Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1996, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1996, Side 4
24 MANUDAGUR 9. SEPTEMBER 1996 Iþróttir „Þeir henta okkur vel“ - sagði Þórður Lárusson eftir 1-2 sigur Stjörnunnar á Eyjamönnum „Ég vildi að við spiluðum við Eyjamenn í hverri viku, þeir henta okkur vel. Við vorum betri í fyrri hálíleik en þeir í seinni en við kláruðum okkar leik vel. Umfram allt spiluðum við góðan fótbolta þótt við bökkuðum full aftarlega í seinni hálfleik. Ég lofaði að bjóða upp á koníak ef við ynnum og ég stend við það,“ sagði Þórður Lárusson, þjálf- ari Stjömunnar, við DV eftir óvænt- an sigur Garðbæinga í Eyjum á laugardaginn, 1-2. Stjörnumenn fóru á kostum í fyrri hálfleik og spiluðu skynsam- lega. Vömin lék mjög aftarlega og hinir fljótu framherjar ÍBV týndust gjörsamlega. Miðjumenn Stjörnunn- ar með Baldur Bjamason og Valdi- mar Kristófersson fremsta í flokki stungu sér svo inn í glufur í glopp- óttri Eyjavöm. Baldur skoraði eina mark hálfleiksins. Eyjamenn tóku öll völd á vellin- um í seinni hálfleik en hittu fyrir Bjarna Sigurðsson markvörð í bana- stuði. Hann varði a.m.k. sex sinnum með miklum tilþrifum áður en Tryggvi jafnaði loks metin. En eins og svo oft áður fengu Eyjamenn á sig mark strax eftir að háfa skorað sjálfir en sigurmark Valdimars var þó þvert gegn gangi leiksins. Bjami kórónaði svo frammistöðu sína í marki Stjörnunnar þegar hann varði glæsilega á lokamínútunum frá Leifi Geir og Hlyni. „Stuldur," sögðu Eyjamenn að leiknum loknum. En Stjörnumenn voru vel að sigrinum komnir því þeir nýttu færi sín vel en Eyjamenn ekki. Bjarni fór á kostum í mark- inu, Baldur var magnaður í fyrri hálfleik og Valdimar átti góða spretti í þeim síðari. Þá voru Helgi og Reynir traustir í vöminni. Hjá Eyjamönnum var Ingi lang- bestur. Hlynur og Tryggvi voru góð- ir 1 seinni hálfleik ásamt Bjamólfi. Eyjamenn náðu sér ekki á strik að þessu sinni. Þeir eiga miklu meira inni en þeir hafa sýnt í sumar enda eru leikmennirnir sjálfir hundóá- nægðir með eigin frammistöðu. Einn góður hálfleikur gegn frísku liði Stjömunnar dugði einfaldlega ekki til. Leikurinn er 2x45 mínútur! „Þetta er óskiljanlegt, við fáum alltaf mark á okkur eftir að hafa skorað sjáifir. Þetta er eitthvert sál- rænt vandamál. Þeir fá eitt færi í seinni hálfleik og skora eitt mark, við fáum 300 færi en nýtum bara eitt. Því miður höfum við gefið Stjömunni sex stig í sumar, það er grátleg staðreynd," sagði Hermann Hreiðarsson, landsliðsmaður ÍBV, við DV. -ÞoGu Bjarni Sigurðsson, fyrrum lands- liösmarkvörður, átti stórleik í marki Stjörnunnar í Eyjum og átti stærst- an þátt í að Garðbæingar lögðu ÍBV ööru sinn í sumar. „Sami bardaginn“ - jafntefli í fallslag Breiðabliks og Keflavíkur, 1-1 Breiðablik og Keflavík eru áfram i bull- andi botnbaráttu eftir jafntefli liðanna í Kópavogi á laugardaginn, 1-1. Úrslitin eru hagstæðari fyrir Keflvíkinga sem era stigi ofar og miðað við þá baráttu sem hið unga lið þeirra sýndi viröist það liklegra af þess- um tveimur til að halda sér í 1. deildinni. Keflvíkingar voru hættulegri aðilinn í leiknum og sköpuðu sér mun fleiri mark- tækifæri