Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1997, Síða 8
28
MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1997
16 ára reynsla í innleggjagerö - leiðandi á sínu sviði
Mynd af fæti Duranona
í raunstærð
Robert Julian
Duranona
landsliðsmaður
I handknattleik
Margra ára verkur horfinn
„Ég hefþjáðstafmiklum verkjum íhægra fæti vegna gamalla
meiðsla í táberginu - og hefþurft að nota spelku á vinstra ökkla.
íhlaupagreiningu hjá Stoðtækni sást mjög greinilega hvað var að
hrjá mig - mislangir fætur og skekkja út á jarkann. Eftir að ég fékk
sérsmíðuð íþróttainnlegg frá þeim eru þessir leiðindaverkir
horfnir."
^síðasta ári vartekinn í notkun fullkomnasti
fótagreiningarbúnaður sem völ er á frá NOVEL.
Búnaðurinn er algjör bylting í að greina göngulag fólks,
álagsdreifingu og stöðu fóta og auðveldar alla greiningu
fyrir sérsmíðaða skó, innlegg og spelkur. Hentugt fyrir
greiningu á liðagigtarsjúklingum, sykursjúkum,
íbróttamönnum auk annarra sem hafa átt við
fótavandamál að stríða.
Tímapantanir og nánari
upplýsingar í síma 551 4711.
Greining kr. 2.500.
Algengt verð á innleggjum
fyrir fullorðna
kr. 4.000 tilkr. 5000.
Algengt verð á
barnainnleggjum
kr. 2.400.
Ath. Greining er
ekki innifalin í
verði innleggja.
STOÐTÆKNI
Gísli Ferdinandsson efif
Lækjargötu 4 - Reykjavik • S: 551 4711
Hafnarstræti 88 • Akureyri • S. 462 4123
íþróttir
Michael Jordan, sem hér á í höggi við Latrell Sprewell hjá Golden State,
skoraöi 70 stig í tveimur leikjum Chicago um helgina. Símamynd Reuter
NBA-körfuboltinn um helgina:
Tveir sigrar
hjá Chicago
Meistarar Chicago Bulls héldu
sigurgöngu sinni áfram í NBA þeg-
ar þeir unnu stórsigur á Golden
State á heimavelli sínum aðfaranótt
sunnudagsins. Þetta var 25. sigur
Chicago á heimavelli í vetur en lið-
ið hefur aðeins einu sinni mátt þola
tap. Chicago hefur haft sérlega gott
tak á Golden State sem hefur ekki
tekist að leggja Chicago að velli síð-
an 1991.
Tony Smith var hetja Charlotte
þegar hann skoraði sigurkörfima
gegn Atlanta 10 sekúndum fyrir
leikslok. Þetta var aðeins annað tap
Atlanta á heimavelli í síðustu 24
leikjum. Charlotte virtist vera á leið
með að tryggja sér öruggan sigur
þegar liðið náði 16 stiga forskoti í
þriðja leikhluta en Atlanta kom til
baka og tókst að komast yfir þegar
skammt var til leiksloka.
Toronto vann sinn fyrsta sigur á
Dallas frá upphafi. Það var góður
leikkafli í síðasta fjórðung sem
gerði gæfumuninn en þá skoraði lið-
ið 14 stig í röð.
Mookie Blaylock tryggði Atlanta
sigur á Houston aðfaranótt laugar-
dagsins þegar hann skoraði sigur-
körfuna á síðustu sekúndum leiks-
ins. Þetta var 8. tapleikur Houston í
röð á útivelli.
Portland stöðvaði sigurgöngu Mi-
ami en liðið hafði unnið 11 leiki í
röð. Portland hefur gott tak á Miami
en af síðustu 20 leikjum liðanna hef-
ur Portland unnið 18.
Washington tapaði 8. leik sínum í
síðustu 10 leikjum þegar liðið lá á
heimavelli fyrir meistunnn Chicago
Bulls. Michael Jordan og Scottie
Pippen fóru fyrir liði Chicago eins
og oft áður. Jordan skoraði 36 stig
og Pippen var með 28 stig og tók 10
fráköst.
