Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1997, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1997, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997 LEIKHÚS Borgarleikhúsið Svanurinn fóstudaginn 3. janúar kl. 20.00 Dómínó (litla sviðið) 9. janúar kl. 20.00 (frumsýn ing) Þjóðleikhúsið Villiöndin (stóra sviðið) föstudaginn 3. janúar kl. 20.00 fimmtudaginn 9. janúar kl .20.00 sunnudaginn 12. janúar kl. 20.00 Leitt hún skyldi vera skækja (Smiðaverkstæðið) fóstudaginn 3. janúar kl. 20.30 sunnudaginn 5. janúar kl. 20.30 fimmtudaginn 9. janúar kl. 20.30 fóstudaginn 10. janúar kl. 20.30 Þrek og tár (stóra sviðið) laugardaginn 4. janúar kl. 20.00 laugardaginn 11. janúar kl. 20.00 í hvítu myrkri (litla sviðið) laugardaginn 4. janúar kl. 20.30 laugardaginn 11. janúar kl. 20.30 Kennarar óskast (stóra sviðið) sunnudaginn 5. janúar kl. 20.00 fóstudaginn 10. janúar kl. 20.00 Þegar nýtt ár er nýhafið eru menn jafnan að undirbúa þrettánda- gleði um land allt. Nú sem endranær verður jólahátiðin kvödd með viðeigandi hætti víða um land. Ferðafélag íslands verður líkt og í fyrra með gleði á þrettándcmum þar sem farin veröur blysför um Öskju- hliðina. Hún hefst klukkan 17 en ekki var búið að ákveða hvar göng- unni lyki, með brennu og tilheyr- andi, þegar þessi orð voru skrifuð fyrir áramótin. Fákur í Reiðhöllinni Hestamannafélagið Fákur verður með árlega þrettándagleði sína í Reiðhöllinni í Víðidal laugardaginn 4. janúar. Fjörið hefst kl. 15.30 og þá verða börnýi máluð en síðan verður gengið niður á Skeiðvöll þar sem kveikt verður í bálkestinum klukk- an 17. Kakó og vöfflur verða í félags- heimilinu fyrir þá sem það vilja og vitaskuld verða einhver hross með í fór. Leikið verður á harmóníku við brennuna og þar munu álfar og tröll dansa ásamt Grýlu og Leppalúða. Gott ef jólasveinamir verða ekki líka með í för. í Mosfellsbænum í Mofellsbænum verður hefð- bundin þrettándagleði á mánudags- kvöld. Fólk safhast saman við Nóa- tún klukkan átta og síðan verður farin blysför niður að brennustæð- inu fyrir neðan Álmholt. Þar fer fram hefðbundin dagskrá með álfa- drottningu, álfakóngi og ýmsum framandi forynjum. Brenna verður og að sjálfsögðu flugeldasýning og kórsöngur. Lúðrasveitin mætir og spilar líkt og áður. Á Ásvöllum Haukar kveðja jólin með dansi og söng á glæsilegri þrettándagleði á Ásvöllum. Dagskráin hefst kl. 19.45 með blysför álfakóngs og áifadrottn- ingar, trölla, álfa og jólasveina frá Suðurbæjarsundlauginni. Skemmti- dagskrá hefst á Ásvöllum kl. 20.15. Flugeldasýning verður að sjálfsögðu og Grýla og Leppalúði mæta, auk eldspúandi risa. Kaffi, heitt kakó, blys og kyndlar verða til sölu á staðnum en ókeypis verður inn á svæðið. Á Þórsvellinum íþróttafélagið Þór á Akureyri hef- ur haldið þrettándagleði á Þórsvell- inum eins lengi og menn á besta aldri muna og ekki verður gerð nein undantekning þetta árið. Gleðin fer að venju fram á þrettándanum, á mánudag, og hefst klukkan átta. Þórsararnir fá áifakóng og álfa- drottningu í heimsókn, Óskar Pét- ursson tenór syngur einsöng, Kirkjukór Glerárkirkju syngur jóla- og áramótalög, jólasveinarnir heilsa upp á börnin og tröll og púkar verða á sínum stað. Þá verður Lilli klifur- mús á svæðinu og einhverjir ónefnd- ir landsfrægir skemmtikraftar. Vestmannaeyjar Hefðbundin þrettándagleði verður haldin í Vestmannaeyjum á þrett- ándanum. Fjörið hefst uppi á Hánni klukkan átta og þaðan verður svo marserað í blysfór að íþróttavellin- um þar sem kveikt verður í bálkesti og stiginn álfadans. Grýla og Leppalúði mæta að sjálfsögðu með sitt fylgdarlið, jólasveina, tröll og ólíklegustu forynjur. í Eyjum hefúr verið haldin þrettándagleði í yfir fimmtíu ár og fólk veit því nokkuð að hverju það gengur. Enda mætir nær hvert mannsbam til þess að fylgjast með og taka þátt. Á Selfossi Meira verður lagt í þrettándagleði á Selfossi að þessu sinni en oft áður vegna upphafs 50 ára afmælis Sel- fossbyggðar. Að venju verður farið frá Tryggvaskála kl. átta og blysför marserar