Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1997, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1997, Side 4
24 MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1997 MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1997 25 b Iþróttir Haukar (9)161 Valur (6)13\ 0-1, 3-1, 4-3, 5-4, 7-4, 8-5, (9-6), 9-8, 11-8, 11-11, 12-12, 13-13, 16-13. Mörk Hauka: Hulda Bjarnadóttir 4, Judit Ezstergal 4/2, Ragnheiður Guðmundsdóttir 3, Harpa Melsted 2, Hanna G. Stefánsdóttir 2, Thelma Ámadóttir 1. Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 11. Mörk Vals: Sigurlaug Rúnarsdótt- ir 7/4, Gerður Beta Jóhannsdóttir 2, Sonja Jónsdóttir 2, Hafrún Kristjáns- dóttir 1, Lilja Valdimarsdóttir 1. Varin skot: Vaiva Drilingaite Úrslitaleikurinn í kvennaflokki: Haukar þurftu að taka á öllu Hvar voru Vals- menn á laugardag? Á meðal um það bil eitt þúsund áhorfenda á bikarúrslitaleik kvenna í Laugardalshöll- inni á laugardaginn, milli Hauka og Vals, voru ekki sjáanlegir nema í kringum 30 stuðningsmennVals, eins af elstu og rótgrón- ustu íþróttafélögum landsins. Hvar voru Valsmenn á laugardaginn? Er virkilega ekki meiri áhugi innan félagsins fyrir að standa við bakið á sínu liði þegar það kemst í bikarúrslit? Það er svo sem ekki hægt að lá þeim að hafa ekki haft mikla trú á að Valur stæði uppi sem bikarmeistari en það afsakar engan veginn þetta áhuga- og virðingarleysi sem félagsmenn i Val sýndu stúlkunum sínum á laugardaginn. Þær stóðu fyrir sínu og gátu gengið stoltar af velli. Flest- ir aðrir Valsmenn mega skammast sín. -VS Ragnheiöur Guðmundsdóttir fyririiöi og Harpa Melsted í fararbroddi Haukastúlknanna eftir bikarsigurinn á Val. Haukar uröu þar með bikarmeistarar kvenna í fyrsta skipti t sögunni. DV-mynd BG 25/1. Brottvlsanir: Haukar 4 mín., Val- ur 10 mln. Dómarar: Gísli H. Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, ágætir. Áhorfendur: Um 1.200. Maður leiksins: Vaiva Driling- aite, Val. Gerður B. Jóhannsdóttír: Getum gengið sáttarfrá þessum leik „Þetta var jafn og spennandi leikur og það var skemmtilegt að spila þetta en okkur vantaði herslumuninn. Fyrst við náðum að standa svona vel í þeim var auðvitað svekkjandi að tapa þessu í lokin en það bjóst enginn við neinu af okkur og við getum gengið sáttar frá þessum leik,“ sagði Gerður Beta Jóhannsdótt- ir, fyrirliði Vals, við DV eftir bikarúrslitaleikinn. „Haukastelpurnar þurftu að hafa mikið fyrir þessu, umijöll- unin fyrir leikinn þar sem eng- inn spáði okkur neinu hafði ör- ugglega sitt að segja og ég hugsa að innst inni hafi þær trúað því að þær gætu tekið þetta með vinstri. Við vorum staðráðnar í því að láta ekki valta yfir okkur og sýndum og sönnuðum að það býr mikið meira í liðinu en við höfum verið að sýna. Vaiva stóð sig frábærlega í markinu og vörnin var líka frábær. Stemningin í Höllinni var frá- bær og þessir fáu Valsmenn sem mættu á leikinn stóðu sig eins og hetjur," sagði Gerður Beta. -VS - unnu Val í lokin, 16-13, og eru bikarmeistarar í fyrsta sinn Það voru flestir á því að það væri nánast formsatriði að spila