Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Síða 6
LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1996 1 stuttar fréttir Engin Dietrich-gata Mikil andstaða er við að nefna götu í Berlín eftir söng- konunni Marlene Dietrich en jarðlestarstöð fær hugsanlega að bera nafn hennar. Norsku skipi vísað frá Chilestjórn hefur meinað norskum risatogara að veiða í landhelgi sinni eftir að um- hverfisverndarsinnar mót- mæltu kröftuglega. Ekki Jackson Afstaða þýskra kvenna er af- dráttarlaus. Ekki ein ein- asta þeirra hefði áhuga á því að ganga með bam poppstjömunnár Michaels Jacksons undir belti, ef eitthvað er að marka nýja skoðanakönn- un þar sem Jacko fékk ekki eitt einasta atkvæði. Sprakk undir þotu British Airways flugfélagið skýrði frá því f gær að tyrk- neskt flugskeyti hefði vegna mistaka sprungið í átta km fjar- lægð frá vél félagsins á flugi yfir Tyrklandi í sumar. Ellefu enn saknað Ellefu manna er enn saknað eftir gassprengingu í skóbúð í San Juan á Puerto Rico og eru litlar líkur taldar á að nokkur sé á lifi. Staðfest hefur verið að 17 fórust. Barist áfram Stjómendur útvarpsstöðvar sem almenningi í Króatíu tókst að koma í veg fyrir að yrði lok- að segja að baráttan fyrir raun- verulegu lýðræði haldi áfram. Umbótasinnar fleiri Umbótasinnar voru i meiri- hluta þegar nýtt þing Rúmeníu kom saman í gær en fyrrum kommúnistar em nú í stjórnar- í andstöðu. Persson stóðst prófið Göran Persson, for- sætisráðherra Svíþjóðar, stóðst áhlaup- ið þegar greidd voru atkvæði í gær um vantraust- stillögu vegna stefnu stjómar hans i málefnum Kína og orða sem hann lét falla, sem andstæð- ingar segja að afsaki skoðana- kúgun kínverskra stjórnvalda heima fyrir. Vændiskonur óhressar Vændiskonur í Þýskalandi, 400 þúsund talsins, em óhressar með hvemig þær eru skattpínd- ar og hafa nú hafið baráttu fyr- ir aukinni virðingu stéttarinnar og lögleiðingu. Reuter Dow Jones í Wall Street: Tíu met í nóvember Dow Jones hlutabréfavísitalan í kauphöllinni við Wall Street í New York hefur tíu sinnum slegið sögu- legt met í þessum mánuði. Bjartsýni greip um sig hjá fjárfestum vestra í kjölfar endurkjörs Clintons Banda- rikjaforseta auk þess sem spákaup- mennska hefur verið stunduð grimmt. Tíunda metið var sett sl. miðvikudag en daginn aftur lækk- aði Dow Jones lítillega. Sögulegt met var sömuleiðis sleg- ið í Hong Kong í vikunni en að öðm leyti hafa helstu hlutabréfavísitölur heims ekki breyst mikið síðustu daga. Bensín á heimsmarkaði snar- lækkaði í vikunni á meðan verð á hráolíu sveiflaðist upp og niður. -Reuter Jeltsín fluttur á hressingarhæli ríkisins: Hvattur til að reka starfsmannastjóra Borís Jeltsín Rússlandsforseti var vart búinn að koma sér fyrir á hressingarhæli stjómvalda þangað sem hann fór af sjúkrahúsi í gær þegar neðri deild þingsins, þar sem kommúnistar eru í meirihluta, hvöttu hann til að leysa Anatólí Tsjúbais starfsmannastjóra frá störfum um stundarsakir vegna hneykslismáls. Rússneska sjónvarpið sýndi myndir af Jeltsín í gær og var hann töluvert grennri en fyrir hjartaað- gerðina sem hann gekkst undir á dögunum en miklu skýrmæltari var hann og ákveðnari en áður. Jeltsín fagnaði samkomulaginu sem náðist milli forseta og þings Hvíta-Rússlands fyrir milligöngu rússneskra ■ sáttasemjara og sagði það mikinn sigur að komið hefði verið i veg fyrir pólitískt neyðará- stand i grannríkinu. Sergei Míronov, líflæknir Kreml- arbónda, sagði að Jeltsín gæti nú unnið í allt að sex klukkustundir á dag og að forsetinn ætti að vera bú- inn að ná sér eftir um það bil mán- uð. Neðri deild þingsins samþykkti áskorun til forsetans um að láta Tsjúbaís starfsmannastjóra víkja á meðan fram fari rannsókn á meintu ólöglegu athæfi i tengslum við fjár- mögnun kosningabaráttu forsetans í sumar. Tsjúbaís, sem stjórnarandstæð- ingar fyrirlíta af heilum hug, hefur hins vegar borið af sér allar sakir um að hafa aðhafst eitthvað mis- jafnt. Hann sagði að ásakanirnar væru runnar undan riljum póli- tískra andstæðinga sinna og hann væri reiðubúinn að svara öllum spurningum til að auðvelda sak- sóknurum rannsókn málsins. Reuter SMMHRI Þessa dagana er ekki gott að vera bensínlaus bílstjóri í Frakklandi, eins og sjá má á