Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1997, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1997, Page 3
FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 HLJÓMPLjlTU Papar-Live á Dubliner Bráðlifandi Platan Paranoid and Sun- bumt vakti verðskuldaða at- hygli á hljómsveitinni Skunk Anansie enda um góða plötu að ræða. Undirritaður gekk meira að segja svo langt í dómi sínum um plötuna að segja söngkon- una Skin vera mun meira en stjömu, jafnvel nálgast það að vera sólkerfi, og gaf plötunni tæpar §órar stjömur. Stoosh er allt öðruvísi hljóm- plata en Paranoid and Sun- burnt og þá sérstaklega þykir mér hún kraftminni og var langt frá því að vera ánægður með hana við fyrstu hlustun. Skin þótti mér ekki nýta rödd sína til fúilnustu og ein- hver poppálfur virtist hafa gripið lagasmiði sveitarinnar og eftir að hafa rennt henni oftar i gegn kom í ljós að hvort tveggja var rétt hjá mér. Vissulega era þetta hlutimir sem draga plötuna niður um eina stjömu. Popplagasmíðar hljómsveitarinnar em hins vegar allt annað en slæmar og við síðustu hlustun þótti undirrituðum hvert og eitt lag plötunnar vera á margan hátt gott, nema þá kannski lagið All I Want. Platan byrjar á kraftmiklu og pólitísku lagi, Yes Its Fucking Polit- ical, jafnvel þótt þar séu melódísku nótumar mikið látnar eiga sig. Rokklögin Shes My Heroine, Milk Is My Sugar og Twisted (Everyday Hurts) bæta síðan fyrir melódíuleysið og setja hluta af þeim krafti í plötuna sem virðist annars vanta upp á. Góð popplög og líkleg til vin- sælda eru síðan: Infldelity (Only You), Hedonism (Just because You Fell Good), Brazen (Weep) og Glorius Pop Song. Þegar á heildina er lit- ið er Stoosh melódísk og að hluta kraftmikil plata sem fleytir sér áfram á góðum lagasmíðum. Fyrirferðarlitil Skin verður þó að falla úr flokki sólkerfa í það vera ósköp venjuleg stjama en stjama er hún engu að síður. Guðjón Bergmann Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar - Austfirskir staksteinar flheyrilegir og þekkilegir ★★ Það era fleiri danshljómsveit- ir til utan Reykjavíkur en ein ónefnd úr Skagafirði. Þótt frem- ur fari lítið fyrir þeim á vett- vangi fjölmiðla hafa margar þeirra starfað árum saman og skemmt við góðar undirtektir í sínu héraði og jafnvel víðarí Sem betur fer láta sumar þess- ara hljómsveita í sér heyra á hljómplötmn endrum og eins. Danshljómsveit Friðjóns Jó- hannssonar starfar á Austur- landi. Hún hefur ekki leitað fanga út fyrir kjördæmið 1 efhisvali á Austfirskum staksteinum og er það vel til fundið. Öll lög og textar era sem sé verk Austfirðinga. Hér má finna lög eftir hljómborðsleikara hljómsveitarinnar, Eyþór Hannes- son, og Óðin G. Þórarinsson, tónlistarkennara á Fáskrúðsfirði. Tvö lög era eftir Stefán Bragason og fjórir textar í allt. Þekktasta lagið í eyram utanaðkomandi er eflaust Austfjarðaþokan hans Inga T. og annað lag eftir Gylfa Gunnarsson og Valgeir Sigurðsson, sem nefiiist Þegar þoka grá, virðist hafa borist víða því að ég man eftir því á efhisskrá skóla- hljómsveitarinnar í Héraðskólanum í Reykholti veturinn 1966-1967. Einhver að austan hefur þar séð um sína. Ekki er hægt að segja að lögin á þessum staksteinum séu átakamikl- ar eða flóknar tónsmíðar en öll era þau áheyrileg og þekkileg og hafa mörg ugglaust þegar unnið sér sess í hjörtum Austfirðinga. Flutningur allur er vel frambærilegur. Foringinn og bassaleikarinn, Friðjón, hefur þokkalega söngrödd en of tilbreytingasnauða til að bera uppi því næst heila plötu. En heiður á hann skilið fyrir framtakið. Einar Bragi stjóm- aði upptökum sem auðvitað fóru fram í Stúdíó Risi í Neskaupstað. ■ ____________________________________Ingvi Þór Kormáksson Live á Dubliner er þriðja plata Papanna. Á henni era þeir á heimavelli, ef svo má segja, bjóða hlustandanum á tónleika á einni af eftirtektar- verðustu knæpum borgarinn- ar. Á fyrri plötumnn tveimur vora Papamir næstá settlegir, að minnsta kosti miðað við gamminn sem þeir láta geisa á tónleikum. Allt virðist vera lát- ið vaða og tónlistin, hrá og óhefluð, fær að njóta sín í því andrúmslofti þar sem hún virð- ist í mörgum tilvikum hafa verið samin til að vera flutt í. Síðan síðasta plata kom út hafa trommuleikaraskipti orðið í hljóm- sveitinni. Eysteinn Eysteinsson er mættur í staðinn fyrir