Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1997, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1997, Side 2
24 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997 Þessi breyting á RAV4 verður ekki aðeins til að stór- bæta jeppaeiginleika þessa bíls sem fyrir sameinaði vel kosti sportlegs fólksbíls og jeppa heldur gerir hún bílinn mun fallegri á vegi og nýir íslenskir brettakant- ar og sílsalistar fara bílnum vel og er engu líkara en japanskir hönnuðir bílsins hafi haft þetta í huga við hönnunina. Þessi breyting kostar líka sitt því heildarverðið er 383.034 krónur samkvæmt tilboði sem var í gangi í des- ember þegar við vorum með bílinn í reynsluakstri. Þar af kosta hlutir til breytingarinnar rétt liðlega 200 þúsimd krónur og munar þar mest um dekk á tæp 48.000 og felgur á rúmlega 62.000 krónur. Gömlu dekk- in og felgumar koma að vísu á móti upp á 40.000. Þá kostar rétt tæplega 100.000 krónur að mála aukahlutina, brettakanta og sílsalista. Inni í þessu heildarverði er Ííka allt sem hægt er að hugsa sér varðandi breytingu sem þessa, þar á meðal vindkljúfur að aftan með innbyggðu bremsu- ljósi sem kostar einn rétt liðlega 29.000. Honum mætti sleppa en hann gefur bílnum þó óneitanlega betri heildarsvip. Þessi breyting færir hins vegar RAV4 svo nálægt „stóru“ jeppunum hvað varðar aksturseiginleika og hæfni til að takast á við meiri vegleysur að það er sjálfsagt athugunarefni fyrir marga þá sem hefðu haft í huga að fá sér „stóran" jeppa að skoða hvort þetta dugar þeim ekki bara vel. Þá er verðið líka í góðu lagi ef horft er á verðbilið upp í stóru jeppana. -JR M m Breytingin á RAV4: Meiri og betrí jeppaeiginleikar - en kostar líka sitt Reynsluakstur á breyttum Toyota RAV4: Betri ferðabíll og nýtist betur nógu léttan og lipran. Einangrun gegn veghljóði hefði verið ýtt til hliðar til að ná hinu fram. Betri ferðabíll Þessi breytingapakki gerir RAV4 að enn betri ferðabíl en áður. Hann er betri á venjulegum þjóðvegi, stór dekkin bæta stórgóða fjöörunina enn betur og bíllinn er rásfastari ef eitthvað er eftir þessa breytingu. Það fer vel um farþega og öku- menn í akstri og staðalbúnaður er góður. Þar á meðal má telja loft- púða, bæði við sæti ökumanns og farþega í framsæti, forstrekkjara á öryggisbeltum, sítengt aldrif með 100% miðdrifsíæsingu, samlæsingar á hurðum, rafdrifnar rúðuvindur og útispegla, gott útvarp og segulband með 4 hátölunun og aukahemlaljós í afturglugga. RAV4 er nú á betra verði en hann var áður og hefúr það lækkað að- eins frá þvi hann kom fyrst á mark- að. Samkvæmt desemberverðlista kostar hann kr. 2.249.000 með hand- skiptingu en kr. 2.429.000 með sjálf- skiptingu. -JR Aflmikil tveggja lítra vélin er eitt helsta tromp RAV4. Aflið er svo mikið að þess verður aldrei vart að þar skorti neitt á, jafnvel þótt klifrað hafi verið upp grýtta brekku. Bílar með sítengdu fjórhjóladrifi eru sennilega þeir bílar sem henta íslenskum akstursaðstæðum einna best. Miklar vinsældir fólksbíla með fjórhjóladrifi, bíla á borð við Toyota Tercel og Subaru, hafa sýnt svo ekki er um að villast að þetta er það sem markaðurinn vill. Margir eigendur slikra bíla hafa örugglega oft óskað sér þess að fólksbíllinn þeirra væri með svolítið meiri veghæð eða öfl- ugri þegar fram undan var erfiður heiðarvegur eða bara slóöinn heim að sumarbústaðnum. Ekki jeppi... og þó Þegar RAV4 kom fram á sjónar- sviðið hér á landi og var tekinn til reynsluaksturs lagði undirritaður áherslu á að þetta væri ekki jeppi en hefði ýmsa eiginleika slíkra bíla og upfyllti örugglega „jeppaþarfir" margra þeirra sem aka nú um á dýr- um og stórum jeppum. Toyota-umboðið hefur nú kynnt nýjan „breytingapakka" sem fleytir bílnum miklu nær alvörujeppum. Hér er bíllinn kominn á 31 tommu dekk og hefur verið hækkaður lítil- lega upp til að mæta þessum stækk- aða „skófatnaði". Við þessa breytingu er RAV4 miklu nær því að vera jeppi, vélar- aflið er fyllilega nægilegt, fjöðrunin