Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1996, Blaðsíða 10
- gerðist snemma sukksamur en segir allt slíkt að baki nú fæddist Christian Slater. Móðir hans er í dag þekktur umboðsmaður leik- ara, Mary-Joe Slater, og faðir hans er leikari, Michael Gainsborough. Slat- er var slysaskot og ekki var um sam- búð að ræða hjá foreldrum hans. Því tók móðir hans það upp hjá sér að skíra hann Slater. Þar sem móðir hans var umboðsmaður skemmti- krafta lá leið hans fljótt í leikhúsin á Broadway og var hann aöeins níu ára þegar hann lék á móti Dick Van Dyke í söngleiknum The Music Man. Þannig leið æska hans. Þegar timi vannst til frá skólanum útvegaði móðir hans honum eitthvert hlut- verk í leikriti og lék hann meðal ann- ars í uppsetningu Nicols Williamsons á Hamlet á Broadway og David Cop- perfield. Þegar Christian Slater var fimmt- án ára gamall lék hann í sinni fyrstu kvikmynd, The Legend of Biilie Jean. Ekki er sú mynd eftirminnileg né leikur Slaters en augu beindust strax að honum í næstu mynd, The Name of the Rose. Hann þakkar Sean Conn- ery fyrir veitta aðstoð við gerð þeirr- ar myndar og þegar hann átti að fara að leika í sinni fyrstu ástarsenu á ævinni þá leitaði hann að sjálfsögðu til fyrrum James Bond um ráðlegg- ingar. Slater var nú kominn á bragöið og hætti öflum hugleiðingum um áfram- haldandi skólanám. Hann flutti til Hoflywood þar sem hann lék i hverri myndinni á fætur annarri og áður en hann var orðinn tvítugur hafði hann leikið í tíu kvikmyndum. Það fylgir leikurum, sem eru mik- iö að djamma og sukka, að vera orð- aðir við þekktar leikkonur og tísku- sýningardömur. Og Slater hefur feng- ið sinn skammt af umfjölluninni. Hann segir að aðeins lítifl hluti af þvi sem skrifað hefur verið um hann sé sannleikanum samkvæmt. „Ég má ekki láta sjá mig við hliöina á stúlku þá er strax komið í blöðunum að þar sé á ferðinni nýja kærastan mín og sumir ganga svo langt að segja aö við séum þegar búin að trúlofa okkur.“ Hér á eftir fer listi yfir þær kvik- myndir sem Christian Slater hefur leikið í: The Legend of Blllie Jean, 1985 The Name of the Rose, 1986 Tucker, 1988 Gleaming the Cube, 1988 Heathers, 1989 The Wizard, 1989 Tales from the Darkside, The Movie, 1990 Pump up the Volume, 1990 Young Guns II, 1990 Robin Hood: Prince of Thives, 1991 Mobsters, 1991 Kuffs, 1992 Untamed heart, 1993 True Romance, 1993 Jimmy Hollywood, 1994 Interview with the Vampire, 1994 Murder in the Rrst, 1995 Bed of Roses, 1995 Broken Arrow, 1996 -HK ekið drukkinn og ekki ansað skipun- um lögreglunnar um að stöðva bílinn þar sem hann þeysti um götur Los Angeles. Þessi öku- ferð endað með ósköpum fyr- ir Slater. Hann keyrði á simastaur, gjöreyðflagði bíl- inn en slapp sjálfúr ómeidd- ur. Hann reyndi síðan að flýja af slysstað en var gómað- ur þegar hann var að reyna að klifra yfir girðingu. Slater var settur í fangelsi og þar þurfti hann að dvelja í tíu daga og þeg- ar dómur féll í þessu máli hans þá var það dómur númer tvö árið 1989. Þessi atvik gerðu hann að miklum blaðamat fyrir slúðurblöðin. Hefði hann leikið í góðum kvik- myndum á þessum tíma þá hefði hann sjálfsagt ekki mikið getað kvartað yfir öllu umtal- inu, þaö hef- ur reynst mörgum ungum leik- urum í Hollywood happadrjúgt að lenda í smá- hneyksli. En Slater var ekki gef- ið á þessum árum aö velja réttu mynd- imar og því lá leið hans niður á við þar tfl hann lék í True Romance og frá þeim tíma hefúr hann bæði hagað sér skikkanlega og vandað betur val sitt og má segja að það sé fyrst