild KVA tryggði sér meistaratitil 4. deUdarinnar í knattspyrnu á laugardaginn með þvi að sigra Sindra frá Homafirði, 3-1, í úrslitaleik á Reyðar- firði. Bæði liðin leika í 3. deUd á næsta ári. Aron Haraldsson, Dragan Stojanovic og Bjarni Krist- jánsson skomðu fyrir KVA en Gunnar Ingi Val- geirsson fyrir Sindra. KVA varð þar með eina liðið á landinu sem ekki tapaði leik á keppnistímabilinu, hvorki i deUd né bikar. í 4. deUdinni vann liðið 16 leiki og gerði eitt jafntefli og skoraði 72 mörk gegn 15 og í bikarkeppninni vann KVA fyrsta leikinn sem síðan var dæmdur liðinu tapaður. Bolungarvík vann Létti, 4-1, í leik um 3. sæt- ið i Bolungarvík. Pétur Jónsson 2, Stefán Andr- ésson og Hálfdán Gíslason skoruðu fyrir Bolvík- inga en EngUbert Friðflnnsson fyrir Létti. -VS Sænska knattspyrnan: Sigurður átti stór- leik gegn Malmö DV, Sviþjóð: íslendingaliðin Örebrö og Örgryte unnu bæði leiki sína í sænsku úrvalsdeUdinni í knattspymu um helgina. Örebrö lagði Malmö á heimavehi sinum, 2-0. Sigurður Jónsson átti stórleik á miðjunni og fékk hæstu einkunn leikmanna Örebrö í sænsku blöðunum. Hlynur Birgisson og Amór Guðjohnsen stóðu sig einnig vel. Rúnar Kristinsson og félagar hans í Örgryte unnu góðan útisigur á Halmstad, 1-3. Rúnar lék aUan leikinn og fékk Sigurður Jónsson. ágæta dóma fyrir frammistöðu sína. Af öðrum helstu úrslit- um má nefna að AIK, andstæðingar KR-inga í Evrópukeppninni, töpuðu á heima- velli fyrir Trelleborg, 2-3, Gautaborg lagði Degerfors, 2-0, og Helsingborg vann 4-0 sigur á Umeá. Gautaborg er efst með 38 stig og Helsingborg 32. Örgryte er í 5. sæti með 28 stig og Örebrö í 9. með 26 stig. -EH Birgir Mikaelsson, körfuknattleiksmað- urinn gamalkunni, hefur ákveðið að ganga til liðs við sitt gamla félag, KR, og leika með þvi í úr- valsdeildinni í vetur. Birgir lék með nýlið- um Breiðabliks í deildinni síðasta vetur en gengið var frá fé- lagaskiptum hans yfir i KR um helgina. Blikarnir hafa orðið fyrir frekari blóðtöku því Halldór Krist- tmannsson leikur ekki með þeim í vet- ur þar sem hann verður í Bandaríkj- unum. Þeir Birgir og Halldór vom i að- alhlutverkum hjá Breiðabliki síðasta vet- ur og voru langstiga- hæstu leikmenn liðsins, að Bandaríkjamannin- um Michael Thoele und- anskildum. Breiðablik missti ennfremur Daða Sigurþórsson yfir í ÍR og það er þvi útlit fyrir erfið- an vetur hjá Kópavogsfé- laginu. -VS Birgir Mikaeisson klæöist KR- búningnum á ný næsta vetur. Graf varði tit- ilinn í New York Steffl Graf frá Þýskalandi sigraði Moniku Seles frá Bandaríkjunum í úrslitaleiknum á opna bandaríska meistaramótinu í tennis sem fram fór í gærkvöldi, 7-5 og 6-4. Graf vann þar með þetta mót annað árið í röð og í flmmta skipti alls. Bandaríkjamennirnir Pete Sampras og Michael Chang komust í úrslit í karlaflokki. Þegar DV fór í prentun í gærkvöldi var leikur þeirra ekki hafinn, hann tafðist vegna mikillar rigningar í New York.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.