bikarúr- slitaleik kvenna í handbolta á laug- ardaginn. Haukum var spáð yfir- burðasigri, enda er staða liðanna í 1. deildinni ólík og Haukar unnu 14 marka sigur i leik liðanna á dögun- um. En baráttuglaðar Valsstúlkumar með hina litháísku Vaivu Dril- ingaite í banastuði í markinu sáu til þess að úrslitaleikurinn varö óvænt hörkuspennandi og það var ekki fyrr en á síðustu tveimur mínútun- um sem Haukar tryggðu sér sinn fyrsta bikarmeistaratitil í kvenna- flokki með því að skora þrjú síðustu mörkin og sigra, 16-13. Munurinn á liðunum, handbolta- lega séð, er mikill. Að öllu jöfnu væri 10-12 marka sigur Hauka ekki óeðlilegur. Valsstúlkurnar höfðu hins vegar augljóslega fulla trú á því að þær gætu spjarað sig gegn hinum öflugu mótherjum sínum og gerðu það af mikilli skynsemi. þær spiluðu sterkan varnarleik, gáfu aldrei tommu eftir og Vaiva gaf þeim síðan meðbyrinn sem þurfti. Hún veæði hvorki fleiri né færri en 25 skot í leiknum. í þrettán mínútur í fyrri hálfleik náðu Haukar ekki að skora mark og í seinni hálfleiknum skoruðu Haukar tvö mörk á fyrstu 19 mínútunum, bæði á meðan Vals- stúlkumar vom manni færri. Sóknarlega séð var Valsliðið ekki burðugt en seiglaðist af mætti. Gerður Beta Jóhannsdóttir byrjaði vel en var síðan tekin úr umferð að mestu það sem eftir var. Sigurlaug Rúnarsdóttir nýtti sér það og var Haukavörninni stundum erfið. Mótlætið fór í taugar Hauka- stúlknanna sem náðu aldrei að spila yfirvegaðan handbolta. Þær léku allar undir getu en náðu upp þeirri baráttu og stemningu undir lokin sem til þurfti til að klára leikinn. Haukar em bikarmeistarar kvenna í fyrsta sinn og bera þann titil með sæmd. En miðað við allar forsendur gengu Valsstúlkumar líka sem sigurvegarar af velli á laugardaginn. -VS Alls ekki sáttur við okkar leik - sýndum þó góðan karakter í lokin, sagði Magnús Teitsson, þjálfari Haukastúlkna „Þetta var dæmigerður bikarleik- ur og ég var alls ekki sáttur við okk- ar leik. Stelpurnar vora ekki að gera það sem var lagt upp fyrir leik- inn,“ sagði Magnús Teitsson, þjálf- ari kvennaliðs Hauka, við DV eftir úrslitaleikinn. „Þær klikkuðu i nálægt 30 skot- um í leiknum og sóknarnýtingin í fyrri hálfleik var aðeins 33 prósent. Sóknarlega voram við að spila mjög illa, langt fyrir neðan okkar getu, og mörg af þessum skotum vora bara sendingar. Svo var búið að tala um að skjóta á annan stað á markið en það var ekki gert. En svona era úr- slitaleikir, það er aldrei hægt að bóka eitt eða neitt. Valsstúlkumar lögðu sig allar í leikinn og höfðu greinilega mjög gaman af þessu. Handboltalega séð er mikill munur á þessum liðum en í svona leik er allt hægt. Haukastúlkumar sýndu mjög góðan karakter í lokin með því að gefast ekki upp þrátt fyrir mótlætið og klára dæmið,“ sagði Magnús Teitsson. Heildin náöi saman í lokin „Við reiknuðum með því að þetta yrði erfitt. Við unnum þær stórt í síðasta leik en þá var Vaiva ekki viö og við hjuggumst því við að þurfa að hafa fyrir þessu,“ sagði Ragnheiður Guðmundsdóttir, fyrir- liði Hauka, við DV. „Það vora allir að reyna að telja okkur trú um aö við