núna sem spádómar þeirra sem töldu hann eitt sinn þann efnflegasta í Hollywood séu að ræt- ast. Ekki vantar hæffleikana hjá Slat- er. Hann er eflaust meðal betri leik- ara í Hollywood af yngri kynslóðinni. Allt frá því hann lék á móti Sean Connery í The Name of the Rose, sextán ára gamall, hefur honum ver- ið hrósað í hástert en hann hefur þó enn ekki náð að vera í sömu sporum og Keanu Reeves, Brad Pitt og Jo- hnny Depp, sem eru hans samferðafé- lagar og hafa náð mun hærra en Sla- ter. En hæffleikamir era fyrir hendi og þrátt fyrir allt er Slater mjög vin- sæll svo hann þarf aðeins að fmna rétta hlutverkið og þá getur hann náð toppnnum. Viðloðandi skemmtanabransann frá unga aldri Þegar frægasta popphátíð allra tíma, Woodstock, stóð sem hæst Þaö er því erfitt að ímynda sér þenn- an unga mann sem rétt nýorðinn er 27 ára sem einhvem ólátabelg og fyllirísraft sem hefur fengið æðisköst á almanna færi en staðreyndimar tala sínu máli. Handtekinn tvisvar sama árið Fyrir tæpum tveimur árum var hann handtekinn á flugveflinum í New York fýrir að hafa undir hönd- um skammbyssu sem hann hafði ekki leyfi fyrir. Hann var settur í fangelsi en fljótlega sleppt þegar hann hafði játað brot sitt. Ef um fyrsta brot hefði verið að ræða þá hefði Slater sjálfsagt sloppið með áminningu en svo var nú ekki í hans tilfelli. Fáum árum áður hafði Slater Christina Slater leikur á móti John Travolta í Broken Arrow. Christian Slater, sem leikur á móti John Travolta í vinsælusta mynd- bandinu þessa vikuna, hefúr nánast alltaf leikið „góða strákinn" í kvik- myndum þeim sem hann hefur leik- ið í og því er erfitt að ímynda sér að hann hefir verið til vandræða í mörg ár en það er nú samt stað- reyndin og á hann að baki sukk- samt lífemi sem hann segist nú vera búinn að vinna sig út úr. Þegar skoðaður er listi yfir kvikmyndir hans síöustu ár þá er hann yfirleitt rómantíska hetjan sem vinnur stúlk- una sína í lokin eða heiðarlegi piltur- inn sem bjargar félög- um sín- um. Sölumyndbönd: Benjamín dúfa og James Bond-pakki Sam-myndbönd hafa nýverið sent frá sér tíu myndir á sölumarkaðinn. Þar er fyrsta að telja íslensku kvik- myndina Benjamín dúfu, sem gerð er eftir verðlaunaskáldsögu Frið- riks Erlingssonar, en sú bók fékk ís- lensku barnabókaverðlaunin á sín- um tíma. Myndin segir frá fjórum ungum drengjum sem stofna meö sér riddarareglu tfl að berjast gegn óréttlætinu í hverfinu. Leikstjóri myndarinnar er Gísli Snær Erlings- son. Stærsti hluti útgáfunnar nú er seinni hlutinn i James Bond-safn- inu. Era það átta myndir og þar ber hæst flestar þær Bond-myndir sem Roger Moore lék í og þær tvær sem Timothy Dalton lék í fylgja síöan með. Síðasta myndin í þessari haustútgáfu er svo Tímon og Púmba 2 en Tímon og Púmba eru þekktar teiknimyndafigúrur úr The Lion King sem era nú komnar í sjálf- stæðar teiknimyndir. í mynd tvö feröast þeir félagar um víða veröld, meðal annars tfl Frakklands, Sviss og Rússlands. Riddarar Reglu rauða drekans búa sig undir átök gegn Svörtu fjöðrinni í Benjamín dúfu. Christian Slater hefur veriö til vandræða í mörg ár en það er nú samt staðreyndin og á hann að baki sukksamt líferni sem hann segist nú vera búinn að vinna sig út úr. O SrtU. I TÆKINU Hilmar Þór Guðmundsson: Monty Pythons, Life of Brian. Skylduáhorfun fyir þunglynda. Jóhann Hannesson: Forrest Gump. Hún er æðisleg. Helga Rakel Rafnsdóttir: Mynd frá ökukennaranum. Ekki skemmtileg en gagnleg. Lars Björk: Ég á ekki mynd- bandstæki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.