Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1997, Blaðsíða 10
FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1997 * * ★ 24* S * ★ lyndbönd * ---i | i fcf ■«£«, m 2HS í . ^K>V "I qg M « ss - á toppnum í þrjátíu og fimm ár Margar stórstjömur kvikmynd- anna hafa orðið að þola að með aldrinum dvína vinsældimar og hlutverkunum fækkar í samræmi við það. Undantekning frá regl- unni er Sean Connery, sem kom- inn er hátt á sjötugsaldur en er enn meðal þeirra leikara sem mest er sóst eftir. Nýlega gerði hið virta blað The Times í London könnun á því hvaða breskir leikarar væm hæst metnir í dollurum í Hollywood og þar var efstur á blaði Sean Conn- ery sem sagður var geta farið fram á 12 milljónir dollara fyrir leik í einni kvikmynd. Á eftir honum kom svo Liam Neeson sem „aðeins“ getur farið fram á 7 milljónir dollara, Dragonheart, en þar talar hann fyr- ir munn drekans og gerir það af mikilli list. Síð- ustu kvikmyndir hans hafa þó gengið upp og ofan. Hann þarf ekki að kvarta yfir viðtökum á The Rock og Dragonheart og heldur ekki yfir þeim viðtökum sem First Knight fékk. Þar lék hann hina frægu sögupersónu Arthur kon- ung á móti Richard Gere, sem var Sir Sean Connery leikur fyrrum fanga sem hjálpar CIA í The Rock. í nokkum veginn sama verðflokki vom Daniel Day Lewis, Ralph Fienn- es og Kenneth Brannagh, í þeirri röð sem þeir em nefhdir, enn neðar á verðlistanum vom Anthony Hopkins, Hugh Grant og Jeremy Irons. í The Rock, sem vermir efsta sæti myndbandalistans þessa vikuna, leik- ur Sean Connery eina fangann sem á að hafa sloppið úr hinu illræmda fangelsi á Alcatraz-eyju, rétt fyrir utan San Francisco, og fenginn er til að aðstoða sérfræðing CIA í efiia- vopnaiðnaði við að afvopna hóp her- manna sem hafa hertekið eyjuna og hóta að sleppa eiturefiium yfir San Francisco verði ekki farið að kröfum þeirra. Connery sýnir sterkan og ag- aðan leik og hefur sem fyrr mikla út- í The First Knight lék Sean Connery hina frægu sögu- og ævintýraper- sónu Arthur konung. geislun og það er auðvelt að sjá af hverju hann er svona hátt metinn í kvikmyndaheimin- um. Mikill vinnu- hestur Það er ekki aðeins aö Connery sé jafn vel launaður og raun ber vitni heldur er hann ávallt ofarlega í vinsældakosning- um og meira að segja er stutt síðan hann var valinn af kvenfólki sem kynþokkafyllsti leikar- inn. Var ekki laust við að kappinn færi hálfvegis hjá sér þegar hann var spurður hvemig honum fyndist vera sæmdur slíkur titli, en eins og allir sem þekkja til Connerys vita er hann mikill fiölskyldumaður. Býr hann ásamt eiginkonu sinni í Marbella á Spáni og kann mun betur við sig á golfvellinum heldur en innan um fólk í skemmtanaiðnaðinum. Sean Connery er mikill vinnuhest- ur og tekur sér aldrei langt frí. Allt frá því hann sló í gegn sem James Bond í Dr. No hefur hann leikið í miklum fiölda kvikmynda og slakar ekkert á þótt árin færist yfir. Connery var ekki fyrr búinn að að leika í The Rock en hann tók til við v\ í Medicin Man leikur Sean Connery lækni sem hefst við f frumskógum Suöur-Ameríku. Lancelot. Að- sókn var hins vegar ekki mikil á þær þrjár myndir sem hann lék í á und- an, Just Cause, Good Man in Af- rica og The Med- icine Man. En þótt í röð kæmu þijár kvikmynd- ir sem náðu lít- illi aðsókn og tap var á hafði það engin áhrif á fer- il Connerys, laun hans héldu áfram að hækka jafnt og þétt. Fyrsta hlutverkið var í söng- leik Sean Connery fæddist 25. ágúst 1930 í Edinborg og var hann skirður Thom- as Connery. Faðir hans var vörubíl- stjóri og ekki var mikið gengið á eftir Connery að halda áfram skólagöngu, enda hætti hann í skóla fimmtán ára gamall og