með hinn bráðefnilega Hauk Inga Guðnason í fararbroddi. Blikar voru hins vegar meira með boltann í heildina, sérstaklega síðasta korterið, en gekk illa að skapa sér eitthvað gegn mjög öflugri vörn Suðumesjamanna sem stöðvaði flestar sókn- arlotur heimamanna við vítateig sinn. Amar Grétarsson kom Blikum yfir en Haukur Ingi Guðnason jafnaði fyrir Keflvík- inga sem höfðu fengið þrjú góð marktæki- færi á fýrstu 5 mínútum leiksins. Bestu færi seinni hálfleiks fékk síðan Jóhann B. Guð- mundsson fyrir Keflavík, Gísli Þ. Einarsson, markvörður Blika, vsirði mjög vel frá honum í fyrra skiptið og síðan skaut Jóhann í stöng eftir að hafa komist fram hjá Gísla. Undir lokin varði síðan Ólafur Gottskálksson Kefl- vikingur hættulegan skalla frá Kjartani Ein- arssyni. „Þegar upp er staöið held ég að við meg- um vera sáttir við eitt stig. Markið sem við fengum á okkur var klaufalegt en okkur gekk ekki nógu vel að skapa okkur einhver tækifæri,“ sagði Amar Grétarsson, fyrirliði Blika, við DV eftir leikinn. „Leikurinn var ekki nógu góður hjá okk- ur en þetta er stig sem gildir og það er stíg- andi í þessu hjá okkur því við höfum ekki tapað í fjórum síðustu leikjum. Þetta verður sami bardaginn áfram, við getum klárað okkar mál sjálfir og þurfum ekki að treysta á aðra,“ sagði Kjartan Másson, þjálfari Kefl- víkinga. -VS Valur í fallhættu - 0-2 tap fyrir Leiftri sem vann loks tvo leiki í röð „Þetta var baráttuleikur eins og síðustu leikirnir koma til með að vera. Ég er ánægður með að vinna í fyrsta skiptið tvo leiki í röð í deildinni í sumar. Ég á fast- lega von á því að Eyjamenn veiti okkur harða keppni um þriðja sætið en við tökum einn leik fyrir í einu og reyn- um að vinna okkar pró- gramm,” sagði Gunnar Odds- son, fyrirliði Leifturs, eftir sigur á Valsmönnum, 0-2, að Hlíðarenda á laugardaginn. Þetta er fjórða tap Vals- manna í röð og þeir em komnir í talsverða fallhættu. Leikurinn var ekki upp á marga fiska, einkenndist af mikilli baráttu og miðjuþófi og fátt markvert fyrir áhorf- endur annað en tæklingar. Strax á fyrstu mínútu átti Amljótur Davíðsson skot rétt yfir mark gestanna en það liðu um tuttugu mínútu rþar til annað skot leitaði sömu leið en þá átti Sigurður Grétarson aukaspyrnu rétt utan vítateigs. Mark Gunn- ars Más kom úr fyrsta markskoti Leifturs á 37. mín. og á síðustu mín. hálfleiksins átti Páll Guðmundsson skot á Valsmarkið sem Lárus Sig- urðsson varði. Síðari hálfleikur byrjaði með miklum látum og gaf von um skemmtilegan leik en það stóð aðeins í sjö mín- útur. Leiftursmenn komust tvivegis inn fyrir vöm Vals- manna á upphafsmínútunum og Láms varði glæsilega í bæði skiptin, fyrst frá Pétri B. Jónssyni og síðan frá Gunnari Oddssyni. Vals- menn fengu í næstu sókn ágætt færi eftir að Jón Grét- ar hafði vaðið upp völlinn með boltann og sendi út á væng á Arnljót, fékk hann aftur inn í boxinu en skot hans fór yfir. Sverrir Sverris- son innsiglaði síðan sigur Leiftursmanha með marki í lokin en hann hafði skömmu áður komið inn á sem vara- maður. -ÞG ÍBV (0)1 Stjarnan (1)2 0-1 Baldur Bjamason (7.) með þrumuskoti af vítateigslínu eftir lag- legan snúning. 