Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1997, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997
J-
HLUTIR
Sniglar á meginlandinu:
A evrópskum fjöldasamkom-
um mótorhjólamanna
VTR 1000 Firestorm frá Hondu.
Beygjurnar ættu ekki aö vefjast fyrir
þessu.
Beindust flestra augu að nýjustu
gerðunum þremtu- frá Hondu en það
eru hið öfluga CBR 1100XX Super
Blackbird, VTR 1000F Firestorm
sem er til alls líklegt, og hið fyrir-
ferðarmikla F6C Custom. Ellefu-
hundruð hjólið er það öflugasta á
markaðinum í dag, 168 hestöfl
krauma í iðrum þess en ytri hönn-
un tekur mið af NSR-hjólinu og er
það mjög straumlínulagað. Fyrir-
ferðin á Custom-hjólinu er all rosa-
leg. Það er í raun og veru sex
strokka gullvængur sem búið er að
strípa og setja fullt af krómi í stað-
inn, samt er þetta 309 kílóa hlunkur.
Fallegasta hjól sýningarinnar var
að mínu mati nýja þúsund hjólið en
það er eftirlíking af hinu fræga
Ducati-hjóli. Vélin er mjög svipuð,
tveggja strokka V-mótor með 90
horni. Það er frekar létt, 189 kíló
fulltankað og hefur 110 hesta til að
spila úr. Suzuki var einnig með
svipaða Ducati-eftirlíkingu á sýn-
ingunni. Kawasaki hafði upp á lítið
nýtt að bjóða og eins má segja um
Yamaha og Harley Davidson, þar
eru hefðbundin gildi í fyrirrúmi og
ekki tekin áhætta með nýrri hönn-
un. Triumph hafði aftur á móti
breikkað nokkuð hjá sér fram-
leiðslulínuna.
Vantar eitthvað nýtt
Þrátt fyrir stóra og flotta sýningu
var samt eitthvað sem vantaði og
olli vonbrigðum. Það var einmitt
það að maður var búinn að sjá lang-
flest af því sem fyrir augu bar áður.
Það vantar að mótorhjólafyrirtækin
taki meiri áhættu í hönnun svo að
fólk fari nú að sjá eitthvað nýtt.
Þetta var gegnumgangandi hjá öU-
um framleiðendunum. Sýningin
sjálf var hins vegar glæsUeg og mik-
ið lagt í hana í heUd og einstaka
bása, t.d. var Hondu-básinn 500 fer-
metrar, Vonast bara tU að sjá eitt-
hvað riýtt á næsta ári.
Njáll Gunnlaugsson
Dagana 2. tU 6. október var hald-
in hin árlega IFMA-sýning í Köln,
svo sem DV-bUar hafa þegar sagt
frá. Þangað kemur um það bil hálf
miUjón gesta og var greinarhöfund-
ur einn þeirra, um leið og hann fór
á haustfund EMA sem var með bás
á sýningunni þar sem aðUdarfélögin
kynntu starfsemi sína, þar á meðal
Sniglamir.
Á sýningunni sýndu aUir helstu
framleiðendur mótorhjóla með
áherslu á nýjustu gerðimar. Japan-
ir voru fyrirferðarmiklir auk
Harley Davidson og Triumph, en
gaman var að sjá aö ítölsku mótor-
hjólin fengu sitt. Mikið var einnig
um framleiðendur ýmissa auka-
hluta í og á mótorhjól, en það er
mjög stór hluti af mótorhjólaiðnað-
inum. Krómið sem sást á sýning-
unni mætti eflaust mæla í tonnum.
Einnig var mikið um fyrirtæki er
sérhæfa sig í hinum einstöku þátt-
um eins og dempurum, blöndungum
og þess háttar. Þama vom líka
framleiðendur hlifðarfatnaðar og
var Kevlar- og Goretex-línan áber-
andi. Hjálma mátti finna í þúsunda-
tali og mikið var einnig um sér-
hæfða framleiðslu eins og til dæmis
tölvubúnað og bekki til hestaflamæ-
lingar.
Litiö um öxl í miöri hópkeyrslunni.
