Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Side 39

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Side 39
LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1996 47 Stórborgin Manchester í miðhluta Englands var eitt sinn miðstöð iðn- aðar í landinu. Sem iðnaðarhorg þótti hún lítt aðlaðandi fyrir ferða- menn og frekar sóðaleg. Manchester liflr að nokkru á fomri frægð - var á 18. öld talin í fararbroddi borga í heiminum í nýjungum og tækni. Iðnaðurinn sem þá var að stíga sín fyrstu skref í borginni hafði sín- ar dökku hliðar og borgin bar skýr merki þess að vera iðnaðarborg. En nú standa yfir miklar breytingar, mikil bjartsýni ríkir meðal borgar- yfirvalda og ákveðið hefur verið að gera átak til að breyta ímynd henn- ar. Manchester á að verða borg verslunar, viðskipta og ferðamanna. Afdrifaríkt hryðjuverk Einn er sá atburður sem hafði mikil áhrif á framtíð borgarinnar. Hryðjuverkasamtökin IRA sprengdu í maímánuði geysiöfluga sprengju í kjarna borgarinnar, Amdale-verslunarhverfinu, og gjör- eyðilagðist geysistórt flæmi, 49.000 fermetrar að stærð. Tjónið var gif- urlegt, talið nema rúmum 11 millj- örðum. Ef töpuð viðskipti era tekin með í reikninginn er tjónið metið á rúmlega 33 milljarða króna. En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. „Sprengjan var mjög illgjöm aðgerð sem stefnt var gegn íbúum borgarinnar. En hins vegar hefur sprengjan og afleiðingar hennar gefið okkur sjaldgæft tæk- ifæri til þess að byggja hið eyðilagða hverfi aftur upp á skipulagðan hátt, í staðinn fyrir að láta okkur nægja tilviljanakenndar endurbætur á húsnæði," segir Julian Hulse, for- stöðumaður verslunar- og iðnaðar- mála í Manchester. Sprengjan hefur þjappað íbúum borgarinnar saman og þeir era ákveðnir í að hefja hana aftur til vegs og virðingar. Brýn nauðsyn Það er enginn vafi að Manchesterborg þmfti nauðsynlega á upplyftingu að halda. Slæm stjóm- un í málefnum borgarinnar hafði gert það að verkum að byggingum í viktoriönskum stíl ægir saman við aðrar byggingar sem byggðar vora á sjötta og sjöunda áratugnum og stíl- leysi borgarinnar vann gegn vin- sældum hennar í augum ferða- manna. Nú era ýmis teikn á lofti um bylt- ingcirkenndar breytingar. Að öllum líkindum fær Manchester að vera gestgjafi samveldisleikanna i íþrótt- um árið 2002 og nú þegar er mikið ijármagnsstreymi til borgarinnar og framkvæmda í henni vegna leik- anna. Búist er við að fjármunir sem í framkvæmdir fara vegna leikanna verði ekki undir 10 milljörðum króna og skapi um 4000 stöðugildi. Ekki veitir af því atvinnuleysisvof- an hefur lengi verið illvíg í Manchester. íbúar borgarinnar eru 2,56 millj- ónir (að úthverfum meðtöldum). Nú þegar hefur tekist að laða fjölda stórfyrirtækja til borgarinnar og þá á fjármagn eftir að fylgja í kjölfarið. Knattspyman í borginni hefur lengi verið vinsæl, enda heimaborg stór- liðsins Manchester United (og einnig Manchester City) og fiöl- margir gestir koma þangað til að fara á völlinn, þar á meðal töluverð- ur fiöldi íslendinga. Nokkrir tugir íslendinga fóra um síðustu helgi á leik stórliðanna Manchester United og Arsenal. Ferðamálayfirvöld í borginni vilja fá fleiri í heimsókn en knatt- spyrnuáhugamenn. Ýmislegt bendir til þess að Manchester komist á næstu árum í hóp þeirra borga á Englandi þar sem ferðamanna- straumurinn er hvað mestur. Þýtt og endursagt úr Business Traveler. -ÍS Snjókoma íbúar í mörgum ríkjum Bandarikjanna vora alvarlega minntir á veturinn í síðustu viku. í Ohio, Michigan og New York var 8 jafnfallinn snjór um 60 sentímetrar I sem olli m i k 1 u m truflunum á umferð og rafmagn rofnaði víða. Um 100.000 heimili í borg- | inni Cleveland vora rafmagns- laus í nokkrar klukkstundir. Loka varð flestöllum skólum þennan dag. Óvíst er að sama ' vandræöaástand myndi koma upp hér á landi við svipaðar að- stæður. Salmonellutilfelli Hið annars virta flugfélag Qantas frá Ástralíu varð fyrir áfalli þegar 21 farþegi af japönsku bergi brotinn fékk j salmonellusýkingu eftir að hafa neytt matar um borð í flugvél félagsins. Hún var á leiðinni frá bænum Cairns í Queensland í Ástralíu til Japans. Talsmaður Qantas fullyrti á blaðamanna- fundi að búið væri að rekja ástæðuna, uppræta meinið og þetta myndi ekki koma fyrir aftur í vélum félagsins. Beinbrunasótt Beinbrunasótt, sem berst með biti moskítóflugunnar ill- ræmdu, hefur banað 156 manns og sýkt yfir 7200 á eyj- unni Jövu í Indónesíu. Sóttin hefur verið viðvar- andi vanda- mál á Jövu allt þetta ár en yfirvöld hafa gef- ið loforð um að taka alvarlega á málinu og uppræta sóttina á næstu mánuðum. Flugleiðir meðal bestu Flugleiðir eru að komast í hóp bestu fiugfélaga heims. í ; nýjasta hefti alþjóðatímaritsins Condé Nast Traveler kjósa les- endur blaðsins Flugleiðir sem 20. besta flugfélag heims. Það verður að teljast mikill heiður fyrir flugfélag af þessari stærð- argráðu því til er um 131 flugfé- lag sem er stærra í sniðum en r Flugleiðir. Bestu flugfélögin eru | Singapore Airlines, Swissair og Virgin Atlantic. Miklar endurbætur standa nú yfir á verslunarhverfinu Arndale í Manchester sem varð fyrir barðinu á hryðjuverkum IRA fyrr á árinu. heimur FYRIR ALLA * Með flugvallarsköttum og 3% afslætti ef greitt er með reiðufé minnst 4 vikum fyrir brottför eða VISA/Euro greiðslukorti minnst 6 vikum fyrir brottför. tvíbýli 11. daga á Las Camelias. > kt. á mann m.v. 2 fullorðna og 2 böm (2ja-ll ára) á Los Cactus. Takmarkað sætaframboð! Nánari upplýsingar fást á söluskrifstofum Flugleiöa, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum eða í söludeild í síma 50 50 100, virka daga. FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferdafélagi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.