1-1 Tryggvi Guömundsson (68.) með skalla úr miðjum vitateignum eftir aukaspyrnu Inga Sigurðssonar af hægrai kanti. 1-2 Valdimar Kristófersson (75.) með skalla af markteigi eftir send- ingu Gorans Kristófers frá vinstri. Lið ÍBV: Friðrik Friðriksson - Friðrik Sæbjömsson, Hermann Hreiðarsson @, Jón Bragi Amarsson @, ívar Bjarklind - Ingi Sigurðsson @@, Hlynur Stefánsson @, Leifur Geir Hafsteinsson, Kristinn Hafliða- son (Bjarnólfur Lámsson @ 46.) - Steingrímur Jóhannesson, Tryggvi Guðmundsson @. Lið Stjörnunnar: Bjami Sigurðs- son @@ - Hermann Arason, Helgi Biörgvinsson @, Reynir Bjömsson @, Birgir Sigfússon - Goran Kristó- fer Micic, Valdimar Kristófersson @, Baldur Bjarnason @@ Rúnar Páll Sigmundsson, Heimir Erlingsson (Ragnar Ámason 78.) - Ingólfur Ing- ólfsson @. Markskot: ÍBV 16, Stjaman 9. Horn: ÍBV 8, Stjaman 4. Gul spjöld: Helgi (S), Reynir (S), Hermann (S), Valdimar (S), Goran Kristófer (S), Friðrik S. (ÍBV). Rauð spjöld: Enginn. Dómari: Pjetur Sigurðsson, góöur. Áhorfendur: 642. Skilyrði: Logn en sólarlaust, bestu hugsanlegu knattspymuaðstæður. Maður leiksins: Bjami Sigurðs- son, Stjömunni. Varði hvað eftir annaö meistaralega og hefur sann- arlega engu gleymt. Tryggði liði sinu þrjú stig. Fjórir Stjörnumenn í banni gegn Val Þrír varnarmanna Stjörnunnar, Helgi Björgvinsson, Reynir Bjömsson og Hermann Arason, og miðjumaður- inn Valdimar Kristófersson íengu all- ir sitt fjórða gula spjald í sumar í leiknum í Eyjum. Þeir verða því væntanlega allir í banni þegar Stjam- an mætir Val næsta sunnudag. Auk þess era Kristinn Lámsson og Ómar Sigtryggsson famir til náms í Banda- ríkjunum og Stjömuhópurinn verður þvi nokkuð þunnskipaöur í þessum leik. Breiöablik (1)1 Kefíavík (1)1 1-0 Arnar Grétarsson (26.) meö góðu skoti frá vítateig í stöngina og inn eftir fyrirgjöf Kristófers Sigur- geirssonar frá vinstri. 1-1 Haukur Ingi Guðnason (37.) fékk sendingu upp vinstri kantinn, plataði Hreiðar Bjarnason upp úr skónum, lék að markinu með enda- línunni og skoraði á ótrúlegan hátt úr þröngu færi. Lið Breiöabliks: Gisli Þ. Einars- son @ - Pálmi Haraldsson, Hreiöar Bjamason, Theodór Hervarsson, Há- kon Sverrisson - Halldór Páll Kjart- ansson (Gunnar B. Ólafsson 46.), Am- ar Grétarsson @, Þórhallur Hinriks- son (ívar Sigurjónsson 46.), Sævar Pétursson, Kristófer Sigurgeirsson @ - Kjartan Einarsson. Lið Keflavíkur: Ólafur Gott- skálksson @ - Jakob Már Jónharðs- son @, Kristinn Guðbrandsson, Gest- ur Gylfason @ - Jóhann Steinars- son, Eysteinn Hauksson (Kristján Jó- hannsson 76.), Guðmundur Oddsson, Guðjðn Jóhannsson (Róbert Sigurðs- son 63.), Karl Finnbogason - Haukur Ingi Guðnason @, Jóhann B. Guð- mundsson @(Adolf Sveinsson 76.) Markskot: Breiðab. 