Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1997, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1997, Qupperneq 5
FÖSTUDAGUR 17. JANUAR 1997 ★ ★ ■ ★' tónlist *★ ★ 19 David Bowie varð flmmtugur á dögunum og fagnaði afmælinu kröftuglega eins og hans var von og vísa. Hann efndi til afmælistón- leika í Madison Square Garden í New York og tók þar á móti fjölda góðra gesta á öllum aldri. Og þá vakti framtak hans á Intemetinu ekki síður athygli. Þar bauð hann notendum að hlusta á nokkur lög sem hafa fæst hljómað opinberlega fyrr. Og ekki virðist ætla að verða lát á afmælisgleði Bowies því að eftir nokkrar vikur sendir hann frá sér nýja plötu, Earthling. Ágóði tónleikanna í Madison Square Garden rannu til samtak- anna Save the Children. Húsfyllir var. Hefði nafn afmælisbarnsins ekki nægt til að fylla salinn hefðu gestimir séð til þess. Þama kom Lou Reed fram, sömuleiðis Frank Black, Foo Fighters, Robert Smith og Sonic Youth. Placebo hitaði upp. Á tónleikunum bauð Bowie upp á tónlist héðan og þaðan af ferlinum sem er orðinn meira en þriggja ára- tuga langur þótt ekki slægi söngv- arinn í gegn fyrr en 1969. Tónleik- arnir verða sýndir í áskriftarsjón- varpi í Bandaríkjunum fyrsta mars næstkomandi og væntanlega víðar í kjölfarið. íi/JOJillJJjJJUÍ ★★★ Með stuð í hjarta - Rúnar Júlíusson: Rúnar JOIÍusson er trúr ímynd sinnl sem rokkhefja íslands númer eitt. Hér er á ferðinni vel heppnuö plata. -IÞK ★★★ íslensk poppsaga - ýmsir flytjendur Þaö sem tíðindum sætir viö efnisvaliö á íslenskri poppsögu eru fimm lög sem hljóörituö voru á síöari hluta átt- unda áratugarins en voru aldrei gefin út. -ÁT ★★★ Entroducing - DJ Shadow: Aö baki þessari plötu liggur gífurleg vinna, stórt plötusafn og hugmynda- auögi sem á ekki marga slna líka. -GBG ★★★ Snörumar-Snörurnar í aðalatriöum hefur tekist vel meö lagaval á plötuna. Hér eru nokkrir áheyrilegir kántrislagarar. -ÁT itirk'i Merman - Emilíana Torrini Þótt innlendu lögin séu vel samin og þau erlendu vel valin standa þau og falla meö einstaklega áheyrilegri söng- rödd Emilíönu. Hún er eðalsteinn. -ÁT ★★★★ Kolrassa krókríðandi - Köld eru kvennaráð Þaö fer ekki fram hjá neinum sem leggur viö hlustir aö mikil vinna hefur veriö lögö í þessa plötu; hljóöfæraleik- urinn er fágaöur, hljómurinn góöur og lögin stórgóö. -MÞA — fimmtugur og í sókn Á Internetinu David Bowie er oröinn fimmtugur en enn þá fer hann ótroðnar slóöir. Bowie hefur nokkuð látið til sín taka á Intemetinu. Til dæmis gaf hann þar út lagið Telling Lies í september síðastliðnum í þremur útgáfum. Netfólk gat sótt sér lagið og spilað það í tölvum sínum en lagið hefur til þessa hvorki verið gefið út á geisladiski né kassettu. Laginu var ekki heldur dreift til út- varpsstöðva. Fyrstu fjóra dagana sem Telling Lies var á Netinu sóttu sér það um 46 þúsund manns. í tilefni fimmtugsafmælisins bætti listamaðurinn um betur. Hann bauð Netbúum upp á að hlýða á fimm lög sem fæst hafa komið áður út í þeim útgáfum sem hljómuðu á Intemetinu. Þetta vom lögin Round & Round eftir Chuck Berry (heitir reyndar Around and Around í flutningi Rolling Stones frá 1964), Rebel Rebel, The Man who Sold the World, Scary Mon- sters og Little Wonder. Fólk gat