Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1996, Blaðsíða 5
JJ"V FÖSTUDAGUR 25. október 1996
til nætursýningar
„Nei, það hefur aldrei áður heyrst
í Stripshow á plötu. Við tókum
reyndar einu sinni upp lag sem átti
að fara á safnplötu en þegar til átti
að taka var það svo ólíkt öllu öðru
sem búið var að ákveða að yrði á
plötunni að það var sett í geymslu.
En það er reyndar á nýju plötunni
þannig að vinnan var ekki alveg til
einskis.“
Þannig svar-
ar Ingólfur
Geirdal spurn-
ingunni um fer-
il hljómsveitar
sinnar, Strips-
how, á hljóm-
plötumarkaði
hingað til. Nú
er hins vegar
breytinga að
vænta því að
næsta mánudag
kemur út platan
Late- Night Cult
Show, íjórtán
laga plata sem
Ingólfur og fé-
lagar hafa verið
að vinna við að
undanfömu.
„Þetta er eins
konar þema-
plata; rauði
þráðurinn í
gegnum hana
eru nokkrir
karakterar sem
hafa sett saman
sýningu, freak-
show,“ segir
Ingólfúr. „Ég
samdi lag sem
heitir Freaks
fyrir þremur
árum. Það er í
þremur þáttum
og er eins konar miðpunktur plöt-
unnar sem hin lögin verða til út frá.
Við sömdum reyndar 28 lög en hent-
um helmingnum til að heildin yrði
sem best. En þótt efnið tengi lögin
standa þau þó flest ein og sér. Til
dæmis er lagið Blind þegar komið í
spilun hjá útvarpsstöðvunum. Þetta
lag ber nokkum keim af verkum
ítalska lagahöfundarins Ennios
Morreones. Andrea Gylfadóttir að-
stoðar okkur í því.“
Myndrænt rokk
Að öðm leyti annast liðsmenn
Stripshows sjálfir allan hljóðfæra-
leik og söng á nýju plötunni. Þeir
eru, auk Ingólfs, Sigurður Geirdal,
bassaleikari, Guðmundur Aðal-
steinsson, söngvari, og Bjarki Þór
Magnússon, trommuleikari.
„Það hittist þannig á að við erum
allir kvikmyndafrík," segir Ingólfur
þegar hann er inntur eftir því hvaða
stefha sé ráðandi á plötunni Late-
Night Cult Show. „Kjaminn í tón-
listinni okkar er rokk. í seinni tíð
hefur borið nokkuð á því að rokkar-
ar væru bara undir áhrifum frá öðr-
um rokkhljómsveitum. Okkur þykir
það ekkert spennandi og þess vegna
reyndum við að fara okkar eigin
leiðir. Ég held að okkar stefnu verði
best lýst með því að ef Charlie
Chaplin, Boris Karloff, Salvador
Dali og Tracy Lord tækju sig saman
og gerðu plötu yrði útkoman eitt-
hvað svipuð og hjá okkur.
Myndrænt? Já, já, það má segja
að tónlistin sé það,“ bætir Ingólfur
við. „Ég hef lengi verið áhugamaður
um töfrabrögð og showbisness og
leikhússelement spila einnig inn i
verkið. Lírukassatónlist tilheyrir
Hljómsveitin Stripshow: Samdi 28 lög fyrir nýju piötuna og henti helmingnum.
gjaman sýningum og okkur þótti
hæfa að hafa hana einnig hjá okkinr.
Við vildum hins vegar ekki láta
spila hana á hljómborð eða nota
sampler þannig að ég hætti ekki
fyrr en ég var búinn að ná líru-
kassahljóm á gítarinn. Það var
nokkuð erfitt en náðist eiginlega
fyrir tilviljun.“
Öflugir út-
gáfutónleikar
Að sögn Ingólfs
Geirdals tók upp-
taka plötunnar að-
eins nokkra daga.
Fjórmenningamir
unnu vel heima-
vinnuna sína og
vora því snöggir að
vinna þegar í hljóð-
ver var komið. Þeir
sáu sjálfir um upp-
tökustjórn en Þor-
valdur Bjami Þor-
valdsson tók að sér
hljóðblöndunina.