15, Keflavík 13. Hom: Breiðablik 3, Keflavík 4. Gul spjöld: Gestur (K). Rauð spjöld: Enginn. Dómari: Gylfi Þór Orrason, góður. Áhorfendur: 350. Skilyrði: Nokkur gola á annað markiö, þurrt og völlur þokkalegur. Maður leiksins: Jakob Már Jón- harðsson, Keflavik. Mjög fastur fyrir og öruggur 1 vöm Suður- nesjaliðsins allan tímann. Þrír í leikbanni Þeir Hajmdin Cardaklija og Radenko Matisic úr Breiðabliki og Ragnar Steinarsson úr Keflavík tóku út leikbann á laugardaginn. Gísli Þ. Einarsson, sem lék í marki Blika, hafði áður spilað einn leik í 1. deild, einmitt gegn Keflavík fyrir tveimur ámm. Blikar vom ekki með vara- markvörð, miðjumaöurinn Þórhallur Hinriksson var til taks ef eitthvað færi úrskeiðis hjá Gísla. Hélt upp á afmæliö Haukur Ingi Guðnason hélt upp á 18 ára afmælið sitt, sem var reyndar í gær, með því að skora markiö mik- ilvæga fyrir Keflavfk. Valur (0)0 Leiftur (1)2 0-1 Gunnar Már Másson (37.) skoraði meö fóstu skoti úr vítateign- um eftir að varnarmanni Vals mistókst að hreinsa úr teignum. 0-2 Sverrir Sverrisson (84.) Gunn- ar Oddsson fékk frábæra stungusend- ingu inn fyrir vörn Valsmanna. Þeg- ar Láms kom út úr markinu renndi Gunnar knettinum á Sverri sem skil- aði honum í autt markið. Lið Vals: Láms Sigurðsson @ - Bjarki Stefánsson, Jón Grétar Jóns- son, Gunnar Einarsson @, Kristján Halldórsson - Nebojsa Corovic (Sig- urbjöm Hreiðarsson 73.), Sigurður Grétarsson, Jón Sigurður Helgason, Heimir Porca, Sigþór Júlíusson - Amljótur Davíðsson (Guðmundur Brynjólfsson 60.). Lið Leifturs: Þorvaldur Jónsson - Auðun Helgason, Júlíus Tryggvason, Slobodan Milisic @, Daði Dervic - Pétur Björn Jónsson, Gunnar Odds- son @, Ragnar Gíslason (Rastislav Lazorik 68.), Páll Guðmundsson (Sverrir Sverrisson 68.), Baldur Bragason - Gutmar Már Másson. Markskot: Valur 7, Leiftur 8. Hom: Valur 2, Leiftur 1. Gul spjöld: Jón S. (Val), Daði (Leiftri), Ragnar (Leiftri), Júlíus (Leiftri). Rauð spjöld: Engin. Dómari: Bragi Bergmann, dæmdi þokkalega. Áhorfendur: 211. Skilyrði: Leiðindaveður, sterkur vindur á annaö markið og nokkuð svalt í veðri. Maður leiksins: Gunnar Odds- son, Leifri. Var sterkur á miðj- unni, skilaði boltanum vel frá sér og lék mjög vel eins og svo oft áður i sumar. Júlíus meö 200 leiki Júlíus Tryggvason, hinn reyndi vamar- maður Laifturs, lék á laugardag- inn sinn 200. leik í 1. deild. Hann er aöeins 16. leik- maðurinn sem nær þeim áfanga í sögu deildarinn- ar. Július lék 168 leiki í 1. deild með Þór, sem er félagsmet, og hefur bætt 32 við með Ólafsfirðingum. Grindavík (O)O Fylkir (0)0 KR (1)2 IA (0)2 0-1 Þorsteinn Jónsson (27.) kastaði sér fram og skallaði í netið eftir fasta og góða sendingu frá Hilm- ari Björnssyni. 0-2 Heimir Guðjónsson (71.) sendi boltann skemmtilega í vinstra homið frá vítateigslínu með vinstri fæti eftir frábært einstaklingsfram- tak. Lið Grindavíkur: Albert Sævars- son - Óli Stefán Flóventsson @, Mil- an Stefán Jankovic, Ólafur Öm Bjamason, Júlíus Danielsson @ - Zoran Ljubicic, Hjálmar Hallgrims- son @, óuðjón Ásmundsson - Grétar Einarsson (Sigurbjöm Daghjartsson 58.), Kekic Sinisa (Gunnar Már Gunn- arsson 72.), Ólafur Ingólfsson. Lið KR: Kristján Finnbogason @ - Þormóður Egilsson @, Oskar H. Egilsson @, Brynjar Gunnarsson, Sigurður Öm Jónsson Hilmar Bjömsson (Guðmundur Benediktsson 72.), Heimir Guöjónsson @, Ólafur H. Kristjánsson @, Einar Danielsson Þorsteinn Jónsson @, Ríkharður Daðason (Björn Skúlason 85.) Markskot: Grindavík 6, KR 15. Horn:Grindavík 7, KR 4. Gul spjöld: Engin. Rauö spjöld: Engin. Dómari: Jón Sigmjónsson, góður. Áhorfendur: Um 700, langstærsti hluti KR-ingar. Skilyrði: Suðvestankaldi, þurrt, völlurinn ágætur. Maður leiksins: Heimir Guð- jónsson, KR. Vann geysilega vel á miðjunni. Var sem klettur og mjög sterkur í návígi Spilaði vel fyrir liðið og tók skemmtilegar rispur með einstaklingsframtaki. Gaf dómaranum gula spjaidið Skondið atvik átti sér stað i leikn- um. Jón Siguijónsson dómari hrasaði þá á vellinum eftir að hafa dæmt aukaspymu og missti gula spjaldið í grasið. Gunnar Már Gunnarsson sá sér þá leik á borði og gaf dómaranum gula spjaldið til merkis um áminn- ingu. Jón dómari hafði húmor fyrir þessu og gerði ekkert í málunum en sama er ekki aö segja af kollega Jóns i Skotlandi sem bókaði Paul Gas- goigne fyrir sams konar hlut á siðasta timabili. 0-1 Stefán Þórðarson (64.) Fylkis- mönnum mistókst að hreinsa í hom, Haraldur Ingólfsson var fljótur aö átta sig, sendi glæsilega sendingu á Stefán sem skallaði knöttinn óvaldað- ur i netið frá markteigi. 0-2 Bjami Guðjónsson (83.) Vörn Skagamanna hreinsaði fram, Bjami stakk sér inn fyrir vöm Fylkis, náði boltanum, lék á markvörðinn og skoraði. Einstaklega vel gert. Lið Fylkis: Kjartan Sturluson - Enes Cogic, Aðalsteinn Víglundsson, Ómar Valdimarsson @, Þorsteinn Þorsteinsson (Erlendur Gunnarsson 85.) - Andri Marteinsson (Ásgeir Freyr Ásgeirsson 70.), Finnur Kol- beinsson @, Ólafur Stígsson @ (Hrafhkell Helgason 88.), Sigurgeir Kristjánsson - Kristinn Tómasson @, Þórhallur Dan Jóhannsson @. Lið ÍA: Þórður Þórðarson @ - Sturlaugur Haraldsson, Zoran Milj- kovic, Ólafur Adolfsson @, Sigur- steinn Gislason - Ólafur Þórðarson , Steinar Adolfsson @, Alexander Högnason, Haraldur Ingólfsson - Gunnlaugur Jónsson (Stefán Þórðar- son 60.), Bjami Guðjónsson @. Markskot: Fylkir 8, ÍA 9. Horn: Fylkir 6, ÍA 6. Gul spjöld: Þorsteinn (Fylki), Finnur (Fylki), Bjarni (ÍA), Miljkovic (ÍA), Alexander (ÍA), Ólafur (ÍA), Gunnlaugur (ÍA). Rauð spjöld: Bjami (ÍA). Dómari: Guðmundur Stefán Marí- asson, dæmdi þokkalega í heildina. Áhorfendur: Um 700. Skilyrði: Skýjað, léttur vindur á annaö markið, völlur nokkuð blautur í sér en annars góðar aðstæður. Maður leiksins: Finnur Kol- beinsson, Fylki. Fremstur meðal jafnihgja í Fylkisliðinu, vann geysijega vel allan tímann og var prímus mótor í spili liðsins. Þrír Skagamenn í banni gegn Grindavík Þrir Skagamenn verða i leikbanni þegar þeir taka á móti Grindavik um næstu helgi. Bjami Guðjónsson var rekinn af velli i gær og þeir Zoran Miljkovic og Ólafur Þórðarson fengu báðir að líta íjórða gula spjaldið sitt í sumar. Þetta verður mikil blóðtaka fyrir ÍA því þama em á ferö þrír lykilmenn liðsins. MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1996 25 íþróttir KR-ingar á toppi 1. deildar í klukkutíma í gær: Verðskuldaður sigur - vesturbæjarliðið stigi á eftir Skagamönnum en Grindavík í erfiðri stöðu DV, Suðurnesjum: KR-ingar fengu þrjú mikilvæg stig í toppbar- áttu 1. deildarinnar í knattspyrnu þegar þeir sigruðu Grindvíkinga sannfærandi í Grindavík í gær og þeir vora efstir í deildinni í klukkutíma, eða þar til leik Fylkis og ÍA lauk. Þrátt fyrir sigurinn vora KR-ingar ekki að spila sinn besta leik en baráttan var góð í lið- inu. KR réðu ferðinni út á