skráði sig í sjóher Breta. í hemum lagði hann stund á líkams- rækt og þegar herþjónustu lauk vann hann meðal annars fyrir sér sem mód- el. Það var stopul vinna svo hann vann einnig við það sem hendi var næst. Meðal annars var hann lífvörð- ur og lakkaði líkkistur. Connery hélt áffarn líkamsræktinni og var hann hvattur af þjálfúrum sínum til að leita fyrir sér í kvikmyndum. Connery leist vel á þá hugmynd. Það æxlaðist þó svo til að hans fyrsta hlutverk var á sviði, lék hann smáhlutverk í London- uppfærslunni á söngleiknum South Pacific. þetta var árið 1951. Hann hélt áfram að leika lítil hlutverk í leikrit- um og það var ekki fyrr en 1956 að hann lék í sinni fyrstu kvikmynd. Við tóku nokkur ár í litlum hlutverkum í kvikmyndum og stærri hlutverkum í sjónvarpi. Isinn var brotinn árið 1962 þegar hann var valinn, eftir að hafa verið prófaður ásamt mörgum öðrum, til að leika James Bond í fýrstu Bond- myndinni, Dr. No. Má segja að Conn- ery hafi orðið sfiarna á einni nóttu og hefur ekkert lát verið á vinsældum hans. Hann hélt síðan áffarn að leika James Bond í nokkur ár, en reyndi alltaf inn á milli að leika i kvikmynd- um sem gerðu meiri kröfúr til hans sem leikara. Má þar nefna The Hill, sem Sidney Lumet leikstýrði, Mamie (Alffed Hitchcock), The Fine Madness (Irving Kershner), The Molly Mag- uries (Martin Ritt) og The Anderson Taspes (Sidney Lumet). Yfirleitt fékk Connery góða dóma fyrfr leik sinn í þessum kvikmyndum, en það var samt alltaf Bond sem hélt nafni hans á lofti þar til hann ákvað að hætta að leika njósnarann fræga í kjölfarið á Diamonds Are forever, sem gerð var árið 1971. Hann lék að vísu í enn einni Bond-mynd, Never Say never again árið 1983. Sean Connery hefur þótt góður leik- ari og verið heiðraður á ýmsan hátt. Hans mesta affek á sviði kvikmynd- anna er leikur hans í The Untoucha- bles, en hann hlaut bæði óskarsverð- laun fyrir leik í aukahlutverki og Golden Globe verðlaunin. Hér á eftir fer listi yfir helstu kvikmyndir sem Sean Connery hefur leikið í. Margar þeirra er hægt að fá á myndbandaleig- um, meðal annars allar James Bond myndimar. Dr. No, 1962 From Russia with Love, 1963 Marnie, 1964 Woman of Straw, 1964 Goldfinger, 1964 The Hill, 1965 Thunderball, 1965 A Fine Madness, 1966 You Only Live Twice, 1967 Shalako, 1968 The Molly Maguires, 1970 The Red Tent, 1971 The Anderson Tapes, 1971 Diamonds Are forever, 1971 The Offense, 1973 Zardoz, 1974 The Terrorists, 1975 The Wind and the Lion, 1975 The Man Who Would Be a King, 1975 Robin and Marian, 1976 The Next Man, 1976 A Bridge too Far, 1977 The Great Train Robbery, 1979 Meteor, 1979 Cuba, 1979 Outland, 1981 Wrong is Right, 1982 Five Days One Summer, 1982 Never Say never again, 1983 Sword of the Valiant, 11985 Highlander, 1986 The Name of the Rose, 1986 The Untouchables, 1987 The Presido, 1988 Indiana Jones and the Last Crusa- de, 1989 Family Business, 1989 The Hunt for Red October, 1990 The Russia House, 1990 Highlander II: The Quickening, 1991 Medicine Man, 1992 Rising Sun, 1993 A Good Man in Africa, 1994 Just Cause, 1995 Rrst Knight, 1995 The Rock, 1996 Dragonheart, 1996 -HK Sean Connery er mikill vinnuhestur og tekur sár aldrei langt frí. Frá því hann sló í gegn sem James Bond í Dr. No hefur hann leikið í mikl- um fjölda kvikmynda og slakar ekkert á þótt árin færist yfir hann. Freyja Leópoldsdóttir: Billy Boy. Hún var skemmtileg. Anna Christine Aclipen: Downhill Willie. Hún var rosa- lega góð. Sæbjörg Guðjónsdóttir: Birdcage. Hún var skemmtileg, mjög góð. Sigríður Ólafsdóttir: Two Much. Hún var ósköp þunn, blessunin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.