Jens Olsen sem jafhframt lét til sín taka í söng. Þótt vitanlega sé missir af söngv- aranum virðast þeir liðsmenn sem eftir era fara létt með að radda með Ingvari aðalsöngvara Jónssyni. Og ekki ber á öðra en að htjómsveitin sé í finni æfingu þegar hún rennir sér í hvert írskt og skoskt lagið á fætur öðru auk nokkurra annarra valinna slagara sem passa inn í prógrammið. Hljómleikarnir á Dubliner virðast sem sagt hafa verið hin besta skemmtun og hún kemst vel til skila niðursoðin á diski. Ásgeir Tómasson Úr sólkerfi í melódíska stjömu Skunk Anansie - Stoosh ★★★ i®nlist ' ** ★ 17 Kol vinnur að nýrri plötu Hljómsveitin Kol ætlar að gefa sér betri tíma en síöast til aö Ijúka gerö plötu sinnar. 1 Hljómsveitin Kol er vöknuð til lífsins á ný eftir nokkuð langan svefh eða frá því að hún sendi frá sér plötuna Klæðskera keisarans á haustdögum 1994. Liðsmenn Kols hljóðrituðu nokkur lög á dögunum og hafa nú ákveðið aö setja kraft í að ganga frá þeim og bæta viö nokkrum til viðbótar og gefa þau út á plötu í sumar eða síðar á árinu. „Við höfum unnið með Tómasi Tómassyni sem stýrði líka upptök- um á Klæðskera keisarans og erum búnir að taka upp fjögur eða fimm lög,“ segir Sváfnir Sigurðarson, söngvari hijómsveitarinnar. „Enn er þó eftir að hræra töluvert í þess- um lögum áður en þau teljast full- unnin. Við erum síðan nýbúnir að ákveða það á fundi að halda verk- inu áfram með það í huga að koma út plötu síðar á árinu. Kol skipa auk Sváfnis þeir Hlyn- ur Guðjónsson og Benedikt Sigurðs- son, gítarleikarar, Amar Halldórs- son bassaleikari og Ragnar Ámi Ragnarsson sem leikur á trommur. Sá síðastnefndi var ekki með þegar platan Klæðskeri keisarans var hljóðrituð heldur lék Guðmundur Gunnlaugsson á trommumar i það skiptið. Hann leikur nú með hljóm- sveitinni Sixties. Hlynur og Sváfhir hafa jafhframt starírækt tríóið T- Vertigo síðustu mánuðina ásamt Þórami Freyssyni, bassaleikara Sixties, þannig að segja má að þræð- ir hljómsveitanna tveggja liggi nokkuð saman. „Við nálgumst vinnuna við nýju plötuna talsvert öðruvísi en síðast,“ segir Sváfnir. „Klæðskeri keisarans var tekin upp á átta dögum og auð- vitað bcU’ hún þess merki. Að þessu sinni vonumst við til þess að útkom- an verði dálítið fágaðari en síðast. Við gefum okkur líka tíma til að dútla meira við lögin, setjum þau síðan í salt og hlustum svo á þau aftur nokkrum vikum síðar. Við vonumst líka til þess að verða með nokkuð aðgengilegri tónlist en á fyrri plötunni. Lögin á henni þóttu nokkuð tormelt og voru ekki sérlega útvarpsvæn. Ef allt gengur upp ætti almenningur að eiga auðveldara með að nálgást tónlistina okkar en áður. Þá fáum við nokkra gestaspil- ara til að vinna með okkur að þessu sinni. Pálmi Sigurhjartarson og Stefán, hljómborðsleikari Reggae on Ice, hafa þegar lagt okkur lið og þeir eiga væntanlega eftir að verða fleiri sem koma við sögu. Sem fyrr eru það Hlynur og Sváfnir sem sjá aðallega um að semja lögin á plötu Kols. Þeir hafa leitað í smiðju til Guðjóns Björg- vinssonar um texta en hann átti einmitt flesta textana á Klæðskera keisarans. Þá er ætlunin að standa öðruvísi að kynningu nýju plötunnar en síð- ast. „Markaðssetningin okkar á Klæð- skera keisarans er eiginlega skóla- bókardæmi um það hvemig ekki á að kynna plötu, segir Sváfhir Sig- urðarson og hlær. „Þegar platan var komin út töldum við að þar með væri okkar vinnu nánast lokið og að nú kæmu kaupendumir í röðum og fengju sér eintak. Þannig var það að sjálfsögðu ekki og satt að segja fór platan ekki víða. Ég hygg að við höfum lært af reynslunni og stönd- um því öðruvísi að útgáfunni næst. -ÁT- Liam Gallagher og Oasis mega þakka fyrir þá mildi sem breska lögreglan sýndi Liam á dögunum. Hann var handtek- inn í nóvember síðastliðnum fyrir að hafa kókaín í fórum sínum en á dögunum ákvað lögreglan aö kæra hann ekki heldur gefa honum aðvörun. Hefði söngvarinn veriö kærð- ur og sakfelldur hefði reynst erfitt ef ekki ómögulegt fyrir hann aö komast til Bandaiikj- anna og margra annarra landa. Mörgum þykir sem Liam hafi sloppiö auðveldlega frá þessu máli en aö sögn bresku lögreglunnar er al- gengt aö menn fái aðvöran við fyrsta brot af þessu tagi. Spumingin er svo hvemig tek- ið veröur á Liam ef hann næst aftur með eituriyf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.