veflinum en áttu ekki mörg góð marktækifæri. Grindvíkingar voru lengstum að sinna varnarhlutverki sínu á kostnað sóknaarleikisins og voru ekki nógu hreyfanlegir að hjálpa hver öðrum, þeir unnu boltann. Heimamenn hafa oft barist betur en í þessum leik en liðið er í bullandi fallbaráttu. Hefðum getað skorað fleiri mörk „Þetta var nokkuð ömggur sigur og ég er ánægður með leikinn. Við hefðum getað skor- að fleiri mörk en þeir sköpuðu sér ekki mörg færi. Ég er ánægður með hlaup og baráttu í mínu liði en við höfum kannski spilað betur en það vom margir góðir punktar í þessu,” sagði Lúkas Kostic, þjálfari KR, við DV eftir leikinn. Það sást strax í upphafi leiks hvert stefndi. KR-ingar voru geysilega sterkir á upphafsmín- útunum og náðu fljótlega yfirhöndinni á vellin- um án þess að skapa sér hættuleg marktæki- færi. 10 mínútum áður en Þorsteinn Jónsson skoraði fyrra mark KR átti Heimir Guðjónsson þrumuskot í þverslá. Kristján Finnbogason þurfti að sýna snilli sina undir lok fyrri hálf- leiks þegar hann varði frábærlega skot Ólafs Bjarnasonar. Mark Heimis gerði útslagið Mark Heimis Guðjónssonar í síðari hálfleik gerði endanlega smávonir Grindvíkinga að engu. Heimir skoraði þá með fallegu skoti og um leið fór hjartsláttur stuðningsmanna KR niður um nokkur slög enda sigur liðsins þá endanlega í höfn. Undir lokin fengu heima- menn tvö færi, Óli Stefán Flóventsson komst inn fyrir vöm KRen Óskar Hrafn náði að bjarga á síðustu stundu og stuttu síðar varði Kristján vel frá Ólafi Bjarnasyni. „Þeir áttu þetta skilið enda voru þeir betri en við. Við náðum ekki upp baráttu og vorum eitthvað daufir. Við áttum möguleika á vissum tímapunktum að skora en það gekk ekki,” sagði Ólafur Ingólfsson Grindvíkingur eftir leikinn. -ÆMK Aðalsteinn Vígiundsson, fyrirliöi Fylkis og fyrrum leikmaöur með ÍA, í baráttu viö Alexander Högnason Skagamann í leiknum á Árbæjarvelli í gær. Skagamenn halda efsta sætinu eftir 2-0 sigur en Fylkir berst áfram fyrir lífi sínu í deildinni og er í áttunda sætinu þegar þremur umferðum er ólokiö. DV-mynd BG 1. deild ÍA 15 11 1 3 34-12 34 KR 15 10 3 2 35-11 33 Leiftur 15 7 5 3 28-23 26 ÍBV 15 7 1 7 27-29 22 Stjarnan 15 6 3 6 19-24 21 Valur 15 5 2 8 13-20 17 Keflavík 15 3 6 6 15-24 15 Fylkir 15 4 2 9 21-23 14 Breiðablik 15 3 5 7 15-28 14 Grindavik 15 3 4 7 15-28 13 Markahæstir: Rikharður Daðason, KR ...... Bjami Guðjónsson, ÍA........ Guðmundur Benediktsson, KR Einar Þór Danielsson, KR .. .. Haraldur Ingólfsson, ÍA .... Mihajlo Bibercic, ÍA........ Tryggvi Guðmundsson, ÍBV .. Kristinn Tómasson, Fylki .... Þórhallur D. Jóhannsson, Fylki Baldur Bragason, Leiftri.... Leifur Geir Hafsteinsson, ÍBV . Rastislav Lazorik, Leiftri .... Sverrir Sverrisson, Leiftri ... Þriðja sætið blasir við Leiftri Eftir ósigur Eyjamanna gegn Stjömunni blasir þriðja sætið við Leiftri. Ólafsfirðingar hafa fjög- urra stiga forskot á ÍBV þegar þrjár umferðir em eftir og eiga eftir heimaleiki við Grindavík og Breiðablik og útileik við Fylki. ÍBV mætir hins vegar KR, ÍA og Keflavík. Þriðja sætið tryggir Leiftri sæti í UEFA-bikarnum ef KR verður meistari, annars í Intertoto-keppninni. Verði KR meistari stendur baráttan um 4. sætið og Intertoto-réttinn á milli ÍBV og Stjömunnai'. 