20 þúsund
mótorhjól á
Eurodemo
Ayrton Senna hjóliö frá Ducati. Framleitt í minningu
hins fræga Formula 1 ökumanns. Aöeins 200 eintök
framleidd.
Nýjasti þáttm-inn í starfi Bifhjóla-
samtaka lýðveldisins, Snigla, er að-
ild að EMA, Evrópska mótorhjóla-
sambandinu, og er greinarhöfundur
fulltrúi snigla í EMA. Á árinu 1996
sótti hann tvo stórviðburði á mótor-
hjólavísu sem EMA tók virkan þátt
í, Eurodemo og IFMA-sýninguna í
Köln. Eurodemo er heiti á árvissum
mótmælum mótorhjólafólks, sem
haldin eru i Brússel, höfuðborg Evr-
ópusambandsins, en IFMA er
stærsta alþjóðlega mótorhjólasýn-
ingin í Evrópu.
í haust sem leið
bar Eurodemo upp á
31. ágúst. Greinar-
höfundur var þá í
mótorhjólaferð um
Evrópu ásamt
Kristrúnu Tryggva-
dóttur, sem einnig
er snigill. Ákveðið
var að enda ferðina
í Brússel. Um leið
og nær dró Belgíu
varð okkur ljóst að
eitthvað mikið stóð
til, því að mótorhjól
voru á hverri bens-
ínstöð og um alla vegi, og þá oft í
stórum hópum. Fólk var komið alls
staðar að, frá flestum löndum Afr-
iku og Bandaríkjunum. Mótshaldið
sjálft fór fram á her-
stöð belgíska hers-
ins og þar var ýmis-
legt á boðstólum. í
einu skýlanna fór
fram mótorhjóla-
sýning, í öðru tón-
leikar, i þriðja voru
básar þar sem selt
var ýmislegt sem
viðkom mótorhjól-
um, og svo má lengi
telja. Um 20 þúsund
mótorhjól sóttu
þessa samkomu og
áætlað var að milli
50 og 60 þúsund
manns hefðu komið
gagngert til að
verða vitni að þess-
um viðburði.
Eins og búast má við krafðist hóp-
keyrsla af þessari stærðargráðu
góðrar skipulagningar. í byrjun var
safnast saman á hjólunum á risa-
stóru bílastæði við hraðbrautina. Á
tilsettum tíma var svo lagt af stað í
ákveðinni röð. Hópkeyrslan sjálf
tók rúma tvo tíma og leiðinni sem
ekið var lokað fyrir annarri umferð
Breytt Harley Davidson nostalgía. Teinahrúgan í fram-
felgunni minnir einna helst á spagettí.
Mótorhjólasýningin í
Köln
Sniglar á evrópskri grund, merktir í bak og fyrir.
. » .
£-*r :T
Endalaus röö mótorhjóla svo langt sem augað eygir.
á meðan. Hávaðinn
í mótorhjólunum á
inngjöf og flautum,
þegar ekið var
framhjá Evrópu-
þinghúsinu, var
svo yfirþyrmandi
að maður fékk
hellu fyrir eyrun
þrátt fyrir þéttan
og góðan hjálm. Ef
einhverjir hafa
staðið óslitið við
ökuleiðina hefur
hjólaröðin verið
um tvo og háifan
tíma að fara fram
hjá þeim.
Óhætt er að
segja að uppákom-
an vakti mikla at-
BMW-þríhjól á sýningarsvæði Eurodemosins.
Eigum mikiö úrval af boddíhlutum í flestar geröir bifreiöa.
Nánari upplýsingar fást hjá sölumönnum okkar
Ísíma 588 2550
BODDÍ
Bílavörubúðin
aFJ
I fararbroddi
SKEIFUNNI2,108 REYKJAVÍK SÍMI588 2550
# -
m -
* ti' *
Skrautlegur þessi. Allur jakkinn var þakinn töppum þeirra bjórtegunda sem
hann haföi bergt á.
hygli fjölmiðla, enda voru sjón-
varpsmyndavélar og hljóðnemar á
hverju strái. Við vorum einu full-
trúar íslands að þessu sinni, en bú-
ast má við fleiri héðan í ár.
Nýjasta nýtt
Það sem mesta athygli vakti var
auðvitað nýjustu módel hinna stóru.