myndum vinna þetta létt en það er ekkert gefið í þessu. Þetta var fyrsti bikarúrslita- leikurinn okkar og við vorum þess vegna dálítið taugaóstyrkar I byrj- un. Við voram kannski líka aðeins stressaðar þegar leið á leikinn en heildin náði vel saman í lokin og það skipti öllu máli. Við höfum ver- ið að spila illa í deildinni að undan- fömu og vonandi erum við með þessu að komast á rétta braut. Það er enginn smáhópur sem stendur í kringum þetta hjá okkur og það var frábær stemmning í Höll- inni,“ sagði Ragnheiður Guðmunds- dóttir. -VS Siguröur Gunnarsson: Bikarmeist- ari í sjötta skipti „Þetta var mjög vel spilaður leikur af beggja hálfu. Við vor- um reyndar í vandræðum með Ziza og Duranona en héldum haus og spiluðum skynsamlega 90 prósent af leiknum," sagði Sigurður Gunnarsson, þjálfari Hauka, sem varð bikarmeistari í sjötta sinn í jafnmörgum tilraun- um á laugardag. Fjóram sinnum sem leikmaður Víkings, einu sinni sem þjálfari ÍBV og nú með Haukum. „Rúnar spilaði rosalega vel i dag, Halldór kom inn og breytti „strúktúrnum" í sókninni hjá okkur og gegnumsneitt voru all- ir að spila vel. Þetta var bikarleikur og svo kemur hitt seinna. Þaö er langur vegur í úrslitakeppnina, við munum njóta þessa leiks fram i næstu viku og svo föram við að einbeita okkur að þeim verkefn- um sem framundan era,“ sagði Sigurður. -VS Alfreö Gíslason: Áttum allan séns á að vinna „Þetta fór endanlega þegar við fóram illa með þrjú dauðafæri í röð í stöðunni 21-22,“ sagði Al- freð Gislason, þjálfari KA, við DV. „Ég er líka óhress með að við skyldum ekki fá víti þarna undir lokin, það var svo augljóst að það var brotið á Sergei. í þeirri stöðu áttum við ennþá mögu- leika á að komast aftur inn í leikinn. En við áttum allan séns á að vinna þennan leik. Við fóram illa með aragrúa af dauðafærum og þegar litið er á leikinn í heild var einfaldlega meira í lagi hjá Haukunum en okkur. Við hrein- lega gáfum þeim fjögur til fimm mörk undir lok fyrri hálfleiks og það var okkur dýrt,“ sagði Al- freð Gíslason. -VS Rúnar Sigtryggsson: í Þórs- peysunni innan undir „Það hefði verið enn ljúfara ef þetta hefði verið með Þór en það er ekkert skemmtilegra en að vinna KA. Ég var þó alla vega I Þórspeysunni innan undir Haukapeysunni í þessum leik," sagði Rúnai- Sigtryggsson, fyrr- um Þórsari, sem skoraði hvað eftir annað fyrir Hauka á lokakaflanum gegn gamla erkió- vininum að norðan. „Við vorum allt of tauga- strekktir í byrjun, sóknin var liikandi og við skutum úr léleg- um færam. Svo tókum við vöm- ina og Bjarni kom inn og þá small sóknin í kjölfarið. Þegar við vorum komnir yfir höfðum við trú á okkur og kláruðum dæmið með taktískum leik,“ sagði Rúnar viö DV. -VS I Halldór Ingólfsson kom, sá og sigraði á laugardaginn. Halldór hefur veriö meiddur að undanförnu og óvíst var að hann gæti spilaö. Hann kom inn á í síðari hálfleik og skoraði þrjú mikivæg mörk og hér leiöir hann Hauka í fagnaöarlátunum. Á litlu myndinni lyfta Bjarni Frostason og Gústaf Bjarnason bikarnum. DV-mynd BG Haukar bikarmeistarar karla í fyrsta skipti í 17 ár: Nýtt stórveldi - markvarslan gerði útslagið þegar Haukar lögðu KA, 26-24 Haukar eru orðnir stórveldi í ís- lenskum handbolta. Það sýndu þeir og sönnuðu á laugardaginn með tveimur glæsilegum bikarsigrum. Karlaliðið stóð undir væntingum sem til þess vora gerðar, heldur fleiri virtust hall- ast að því að Haukar myndu leggja KA í úrslitaleiknum og það kom á daginn. Þeir voru sterkari á endasprettinum og unnu sanngjaman sigur, 26-24. Framan af leik virtist KA, bikar- meistari tveggja síðustu ára og í sín- um fjórða úrslitaleik í röð, vera með undirtökin. Norðanmenn komu greinilega afslappaðri og einbeittari til leiks, léku góða vöm, sóknin gekk ágætlega með Sergei Ziza í miklum ham og markvarslan var þokkaleg, til að byrja með. Sá kafli sem hins vegar réð úrslit- um var síðustu fjórar mínútur fyrri hálfleiks og upphafsmínútur þess síð- ari. Þá breyttu Haukar stöðunni úr 11-12 í 15-12 og sennilega var mark Arons Kristjánssonar á lokasekúndu fyrri hálfleiks, þegar hann kom Hauk- um í 14r;12, eitt það mikilvægasta í leiknum.'KA minnkaði muninn hvað eftir annað í eitt mark í seinni hálf- leiknum en herslumuninn vantaði. Bjami Frostason varði ítrekað glæsi- lega í Haukamarkinu, oft maður gegn manni, og sá til þess að Haukar héldu undirtökunum. Þau héngu þó oft á blá- þræði. KA-menn vora óhressir að fá ekki vítakast, tveimur mörkum undir, þegar rúm mínúta var eftir en þar fór þeirra síðasta von. Eitt atriði öðram fremur réð úrslit- um í leiknum þegar liðin eru borin saman - markvarslan. Enn og aftur var hún banabiti KA. Á meðan mark- verðir norðanmanna vörðu aðeins „skylduskotin" tók Bjarni þau sem máli skiptu - dauðafærin. Það er blóð- ugt fyrir KA að tapa ítrekað á því sama á meðan varnar- og sóknarleik- ur liðsins er með því besta sem gerist í íslenskum handbolta. Hjá KA var Ziza yfirburðamaður og Róbert Duranona komst þokkalega í gang þegar á leið en var þó mistækur. Sverrir Bjömsson var í fararbroddi í sterkum vamarleik og Leó Örn Þor- leifsson skilaði sínu á línunni, Hinir annars öflugu homamenn KA voru hins vegar ekki með langtimum sam- an og það hlýtur að vera annað áhyggjuefni því þetta er ekki í fyrsta skipti sem lítið kemur út úr þeim. Þáttur Bjarna í sigri Hauka hefur þegar verið rakinn en margt fleira kom til. Liðsheildin var jöfn og sterk, Rúnar Sigtryggsson var ómetanlegur í seinni hálfleik þegar hann skoraði 5 dýrmæt mörk og þá kom Halldór Ing- ólfsson vel inn í leikinn. Gústaf Bjamason var drjúgur á línunni að vanda, Aron hefur áræðið sem með þarf á örlagastundum og Petr Baumrak er alltaf burðarás í liðinu. Málið er að allir leikmenn Hauka eru virkir og ógnandi, hver um sig hefur burði til að klára leik eins og þennan. Haukar bera nafnbótina bikarmeistari karla 1997 með sæmd. -VS Það var gífurleg stemmning á meðal hátt ítvö þúsund stuðn- ingsmanna Hauka í Höllinni á laugardaginn. Tveir úrslitaieikir og tveir sigrar - frábær uppskera Hafnfirðinga. DV-mynd BG Haukar (14) 26 KA (12) 24 0-2, 2-2, 2-4, 4-6, 5-7, 7-7, 7-9, 8-10, 9-11,11-11,11-12, (14-12), 15-12,16-13, 16-15, 18-16, 19-18, 21-18, 21-20, 