á íþróttavöllinn. Þar verð- ur brenna og mjög vegleg flugelda- sýning. Kórar syngja, jólasveinamir kveðja bæjarbúa og álfar og púkar láta sjá sig. Dansleikur verður i Ing- hóli fyrir 13 ára og eldri frá kl. 10.30 til 1.30 og síðan verður diskótek fyr- ir 10-12 ára í félagsmiðstöðinni. Bolungarvík Bolvíkingar og ísfirðingar halda þrettándagleði tn skiptis og nú er það Bolvíkinga að sjá um gleðina. Hátíðahöldin hefjast á fótboltavellin- um á þrettándanum kl. 20. Álfahjón- in koma ásamt tilheyrandi fylgdar- liði, jólasveinum og tröllum. Reikna má með að þrettándagleði verði á fleiri stöðum en hér hafa ver- ið nefndir. Flestir virðast ætla að halda sig við hátíðahöld á mánudag- inn, sjálfum þrettándanum en rétt er fyrir fólk að fylgjast með því hvort einhvers staðar á landinu verði kveikt í brennum um helgina. -sv Svanurinn sýndur 3. janúar í kvöld, 3. janúar, klukkan 20. Leikendur eru Bjöm Ingi Hilm- arsson, Ingvar Sigurðsson og María Ellingsen. íslenska þýðingu gerði Ámi Ibsen, leikhljóð annaðist Ólaf- ur Örn Thoroddsen, lýsingu sér Ög- mundur Þór Jóhannesson um og leikmynd og búningar em í umsjá Jóns Þórissonar. Leikstjóri er Kevin Kuhlke. Verkið er sýnt á Litla svið- inu. -sv Svanurinn flýgur inn um glugg- ann hjá Dóru hjúkrunarkonu í Nebraska og slasar sig. Hún hættir að vinna, fer að hjúkra honum og það veldur viðhaldinu hennar, Kevin mjólkurpósti, sárri kvöl. Sá sársauki breytist í hreina örvænt- ingu þegar Svanurinn fellir ham- inn. Svanurinn er samstarfsverkefni Leikfélags Reykjavíkur og leikhóps- ins Annað svið. Sýning á verkinu er _mn helgina * ** * SÝNINGAR | Deiglan, Snorri Ásmundsson. „Lát sœng þína ganga“. 30% af ágóða sýn- í ingarinnar fara í fíkniefaaforvarnir. ® Gallerí Fold, Rauðarárstíg. Oliu- | og akrýlmálverk nokkurra þekktra “ núlifandi listamanna. Opið fram yfir hátíðimar. ? Gallerí Hornið, Hafnarstræti 15. I Laugardaginn 4. janúar kl. 17 opnar s; bandaríska listakonan Lulu Yee sýn- I ingu á kraftaverkamynduym. Sýn- ; ingin verður opin alla daga til mið- í vikudagsins 22. janúar. Gallerí Listakot, Laugavegi 70. ! Jólasýningin Ljós, 13 listakonur | sýna. Opið á verslunartíma og á | sunnud. frá 13-18. ! Gallerí Sýnirými. Þijár sýningar. I ;i Gallerí Sýnibox: Haraldur Jónsson. f Gallerí Barmi: Róbert Róbertsson og Ragnheiður Ágústsdóttír. f Gallerí | Hlust: G.R. Lúðvíksson. Gallerí Úmbra. Fyrri sýnendur | gallerísins ásamt Guðnýju verða með verk sín til sölu og sýnis til áramóta. Listacafé, Listhúsi Laugardal. | Magdalena Margrét Kjartansdóttír | sýnir verk sín. j* Listasafn íslands. Sýning á verkum | Edvards Munch stendur tíl 19. jan. | Myndlist Eiríks Smith 1963-68 til 2. I febrúar 1997. Opið frá 11-17 alla j daga nema mánud. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, g Laugarnesi. Sýning 91 á völdum | verkum hans. Opið er laugard. og 1 sunnud. milii kl. 14 og 17. ' Listahomið, Akranesi, Ragnheiður | Bjamadóttir sýnir hannyrðir til 6. I janúar. IListhúsið í Laugardal, Engjateigi 17. Verk eftir Sjöfn Har. Opið virka Idaga kl. 13-18 og lau. kl. 11-14. Listþjónustan, Hverfisgötu 105. Gunnar Öm með sýningu í nýrri sýn- ingaraðstöðu. Opið virka daga frá 12-18 og um helgar frá 14-18. Lokað á mán. Menntamálaráðuneytið, Sölv- hólsgötu. Daði Guðbjömsson sýnir olíumálverk. Mokka, Skólavörðustíg 3a. Sýning Ara Alexanders Ergis Magnússonar, * Hlé, stendur til 6. janúar. Ráðhús Reykjavíkur. Anna Leós í með myndlistarsýningu. Opið virka daga frá 8-19 en um helgar frá J 12-18. Sjónarhóll, Hverfisgötu 12. Laug- ■ ardaginn 4. janúar kl. 15 opnar Bjami Sigurbjömsson sýningu í Sjónarhóli. Sýningin er opin ;; fimmtud.-sunnud. kl. 14-18 og ; stendur hún tíl 27. janúar. Sólon íslandus, Bankastræti. i Cheo Cmz sýnir 12 olíumálverk á * annarri hæð staðarins. Opið alla * daga frá 12-19 til 6. janúar. Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis, Álfabakka 14. Sýning á I verkum Vignis Jóhannssonar. Stend- } ur tíl 8. apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.