11 11 . 9 . 7 . 7 . 7 . 7 . 6 . 6 . 5 . 5 . 5 . 5 Skagamenn halda efsta sætinu í 1. deildinni: Tóm slagsmál fram undan - sagði Ólafur Þórðarson, fyrirliði ÍA, eftir sigur á Fylki í gær Skagamenn leyfðu KR-ingum að- eins að vera í klukkustund á toppi deildarinnar en með sigri á Fylki, 0-2, á Árbæjarvelli í gær halda þeir enn efsta sætinu og útlit er fyrir æsispennandi lokabcU'áttu í deildinni bæði á toppi og á botni. Fylkismenn misstu trúna á þaö sem þeir voru aö gera „Við vissum að það þyrfti að hafa fyrir þessu og svoleiðis verður fram- haldið. Við verðum með þrjá leik- menn í banni í næsta leik svo það eru tóm slagsmál fram undan. Fylkis- menn börðust vel en þeir misstu trúna á það sem þeir vom að gera eft- ir að við skoruðum," sagði Ólafur Þórðarson, fyrirliði Skagamanna. Fylkismenn komu vel stemmdir til leiks. Strax á 5. mín. fengu þeir fyrsta færið en þá átti Þórhallur góðan skalla sem Þórður varði glæsilega. Á 15. mín. braut Zoran Miljkovic á Þór- halli þegar hann var að sleppa í gegn og var hann heppinn að sleppa með gult spjald. í næstu sókn átti Kristinn Tómasson gott skot en Þórður varði aftur. Þórhallur einn í gegn Þórhaflur komst einn inn fyrir vöm Skagamanna um miðjan hálf- leikinn eftir glæsilegt þríhymingaspil við Kristin en enn sá Þórður við Fylkismönnum og náði að slengja hendi í knöttinn. Fylkismenn voru miklu frískari í fyrri hálfleik og fyrsta markskot gestanna kom eftir um hálftímaleik og var ekki merki- legt. Tveimur minútum fyrir leikhlé fékk Kristinn svo gott færi en skot hans frá vítapunki fór yfir. Besta og eina færi Skagamanna í fyrri hálfleik kom á siðustu mínútu hans. Ólafur Adolfsson fékk þá sendingu inn á teig- inn en Kjartan varði mjög vel. Bjarni Guðjónsson hóf síðari hálf- leikinn fyrir Skagamenn með því að komast inn fyrir vöm Fylkis en Kjart- an varði með úthlaupi. Ólafur Stígs- son átti hinum megin skot fram hjá marki gestanna eftir frábæran ein- leik. Skagamenn fóru smátt og smátt að taka völdin í leiknum þegar á leik- inn leið og komust yfir með marki frá Stefáni Þórðarsyni aðeins íjórum mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður. Við það réðust úrslit leiksins en Bjami innsiglaði svo sigur Skagamanna með marki í lokin. Ef viö nýtum ekki færin tekst þetta ekki „Við vorum sterkari aðilinn í leiknum í fyrri hálfleik og fyrstu 10-15 mín. í þeim síöari. Við vorum að skapa okkur færi og ef við nýtum ekki færin okkar þá tekst þetta ekki. Síðan fáum við á okkur þetta drullu- mark og þá datt botninn úr þessu. Ef við spilum næstu leiki eins og fyrstu 60-70 mín. í þessum þá hef ég enga trú á öðru en að við kláram okkur á þessu," sagði Þórir Sigfússon, þjálfari Fylkis, í samtali við DV að leik lokn- um. Bjarki ekki meö vegna samkomulags Bjarki Pétursson lék ekki með Fylkismönnum aö þessu sinni vegna svokallaðs „heiðursmannasamkomu- lags“ um að nota hann ekki í leik gegn Skagamönnum. Menn mættu nú staldra við og athuga hvort svona samkomulag sé siðferðilega rétt og eigi heima í íþróttinni. -ÞG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.