Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1997, Síða 3
MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1997
Iþróttir
23
Vaiva var Hauk-
unum erfið
- varði 25 skot í bikarúrslitaleiknum
Vaiva Drilingaite, markvörður
Vals, sló svo sannarlega í gegn í
bikarúrslitaleik kvenna í hand-
bolta á laugardaginn.
Vaiva varði 25 skot, þar af 15 í
seinni hálfleiknum, og það var
frammistaða hennar sem sá til
þess að leikurinn var ekki sú ein-
stefha sem flestir bjuggust við.
Vaiva Drilingaite er 35 ára göm-
ul, fyrrum landsliðsmarkvörður
Litháen. Valsmenn fengu hana til
liðs við sig fyrir tímabilið þegar
liðið stóð uppi markmannslaust og
hún hefur heldur betur staðið fyr-
ir sínu.
Mjög heppnar að ná í Vaivu
„Hvað segirðu, 25? Vá,” sagði
Gerður Beta Jóhannsdóttir, fyrir-
liði Vals, við DV þegar hún heyrði
hversu mörg skot Vaiva hefði var-
ið.
„Markmaðurinn okkar flutti út
á land í haust og við vorum mjög
heppnar að ná í Vaivu. Hún er
leikreynd og 60 prósent af liðinu ef
hún spilar vel, eins og í dag. Hún
stóð sig frábærlega,” sagði Gerður
Vaiva Drilingaite frá Litháen, hinn
snjalli markvöröur Vals.
DV-mynd BG
Beta um Vaivu sem tvimælalaust
var besti leikmaður bikarúrslita-
leiksins. Nánar er fjallað um hann
á bls. 24.
-VS
Bikarúrslitin:
HM-gólfið
breytir miklu
„HM-gólfið” fræga var sett á
Laugardalshöllina fyrir bikarúr-
slitaleikina í handbolta á laugar-
dag. Þar með voru bara hand-
boltalínur á vellinum, ekki allt
hitt línukraðakið og þetta setti
allt annan blæ á úrslitaleikina.
Það hlýtur að vera krafa héðan í
frá að HM-gólfíð sé notað á öllum
meiri háttar leikjum í Höllinni,
landsleikjum sem úrslitaleikj-
um.
Ung en leikjahæst
Gerður Beta Jóhannsdóttir,
fyrirliði Vals, lék sinn 150. leik
fyrir félagið í bikarúrslitunum.
Hún var leikjahæsti Valsmaður-
inn fyrir hönd félagsins í úrslita-
leiknum þó hún sé aðeins tvítug
að aldri.
Mikill aldursmunur
Það munaði 21 ári á elsta og
yngsta leikmanni Vals í kvenna-
leiknum. Ágústa Siguröardóttir,
sem hóf leikinn sem skytta
hægra megin, er 37 ára en síðan
leysti hin 16 ára gamla Eva Þórð-
ardóttir hana af hólmi.
Auður ekki með
Auður Hermannsdóttir lands-
liðskona gat ekki leikið með
Haukum vegna meiðsla. Hjá Val
vantaði Eivoru Pálu Blöndal fyr-
irliða sem er meidd.
-VS
Bikarúrslitin:
Palli var búinn
Þegar Haukar fögnuðu bikar-
sigrinum að loknum karlaleikn-
um á laugardag sat liðsstjórinn,
Páll Ólafsson, einn inni í bún-
ingsklefa Hauka. „Ég hef ekki
orku í þetta lengur, bakið er al-
veg búið,” stundi þessi litríki
fyrrum handboltakappi sem var
á fleygiferð á bekknum hjá
Haukum allan tímann.
KA-menn óhressir
KA-menn voru mjög óhressir
með frammistöðu dómaranna
undir lokin og það þurfti að
halda aftur af nokkrum þeirra
þegar leikurinn var flautaður af.
Ámi Stefánsson, liðsstjóri KA,
hafði sínar skoðanir á málinu að
vanda, reifst hressilega við eftir-
litsdómarann en skipti síðan um
ham, þakkaði kurteislega fyrir
og gekk í burtu.
Skot í leikskrá
Norðanmenn voru reyndar
famir að hnýta í dómaraparið
áður en leikurinn hófst. í leik-
skrá KA var lýst yfir furðu á því
að bestu dómarar landsins, Stef-
án og Rögnvaldur, skyldu ekki
vera látnir dæma úrslitaleikinn.