22-21, 24-21, 25-22, 25-23, 26-23, 26-24. Mörk Hauka: Rúnar Sigtryggsson 7, Gústaf Bjamason 5, Petr Baumruk 3, Aron Kristjánsson 3, Þorkell Magn- ússon 3, Halldór Ingólfsson 3/1, Jón Freyr Egilsson 2. Varin skot: Bjami Frostason 19/1. Mörk KA: Róbert Duranona 9/4, Ser'gei Ziza 7/1, Leó Örn Þorleifsson 4, Jóhann G. Jóhannsson 2, Heiðmar Felixson 1, Björgvin Björgvinsson 1. Varin skot: Guðmundur Amar Jónsson 11, Hermann Karlsson 1. Brottvisanir: KA 6 mín., Haukar 6 mín. Dómarar: Gunnar Viðarsson og Sigurgeir Sveinsson, mistækir. Áhorfendur: Um 2.800. Menn leiksins: Bjami Frostason og Rúnar Sigtryggsson, Haukum. Lúövík Geirsson, formaður Hauka, og Ingvar Viktorsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar og FH-ingur, voru kátir þegar bik- ararnir voru í höfn. DV-mynd BG Gústaf Bjarnason: Stærsta stundin „Það var búist við hörkuleik jafnra liða og sú varð raunin. Eftir brösuga byrjun hristum við *, af okkur skrekkinn, komumst inn í leikinn og náðum tökum á þeim. Það sem gerði útslagið var að við erum með meiri breidd, það voru allir að gera það gott en hjá þeim voru Ziza og Duranona að halda þessu uppi,“ sagði Gústaf Bjamason, fyrirliði Hauka. „Þetta er stærsta stundin á mínum ferli og ábyggilega stærsti dagurinn í sögu Hauka. Maður var smápolli með hor í nös síöast þegar félagið vann bikarinn!" sagði Gústaf. -VS Bjarni Frostason: Hungraði í að spila „Ég var ekki búinn að æfa í eina og hálfa viku en ég var óþreyttur og mig hungraði í að spila. Maður fékk ágætan frið og náði síðan upp góðri stemningu og komst í takt við leikinn snemma Þegar byrjar að ganga vel og maður nær einu eða tveimur skotum fara þeir að verða hræddir og maður nær að lesa þá betur og dettur í þennan svo- kallaða ham. Þetta var bara meiri háttar gaman," sagði Bjami Frostason, markvörður Hauka, sem sendi Þorbimi Jens- syni ákveðin skilaboð um að hann væri tilbúinn í landsliðið með frammistöðu sinni gegn KA. -VS Erlingur Kristjánsson: Klaufaskapur og mark- varsla Bjarna „Það var margt sem klikkaði hjá okkur í þessum leik. Við átt- um tækifæri til að vera 4-5 mörkum yfir í hálfleik en fyrir klaufaskap og markvörslu Bjarna vora þeir yfir í staðinn. Við misstum taktinn í lok fyrri hálfleiks og svo var markvarslan hjá þeim miklu betri," sagði Er- lingur Kristjánsson, fyrirliði KA, við DV eftir úrslitaleikinn. „Framan af spiluðum viö fina vöm og fengum fullt af færum en nýttum þau ekki nógu vel. í seinni hálfleiknum fórum við illa með mörg góð færi og undir lokin áttum við að fá viti og hefð- um getað minnkað muninn í eitt mark og verið í góðum séns en í staðinn skoruðu Haukar og klár- uðu leikinn.“ Mjög óhressir með dómaraparið „Við KA-menn erum mjög óhressir með að þetta dómarapar skyldi vera sett á leikinn. Þetta er búið að vera eitt slakasta parið í vetur, þeir hafa dæmt nokkra leiki hjá okkur í vetur og verið afleitir. Það er sárt að sjá á eftir bik- amum en ég vona að við jöfnum okkur á þessu og getum einbeitt okkur að íslandsmótinu," sagði Erlingur. -VS r t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.