Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1997, Blaðsíða 6
FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997 T*^~\7~ helgina Borgarleikhúsið: Trúða- skólinn á sunnudag Næsta sýning á Trúðaskól- anum verður í Borgarleik- húsinu á sunnudag klukkan 14. Bessi Bjamason leikur Blettaskarp prófessor og nemendur hans em Belgur, sem Eggert Þorleifsson leik- ur, Bóla, sem Helga Braga Jónsdóttir leikur, Lævis, sem Halldóra Geirharðsdóttir leikur, og Dropi sem Kjartan Guðjónsson leikiu-. Trúðaskólinn hefur verið sýndur við fádæma góðar undirtektir og fengið góða dóma í fjölmiðlum. -sv ... t Laddi hefur nú látið gamlan draum rætast og tekið við rekstri Café Olivers. Hann sagði þetta alltaf hafa staðið til þegar hann næði fimmtugu og þeim tímamótum nær hann núna í janúar. DV-mynd S Laddi opnar kaffihús Þórhallur Sigurðsson leikari, eða Laddi eins og flest- ir þekkja hann, hefur nú leitað inn á nýjar brautir og tekið við rekstri Café Olivers við Ingólfsstræti. í spjaili við DV sagði Laddi að það hefði blundað í honum í mörg ár að eignast lítinn veitingastað og hann hefði fýrir löngu ákveðið að láta verða af því þegar hann yrði fimmtugur. „Ég er kannski aðeins á undan áætlun en ákvað að láta slag standa. Það hefur verið mjög spennandi aö byggja staðinn upp. Við ætlum að vera með alls kyns uppákomur, lifandi tónlist og „stand up“; þetta verður eins konar kafilleikhús. Matarflminn er þegar byrjað að leggja út úr eldhúsinu. Við ætlum að vera með létta rétti allan daginn og langt fram á nótt. Það verður alltaf opið hjá Sir 01iver,“ sagöi Laddi.. -ggá Leikfélag Akureyrar: Undir berum himni Leikfélag Akureyrar hefur nú fengið nýtt leiksvið tfl umráða, Renniverkstæðið, en þar var frum- sýnt leikrit á milli jóla og nýárs. Renniverkstæðið er staðsett aö Strandgötu 49 þar sem áður var renniverkstæði Vélsmiðjunnar Odda. Leikritið, sem frumsýnt var 29. desember, er eftir bandarískan Bos- níumann að nafni Steve Tesich. Hallgrímur Helgi Helgason þýddi leikritið sem heitir á frummálinu On the Open Road en á íslensku Undir berum himni. Leikrit þetta gerist i borgarastyrj- öld í ónefndu landi. Tveir vegamóð- ir göngumenn leita leiða tfl þess að bjarga lífl sínu við óblíðar aöstæð- ur. Fyrirheitna landið þar sem frels- ið ríkir er áfangastaður þeirra en leiðin er ekki greið. Leikritið er barmafullt af tilvísunum í tónlistar- , lista- og menningarsögu Vestur- landa. Verkið setur gildi hinnar vestrænu menningar undir mæliker en er um leið næm lýsing á sam- bandi tveggja manna sem geta ekki án hvor annars verið en eiga þó erfltt með að nálgast hvor annan. Hinn alvarlegi undirtónn verksins er þó iðulega undirstrikaður með meinlegri fyndni. Amar Jónsson og Þráinn Karls- son leika hina göngumóðu ferða- langa, A1 og Angel. Stefán Örn Arn- arson kemur fram í hlutverki Jesú og leikur á selló, Aðalsteinn Bergdal fer með hlutverk Munksins og Eva Signý Berger leikur litla stúlku sem verður á vegi mannanna tveggja. Leikstjóri verksins er Eyvindur Ey- lendsson. Undir berum himni var fyrst sýnt árið 1992 í Goodman’s Theatre í Chicago og hef- ur á undanförn- um árum verið sýnt annars staðar á Norð- urlöndum. Höfundur- inn, Steve Tes- ich, fæddist árið 1942 í Bosnlu en flutt- ist með foreldr- um sínum tfl Bandaríkjanna þrettán ára að aldri. Fyrsta leikrit hems var frumsýnt árið 1970 en eftir það skrifaði hann fjölmörg leikrit og kvik- myndahandrit. Á níunda ára- tugnum hlaut hann ósk- arsverðlaun fyrir handrit að kvikmyndinni Breaking Away. Hann Örn Arnarson lést í júlí síðast- -ilk Arnar Jónsson í hlutverki Als og