einungis hlustað á lögin í sólar- hring, frá fimm að morgni áttunda janúar til fimm morguninn eftir. Round & Round var hljóðritað árið 1971 þegar David Bowie vann að Ziggy Stardust upptökum sínum með Mick Ronson, Trevor Bolder og Mick Woodmansey. Intemetút- gáfan að Rebel Rebel er frá 1973, hljóðrituð í Hollandi og sá Bowie sjálfur um gítar-, bassa- og trommuleik auk þess að syngja. The Man who Sold the World var raunar aðeins einnar mínútu bút- ur, órafmagnaður og hljóðritaður í október síðastliðnum þegar Bowie og hljómsveit hans æfðu fyrir tón- leika í Kalifomíu. Scary Monsters var hljóðritað á Phoenix tónlistar- hátíðinni á Englandi í júlí síðast- liðnum og Little Wonder er sérstök hljóðblöndun að næstu smáskífu Bowies. Það lag verður einnig að finna á plötunni Earthling sem hann sendir frá sér eftir nokkrar vikur. Á Earthling verða annars níu lög, blanda kraft- mikils og krefj- andi rokks og danstakta. Meðal þess sem þar gef- ur á að hlýða auk Little Wonder verður Telling Lies sem fyrr var nefnt og lagið Dead Man Walking. Plötum Bowies undanfarinn hálfan annan áratug hefur verið misvel tekið svo að vægt sé til orða tekið. Árið 1995 kom út plata hans Outside sem fékk yfirleitt góðar viðtökur og í ljósi þess er vonast til þess að Eart- hling hitti einnig í mark. Á nýliðnu ári fór David Bowie í hljómleikaferð um heiminn og lék til dæmis í fyrsta sinn á ferlinum í Rússlandi, ísrael og á íslandi. Þá fór hann með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Basquiat og túlkaði þar persónu sem hann skóp í lagi sínu Andy Warhol árið 1972. Enn hefur ekkert verið gefið upp um verkefnin á þessu ári en ljóst má vera að David Bowie starfar enn af fúllum krafti þrátt fyrir að vera orðinn fimmtugur. Norðurkjallari MH: „Ástæðan fyrir því að við erum að halda svona tónleika er sú að það virðist einfaldlega vera ein- hver uppsveifla í þessari tónlist. Móttökumar, sem plata Fræbb- blanna, Viltu bjór væna, fékk, sýna það vel. Pönkið hefur samt ekki verið áberandi síðastliðin ár þó að eflaust hafi það verið til í bílskúriun frá því pönkbylgjan reis sem hæst,“ segir Friðrik Atla- Stjörnugjöf tónlistargagnrýnenda i. Óútgáfuhæf ★ Slæm ★i Slök ★★ I meðallagi ★★i Sæmileg ★★★ Góð ★★★i Frábær ★★★★ Meistaraverk son, einn af skipuleggjendum Pönk ’97, en það em pönktónleik- ar sem haldnir verða í norður- kiallara MH fóstudaginn 17. janú- ar. í fyrra voru haldnir samhæri- legir tónleikar og segir Friðrik að þeir hafi tekist með ágætum. „Það komust færri að en vildu og við vonumst til að svo verði einnig nú.“ Átta hljómsveitir koma ffarn í kvöld. Klukkan 21.30 hefur sveit- in Kúkur spilamennskuna en klukkan 21.45 tekur Fallega gul- rótin við. Klukkan 22.05 spilar Kvartett Ó. Jónsson og Grjóna og ætlar að spila pönk þó að það sé ekki beinlínis í anda þess sem sveitin spilar venjulega. Um tutt- ugu mínútum síðar leikur Sakt- móðigur en sú sveit hefur sent frá sér nýja plötu. Kl. rúmlega 23.00 spilar Forgarður helvítis og eftir henni koma Örkuml en Friðrik er einn af hljómsveitarmeðlimum þar. Q4U og Tríó doktor Gunna Ijúka svo tónleikunum. - JHÞ Kvartett Ó. Jónsson og Grjóna ætla að spila pönk í kvöld

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.