„Við vildum ná
fram sama hljómi
og i gamla daga þeg-
ar hljómsveitir
voru bara í nokkra
tíma að ljúka við
eina plötu. Þorvald-
ur Bjarni tók upp-
tökumar siðan og
vann mjög vel úr
þeim,“ segir Ingólf-
ur og bætir við:
„Við í Stripshow
erum þekktir fyrir
að vera með reyk-
sprengjur, sápuk-
úluvélar, ljósashow
og fleira þegar við
höldum tónleika. Við ætlum að
fagna útkomu nýju plötunnar með
útgáfutónleikum í Loftkastalanum
sjötta nóvember og þá er ætlunin að
bjóða upp á allar sömu brellumar
og fyrr en bara að minnsta kosti tíu
sinnum betri en hingað til.“
-ÁT
Stripshow býður
Vestmannaeyjakvöld á Hótel íslandi:
Sjávarfang og dynjandi tónlist
- fjöldi tónlistarmanna leikur Eyjalög
Eyjamenn ættu að kætast næstu helgi enda verð-
ur haldið veglegt Vestmannaeyjakvöld föstudaginn
25. október. Þar kemur fram fjöldi þekktra skemmti-
krafta, tónlistarmanna og snæddur verður Ijúffeng-
ur matur að hætti Eyjapeyja.
Spilað fram eftir nóttu
Lúðrasveitin STALLA HÚ tekur á móti matar-
gestum en þeir geta gætt sér á lunda og sjávarfangi
úr „bugtinni." Það verður dynjandi tónlist á Eyja-
kvöldinu. Bjami Arason, Ari Jónsson, Helena Kára-
dóttir, Ólafur Þórarinsson munu syngja Eyjalög eft-
ir þekkta Vestmannaeyinga. Undirleikarar verða
meðlimir hljómsveitarinnar Karma. Auk þessa mun
hljómsveitin Logar koma fram og hana skipa þau
Helgi og Hermann Ingi Hermannssynir, Henrý Er-
lendsson og Guðlaugur Sigurðsson. Þessi útgáfa af
Logum gaf út plötuna Minningu um mann árið 1973.
Þingmaðurinn lagvissi Árni Johnsen kemur fram og
einnig Eyjasöngvarinn Einar „Klin“. Þegar dag-
skránni lýkur munu hljómsveitimar Logar og
Karma leika fyrir dansi langt fram á nótt.
Sérstök afsláttargjöld eru í boði hjá Herjólfi og
Flugleiðum og á gistingu á Hótel íslandi í tilefni af
Eyjakvöldinu. -JHÞ
Htónlist,.
Þrælfínt í
Leikhúskjallaranum
Leikhúskjallarinn verður ólg-
andi af fjöri um næstu helgi.
Föstudaginn 25. október verður
Bylgjan með beina útsendingu
úr Kjallaranum. Þá munu út-
varpskappamir ívar Guðmuhds-
son og Sigurður Hlöðversson
stjóma kvöldinu. Laugardags-
kvöldið 26. október mun Stjóm-
in snúa aftur úr æfmgum og
spila linnulaust fyrir danstryllta
gesti Kjallarans.
Blönduósingar og nærsveitar-
menn ættu að geta sett á sig
dansskóna og skellt sér í spari-
gallann þar sem hljómsveitin
Draumalandið fagnar vetri með
balli á Sveitasetrinu á Blönduósi
fyrsta vetrardag, laugardaginn
26. október. Væntanlega fær lag-
ið Vegir liggja til allra átta að
hljóma en það lag með Draumal-
andinu hefur notið þónokkurra
vinsælda á öldum ljósvakans að
undanfömu.
Stórdansleikur í
Kántrýbæ
Þessa helgina verður Rúnar
Þór með stórdansleik í Kántrý-
bæ föstudaginn 25. október.
Laugardaginn 26. október verð-
ur Rúnar með dansleik á Langa-
sandi á Akranesi. Á þeim
tónleikum mun hann að öllum
líkindum leika efni af
væntanlegri plötu, auk þess sem
gamlir slagarar fá einnig að
flakka.
Vax á Nashville
Glatt verður á hjalla á hinum
ágæta skemmtistað Nashville
næstu helgi en þar mun hijóm-
sveitin Vax leika fyrir dansi
fóstudaginn 25. október og laug-
ardaginn 26. október.
Strippari með í för
Hljómsveitin Sóldögg ætlar
| heldur betur að hrista upp i
Norðlendingum um næstu helgi.
jj Föstudagsvöldið 25. október leik-
ur hljómsveitin fyrir gesti hins
| eina sanna Sjalla á Akureyri.
Bryddað verður upp á þeirri ný-
breytni að maður er tínir af sér
spjarimar verður á sviðinu með
j þeim í Sóldögg. Það verður sem
j sagt strippað á dansleiknum en
I talsmaður hljómsveitarinnar
í fullvissaði blaðamann DV um að
? hljómsveitarmeðlimir yrðu full-
klæddir. Laugardagskvöldið 26.
október ætlar Sóldögg að þeysa
j vestur og spila á Hlöðufelli í
I Húsavík.
Á þessum dansleikjum verður
leikiö fmmsamið efni í bland
viö efni sem Sóldaggarfélagar
taka upp eftir öðrum tónlistar-
I mönnum.
-JHÞ