Stefán sem Jesús. LJósmynd Páll A. Pálsson. liðnum. Kjarvalsstaðir: Sýning á tillögum - að skipulagi í Grafarholti Höfundar 1. verölaunatillögunnar, arkitektarnir Höröur Haröarson og Þor- steinn Helgason, ásamt formanni dómnefndar, Guörúnu Ágústsdóttur. Fjórtán tillögur úr hugmynda- samkeppni um skipulag í Grafar- holti eru nú til sýnis á Kjarvalsstöð- um. Tillögumar komu fram I hug- myndasamkeppni sem Reykjavíkur- borg efhdi til í júní sl. í samvinnu við Arkitektafélag íslands með það að markmiði að fá fram góðar hug- myndir um íbúabyggð á Grafar- holti. Um er að ræða nýtt landnám, þar sem nú er í fýrsta sinn skipu- lögð byggð austan Vesturlandsveg- ar. Höfundar þriggja tillagna fengu verðlaun. Fyrstu verðlaun hlutu Hörður Harðarson og Þorsteinn Helgason, önnur verðlaun komu í hlut Kanon arkitekta ehf., Halldóru Bragadóttur, Helga B. Thoroddsen og Þórðar Steingrímssonar. Dómnefnd skipuðu Guðrún Ágústsdóttir, formaður skipulags- og umferðamefhdar, sem var for- maður nefndarinnar, Ágústa Svein- bjömsdóttir, arkitekt FAÍ, Knútur Jeppesen, arkitekt FAÍ, Jón Þór Þorvaldsson, arkitekt FAÍ, og Stefán Örn Stefánsson arkitekt. IÁrbæjarkirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Kristín G. Jónsdóttir. Prestamir. Áskirkja: Bamaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Ámi Bergur Sigurbjömsson. Breiðholtskirkja: Bama- og I Qölskylduguðsþjónusta kl. 11. Samkoma Ungs fólks með hlut- I verk kl 20. Gísli Jónasson. I Bústaðakirkja: Barnamessa kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Pálmi 1 Matthíasson. Digraneskirkja: Messa fellur niður vegna breytinga. Dómkirkjan: Messa kl. 11. | Prestur sr. Jakob Á. Hjálmars- son. Kammerkór Dómkirkjunn- ? ar syngur. Guðsþjónusta kl. 14 I á vegum Oddfellowstúkkunnar I Sigríðar. Forsetafrú, Guðrún I Katrín Þorbergsdóttir, prédikar. | Prestur sr. Jakob Á. Hjálmars- i son. Grafarvogskirkja: Bama- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Prestamir | Grensáskirkja: Bamasam- koma kl. 11. Messa kl. 11. Ferm- ; ing, altarisganga. Fermdur verður Helgi Guðjónsson. Prest- ur sr. Halldór S. Gröndal. Hallgrímskirkja: Bamasam- koma og messa kl. 11. Anna S. | Pálsdóttur guðfræðingur pré- | dikar. Sr. Karl Sigurbjörnsson. :: Hjallakirkja: Messa kl. 11. Sr. | Hjörtur Hjartarson þjónar. Bamaguðsþjónusta kl. 13 í umj- són írisar Kristjánsdóttur. Org- anisti Oddný J. Þorsteinsdóttir. s Kristján Einar Þorvarðarson. Háteigskirkja: Messa kl. 14. Sr. Tómas Sveinsson. f Kópavogskirkja: Guðsþjónusta f fellur niður vegna frihelgi S starfsfólks kirkjunnar. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Landspítalinn: Guðsþjónusta 5 kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. | Langholtskirkja, Kirkja Guð- brands biskups: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Tómas Guð- mundsson. Kór Langholtskirkju (hópur m) syngur. Fundur með ; : fermingarbömum og foreldrum : þeirra eftir guðsþjónustu. Bamastarf kl. 13 í umsjá Lenu Rósar Matthíasdóttur. Laugameskirkja: Lesmessa kl. 11. Ólafur Jóhannsson. Neskirkja: Barnastarf: Sameig- | inleg fjölskylduguðsþjónsta kl. I 11. Messa kl. 14. Sr. Frank M. Halldórsson. Seljakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Valgeir Ástráðsson pré- dikar. Guðsþjónustunni verður j útvarpað. Kór Seljakirkju syng- ur. Organisti Kjartan Sigurjóns- son. Seltjamameskirkja: Messa kl. f 11. Prestur sr. Hildur Sigurðar- i: dóttir. Bamastarf á sama tíma. staðgreiöslu- og greiðslukorta- afsláttur og stighœkkandi birtingarafsláttur Smáauglýsingar 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.