myndinni. Flutningabíistjórar eiga í kjaradeilu og hafa þeir lokaö vegum, svo og aökomuleiöum aö fjölda bensínstöðva til aö leggja áherslu á kröf- ur SÍnar. Sfmamynd Reuter Tonn af geislavirku efni hvarf frá Arlandaflugvelli Lögregla á alþjóðaflugvellinum Arlanda við Stokkhólm rannsakar nú hvarf á rúmlega einu tonni af beryllíum, geislavirku efni sem not- að er í sprengjuodda á kjamaflaug- um. Áke Granberg, rannsóknarlög- reglumaður á Arlanda, sagði Reuters fréttastofunni að bæði Interpol og sænska öryggislögreglan tækju þátt í rannsókninni á því hvað hafi orðið um beryllíumið. Efnið hvarf úr vörugeymslu á flug- vellinum fyrir tæpu ári. Farið var að leita efnisins eftir ábendingu frá flutningabílstjóra einum. Beryllíumiö kom til Stokk- hólms með skipi frá Tallinn í Eist- landi og var síðan flutt út á flugvöll. „Flutningabílstjóri staðfesti við mig að hann hefði flutt efnið i frakt- geymslu á Arlanda þann 29. desemb- er 1995. Ég trúi sögu hans, hann hef- ur enga ástæðu til að segja ekki satt,“ sagði Granberg. Hann sagði að búa hefði átt um efnið og senda það til kaupanda þess í Bandaríkjunum, fyrirtækis í New Jersey. Lögreglan hefur ekki hugmynd um hvar efnið er nú niðurkomið. „Mjög lítil eftirspum er eftir beryll- íumi í Svíþjóð og mig grunar að það hafi verið flutt til annars lands,“ sagði Granberg. Enginn starfsmaður á flugvellin- um kannast við að hafa séð efnið en leifar af því hafa þó fundist á bretti í vöruskemmunni. Fram kemur í fylgiskjölum að sendingin hafi verið lögleg. Efnið var nógu gott til aö hægt væri að nota það í kjamavopn en önnur not er einnig hægt að hafa af því. Grunur leikur á að efnið sé upprunnið i Rússlandi. Reuter Kauphallir og vöruverð erlendisl Töluverður upp- gangur í efna- hagslífi Færeyja Edmund Joensen, lög- maður Fær- | eyja, og félag- ar hans geta verið ánægðir með niður- stöður skýrslu sem : nefnd á veg- j um danska forsætisráðuneytis- ins hefur unnið um efnahagslíf 1 eyjanna. í danska blaðinu Jyflands- Posten kemur fram að mikil aukning í þorskveiðum Færey- inga á þessu ári hafi orðið til þess að talsverður uppgangur er nú í efnahagslífinu hjá frænd- 1 um okkar. Launagreiðslur hafa hækkað, atvinnuleysið hefur minnkað og f heita má að fólksflóttinn frá | landinu hafi stöðvast á þessu ári. Þá hefur töluvert verið grynnkað á erlendum skuldum og fjárlög landsstjómarinnar eru að heita má orðin hallalaus. í skýrslunni er það hins veg- ar undirstrikað að Færeyingar eru mjög svo háðir fiskveiðum og að erlendar skuldir séu hlut- I fallslega háar. Af þeim sökum sé efnahagur eyjanna því mjög við- kvæmur. írska löggan vill edrú ökumenn yfir jólin Ölkærir ökumenn verða nú að fara að passa sig. Lögreglan á írlandi ætlar að koma upp 41.000 eftirlitsstöðvum í landinu um jólaleytið til að hræða öku- menn frá því að keyra um götur borga og bæja eftir áfengisþamb á krám og knæpum. „Sá verður að teljast ljón- | heppinn sem kemst í gegnum | þetta eftirlit ef hann ekur og ■ hefur fengið sér neöan í því,“ sagði P.J. Moran, aðstoðarlög- L’ reglustjóri írlands. írska lögreglan hefur ekki áður haft jafn mikinn viðbúnað i til að koma í veg fyrir ölvun- | arakstur um hátiðarnar. Herstjórar ósam- mála um allt er varðar Saír Herstjórar frá Vesturlöndum | og Afríku ræddu saman um I hvemig koma mætti flótta- | mönnum í Saír til aöstoðar en jpeir gátu ekki einu sinni komið i; sér saman um fjölda flóttamann- I anna. Þeir ætla því að þalda í áfram að tala saman. Ekki verður ákveðið hvort | hersveitir verða sendar til að- | stoðar fyrr en búið er aö telja I flóttamennina. Mandela harmar harðlínuafstöðu P.W. Bothas Nelson Mandela, for- seti Suður- I Afriku, sagði í I gær að hann Íharmaði ósveigjanlega afstöðu P.W. Bothas, fyrr- um forseta landsins, og hvatti i hann til að skýra sérstakri rannsóknarnefnd frá glæpum sem framdir voru á stjórnar- tíma hans. Botha bauð formanni rann- I sóknarnefndarinnar, Tutu erki- Ibiskupi, í te og kökur í gær en sagði næsta lítið sem varpað gæti ljósi á glæpi kynþáttaað- skilnaðarstjómarinnar. í yfirlýsingu sem Botha sendi frá sér sagðist hann ekki vera sekur um neitt sem hann þyrfti | að biðjast afsökunar á. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.