Bærinn var rauður
Haukar fögnuðu bikarsigmn-
um að vonum hressilega og
„máluðu” miðbæ Hafnarfjarðar
nánast rauðan á laugardags-
kvöldið. Þar voru víst ólíkleg-
ustu menn mættir í rauða
Haukabúningnum. -VS
Njarðvík sækir sig
- vann mikilvægan sigur á ÍR, 94-89
DV, Suðurnesjum:
„Það er nýtt fýrir okkur að vinna
tvo leiki í röð og mér finnst að leik-
ur okkar sé að skána. Þetta var
mjög þýðingarmikill sigur og það
þarf góðan leik til að leggja ÍR. Nú
erum við afla vega öruggir í úrslita-
keppnina og takmarkið er að toppa
þegar þangað er komið,“ sagði Frið-
rik Ragnarsson, fyrirliði Njarð-
víkur, eftir sigur á ÍR i gær, 94-89.
Njarðvíkingar spfluðu einn sinn
besta leik lengi og liðsheildin er að
ná saman. ÍR náði forystunni um
tíma í síðari hálfleik en þá fóru
Njarðvíkingar að pressa þá framar
og snem leiknum sér í hag á ný.
Torrey var bestur Njarðvíkinga,
Páll, Friðrik og Jóhannes voru
sterkir. Atli var einná bestur hjá ÍR
og skoraði 5 þriggja stiga körfur.
„Við erum búnir að vera í skýjun-
um frá síðasta leik og duttum bara
niður og náðum ekki að spila okkar
besta leik. Það vantaði neista hjá
okkur og nú verðum við að halda
áfram og vinna næstu tvo leiki,“
sagði ÍR-ingurinn Eiríkur Önundar-
son. -ÆMK
w Diqital útvarp meö RDS
A tAOIOOATASrsriM
RDS og 30 minnum
w 450w (2 x lOOw RMS) magnari
'tr Surround hljó&kerfi
w Þriggja diska geislaspilari
meö 30 minnum
w Handahófsspilun á
geislaspilara fyrir 3 diska
w Tónjafhari meö popp,
rokk, jass, bgm,
klassík og flat
w Tímastilling
og vekjari
w Tvöfalt DOLBY
segulband meö síspilun
w Innstunga fyrir heyrnartól oghljóönema
w Fullkomin fjarstýring
200w RIVIS
AÐUR KR. S9.900
□□I
□OLBY SURROUIMD
PRO-LOGIC
Þrír
aukahátalorar fylgja
108w RIVIS
RDS
tADIODATAtYSTÍM
n. ÁÐURKR
w Digital utvarp meö RDS og 30 minnum
w 130w+65w+65w (2x27+27+27w RMS) HEIMABÍÓ magnari
w Tónjafnari meö popp, rokk, jass, bgm, klassík og flat
w Fullkomiö Dolby ProLogic HEIMABÍÓ hljóökerf!
w Þriggja diska geislaspilari með 30 minnum
w Handahófsspilun á geislaspilara fyrir 3 diska
w Tvöfalt DOLBY segulband meö síspilun
w Innstunga fyrir heyrnartól og hljó&nema
w Tímastilling og vekjari
w Fullkomin fjarstýring
64.900
VERÐLAUNUÐ AF
KADIODATASYSTEM
□□I
DOLBY SURROUIMD
PRO-LOGIC
Þrír
aukahátalarar fylgja
300w RIVIS
AÐUR KR. 74.900
Digital útvarp meö RDS og 30 minnum
270w+83w+83w (2xl20+30+30w RMS) HEIMABÍÓ magnari
Fullkomiö Dolby ProLogic HEIMABÍÓ hljó&kerfi
Þriggja diska geislaspilari meö 30 minnum
Handahófsspilun ó geislaspilara fyrir 3 diska
Tónjafnari meö popp, rokk, jass, bgm, klassík og flat
Tvöfalt DOLBY segulband meö síspilun
Innstunga fyrir heyrnartól og hljó&nema
Tímastilling og vekjari
Fullkomin fjarstýring ,, .,, _ _
Heyrnartol að verðmceti
kr. 3.990 fylgja sem
kaupbœtir í þessu tilboði!
Sjónvarpsmiðstöðin
SIÐUMULA 2
SIMI 568 9090
HUGVERKASMIÐjA