Vel fer um ökumann og farþega í RAV4 og staðalbúnaöur er góöur, þar á meöal loftpúöar fyrir bæöi framsætin ásamt forstrekkjurum á öryggisbeltum sem eru hæöarstillanleg. Stór afturhuröin gefur góöan aögang að farmrýminu en gólf þess er slétt og enginn „þröskuldur" aö þvælast fyrir. er ágætlega slaglöng og í raun má segja að það eina sem í raun vantar til að þessi „jepplingur“ geti kallast jeppi sé að í hann vantar hátt og lágt drif. Góð fjöðrun Eitt helsta aðalsmerki RAV4 er góð fjöðrun. Sjálfstæða fjöðrunin á hverju hjóli er vel slaglöng, raunar svo slaglöng að engin ástæða er til að breyta henni eða dempurum þeg- ar bíllinn er settur á stærri dekk. Sítengt aldrifið virkar líka vel og fyrir fram hefði mátt ætla að stærri hjólbarðar gætu haft í for með sér að bíllinn skriði til í beygju en það var siður en svo og kom á óvart hversu rásfastur hann er. Gott válarafl Tveggja lítra vélin, sem er 16 ventla og 129 hestöfl, skilar sínu vel og þess verður ekki vart að afl vanti þótt hjólin séu orðin þetta miklu stærri. Vöntunin á lága drifinu er ekki tilfínnanleg vegna þess hve aflið er mikið en það hlýtur að reyna nokkuð á kúplinguna þegar ekið er hægt í erfiöu landslagi og ná þarf fram mjúku átaki með því að kúpla. Of mikið veghljóð Ef RAV4 er skoðaður í heild má í raun segja að aðeins sé einn ágalli sem slíkur á þessum bíl, það er of mikið veghljóð, einkum þegar setið er í aftursæti. Þegar rætt var við japanska tals- menn Toyota á bílasýningunni í París á liðnu hausti var greinilegt að þeir vildu vita hvernig okkur hefði líkað við RAV4. Þegar talið barst að veghljóðinu voru svör þeirra öll á einn veg: Þetta hefði alltaf verið vitað og það ætti að vera svona. Það væru sportlegu eigin- leikamir sem hefðu verið haföir að leiðarljósi og eins það að hafa bílinn RAV4 frá Toyota er hér kominn á 31 tommu hjólbaröa og nýir samlitir brettakantar og sílsalistar frá Samtaki gefa bíln- um sportlegt yfirbragö. í heild er þetta miklu „jeppalegri" bíll. DV-mynd ÞÖK Japan: Toyota Corona með nýja D-4 vél Toyota í Japan hefur sett á markað Corona með nýrri vél sem kallast D4. Þessi vél er byggð á nýrri tækni sem sprautar elds- neytinu beint inn í brunahólfið í strokknum. Corona Premio G D-4 er með 2,0 lítra vél og með þessum nýja bún- aði er eyðslan sögð vera um 10% minni en í eldri gerð sambæri- legra véla og um 30% minni mengunarefni eru í útblæstrin- um. Að því er kemur fram i frétt frá Toyota i Japan stendur þessi nýja D-4 vél jafitfætis eöa er jafnvel hetri en nýja GDI-vélin frá Mitsu- bishi sem þegar er komin í sölu á Japansmarkaði. Nýja Coonan kemst 17,4 kíló- metra á hverjum lítra eldsneytis, sem er sögð vera besta eldsneyt- isnýting í nokkurri 2,0 lítra vél með sjálfskiptingu í heiminum í dag, að sögn Toyota. Af hálfu Toyota eru uppi áætl- anir um að stórauka framleiðslu á bílum með D-4 vélinni á næsta sumri. Samvinna Rover og Chrysler Enski bílaframleiðandinn Rover hefur á prjónunum sam- starf við Chrysler sem er þriðji stærsti bílaframleiðandinn í Bandaríkjunum. Að undanfomu hafa átt sér stað viðræður á milli eigenda Rover, sem eru BMW í Þýskalandi og Chrysler, og má vænta niðurstöðu þessara við- ræðná nú í byrjun ársins. Ekki er vitað um hvað viðræð- umar snúast en þó er ljóst að það er Chrysler sem hefur áhuga á samvinnunni og að ætlunin er að Rover geti smíðað bila í Banda- rikjunum, í samvinnu við Chrysler og síðan framleitt bíla á Englandi í samvinnu við Rover. Nú þegar er komið á samstarf á milli BMW og Chrysler varðandi vélar í Mini frá verksmiðjum í Brasilíu. Ef samvinna þessara bílafyrir- tækja kemst í höfh þá er verk- smiðjurekstri Rover í Longbridge í nágrenni Birmingham borgið og þar með 10.000 störfum, en mikið tap hefúr verið á verksmiðjunum að undanfomu. Ef af verður myndu BMW- Rover og Chrysler þróa sameigin- lega bíl í efri millistærðarflokki sem koma myndi í sölu í byrjun næstu aldar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.