Grant Hill var nálægt því að ná
þrennunni góðu í sjötta sinn á tíma-
bilinu þegar Detroit tók á móti New
Jersey og vann sinn 9. leik í röð.
Hill skoraði 19 stig, átti 13 stoðsend-
ingar og tók 9 fráköst. -GH
NBA-DEILDIN
Aðfaranótt laugardags:
Atlanta-Houston..........76-74
Blaylock 17, Laettner 16 - Barkley 22,
Willis 13.
Charlotte-LA Clippers .. . 114-96
Rice 29, Mason 22 - Wright 16, Sealy
14.
Detroit-New Jersey ......96-64
Hill 19, Hunter 16 - Jackson 23,
Gatling 21.
Miami-Portland ........110-114
Lenard 29, Mouming 17 - Wallace 25,
Robinson 18.
Orlando-Denver...........99-66
Hardaway 22, Seikaly 17 - LþEllis 24,
Stith 23.
Minnesota-Golden State . . 101-62
Gugliotta 18, Gamett 16 - Sprewell
17, Smith 17.
Washington-Chicago.......99-103
Howard 25, Strickland 23 - Jordan 36,
Pippen 28.
SA Spurs-Milwaukee........98-93
Herrera 24, Negro 18, Wilkins 18 -
Baker 27, Robinson 21.
Phoenix-Cleveland.........94-88
Person 22, Ceballos 20 - Sura 23. Mills
17.
Seattle-New York..........84-64
Cummings 17, Payton 17 - Houston
11, Childs 10.
LA Lakers-Vancouver .... 99-91
Campbell 23, Jones 23 - Rahim 30,
Anthony 19.
Aöfaranótt sunnudags:
Atlanta-Charlotte.........92-93
Laettner 24, Smith 16 - Mason 25,
Rice 23.
Philadelphia-Portland .... 97-80
Coleman 28, Stackhouse 21 - Ander-
son 20, Robinson 16.
Chicago-Golden State .... 120-86
Jordan 34, Pippen 22, Kukuoc 15 -
Smith 19, Sprewell 19
Dallas-Toronto............92-99
Finley 20, Ðanilovic 20 - Christie 22,
Stoudamire 15.
Alonzo Mourning, leikmaðurinn
snjalli hjá Miami, er kominn á
sjúkralistann. Hann er meiddur á
fæti og veröur í gipsi næstu 6 vikum-
ar. Þetta er bagalegt fyrir Miami en
liöið er í harðri baráttu við New York
um að sigra í Atlantshafsriðlinum.
Mouming meiddist í leiknum gegn
Portland og þá var ekki að sökum að
spyrja, Miami tapaði eftir að hafa
unnið 11 leiki í röð.
New York hefur aldrei skorað jafh-
fá stig i NBA-deildinni og það gerði
gegn Seattle aðfaranótt laugardags-
ins. New York skoraði aðeins 64 stig
í leiknum og til marks um góðan
vamarleik hjá Seattle skoraði New
York aðeins eina körfu utan af veili í
fjórða leikhluta og ekki stig nema af
vítalínunni í 10 mínútur í þriðja leik-
hluta.
Bill Clinton, forseti Bandarikj-
anna, var mæthir í höllina í Was-
hington á fóstudagskvöldið til að
fylgjast með sínum mönnum í
Chicago Bulls.
„Við reyndum að gera góða hluti fyr-
ir Clinton í leiknum þar sem vissum
að hann er mikill stuðningsmaður
okkar. Ég held að við höfúm glatt
hann með ágætum tilþrifum í leikn-
um,“ sagði Scottie Pippen eftir leik-
inn.
Hakeem Olajuwon, miðherji
Houston, og Patrick Ewing, miðherji
New York, fundu ekki fjölina með lið-
úm sinum aðfaranótt laugardagins.
Þessir snjöllu leikmenn náðu ekki að
komast yfir tuginn hvað stigaskor
varðar og það er sjaldgæft þegar þess-
ir kappar eiga i hlut. Olajuwon skor-
aði 9 stig gegn Atlanta og Ewing að-
eins 7 gegn Seattle og báðir urðu þeir
að lúta i lægra haldi með liðum sín-
um.